Morgunblaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1968. 17 - ALDARAFMÆLI Framh. af bls. 12 ur, sem var á margan hátt í- haldsamastur allra varðandi kenningu og játningarfestu í boð un og víkkaði sjónar- og þekking arsvið alLra, sem áttu því lánl að fagna að hlýða á hann. Hann var haflsjór af alls konar fróð- leik. Minnið var alveg frábært, svo að hann mundi ótal atburði ekki aðeins upp á ár heLdur dag. Ljóð Lágu honum á vörum á ýmsum tungum — og þá auð- vitað fyrst og fremst á íslenzku — og latínu, sem var hans uppá- haldstunga. Frægt varð, erhann gekk fyrir páfa og páfi spurði, hvaða mál hann kysi að nota Séra Friðrik valdi Latínuna — og ræddust þeir við á því máli Hann lifði í sögu Rómverja, var unnandi íalenzfcirar sögu og hetjuaLdar. Fyrst og fremst lifði hann þó í samtíð sinni og akildi hana. Þess vegna tókst honum fliestum betur að ná til gamalla og ungra. Hami var óvenju lifandi mað- ur, opinn og glaður. FrjáLs og beilbrigður. Enginn gat eins og hann glaðat á jafnheilbrigðan hátt yfir velgerðu verki sjálfs sín — hvort sem var ljóð, pré- dikun eða saga án þess að þar væri vot'tuir af stórmennsfcu eða hroka. Þar var á ferðinni svo heiibrigt sjálfsmat og svo eðli- leg og hrein gleði yfir því sem vel var gert, að sá, sem fékk að vera með honum á slikri stund fann, að einstætt var. Á sama hátt gat hann fagnað yf- ir vel gerðum verkum annarra, hrósað þeim og bent öðrum á þau. Það var eitthvað óvenju heil- brigt við hann sem mann og fræðara. „Syngið drottni nýjnn söng" TÆPAST verður með sanni um það deilt, að séra Friðrik Frið- riksson er eitt helzta sálma- skáld, sem nokkuð kveður að á fyrri hekningi þessarar aldar. Það sést m.a. atf því, að í Sálma- bókina, sem gefin var út árið 1945, voru teknir 13 sálmarhans. Hafa þeir mjög unnið á þau ár, sem liðin eru, síðan bókin kom út. Séra Friðrik er þó kunnastur fyrir æsfculýðssöngva sína. Þar er hann í algerri sérstöðu. Hanin hafði kynnzt nýjum og fersfcum söng í kristilegri æskulýðs- Starfsemi í Danmörku og flutti láhrif þaðan með sér hing- að heim. Hann var ágætlega sfcáLdmæLtur og orti, umorti eða þýddi marga söngva, við beztu lögin, sem hann hafði kynnzt. Yfirleitt valdi hann þróttmikil lög eða mild og laðandi. Fór efni söngvanna eftir því. Hvort tveggja náði auðveldlega tii æsk unnar. Kröftugur söngur, sem þá og Lengi síðan átti hvergi sinn líka, var því eitt af einfcennuin þeim, sem fylgdu starfi séra Frið riks. FiestÍT eru söngvarnir andlegs eða trúariegs efnis, hvetjandi ag örfandi. Hefur hann með þeim náð til þúsunda með varan- leg áhrif þess boðskapar, sem hann vildi flytja. Au/k trúarlegu ijóðanna orti séra Friðrik margs konar féiags söngva. Voru þeir sniðnir bæði fyrir úitiLíf og fundi. Þá var og ættjörðin og hagur hennar hon- uim kæirt yrkiisefni. Yfir öiLum þessum söngvum er eitthvað karlmannlegt og bjant. Það er vandi að gera upp á miLLi söngva hans fyrir þanrn, sem heyrt hefur þá oít. Eiitt sinn, er hann var spurður, hver af æskuiýðssöngvum hans hon- uim þætti beztur, svaraði Hann því, að það ætti hann erfitt með með að segja. — Þó fyndist sér oft, að söngurinn „Ó, þú, sem elskar æsku mína" stæði hjarta sínu næst. Svo mikið er víst, að hann er enn í dag einn vin- sæiaisti söngurinn í Unglinga- deildarstarfi K.F.U.M. Drengjasveitin. Drengjasveitin sterk í stríði strengir heit að duga lýði, gengi að veita, vörn og prýði, vei þér fósturláð, Stendur þétt um flánann fríða, fjendaprettir þá ei hiýða, send að Létta sorg og kvíða, sér hin beztu ráð. Fjör í æðum funar, floldin undir dunar. Vaknar þjóð í vígamóð, er viLjug sveit fram brunar. Þá allir fjandmenn verða að víkj'a. Varla standast beir, er svíkja fjaTiLaLandið fagra, en rikja (fremd þar skal og dáð. Friðrik Friðriksson. Unglings bæn. Ó, þú sem eLskar æsku mína og yfir hana lætur skína þitt auglit bjart, lát aLdrei dvína þá ást, sem ieiðir annast mig uim ævi minnar stig. Ó, þú, sem Leiðir Lífsins strauma, ég iegg í hönd þér viljans tauma og alla mína æskudrauma. Ég hlusta í djúpri þögn á þig, er þú vilt frasða mig. Ó, gjör mitt hjarta að hörpu þinni, svo hægt sem fijótt í sáLu minni ég heyri leikið, ieik þar inni af íþrótt lög, sem einn þú nær, er ást þín strengi slær. Friðrik Friðriksson. Herhvöt. UngLingafjöld! í fylking Guðs þú stendur, fullhugasveit með æskukraft í sál. Kjörin þú ert að kristna víðar lendur, kærieikans túlka heiLagt sigur- máll. Vaknaðu og klæð þig krafti með dáð. Kunngjörðu iýðnum þíns Drottins miklu náð. Sjáðu Guðs teikn. f sigurljóma gnæfir sigrandi kross, vor einkavon og traust. Beygðu þig djúpt, því dýrðar- merki haefir sú dýrkun hjartans nú og enda- laust. Sérhver það ber á brjósti sér og enni, biessunarmark í skírn er gefið er. Það vígslutákn í vitund inn sig brenni og viljann stæii, fram er brunum vér. Krossleið er þröng, en kraftax allir stælast, Karlmennskan vex á brattri hættuför. Og hindurvitna andar ailir hræðast þá æsku, er brunar fram með Drattins hjór. Æskunnar menn að velli hraust- ir hníga, ef herrann Jesus er ei með á flerð, og ótrú gauðin undan láta síga, sem óttast heimskra spott og fjenda merg. Krossmerkta sveit, í fylking f ram þú bruna, freLsarinn Jesús kveður þig með sér. Yfir þér háar himinklukkur duna, hermerki Lífsins sveifflast undan þér. Friðrik Friðriksson. Áttrœður: Vilhjálmur Jónsson Spámannlegur boðandi FAIR ísLenzkir prestar, ef nokk ur, munnu hafa haLdið jafnmarg- ar prédikanir og hugleiðingar og séra Friðrik. Hann hóf að boða fagnaðarerindið sem ungur stú- dent í Kaupmannahöfn, árið 1895, og hélt því ósLitið áfram allt fram á síðustu æviár, eða þar til hann var orðinn niræð- ur. Lengst af taiaði hann einn á fiestum samkomum í KFUM og hafði einnig hugleiðingar á svo að segja öiLum fundum yngri deilda og ungiingadeildar, þegar hann var hér á Landi. Leið vart sá dagur, að hann taiaði ekki á einhverjum fundi og stunum oft á dag. Það er augijóst máL, að mað- 'Ur, sem þannig þarf að starfa, geitur ekki alltaf flutt nýja ræðu. Þess var ekki heldurþörf, því kynsL'óðirnar runnu hratt gegnum sumar deildir þær, sem hann hafði. Miðað var við, að verið væri í yngri deiid í þrjú til fjögur ár. Séra Friðrik var ekiki alltaf áheyrilegur í flutningi. Gat stundum verið nokkuð stirðmælt ur, er hann talaði blaðalaust, sem hann varð oft að gera. Hins vegar var hann alveg einstak- ur, er hann var í essinu sínu. Brennandi sannfæring og uim- hyggja fyrir áheyrendum gæddi boðskap hans Lífi. Hann var sí- Lesandi og auðgaði hugleiðing- ar sínar oflt með því, sem vakið hafði eftirtekt hans. Fyrst og fremst var hann myndrífcur pré- dikari. Hann gat þess oft sjálf- ur, að hann hugsaði í myndum. Sæi atriðin fyrir sér og reyndi svo að lýsa þeim sem gleggst. Gait hann á þann hátt gætt ræð- ur sínar fágætu lífi og dragið þann, sem hlustaði, inn í Lifandi hugarheim sinn. Þess voru mörg dæmi, að hann hrejf áheyr- endur svo með sér, að þeir gLeymdu stund og stað. Vegna þessa hæfiLeika, sem vaifaiaust hefur verið í ætt við skáldgéfu haras, gat hann endurtekið sum ar beztu ræður sínar með nokk- urra ára miMibi'Li þannig að þær voru eins og nýstignar upp úr hjarta og hugardjúpi hans. Þetta tvennt fylgdist ávaillt að í boðskap hans: Hiugur og hjarta. Hann dró upp stórfcostlegar myndir, átti spámannlegar sýn- ir, í mestu ræðum sínum. Þeim ræðum gleymir enginn, sem heyrði þær. Og engum duldist, að þar fór spámannlegur kenni- maður, sem hann var. Hann var trúr sonur kirkj- unnar. Hvilkaði aldrei frá því fagnaðarerindi, sem skiptihann öllu m/áli. Guðdómistign Krists, friðþæging hans, drottinvald og endurkoma voru siífeLLt boðun- arefni hans. Hann flutti allt til hins síðasta ákveðinn afturhvarf boðskap. KaLlaði á menn til á- kvörðunar og á unga menn til að helga Jesú Kristi Lif sitt og ganga honum á hönd með vit- und og vilja. Hann boðaði karLmannlegan og ákveðinn kristindóm. Það sem var meira um vert: Hann Lifði hann sjáLfur svo, að ein- stætt var. » ? ?---------- Haraldur Bjarnason KVEÐJA F.: 28. maí 1964. D.: 25. marz 1968. Vertu sæll minn vinur kær, er veröld kvaddi, svo sárt og fijótt. Þig bar á braut hinn biái sær í byl um kalda vetrairnótt. Þú áður varst vor stjarna skær, er veittir ijós og gleði. En ljúfur lifir nú drottni nær, er lætur þig hvíla í flriði. Við söknum þín svo sárt minn vin, söknum æsku þinnar. Bæn vora ber honum drottinn minn og allrar blessunar minnar. Það kveðja þig líka lítil skinn er leikfélaga misstu góðan. í þeirra hjörtu hiélt hún inn minning heilög og hljóðan. H. P. Þ. L. I dag á Vilhjálmur Jónsson, Urðarvegi 15, ísafirði, áttræðisaf- mæli. Hann fæddist að Höfða í Grunnavíkurhreppi 25. 5. 1888 og ól allan aldur sinn þar vestra. Það er sannmæli a'ð segja, að andspænis ellinni hafi hann stað- ið eins og gagnvart öðru, er að hans hóndum hefir borið í lífinu, nefnilega með karlmennsku og góðri og glaðri lund. Á starfsævi sinni lagði hann fram mikinn skerf af vinnu til framdráttar og eflingar og um- breytingar í þjóðfélaginu eins og aldamótaky'nslóðin gerði. Ómet- anlega mikils virði hefir vinna þessa fólks verið fyrir okkar nú- tíma þjóðlíf og me'ð mikilli gleði getur hið aldraða fólk nú litið yfir farinn veg og séð ávöxt síns erfiðis. Vilhjálmur kvæntist Sesselju Sveinbjörnsdótur frá Botni í Súg andafirði og hófu þau búskap á Ingjaldssandi, en fiuttust fLjót- Lega tii ísafjarðar, og þar var heimiii þeirra upp frá því. Þau eignuðust 13 börn, og eru nú 11 á lífi, öll hið myndarlegasta fóLk og eru niðjar Vilhjálms og SesseLju nú samtals 76 á lífi. Sesselja andaðist á árinu 1950 eftir farsælt ævistarf, en hlífðar- laust við sig sjálfa, og var Vil- hjálmur upp frá því meðal barna sinna á ísafirði, þar til hann kaus áð eiga ævikvöld sitt á Dvalar- heimili aldraðra sjómanna, Reykjavík, enda sjómaður um árabil á yngri árum. Á Hrafnistu hefir hann með lundarfari sínu og viðmóti við aðra unnið til þakklætis sem vistmaður, enda mun hann þrátt fyrir skapfestu og engan bilbug, sem vinir hans þekkja, ávallt hafa viljað að góð- vild mætti sem mestu ráða í 511- um skiptum manna á meðal. I dag, á áttræðisafmælinu, er hann staddur á heimili Guðfinnu og Arnórs Hjálmarssonar, tengda sonar síns, Hæ'ðargerði 44, Reyfcjavík, og munu honum berast þangað margar hlýjar kveðjur og hugsanir frá gömlum ísfirðingum og öðrum, er hann hefir haft kynni við, og þekfcja starfshæfni og starfsgleði hans og trúmennsku í öllum sínum störf- um á lífsleiðinni. Með einlægum heiliaóskum. G. J. 74 neme ndu r i Samvinnuskólanum Samvinnuskólanum að Bifröst var sagt upp 1. maí sl. í fjarveru sr. Guðmundar Sveinssonar, skólastjóra, sem er staddur er- lendis, sleit Snorri Þorsteinsson, yfirkennari, skólanum og gaf yfix lit um skólastarfið á liðnum vetri. Engar breytingar urðu á starfsliði skólans. Nokkrar breyt ingar urðu á námsefni, helztar þær, að upp var tekin kennsla í hinni nýju stærðfræ'ði, mengja- fræði, og einnig var nokkuð auk- inn kennslustundafjöldi í tungu- málum. Gat yfirkennari þess, að sennilega myndi þurfa að iengja nokkuð árLegan starfstíma skóL- ans tii að mæta kröfum tímans um aukna fræðsLu á sífeLlt fLeiri sviðum. I haust hófu nám í skóianum 74 nemendur, 38 í 1. bekk og 36 í 2. bekk. Arsprófi 1. bekkjar luku 36 og hlutu 30 I. einkunn, en 6 II. einkunn. Hæsta einkunn í þeim bekk hlaut Rúnar B. Jó- hannsson frá Akranesi, 8.73. Lokaprófi luku 33 nemendur, en einn nemenda gat vegna veik- inda ekki lokið prófi sínu fyrir skólaslit, en mun Ijúka því í þessum mánuði. Af hinum braut skráðu hlutu 4 ágætiseinkunn 25 I. einkunn og 3 II. einkunn. Hæsta meðalenkunn hlaut Helga Karlsdóttir frá Narfastöðum, S. Þing., 9.22, og fékk hún bókaverS laun frá skólanum fyrir frábær- an námsárangur, aðxir, sem fengu ágætiseinkunn voru Margrét Ólafsdóttir frá Neskaupsta'ð, 9.12, ' wwyu v * en hún hlaut hæsta einkunn á sjáLfu vorprófinu, 9.32, Þórir Páil Guðjónsson frá Hemru i Skafártungu, 9.09 og Vigdís Bjarnadóttir frá Ólafsvík, 9.01. Eftir að gerð hafði verið grein fyrir skólastarfi og úrslitum prófa og skírteini verið afhent, fór ftam afhending verðlauna. Bókfærslubikarinn, sem veitist fyrir bestan árangur í bókfærslu fékk Guðrnundur R. Öskarsson úr Reykjavík, Samvinnustyttuna, sem veitt er fyrir hæsta einkunn í samvinnusögu, hlaut Kristleif- ur Indriðason frá Stóra-Kambi i Breiðuvík. Verðlaun Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur fyrir hæfni í válritun fékk Gréta Sig- urðardóttir úr Keflavík. Þá hlutu umsjónarmenn og bækur sem við urkenningu fyrir störf sín. Við skólaslitin voru staddir all- margir úr hópi 10 og 25 ára nem- enda. Fyrir 25 ára nemendur tal- aði Marías Þ. Guðmundsson, framkvæmdastjóri, ísafir'ði, og færði skólanum peningagjóf frá þeim félögum. Fyrir 10 ára hóp- inn talaði Einar S. Einarsson, aðalbókari, Reykjavík, og afhenti fjárupphæð, sem verða skal stofn fé að sjóði, sem verja skal tXL rannsóknar á verzlunarmenntun- inni í landinu og til að auka möguleika á framhaldsmenntun fyrir þá, sem lokið hafa námi við skólann. Við skólaslit voru og staddir fulltrúar framkvæmda- nefndar hægri umferðar og af- hentu fimm nemendum skóians bækur, sem viðurkenningu í rit- gerðasamkeppni, er nefndin efndi I til. Hafði Stefán Ólafur Jónsson, | námsstjóri, orð fyrir fulltrúum nefndarinnar. Þá fluttu ávörp fultrúar heima manna, Rúnar B. Jóhannsson fyr ir 1. bekk, Gu'ðmundur Páll Ás- geirsson, formaður skólafélags skóLans, fyrir 2. bekk og HöskuW ur Goði Karlsson fyrir hönd kenn ara. Að lokum flutti yfirkennari kveðjuræðu til brautskráðra nemenda og sagði skólanum slit- ið. Milli dagskrárliða léku þeir Jósef Magnússon, flautuleik- ari og Ólafur Vignir Albertsson, píanóleikari, samleik á flautu og píanó. Að athöfninni lokinni þágu gestirnir, sem voru fjöl- margir, veitingar í boði Sam- vinnuskólans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.