Morgunblaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1968. 19 Hvað er til úrbóta í skólamálum? Ráðstefna S.IJ.S. á ísafirði Laugardaginn 4. mai var hald- in ráðstefna á fsafirði að til- hlutan Sambands ungra Sjálf- stæðismanna og Fylkis, F.U.S. á fsafirði og fjallaði hún um efn- ið „Hvað er til úrbóta í skóla- málum?" Ráðstefna þessi var hin þriðja í röðinni, sem S.U.S hef- ur gengizt fyrir ásamt aðildar- félögum sinum úti um land. Hafa þær allar tekizt mjög vel, verið vel sóttar og umræður miklar. Á ráðstefnunni á ísafirði fluttu framögusræður þeir Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, og Jóhann Ármann Kjartansson, kaupmað- ur. Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri sambandsins setti ráðstefnuna með ávarpi, en fund arstjóri var Garðar Einarsson, varaformaður Fylkis. Gunnar Gunnarsson framikv.stj S.US. setti ráðstefnuraa og gat m.a. þeirra atriða, sem verið hafa til umræðu meðal uragra Sjálf- stæðismanna um hina ýmsu þætti skólamál'anna og þær breytingar sem nauðsynlegt væri talið, að gerðar yrðu, bæði að því er varðar skólakerfið í heiid og ýmsa þætti þess sérstaklega. Gunnar ræddi það starf, sem unnið hefur verið á vegum Rann sókna- og upplýsingastofnunar ungra Sjálfstæðismanna, semsetit var á stofn árið 1964 og var æitlað að annast ranrasóknir á ýmsum þáttum þjóðimiálanna. Gunnar Gunnarsson. Fyrsta verkefni RUSUS var „Merantun íslenzkrar æsku" og lagði stofnunin frarn ýmsar skýrslur, sem ræddar hafa ver- ið á tveim síðustu þingurn S.U.S. Var hliuta þeirra skýrslna dreift meðal ráðsbefnugesta. Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri Reykjavíkur, hóf mál siitt á að geta hinna geysimiklu breytinga í atvinnuháttum og þjóðlif i, sem hvarvetna eiga sér stað og að ætla mætti, að breytingar verði í framtíðinni mun örari en nokk urn tíma áður. Breytiragar á dkólakerfi eða menntakerfi hafa að jafnaði verið hægari og með sama áframlhaldi má því gera ráð fyrir, að bilið á milli skóla- atarfs og uimhverfis eða samfé- lags, sem nemeradur búa í, breikki að mun. Að því er varðar uppeldi æskufólks, sem gerir því kLeift að rækja skyidur sínar, benti Jónas sérstaklega á tómstunda- vandarraálin. Rakti hann félags- lega þróun þeirra mála og gait síðan erlendra athuigana, sem leitt hafa í ljós, að fólk ver tómstundum sínum á virkari hátit en fyrr, auk þess sem tómstund- ir verða sífellt fleiiri, þróun eigi sér stað frá algjörri starfsmenn ingu í nokkurs konar tómstunda menningu, en því marki verði ekki náð nema með mikiUi aukn ingu og útbreiðslu hinnar al- mennu gagnfræðamenratunar og reyndar áframhaldandi mennt- unar ævilangt. Starf og tóm- stundaiðja eru í svo nánum tengslum, að menn verða að búa sig undir hvort tveggja jöfnum höndum. Menntun er eingöragu miðiað því að búa undir ákveð- ið starf, nái því vart marfcmiði sínu. Með tilliti til þassa, gat ræðu maður þeirra sjónarmiða, sem ráðandi eru meðal uppeldisfræð iraga og skólamanna og miða að því að auka almenna menntun á skyldustigi Ýmsar hugmyndir eru uppi um lengd skyldunáms- tímaras, og benti ræðumaður á, að nauðsynlegt væri fyrir ís- lendinga að fylgjast gjörla með þeim málum og framvindu þeirra Því væri rétt að athuga gaum- gæfilega, hvort ekki væri ástæða til fyrir okkur að lengja skóla- skylduna að miklum mun hér. Jónas ræddi hugsanlega skipt ingu skólakerfisins í tvo höfuð- þætti, annars vegar almennt nám, sem nær frá barnastigi upp í gegnum menrataskóla svo sem tíðkast td. í Bandaríkjun- um og hins vegar sérfræðinám á háskólastigi, þar með talin kennaramenntun. Lagði ræðumað ur áherzlu á, að brýn þörf væri á að samhæfa alla menntun fram að stúderatsprófi. Gat hann hinna óljósu tengsla, sem eru á milii skólastiga í skólakerfi okkar, og að nauðsyn væri á endur- skoðun sem allra fyrst með það fyrir augum, að skólastigin væru öll innan samfelldrar heidar: innan kerfisins þyrftu síðan að vera margar leiðir til þess að svara misjöfnum þroska og margs konar áhugamálum og starfisundirbúningi. Um kannslutækni og breyting ar og framfarir á því sviðisagði Jónas, að athuganir benitu til, að í framtíðinni yrði farið inn á þá braut að kenna nemendum í miklu stærri hópum en nú tíðk ast og mundu þá aðeins færustu sérfræðingar annast þá kennsiu Sumir telja að um 40% kennslu- tímans verði varið á þennan bátt 30% tii ksnnslu í litlum hópum og 30% skólatímans fái nemend- ur til sjálfistæðrar vinnu undir leiðsögn aðstoðarmanna. Þá gat ræðumaður þeirrar gjörbylting- ar í skólastarfi, sem sjónvarpið á eftir að valda. Kvað hann sjónvarpskennslu hafa marga kosti hér á landi vegna strjál- býlisins og mundi hún væntan- lega gera kennslu á mennrta- skólastigi úti á landi mun auð- veldari í framkvæmd. Þörf er breytinga á náms- sknánni því hún hefur furðulít- ið breyat síðustu áratugi. Að auki er hún hlutuð sundur í marga kafla. Kvað Jónas það álit sibt, að vera þyrflti til aam- felld námsskrá frá 1. bekk barna skóla og upp í síðasta bekk menntaskóla. Sé til að mynda litið á hina ýmsu sérsikóla, kem- ur í ljós, að verið er að kennia sömu greinarnar og á fyrri skólastiguim, án þess að um nokk urt samiræmi sé að ræða. Ræðuimaður taldi, að aDt benti til þess, að tungumálakennislia yrði tekin upp á barnafræðslu- stigi og kennsla í eðlisfræði og efnafræði stóraukin. Um kennaramenntun sagði ræðumaður, að hana yrði að auka og bæta og setja á bekk með annarri sérfræðimenn.tun. Benti Jónas einkum á nauðsyn þess, að lögð yrði meiri áherzla á kenraslufræði. Ef af þessu ætti að verða, yrði 'í fyrsta lagi að búa kennaraskólanum bætt skil- yrði og í annan stað að bæta kjör kennara verulega. Eftirfarandi atriði kvað Jónas mest aðkallandi í skólamálum: Breyta þarf lögum um kenn- aramenntun og auka hana, bæta þarf launakjör kennara. Breyta þarf starfisháttum kennara þann ig, að starfsdagur þeirra sé all- ur í skólanum. Endurskoða þarf námsskrá og samhæfa námsefni til loka menntaskóla Gefa verð- Jónas B. Jónsson. ur gaum að þeim fyrirstöðum í skólakerfinu, sem einkuim verða nemendur til tafa eða hindrun- ar, og samræma þarf aila þætti kerfisins, til að mynda sérskóla, svo að þeir verði í eðlilegum tengslum við skyldunámið, hina alimennu mennitun. Jóhann Ármann Kjartansson, kaupmaður, hóf mál sitt a að ræða flótta fólks úr strj'álbýli til þéttbýlla svæða. Gat hann rannsókna og niðurstaða þeirra sem fram hafa farið á þessu sviði í Bandaríkjunum, þ.e., hve fjölmenn byggðarlög þynfitu að vera til þess að unnt vseri með sæmilegu móti að fullnægja ýms- um fjóðfélagsiegum kröfum s.s. heilbrig'ðisþjónustu, skilyrðum til almenns náms, bóklegs og verklegs, undirbúnings sérniáms, tómstundaverkiefna o. s. frv. I ljós kom, að lágmartetaia íbúa var talin verða að vera 10 þús und. Jóbann ræddi síðan ástand ið á Vestfjörðum, þar sem íbúa- tala væri rétt um tíuíþúsund og ætti þar af leiðandi að nægja, þegar samgöngur væru orðnar nogu góðar. Þetta sé Vestfrið- ingum ljóst, eins og fram hafi komið við samþykkt Vestfjarða áætlunarinnar 1963, en fraxn- kvæmd hennar er fruimskilyrði þ&as, að unnit sé að búa við við- undandi SkiLyrði. Um skólamál Vestfjarða sagði Jóhann, að brýn nauðsyn væri á að koma sem fyrst í fram- kvæimd byggingu menntaskóla é ísafirði. Ættu ekki að vera mikl ir örðugleikar á að koma því máli í höfn þar eð þegar væri starfandi fyrsti bekkur mennta- skóla á staðnum. Varðandi iðn- nám gat Jóhann þess, að enda þótt iðnskóli væri starfandi á ísafirði, væri nauðsyn á því að koma á fót fraimhaldsdeild við bann. Að ræðum framsögumanna loknum fóru fram frjálsar um- ræður. Guðmundur Agnarsson verzl- unarmaður, fonm. félags ungra Sjálfstæðismanna í N-ísafjarðar- sýslu, ræddi hinar öru framfar- ir, sem stöðugt ættu sér stað og nauðsyn þátttöku sem flestara 1 þeim, sem ekki gæti orðið á ann an veg en að þekking og mennt- un væri sem almennust. t>á ræddi Guðmundur sérstaklega nauðsyn þess, að allir hefðu sem jafnastan rétt til náms, án tillits til efna eða búsetu. >ví bæri að auka fjárframlög til byggina heimavistarskóla til þess að koma i veg fyrir flótta til þeirra staða, þar sem félags- leg aðstaða væri betri. Þórður Jónsson múrarameistari ræddi nauðsyn góðrar menntun ar kennara og nauðsyn aukinn ar tæknimenntunar á vélaöld. Gat hann í því sambandi sér- staklega um tæknimenntun í fiskiðnaði, en einnig yrði að iíta fram og hafa í huga þær kröfur sem aukin iðnvæðing mundi hafa í för með sér. Jón Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri, ræddi fyrirhug- aðan menntaskóla á fsafirði og að það vaeri sameiginleg osk allra, að ungum námsmönnum yrði gefinn kostur á námi í heimabyggð sinni. Væri æskilegt að nemendur gætu stundað nám ið heima fyrir sem allra mest og því bæri nauðsyn til að sam- ræma kennslufyrirkomulagið allt til stúdentsprófs. Væri þetta ekki aðeins áhugamál fsfirðinga, heldur allra Vestfirðinga. Jón Páll gat þess, að fyrir 3 árum hefðu verið samþykkt lög um byggingu menntaskóla á ísafirði og væru nú til í sjóði 4.75 millj. kr. og hefðu fræðsluráð og bæj- arstjórn sett fram tillögur um framkvæmd málsins. Brýn nauð- syn væri á því að ráða rektor sem fyrst, svo honum gæfist kostur á að skipuleggja fram- kvæmdir og kennslu frá upp- hafi. í framhaldi af þessu benti Jón Páll á, að Reykjavík vævi ekki uppeldismiðstiið fyrir ís- lenzkan æskulýð, enda væri það ljóst, að höfuðborgin hefði þeg ar nóg á sinni könnu og bæri að stefna að því, að ungt fólk þyrfti ekki að leita þangað til náms fyrr en komið væri að sér fræðinámi. Ræðumaður benti á, að umskipti þau, sem á yrðu fyr ir 16 ára ungling, er færi úr fámennu byggðarlagi til 100 þús manna borgar væru of mikil, skyndileg og óæskileg með til- liti til þess, að unglingurinn yrði að tileinkai sér algjörlega kunningja o.s.frv. Varðandi leng ingu skólaskyldunnar, dró Jón Páll það í efa, að slíkt yrði til góðs og gat þess m.a., að það gæti orðið til þess að svelta át vinnuvegina að vinnuafli í undir stöðugreinum, auk þess, sem hafa yrði í huga, að ekki hefðu all- ir áhuga á lengra námi. Björgvin Sighvatsson, skóla- stjóri, bemti á erfiðleika, sem væru á því, að skólar ættu að kenna öllum það sarna á sama tíma með því, að augljóst væri, að mikill munur væri á náms- hæfni nemenda. Björgvin gat þess, að í erindisbréfi og náms- skrá væri kennurum gert að fá börnum viðfangsefni, sem væru við þeirra hæfi, en slíkt væri þó oft á tíðum ýmsum erfiðleik- um háð og kynnti yfirstjórn fræðslumála undir þá erfiðleika.' Benti hann sérstaklega á Ríkis- útgáfu námsbóka, sem skipar fyrir um það, hvað kennt skuli hverjum nemanda. Með því væri mat á því, hvað hverju barni hæfir tekið af kennaranum, þrátt fyrir erindisbréf hans. Þá lagði Björgvin áherzlu á það, að innræta yrði nemendum nýtt við Jóhann A. Kjartansson horf til námsins, þannig að þeir litu ekki á það sem hvern annan tilgangslausan leik, heldur vinnu Varðandi lengingu skólaskyldu- nnar, kvað Björgvin hana óhjá- kvæmilega og óskylda þörfum atvinnuveganna, enda væri það þeim í hag, að skólarnir skiluðu sem bezt menntuðu fólki, því þeim greinum færi sífellt fækk- andi, sem ekki gera kröfur til menntunar á mismunandi stigi. Högni Torf ason, erindreki, ræddi menntaskólamálið. Kvað hann það geta orðið tvíeggjað sverð, ef ekki yrði sinnt verk- efnum, er varða hfð einhæfa at- vinnulíf Vestfjarða. Kanna þyrfti, hve mikill hluti þeirra, sem farið hafa til langskólanáms hafa snúið til heimabyggða sinna að námi loknu og í framhaldi af því gera ráðstafnair til al- hliða uppbyggingar atvinnulífs úti á landsbyggðinni ?vo aðstæð- ur gætu skapast til starfa fyrir þá, sem stundað hafa langskóla- nám. Þetta yrði t.d. gert með flutningi ýmissa opinberra stofn ana og yfirtækja út á land. Hafsteinn Hpfsteinsson banka starfsmaður, tók undir það, sem sagt hafði verið um nauðsyn þess, að sem fyrst yrði ráðinn rektor að menntaskMa ísafjarð- ar og benti á það, að byrjunar- aðstaða væri þegar fvrir h^ndi til kennslu, þar sem 1. bekkjar- nám menntaskóla væri nú unnl að stunda á ísafirði og auki væri til húsnæði, sem hýst gæti menntaskólann til bráðabirgða Um það, sem haldið hefur verið fram, að stúdentsprófinu væri gert of hátt undir höfði. sagði Hafsteinn, að stúdentspróf væri jafnnauðsynlegt og gagnfræðs- próf var talið áður, þar eð sí- fellt eru gerðar meiri kröfur til menntunar og kunnáttu í þjóð- félaginu. Einar Ingvarsson, bankaúti- bússtjóri, kvað stofnun mennta- skóla á ísafirði grundvallarskil- yrði þess, að unnt væri að stemma stigu við flótta mennta- manna til Reykjavíkursvæðisins. en jafnframt yrði að hafa í huga að nauðsynlegt væri að skapa að stöðu til starfa fyrir sérfræð- inga úti um land. Gat Einar þess sérstaklega, að fiskifræðingur. sem gegndi verkefnum, er vörð- uðu ísafjarðardjúp, væri stað settur í neykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.