Morgunblaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 20
2« MORGUNBLAÐIB, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1968. Fjórar ungar dansmeyjar í ei"u atriðinn. 110 dansarar á sýningu f DAG verður nemendasýn-þá dansa, sem þeir sýna. Fay ing Listdansskóla Þjóðleikhúss-Werner ballettmeistari Þjóðleik- ins og verður sýningin á leik-hússins stjórnar sýningunni og sviði Þjoðleikhússins. 110 nem-hefur samið marga af dönsun- endur skólans taka þátt í sýn-um. Henni til aðstoðar er Ingi- ingunni Sýningarskráin verðurbjörg Björnsdóttir ballettkenn- mjög fjölbreytt og koma aHirari. hinir ungu dansarar fram í gerf- Sýningin hefst kl. 15.00 og um og búningum í samræmi viðverður hún ekki endurtekin - EIMSKIP Framh. af bls. 2 Þá varð Eimskipafélagið fyrir stórfelldu tjóni af völdum tveggja verkfalla stýrimanna, vélstjóra og loftskeytamanna. Hófst fyrra verkfallið 26. mai 1967 og lauk ekki fyrr en 16. júní, en hið síðara 12. nóv. 1967 og stóð til 23. nóv. Eimskipafélagið varð fyrir beinu fjárhagstjóni vegna hins mikla bruna í Borgarskála 30.- 31. ágúst 1967. Má telja, að beint tjón félagsins vegna brunans sé um 2 millj. króna. Verða gerðar tilraunir til að endurheimta þetta tjón úr hendi hlutaðeig- andi vátryggjenda. Loks varð Eimskipafélagið að sjálfsögðu fyrir nyjög verulegu tjóni vegna gengisfalls íslenzkr- ar krónu í nóvember 1967. Sézt á rekstrarreikningi, að gengis- tap félagsins á erlendum lausa- skuldum varð kr. 6.402.732.57. Þá sýnir efnahagsreikningur, að gengistap á erlendum veðskuld- um varð kr. 32.542.085.57. Að því er síðarnefnda gengistapið snert ir, má geta þess, að samkvæmt fyrirmælum ríkisskattanefndar hækkaði Eimskipafélagið bók- fært eignarverð skipa sinna um gengistapið og verða skipin síð- an afskrifuð á hinu nýja eign- arverði, svo sem lög leyfa. Þetta verður Eimskipafélaginu að sjálf sögðu til hagsbóta í framtíðinni, en þó því aðeins, að hagnaður verði í rekstri. öll skip Eimskipafélagsins, 12 að tölu, eru bókfærð samkvæmt efnahagsreikningi í árslok 1967 á kr. 140.104.499,17, sem er að sjálfsögðu langt undir sannvirðí þeirra. Þrátt fyrir rekstrarafkomu ársins 1967 verðum við að horfa til framtíðarinnar með bjart- sýni. Skip Eimskipafélagsins hafa það sem af er þessu ári, haft miklum verkefnum að sinna og að óbreyttu ástandi má vissu- lega búast við miklum flutning- um á árinu 1968. Hinar fyrir- huguðu framkvæmdir, sem vikið er að síðar í þessari skýrslu, eiga að bæta hag Eimskipafé- lagsins og skapa viðskiptamönn um þess aukið hagræði. Siglingar skipanna. Árið 1967 voru alls 27 skip í förum á vegum félagsins og fóru þau samtals 192 ferðir milli ís- lands og útlanda. Er það 9 ferð- um færra en árið 1966, en 51 ferð fleira en árið 1965. Eigin skip félagsins, 12 að tölu, fóru 139 ferðir milli landa en leigu- skip 53 ferðir. Ferðum skipanna var hagað mjög svipað og sið- astliðin ár og föstum ferðum haldið uppi milli fslands, Ant- werpen, Gautaborgar, Hamborg- ar, Hull, Kaupmannahafnar, Kristiansand, Leith, London, Rotterdam og New York. Þá voru teknar upp reglubundnar viðkomur í Norfolk í Banda- ríkjum Norður-Ameríku í des ember s.l., þannig að framvegis er gert ráð fyrir að skipin fermi hálfsmánaðarlega bæði í Nor folk og New York. Ennfremur voru skip í föstum ferðum á síð- astliðnu ári til ýmissa annarra hafna í helztu viðskiptalöndun- um, t.d. Póllandi, Finnlandi og Sovétríkjunum. Ms. GULLFOSS fór í Janúar 1967 í skemmtiferð með farþega til Azoreyja, Ma- deira, Kanaríeyja, Casablancaog Lissabon. Þátttaka var allgóð, en eigi er þó sennilegt að fleiri slíkar ferðir verði farnar að sinni við óbreyttar aðstæður. Skip félagsins sigldu samtals 547 þúsund sjómílur á liðnu ári, þar af 477 þúsund sjómílur milli landa, en 70 þúsund sjómílur milli hafna innanlands. Alls komu skip félagsins og leigu- skip þess 739 sinnum á 93 hafnir í 20 löndum og 990 sinnum á 48 hafnir úti á landi. Hefur við- komu fjöldinn aldrei verið meiri í erlendum höfnum og nemur aukningin miðað við árið 1966, 69 viðkomum. Árið 1967 voru vöruflutning- ar með skipum félagsins og leigu skipum samtals 367 þúsund tonn og er það um 56 þúsund tonnum eða 13.33% minna þungamagn en árið 1966. Farþegar með skipum félags- ins milli landa árið 1967voru samtals 7.462 , en það er 466 far- þegum færra en árið 1966. Með m.s. GULLFOSSI ferðuðust 6.852 farþegar og með öðrum skipum 610 farþegar. Efhahagur félagsins Og sjóðir. Þá er greint frá efnahag fé- lagsins í skýrslunni, en þar kem ur fram, að eignir félagsins sam- kvæmt efnahagsreíkning námu um síðustu áramót kr. 376.813.754, 50 en skuldir kr. 389. 856. 596. 98, skuld umfram eignir nemur því 13.042.842.48. 12 skip félagsins eru bókfærð á rúmar 140 millj- ónir og fasteignir á tæpa 51 milljón. f Eftirlaunasjóði voru um síð- ustu áramót rúmar 6 milljónir, en greidd eftirlaun á árinu námu tæpum 5 milljónum. Lífeyrissjóður félagsins nam um síðustu áramót rúmri 31. milljón og hafði aukizt um rúm- ar 4 milljónir á árinu. 22 sjóð- félögum voru veitt lán úr sjóðn- um, en alls hafa 139 fengið lán úr honum. Háskólasjóður nam tæpum 2 milljónum um síðustu áramót og hafði aukizt á árinu um rúm 800 þúsund. Háskólaráði hafa verið greiddar 125 þúsund krón ur úr sjóðnum á síðustu þrem- ur árum. Hlutabréf, ankning hlutafjár. Samkvæmt hluthafaskrá var hlutafé Eimskipafélagsins f árs- lok 1967 kr. 40.165.250 og skráð- ir hluthafar um 10.800. Á síðasta aðalfundi félagsins var sam- þykkt, að á árunum 1967 til 1. júlí 1971 yrði stefnt að aukn- ingu hlutafjárins um allt að 66.4 millj. króna, þannig að hlutafé yrði samtals 100 millj. króna. Skyldi hluthöfum félags- ins fyrst og fremst gefinn kost- ur á, að kaupa þessa aukningar- hluti. Árangurinn varð sá, að til árs loka 1967 seldust hlutabréf að nafnverði kr. 6.550.250.00. Sala hlutabréfanna heldur að sjálf- sögðu áfram. Starfsemin almennt. Þá er í skýrslunni gerð grein fyrir starfsemi félagsins almennt og drepið á helztu þætti henn- ar og getið framtíðar áætlanna. En þær eru í því fólgnar, að á árunum 1968—1970 verði bætt við skipastól félagsins 2-3 nýjum vöruflutningaskipum, að vöru- geymslur félagsins verði endur- bættar, og að kannaður verði grundvöllur nýs farþegaskips, en undirbúning þess verður að sjálfsögðu að vanda sem mest. Látnir starfsmenn. f lok skýrslunnar er minnst tveggja manna, sem fallið hafa frá síðan síðasti aðalfundur var haldinn og báðir höfðu um langt árabil starfað í þjónustu Eim- skipafélagsins, en þeir voru Jón Erlendsson verkstjóri og Ásgeir Jónsson skrifstofumaður. Stjórnarkjör. Úr stjórn félagsins áttu að ganga þeir Einar B. Guðmunds- son, Birgir Kjaran, Thor R. Thors og Grettir Eggertsson, en voru allir endurkjörnir til tveggja ára setu. Aðrir í stjórn félagsins eru: Pétur Sigurðs- son, Halldór H. Jónsson, Ingvar Vilhjálmsson, Árni Eggertsson og Páll Sæmundsson. - NATO Framh. af bls. 28 aðildarþjóða á sviði vísinda og lista. 3. A næsta ári gefst aðildar- ríkjum bandalagsins kostur á að segja sáttmála þess upp. Vegna tveggja áratuga happa- drjúgrar stefnu virðast allarlík ur benda til þess, að allar að- ildarþjóðir haldi áfram samstarf inu. 4. Þrátt fyrir smæð íslenzkr- ar þjóðar ber að stefna að auknu starfi fslendinga á vett- vangi Atlantshafsbandalagsins. Það er sómi hverrar sjálfstæðr- ar þjóðar að leggja það sem unnt er, að mörkum til að viðhalda friði. 5. Meginþýðing áframhald- andi starfs bandalagsins felst í því að bæta sambúð austurs og vesturs með samstilltum aðgerð- um aðildarþjóða. Auk þess sem innan bandalagsins og annarra alþjóðasamtaka er fremur von til að hafa áhrif á stjórnarfar þeirra aðildarríkja, sem búa við einræði, eíns og raunin er i Portugal og Grikklandi. Má í því sambandi benda á skelegga ályktun stjórnar S.F.H.f. frá 15. jan. sl," Alit um íitlán húsnæSis Háskóla islands. Á sama fundi lagði minnihlut- inn fram ályktunartillögu um útlán húsnæðis háskólans í til- efni af hinni blönduðu Nato- og húsnæðismálaályktun stjórn- armeiríhlutans. Samþykkti meiri hlutinn frestunartillögu vegna tillögu þessarar. Framangreindir stjómarmenn gefa hér með út tillögu sína sem minnihlutaálit. „Minnihluti stjórnar stúdenta félags Háskóla íslands ályktar eftirfarandi um útlán húsnæðis Háskóla íslands: Háskólaráð hefur um áratuga skeið fylgt þeirri stefnu að lána aðilum utan skólans húsnæði stofnunarinnar til margvíslegra ráðstefnu- og fundahalda. VirS- ist stefna þessi hefðbundin. Það er skoðun minnihlutans með hliðsjón af takmörkuðu hús rými stofnunarinnar, og megin- hlutverki háskólans, sem fræði- og vísindastofnunar, að háskóla ráði beri að gæta mikils hófs við útlán á húsnæði stofnunarinnar. Séu útlán óhjákvæmilefe verður að búa svo um, að sem minnst röskun verði á starfsemi há- skólans á hvaða tíma árs sem er." Alyktun meirihluta stjornar Stú- dentafélags Háskóla íslands „Stjórn Stúdentafélags Há- skóla íslands vill gagnrýna ein- dregið þá ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að taka húsakynni Há- skóla íslands undir ráðstefnu At lantshafsbandalagsríkjanna. Því til stuðnings vekur stjórn in athygli á þrennu. f fyrsta lagi er alkunna, að þátttaka íslands í Atlantshafa- bandalaginu er umdeild meðal þjóðarinnar. Má því jafnvel bú- ast við mótmælagöngum eða öðr um slíkum aðgerðum, en þó ekki af hálfu Stúdentafélags Háskóla fslands. Af þessum sökum m.a. er að sjálfsögðu í alla staði ákjósanlegast að firra Háskóla íslands áðurgreindu ráðstefnu- haldi og þannig jafnframt öllu hugsanlegu aðkasti. f Sðru lagi vill stjórn Stúd- entafélags Háskóla fslands vekja athygli á, að meðal þeirra ríkis- stjórna, sem munu eiga fulltrúa á hinni væntanlegu ráðstefnu, eru portugalska fasistastjórnin og gríska herfaringjastiórnin. Er íslenzku þjóðinni, sem öðr- um fremur vill halda í heiðri frelsi og lýðræði, bein minnkun að því að fá fulltrúum þvílíkra einræðisstjórna afnot af æðstu menntastofnun sinni til funda- halda. Má í þessu sambandi benda á skelegga lýðræðisálykt un í Grikklandsmálinu, sam- þykkta með samhljóða atkvæð- um í stjórn Stúdentafélags Há- skóla íslands hinn 15. janúar 1968. í þriðja lagi telur stjórn Stúd entafélags Háskóla íslands ein- sýnt, að átelja beri harðlega alla þá röskun, sem hlýst af ná- lega tíu daga algerri lokun há~ skólans, þrátt fyrir úrbótavið- leitni varðandi lestraraðstöðu af hálfu forráðamanna Háskóla íslands. Má nafna m.a., að próf- essorar fá ekki aðgang að vinnu- herbergjum sínum þessa daga, stúdentar verða að yfirgefa les- stofurnar í skólanum sjálfum og háskólabókasafninu verður alger lega lokað. Benda verður á í þessu sambandi, að starf og nám fer fram innan veggja Há- skóla íslands allt árið, enda les nú hluti stúdenta eða vinnur að ritgerSum yfir sumarið. í framhaldi af þessu má benda á, að Stúdentafélag Háskóla fs- lands hefur tvo undanfarna vet ur ekki fengið leyfi háskólayfir valda til fundahalda innan veggja háskólans, nema um fundi ætlaða stúdentum ein- um væri að ræða. Má í þessu sambandi á Söru Lidman málið haustið 1966. Hefur þetta vald- ið stjórn Stúdentafélags Háskóla fslands miklum vandræðum, en á sama tíma fá hinir sundurleit- ustu aðilar héðan og þaðan húsa kynni í skólanum til fundahalda Þessu fundabanni gagnvart Stú dentafélagi Háskóla fslands hef ur þó verið aflétt fyrir skemmstu og skoðanafrelsinu þannig hleypt á ný inn í Há- skóla íslands, þar sem það á að sjálfsögðu heima. Ber að fagna þeirri ákvörðun, en hins vegar er vandséð, að fulltrúar fram- angreindra einræðisstjórna, er halda uppi skoðanakúgun í lönd um sínum eigi á sama tíma heima innan veggja margnefnds há- skóla." - FRONSK Framh. af bls. 2 á Suffren, þar sem það liggur útí á ytri höfninni, er ekki vopn heldur hlífðarskermur á radar inn. Fyrir leit að kafbátum er sérstakt vandað astikkerfi. Á skipinu er 500 manna áhöfn, þar af um 30 yfirmenn Tundurspillirinn D'Estrees er minni en freygátan og komst því inn í Reykjavíkurhöfn. Hún hefur samskonar varnarvopna- kerfi með loftvarnabyssum, tund urskeytum og flugskeytum. Á því er 350 manna áhöfn, og þar af um 15 yfirmenn. Skipið vaar akírt eftir frægum marskálkum á 17. öld, sem fáir muna lengur eftir. Aftur á móti áttu þeir feðgar frænku, Gabriélli d'Estr ees, sem enn á frægan orðstír í Frakklandi, því hún var ~vin- kona Henriks 4. Suffren heitir eftir 18- aldar aðmírál, sem vann sér mikla frægð í frelsisstríði Bandaríkj- anna og tilheyrði Mölturiddur- unum á MWjarðarhafi. Hann hét fullu nafni Suffren St. Tropes, og sagði Salomon aðmíráll að seinni hlutann þekktum við á- reiðanlega betur sem sumardval arstað Brigitte Bardot. Skipin fóru 17. maí frá Bret- ange og áleiðis til Jan Mayen. Ferðin gekk vel og tilraunirnar með tækin voru hagstæðar. Að- eins var einn hængur á. Á norð- urslóðuan var of mikill ís í sjón- tim til að skipin kæimust leiðar sinnar, en ekki nógu kalt til að þau gætu reynt tækin nógu vel í ísingu, eins og þeir höfðu vilj- að. Eftir að skipin koma heim, verður lokið við þau og þau út- skrifuð. Þá fer Suffren til æf- inga á Miðjaxðarhafi og siðan i Atlantshafsllotann, en í honum eru 13-14 frönsk herakip. d'Es- ann. Auk hinna eiginlegu flota á þessum höfum er þriggja her- skipa skipasamstæða, sem er ým ist á Atlantshaii eSa MiðjaxSar- haifi - A HOLMAVIK Framh. af bls. 3 koma upp þessajrri mjrndarlegu kirkju og kvaðst samfagna söfn uðinum á þessum dýrðardegi- Af henti bisfcup siðan sóknarpresti og söfnuði hina nýju kirkju. Að lokinni vígslu steig sókn- arpresturinn, séra Andrés Ólafla son, í stólinn og filxutti fyrstu prédikun í hinni nývígðu kirkju. Skírði sóknairprestur síðan sveinbarn, sem hlaut nafnið Jó- hann Ingi, og er dóttursonur sóknarnetfndarformannisins. Krisstján Jónsson sóknarnefnd- armaður lýsti gjofum, sem kirkj unni hafa borizt en vígsluat- höfninni lauk með því að sung- inn var þjóðsöngurinn. Var þetta mjög virðuleg og áhrifamikil at- höfn og söfnuði og öðrum kirkju gestum mjög hugstæð. Kvenfélagið bauð öllum krikju gestum til kaffidrykkju að at- höfninni lokinni, og voru þar fram bornar miklar og rílkulegar veitingar. Þar fluttu ávörp séra Andrés ólaffson próf., Séra Þor- steinn Jóhannesson, séra Ing- ólfur Astmarsson, Gísli Sigur- björnsson forstjóri og Jóharm Guðmundsson, formaður sóknar- nefndar. Nánar verður sagt frá vígslu athöfninni hér í Mbl. síSar. Sjómanna- dagurínn í Hafnarfirði Kl. 8.00 Fánar dregnir að húni Kl. 9. Blöð og merki dagsins af- hent sölubörnum í skrifstofu Sjómannafélagsins. Kl. 13.30 Messa í Þjóðkirkj- unni. Að messu lokinni verður gengið á hátíðarsvæðið með Lúðrasveit Hafnarfjarðar í broddi fylkingar, og verður þar útihátíð sett Dagskrá útihátíðarinnar: 1. Fulltrúi S.V.S.K. Hraun- prýði flytur ávarp. 2. Fulltrúi sjómanna flytur á- varp. 3. Þrír aldraðir sjóanenn heiðraðir. 4. Skemmtiþattur. 5. Pokahlaup. 6. Sund. 7. Kappróður. Kl. 19.30 verður hóf i Sigtúni í Beykjavfk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.