Morgunblaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAt 19<». — Burt skipaði hann. Nemetz greip í byssuhlaupið og ýtti því til hliðar. Hann var í alltof miklum æsingi til að finna sársaukann þar sem byss- unni hafði verið stungið í hann. — Segðu fjölskyldunum okk- ar frá þessu! æpti einn Ung- verjinn til hans. — Til aðalstöðvanna, sagði Koller um leið og bætti svo við: — Það held ég að minnsta kosti. — Haldið áfram . . . ekki *ala! æpti höfuðsmaðurinn á bágb jr- inni ungversku. Þeir héldu áfram áleiðis til forsalarins. Nemetz ætlaði að elta þá, en dátinn, sem fyrir skemmstu hafði haldið aftur af honum, greip nú í öxlina á hon- um, en einn hinna, lágvaxinn náungi með kúlulaga haus og þefjandi af hvítlauk, óhreinind- um og svita, stöðvaði hann með byssunni sinni. f sama bili sá Nemetz að Kaldy kom hlaup andi niður stigann. Frakkinn var hnepptur að honum og hann var með hatt og fóðraða skinn- hanzka. — Hvað er hér að gerast? Hvert eru þeir að fara með hann Koller? æpti Nemetz á eftir hon um. — Verið þér ekki að sletta yður fram í allt ... ef þér ann- ars ... Það síðasta heyrðist ekki fyrir hávaðanum af köllum og fyrirskipunum og stígvéla- trampi. Mennirnir sex, ásamt fylgdarliði þeirra héldu áfram niður og gegn um forsalinn og út gegnum hliðið. Nemetz gerði enn eina tilraun til að elta, en litli dátinn með óþefinn hélt aft- ur af honum. Loksins gafst hann upp á þessu og fór aftur til skrifstofu sinnar, en mátt- laus reiði altók hann allan. Þeg- ar Irene spurði hann, hvað gerzt hefði, hristi hann aðeins höfuð- ið og skellti hurðinni aftur, beint fyrir nefinu á henni. Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem hann sá leidda burt menn, sem honum var vel til, virti eða aðeins væri annt um. Og svo voru þeir lokaðir inni í klefa, en hann sjálfur varð eftir þar utan dyra, og gat ekkert gert þeim til hjálpar. En í þetta sinn var þetta þungbærara en nokkru sinni fyrr, því að mað- urinn, sem nú var hrifinn burt af afli, sem var hvorttveggja í senn of tilfinningalaust til að hlusta á rök og heimskt til að eiga til nokkra meðaumkun — þessi maður var eini raunveru- legi vinurinn, sem hann hafði nokkurntíma átt. Hann stóð lengi kyrr við glugg ann eftir að rússneski bíllinn var horfinn, með Koller innan- borðs’ Hann hafði enga hug- mynd um, hvort mínútur eða klukkustundif höfðu liðið, áð- ur en síminn hringdi. — Þetta er hún mágkona yð- ar, sagði Irene. — Hún segir, að það sé áríðandi. 65 — Gott og vel, gefið henni samband hingað, urraði Nem- etz. Hann hafði hvað eftir ann- að beðið Lillu að hringja ekki til sín í skrifstofuna, nema mik- ið lægi við. — Hvað er það, Lilla? spurði hann snöggt. — Börnin, sagði hún. — Ég veit ekki, hvar þau eru. — Hvað áttu við með því, að þú vitir ekki, hvar þau eru? Nemetz fann, að hann varð al- varlega hræddur. — Eins og ég segi . .. ég veit það ekki. Við vorum niðri í kjall ara, eins og þú sagðir okkur, kjökraði hún. Þar var allt ró- legt, en svo kom einhver og sagði, að þinghúsið væri að brenna. Og við fórum upp til að horfa á það ... — Áttu við, að þú hafir tekið börnin upp með þér til þess að horfa á bruna? — Já ... já ... stamaði hún. Við fórum öll. Allir nágrannarn ir. Hér var allt með kyrrum kjörum . . . ekkert skot . . . eng- ir Rússar — en þegar við kom- um að þinghúsinu, kom fjöldi af skriðdrekum neðan af bryggj- unum. Ég veit ekki, hvort það voru skriðdrekarnir, sem skutu fyrst á mennina, sem voru uppi á þakinu — já, ég gleymdi að segja þér að okkar menn voru enn uppi á þakinu á númer sex. Þeir höfðu vélbyssur og hand- sprengjur. — Já, en hvað um krakkana . . . fjandinn hafi það! — Þegar þeir tóku að skjóta, kallaði ég á börnin, en í stað inn fyrir að koma til mín, þutu OPIÐ FRÁ KL 8 — 1 í KVÖLD. DÚMBÚ SEXTETT LEIKUR OG SYNGUR. AÐGANGUR KR. 25.00! TEMPLARAHÖLLIN „Nú eru síðustu forvöð að skemmta sér í vinstri handar umferð“. Unglingadansleikur í kvöld kl. 8.30-12.30 Ath.: aldurstakmark 1 MAE’STROS ásamt FALCON sjá um ofsafjör. ALLIR í HÖLLINA í KVÖLD! Komið og sjáið þá menn sem í fyrra skipuðu eina frumlegustu hljómsveit landsins troða upp að nýju“. — Hvað er sem ég heyri. Hefurðu neitað sakaruppgjöf? þau yfir götuna. Þú skilur, þau voru nokkrum skrefum á und- an mér. Og nú gat ég ekki hlaupið á eftir þéim, því að skriðdrekarnir lokuðu alveg göt- unni. Svo að ég leitaði skjóls í húsdyrum, ásamt öllum hinum. Ég var ekkert hrædd um börn- in, af því að ég var búin að sjá, að þau komust ósködduð yfir götuna, og að skriðdrekarn ir skutu ekkert í þá átt. En svo sprakk einn skriðdrekinn í loft upp og skömmu seinna þrír aðr ir. Þetta var reglulegur bardagi og meðan á honum stóð, beið ég þarna í dyrunum og . . . — En hvað varð af börnun- um? endurtók Nemetz. — Það er eins og ég var að segja — ég hef ekki séð þau. Þetta var alveg hræðilegt. Rúss arnir skutu upp á þakið og hættu ekki fyrr en allt húsið var komið í rúst. Svo komu fimm piltar niður, allir særðir og réttu upp hendurnar, en voru samstundis skotnir niður. Þetta voru hreinustu börn ... fráleitt meira en átján ára. — Já, en börnin spurði Nemetz bálreiður. — Um leið og Rússarnir fóru Nemetz bálreiður. — Um leið og Rússarnir fóru að hreifa sig og voru búnir að safna saman föllnum og særð- um . . . — í guðs nafni, Lilla! Hvað ura börnin? Ég gáði að þeim allsstaðar. Hr. Galambos var með mér, þú veizt hann sem stendur fyrir grænmet isverzluninni í Holdgötu . . . strákurinn hans hann Sandor, situr við hliðina á Pétri í skól- anum . . . og Sandor er líka horf- inn. — Var það hann, sem skaut Rússa á Jozsef-breiðgötunni? — Já. — Og þú lætur börnin vera með honum? — Já, en Lajos, hann er svo inndæll drengur. Nemetz svaraði þessu engu en INGÓLFS-CAFÉ Gömlu dansarnir í kvöld klukkan 9 Hljómsveit JÓIIANNESAR EGGERTSSONAR. Söngvari GRÉTAR GUÐMUNDSSON. Aðgöngumiðasala frá kl. 5. — Sími 12826. i 25. MAÍ 1968. / Hrúturinn 21. marz — 19. apríl i Þú hefur unnið vel, ævintýri og rómantík eru á næste leiti, I njóttu etf kostur er. / Nautið 20. april — 20. maí [ Reyndu að ljúka verki þinu snemma. Taktu ekki mark á lausmælgi annarra. Vertu einin í kvöld. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Nóg er atf öfundirmi i kringum þig. Reyndu að vinna aðra á þitt band. Krabbinn 21. júní — 22. júlí 1 Þú Skalt fana varlega i innfkaup og ekki sanka otf miklu að þér í einu Ljóuið 23 júlí — 22. ágúst Gæfan er þér hliðholl í dag. Reyndu að halda virðingu þinni í hvívetna Meyjan 23. ágúst -— 22. sept. Leggðu eittfhvað fyrir í dag. Þú hetfux ekki sértiega mikið að gera i dag en kvöldið er atlhygliisvert. Vogin 23. sept. — 22. okt. Þú átt vini, sem þú skait siinna í dag, tækifærið getftet ekki atftur á sarna hátt. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Þú skalt gera einfhver inmikaup í dag. Gleddu þína mánustu, etf 4 hægt er. Þú sfkalt eyða kvöldimu við eitthvað hefðbundið. / Bogamaðurinn 22. nóv. — 21. des. 1 Þér mum bjóðast tæfkitfæri eimfhversstaðar fjarri. Góður dagur t til ferðalaga. Fréttir JErá fjairlægum stöðiun gete veirið heillandi. / Kvöldið slkemimtilegt. 1 Steingeitinn 22. des. — 19. janúar t Þér tefkst að halda athygli fólksins með góðu móti. Þímir / niánustu veiita þér mikimm stuðnimg. 1 Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar 1 Rórmamitikim er mjög ofartiega á baugi í dag. Halitu þig i fá- menrnun hópi. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Mikið er að ske í kringum þig. Þér heppnast öll inmlkaup vel Afgreididu brétfaislkriiftir. Farðu vel með eirrkamáil ammainra. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.