Morgunblaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. MAÍ 1968. TTAFRETII Sjö Austfjarðalið með í knattspyrnu í fyrsta sinn 1400 manns taka þátt í íslands- mótinu sem hefst í dag — ÍSLANDSMÓTIÖ í knattspyrnu hefst í dag með tveimur leikjum í 1. deild. f Keflavík leika lið Keflavíkur og lið Akureyrar og i Vestmannaey.jum leika heima- menn gegn fslandsmeisturum Vals. Báðir þessir leikir eru mjög þýðingarmiklir og þar mæta til leiks félög norðan og sunnan sem eru eins og óskrifað blað, og spádómarum úrslit eru því út í hött. Knattspyrnan virðist eiga sí- auknu fylgi að fagna ef dæma má af þátttöku í 3. deild, þar sem ný lið verða fyrst að sýna Afmælisleikir FRAM AFMÆLISLEIKIB Fram í til- efni af 60 ára afmæli félagsins voru fyrstu leikirnir í Laugar- dal í ár. Léku fyrst „gömlu" mennirnir, liðin sem holtið hafa heitin Harðjaxlarnir (KR) og Bragðarefirnir (Fram). Síðan léku A-lið Fram og lið er íþróttafréttamenn völdu og ..auðvitað" fór lið blaðamanna með sigur af hólmi 2—0. Leikur „öldunganna" var að mörgu leyti skemmtilegur. Kom í Ijós, að þeir kunna tökin á knattspyrnunni jafnvel þó kíló- in hlaðist utan á þessa gömlu landsliðsmenn (eins og aðra). KR-ingar voru eins og við var að búazt harðari í horn að taka. Munaði þar mestu um, að sókn- armenn þeirra voru ákveðnari og vissu til hvers þeir voru komn ir á völlinn. Það virtist ekki Ijóst öllum gömlum Fram-mönn um. Með vind í bakið tókst KR- ingum að skora 2 mörk í fyrri hálfleik. Leifur Gislason og Atli Helgason voru þar að verki — og sýndu báðir tilþrif sem myndu hátt skrifuð í 1. deild í dag. Vindurinn var í bak Fram- Volsmenn minnast séra Friðriks í DAG minnast Valsmenn sr. Friðriks Friðrikssonar, stofn- anda félagsins. Lúðrasveit drengja leikur við styttu hans framan við Valsheimilið kl. 1. Ægir Ferdinandsson flytur ávarp og Jón Sigurðsson borgar- læknir stutta ræðu. Einar Björns son les upp úr verkum sr. Frið- riks og ungir Valsmenn leggja blómsveig að styttu hans. liðsmönnum í síðari hálfleik. Það réði úrslitum. Carl Berg- mann ætlaði að skjóta á mark, en skotið stefndi langt framhjá en þar var einn KR-inga fyrir og af honum fór boltinn í mark- ið. Guðmundur Óskarsson „rúll- aði" siðara skotinu í mark eftir að hafa hlaupið utan í Gísla markvörð Þorkelsson í vítateign um. Aðalleikurinn varð daufari en við var búizt. Að vísu hafði „pressuliðið" betur í flestum listum knattspyrnunnar, en tókst ekki vel upp er að markinu dró. Fram náði þremur dauðafærum, en mistókst í öll skiptin og kom í Ijós, að Elmar Geirsson er ekki jafngóður markskorari og hann er fljótur á kantinum. Bæði mörkin komust í veru- lega hættu. Pressuliðsmenn voru svo nærgætnir að skjóta alltaf aðeins framhjá, en þeir mögu- leikar sem Fram fékk voru því öllu hættulegri. Þannig björg- uðu bæði Sigurður Albertsson og Þorsteinn Friðþjófsson á marklínu. Mörkin skoruðu Eyleifur Haf- steinsson í fyrri hálfleik eftir að markvörður hafði misreiknað sendingu af hægri kanti og í síð ari hálfleik skoraði Guðmundur Óskarsson eftir að hafa óvænt náð knettinum af Gísla mark- verði. Beztu menn voru hjá Fram Guðjón miðherji, skemmtilegt efni, Baldur og Jóhannes. Hjá pressuliðinu var Þorsteinn Frið- þjófsson langbeztur, en góðan leik átti öll aftasta vörnin þó á stundum væri misskilningur milli manna. 18,21 m. í kúluvarpi! GUÐMUNDUR Hermannsson | KR, setti glæsilegt íslands- met í kúluvarpi á ÍR-mótinu ] sem fram fór í gærkvöldi.^ Kastaði hann 18,21 metra og| bætti eldra met sitt um 371 cm. Annað kast átti Guðmund, ur vel yfir 18 metra, en þaðj var ógilt. Jón Þ. Ólafssoní stökk 2.04 metra í hástökkij 1 og átti góða tilraun á 2.06 , metra. Þrjú sveinamet vorui l sett á mótinu: í hástökki,' sleggjukasti og 800 metra| hlaupi. sig og vinna sig svo upp. í ár eru það 15 félög sem þátt taka í 3. deild og er það „metaðsókn". í fyrsta skipti nú eru Austfjarðarfélögin með og eru þau 7 talsins. Mynda þau riðil fyrir sig og það félag er sigrar mætir til úrslitaleikja í Reykjavík. Leikjaskrá KSÍ og KRR hefur nú gefið út leikjaskrá eins og undanfarin 14 ár. Til íslandsmótsins senda 34 félög 91 lið til keppni. Má því reikna með að keppendur á mót- inu séu ekki færri en 1400 tals- ins. í 2. aldursflokk senda 13 félög keppnislið. í 3. aldursflokk senda 15 félög lið, í 4. flokk senda 13 félög lið og jafnmörg í 5. flokk íslandsmótsins. Knattspyrnumót íslands 1968 verður því fjölmennasta íþrótta mót sem haldið hefur verið hár á landi. Hákon Mjöen Bezti alpagreinamaður Noröur- landa á Skarösmóti — ásamt öðrum Norðmanni í fremstu röð SKARBSMÓTIB 1968 verður haldið að vanda um Hvítasunn- una, 2. og 3. júni. Keppt verður i sömu greinum og áður þ.e. stórsvigi og svigi karla og kvenna, í A- og B- flokkum og unglingaflokkum 13—14 ára og 15—16 ára. 2. júní verður keppt í stór- svigi í öllum flokkum og 3. júní í svigi í öilum flokkum. Að svig keppninni lokinni fer fram hin Enska knattspyrnan KEPPNISTIMABILI enskra knattspyrnumanna er nú að mestu lokið. Nokkur lið eiga eft ir að keppa í hinum ýmsu Evrópukeppnum og önnur eru í keppnisferðum. Öllum keppn- um milli enskra liða er þó lokið og geta knattspyrnuunnendur litið til baka yfir gott tímabil, þar sem um var að ræða marga mjög spennandi leiki, óvænt úr- slit og mikla aukningu áhorf- enda. Úrslit í hinum einstöku keppn um urðu þessi: 1. deild: Nr. 1: Manchester City — 2: Manchester United Niður í 2. deild féllu Shef- field U. og Fulham. 2. deild: Nr. 1: Ipswich — 2: Q.P.R. Flytjast bæði þessi lið upp í 1. deild. Niður í 3. deild féllu Plymouth og Rotherham. 3. deild: Nr. 1: Oxford — 2: Bury Flytjast bæði þessi lið upp í 2. deild. 4. deild: Nr. 1: Luton — 2: Barnsley Flytjast þessi lið upp í 3. deild auk Hartlepoois og Crewe. Eftirtalin lið í 4. deild þurfa að sækja um til yfirstjórnar ensku deildakeppninnar, að fá að leika áfram í deildinni næsta ár: York, Chester, Workington, Bradford og Port Vale. * Enska bikarkeppninn: W.B.A. sigraði Everton í úr- slitaleik 1—0. Bikarkeppni ensku deildaliðanna: Leeds sigraði Arsenal í úr- slitaleik 1—0. Skotland: Celtic sigraði í 1. deild, en Rangers urðu nr. 2. Niður í 2. deild féllu Stirling Albion og Motherwell, en sæti þeirra í 1. deild taka St. Mirren, sem sigr- aði í 2. deild og Arbroath. Celtic sigraði einnig í bikar- keppni deildaliðanna, en Dun- fermilne sigraði í skosku bikar- keppninni ,mætti Hearts í úr- slitaleik. vinsæla knattspyrnukeppni heimakeppenda og utanbæjar- keppenda. Um kvöldið verður mótinu slitið með verðlaunaafhendingu og dansleik. Reynt verður að vanda til Skarðsmótsins 1968 sem er einn liður í afmælishátíða- höldum Siglufjarðarkaupstað- ar. Búizt er við góðri þátt- töku, en meðal keppenda verða tveir af beztu svig- mönnum Noregs, þeir Hákon Mjöen og Jon Terje Över- land. Hákon Mjöen er bezti svigmaður Skandinavíu og einn af snjölluslu alpagreina- mönnum heimsins. Hann sígr aði glæsilega í formóti Oiym piuleikanna í Grenoble 1967, og hafði beztan tíma í svigi á Olympíuleikunum 1968, en var dæmdur úr leik fyrir að sleppa hliði. Jon Terje Över- land er einn af beztu svig- mönnum Noregs og var m.a. í Olympíuliði Norðmanna 1968, ásamt Mjöen. Rétt er að geta þess, að ofur- lítil breyting verður á frá þvl sem venjulegt er, en nú verður keppt á sunnudag og mánudag í stað laugardags og sunnudags áður. Breytingin er vegna ferða hinna erlendu keppenda. Þátttöku þarf að tilkynna viku fyrir mót. Mótsstjórn skipa: Bragi Magn- ússon, Guðmundur Árnason og Júlíus Júlíusson. Jóhcmn Vilbergs sigr- aði á Stelánsmótinu STEFÁNSMÓTIÐ 1968 var hald ið á sunnudag í norðurhlíð Skálafells. Keppenur voru 31 frá 4 félögum. Keppt var í 4 flokkum og fóru keppendur all- ir í sömu braut. f brautinni voru 60 hlið og fallhæð 250 m. Karlaflokkur: 1. Jóhann Vilbergsson KR 110.8 2. Arnór Guðbjartsson Á 114.4 3. Haraldur Pálsson ÍR 115.1 4. Helgi Axelsson ÍR 116.6 5. Þorb. Eysteinsson ÍR 119.8 Jóhann átti einnig bezta braut artímann, 54.2 sek. Kvennaflokkur: 1. Hrafnhildur Helgad. Á 139.2 Unglingaflokkur: 1. Þorvaldur Þorsteinss. Á 1316 2. Guðjón I. Sverrisson Á 132.1 3. Haraldur Haraldsson ÍR 132.4 4. Einar Guðbjartsson Á 139.9 Haraldur Haraldsson átti bezt an brautartíma 57.2. Stúlknaflokkur: 1. Áslaug Sigurðardóttir Á 2. Hildur Rögnvaldsdóttir Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.