Morgunblaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.05.1968, Blaðsíða 28
síminn RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA SÍfVll 10.100 •+~^ WillllUHHilll....... i i IIIWllllllll LAUGARDAGUR 25. MAt 1968 SLYSAKONNUN VEGNA H-UMFERDAR 1 SAMBANDI við breytinsu til hægri aksturs hefur verið á- kveðið að efna til slysakönn- unar til að kanna, hvort þörf sé á auknum varúðarráðstöfun- um í tilefni hægri umferðar og ennfremur, hvenær tiltækilegt er að fella niður þær varúðar- ráðstafanir, svo sem minni há- markshraða, sem boðaður hefur verið. Við þessa könnun verður mið- að við tíðni umferðaslysa ár- anna 1967 og 1966 og byggt á tegundum slysa, — hvort t-d. bíll aki á annan bíl í þétt- býli eða bíll aki á mann í dreifbýli. Upplýsingarnar verða unnar á gataspjöld og síð- an notuð Háskólatölvan til úr- vinnslu. Er gert ráð fyrir að notúð verði ein vika sem tíma- eining fyrst í stað. Tilhögun þessarar hægri um- ferðar slysakönnunar verður, að eftir H-dag skulu berast til- kynningar frá löggæzlu um allt land um umferðarslys í lögsagn- arumdæmunum og löggæzl- an gerir skýrslu um. Er gert ráð fyrir að fylgjast megi með framvindu þessara mála frá degi til dags, en ekki er gert ráð fyr- ir, að hægt verði að sjá, hvort um einhverja breytingu sé að rceða í umferðaröryggismálum fyrr en vika er liðin af H-öld á fslandi. -^ Gufustrókurinn í Kverkfjöllum. Næst á myndinni sést sigdæld í jöklinum með kring og vatni við barmana. Önnur ný sigdæld hinum megin við strókinn. Ljósm.: sprungum 1 Sigurjón Ein- Gufugos í Kverkfjöllum Vatnaiökli \ s*Í Holldór Lcx ness sæmdur doktors- nafnhót HALLDÓR Laxness verður í dag gerður að heiðursdoktor á- isamt 20 öðrum merkum mönn um við háskólann í Aabo í' Finnlandi- Meðal þeirra, sem I doktorsnafnbót hljóta er Urho ( Kekkonen, Finnlandsforseti. 26 aðrir doktorar verða heiðr' aðir. í dag er 50 ára afmæli I sænskudeildarinnar við Aabo- t háskóla. Gufustrókur stóð upp af hverasvæðinu í Kverkfjöllum í gær, þegar Sigurjón Einarsson, flugmaður Flugmálastjórnar- innar flaug þar yfir. Sagði Sig- Lóðað á síld Síldarrannsóknarskipið Árni Friðriksson hefur lóðað á djúp- stæðar síldartorfur um 400 sjó- mílur ANA af íslandi eða á 4. og 5. gráðu austlægrar lengdar og 67.15 gráðum norðlægrar breiddar .Mbl. reyndi að ná tali af fiskifræðingunum um borð í Árna, en árangurslaust. RETT eftir hádegið í gær féll barn út um glugga húss við Kvisthaga. Barnið var flutt í Slysavarðstofuna, en ekki er kunnugt um meiðsli þess. Hæð- in, sem barnið féll úr, er hálfur þriðji metri og féll það á stein- steypta stétt. urjón, að gufustrókurinn hefði eflaust náð í 300—400 metra hæð. Hann er efst í rananum, sem gengur niður á hverasvæð- ið milli kverkanna, og báðum megin við voru nýmynduð sig og sprungur í kring. Ekki er vitað hvað þarna er á ferð, en dr. Sigurður Þórarins son, jarðfræðingur kvaðst telja, eftir þeim upplýsingum sem nú Kona syndir i Ijorninni; KLUKKAN 03.50 í fyrrinótt kom kona á lögreglustöðina í Reykjavík og tilkynnti, að vin- kona sín hefði lagzt til sunds í Tjörninni. Lögreglan fór á stað- inn, en þá hafði konan forðað sér eftir sundsprettinn, a.m.k. fannst hún hvergi. NATO hefur stuðlað að friði í Evrópu Yfirlýsingar um ráðherrafund banda- lagsins hér á landi — Meirihluti SFHI andvígur fundum NATO í háskólanum - Morgunblaðinu bárust í gær yfirlýsingar meiri- og minni- hluta stjórnar Stúdentafélags Há skóla íslands um Atlantshafs- bandalagið og ráðstefnu þess í háskólanum á næstunni. í álykt un minnihlutans, Vökumanna, kemur m.a. fram, að síðan At- lantshafsbandalagið var stofnað hefur ríkt friður í Evrópu, sem áður var einn mesti ófriðarblett i ur heims, og að það sé sómi hverrar sjálfstæðrar þjóðar, að leggja það af mörkum, sem unnt er til að viðhalda friði og þvi beri að stefna að auknu starfi íslendinga á vettvangi Atlants- hafsbandalagsins. Hér á eftir birtast yfirlýsingarnar í heild: „Á stjórnarfundi Stúdentafé- lags Háskóla íslands 22. maí sl. lögðu þrír stjórnarmenn þeir Ár mann Sveinsson, Reynir T.Geirs son, og Georg Ólafsson fram ályktunartillögu um fullan stuðn ing við Atlantshafsbandalagið Tillögu þeirra var vísað frá með atkvæðum stjórnarmeirihlutans (4 atkvæðum). Framangreindir stjórnarmenn lýsa yfir fullum stuðningi við At- lantshafsbandalagið og minna á eftirfarandi atriði: „1. Með varnarsamstarfi þeirra 15. þjóða, sem aðild eiga að At- lantshafsbandalaginu komst á, „valdajafnvægi" í Evrópu. Síð- an hefur ríkt friður þjóða á milli hér í álfu, en þessi hluti heims var áður einn mesti ófrið arblettur jarðar. 2. Auk varnarsamstarfsins, sem er aðaltilgangur bandalags ins, hefur það gengizt fyrix aukn um menningarsamskiptum milli Framh. á bls. 20 liggja fyrir, að hver hafi sprengt sig þarna upp og sé þar svip- að umrót og sézt hefur áður. Ekki er vitað um stórgos á Kverkfjallasvæðinu, en vitað er að minni gos hafa orðið og um- rót á svæðinu. Kverkfjöllin eru í norðurbrún. Vatnajökuls. Þar er eitt af mestu jarðhitasvæðum á fs- landi, kemur líklega næst á eft- ir Grímsvötnum og Torfajökuls- svæðinu. Þar er mjög fagurt að sjá hvernig litríkt hverasvæðið, með stórbrotnum svip og í marg- víslegum litbrigðum, kemur und an hvítum jöklinum. í\ >. ¦íct a 0* SVÍ* &m w &f$lQ&SlS.t fp'VAÍSAJÖKtíM Bófa Kverkfjöllin, eru í norðurbrún Sigurður Þórarinsson sagði, að Vatnajökuls, þar sem krossinn er. eflaust hefðu orðið þarna smærri gos. Um 1930 sást af öskulagi, að gosið hafði. Og eins sást, þegar Jöklarannsóknar- menn komu þar 1959, að um- brot höfðu orðið með ösku og sigdæld. Sparif járskírteini seld fyrir 30 milljónir kr. Samkvæmt uppQýsingum Björns Tryggvasonar. aðstoðarbanka- stjóra Seðlabankans hefur bank inn selt í umboðssölu sparifjár- skírteini ríkissjóðs fyrir rúm- lega 30 milljónir króna. Björn kvaðst ekki geta sagt nákvæm- lega fyrir hve háa upphæð bréf- in hafa selzt, en bankar og bankaútibú umhverfis allt land hafa fengið góðar undirtektir og salan hefur gengið veil. Bréfin eru seld hjá öllum bönkum og bankaútibúum, en að auki hafa nokkrir verðbréfa- salar bréfin til sölu- Alls voru boðnar út 50 milljónir í spari- fj árskírteinum. 80 skammbyssum hefur verið skilad BJARKI ELÍASSON, yfirlög- regluþjónn sagði í viðtali við Mbl. í gær að fjöldi skotvopna, sem gerður hefði verið upptæk- ur nú — aðallega skammbyssur væri um 80. í gær komu menn til lögreglunnar og skiluðu 20 skammbyssum. Bjarki sagði, að gkotvopn þau sem fólk hefði komið með og verið ólögleg væru nú hátt á annað hundrað og eru þá skamm byssoxrnar 80 ekki meðtaldar. Þessum skotvopnum hefði fólkið fengið að halda og fengið leyfi til ,þar eð byssurnar uppfylltu gerðar kröfur. Nú líður að því að fresturinn, sem lögreglan hefur gefið fóiM til að skila ólöglegum skotvopn um renni út, en það er um raán- aðamótin. Enn veit lögreglan uim þó nokkuð marga aðila, sem eiga skammbyssur og önnur ólögleg skotvopn, og hafi menn ekski komið með þau og gert grein fyrir þeim fyrir mánaðamótin verður mál hvers viðkomandi sent saksóknara ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.