Morgunblaðið - 05.06.1968, Page 5

Morgunblaðið - 05.06.1968, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1968 5 } Dagur Akureyrar á sýningunni — Kvöldskemmtun í Laugardalshöll í kvöld AKUREYRI er orðinn 10.000 manna bær. Uppruna sinn á staðurinn að þakka siglingum og fisk- veiðum, en iðnaður og verzl- un eru burðarásar atvinnu- lífsins í dag. Frá náttúrunnar hendi er prýðisgóð höfn á Akureyri og bærinn er rómaður fyrir feg- urð. Af þessum sökum m.a. heimsækja Akureyri fjölmarg ir ferðamenn ár hvert. Hafn- arsvæði nær yfir 1110 m., en þar af eru 360 m með 5 m dýpi eða meira. Þjónustuna við sæfarendur er öll orðin hin fullkomnasta. Svartolía, dieselolía, áttavita- stillingar .radíóþjónusta, vatn og kostur er auðfengið og fyr irgreiðsla góð. Skipasmíða- stöðvar, vélsmiðjur og mörg fleiri fyrirtæki sjá um full- komna viðgerðarþjónustu smárra og stórra hluta, sem skipum tilheyra. Læknisþjónustu alla veitir Fjórðungssjúkrahúsið á Akur eyri, en þar eru sjúkrarúm fyrir 128 sjúklinga. Að sýningardeild Akureyr- ar á tslendingar og hafið standa sameiginlega 16 aðil- ar, sem stunda atvinnurekst- ur tengdan sjó og sjávarút- vegi. Vegna dags Akureyrar á sýningunni koma fram skemmtikraftar að norðan til að skemmta sýningargestum um kvöldið með söng og hljóðfæraslætti. Þessir skcmmtikraftar koma fram: Eiríkur Stefánsson syngur einsöng og dóttir hans, Þor- gerður, 14 ára, leikur á píanó. Sigrún Harðardóttir syngur nokkur lög. Hljómsveit Ingimars Eydal ásamt söngvurunum Þorvaldi Halidórssyni og Helenu Eyj- ólfsdóttur. Einleikur: Þorgerður Eiríks dóttir. Kaupstaðarréttindi hlaut Akureyri 29. ágúst 1862, en hafði þá verið verzlunarstað- ur um þriggja alda skeið. Föst byggð á Akureyri á upp- haf sitt að þákka verzlun og siglingum, og hinum blóm- legu nágrannasveitum, og var fyrsta íbúðarhúsið byggt þar á árunum 1777 til 1778. Árið 1835 voru húsin orðin 14 og 1876 voru þau 59. Um 1860 voru fyrstu húsin byggð á Myndin er tekin í bás Akureyrar á sýningunni íslendingar og hafið og sýnir líkan af Odd- eyrartanga. Strákar staldra gjarnan við líkanið og ýta á ótal takka sem kveikja ljós víðs vegar á likaninu. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Oddeyri og 1872 reisti Gránu- félagið þar stór verzlunarhús. Var lagður vegur á milli Ak- ureyrar og Oddeyrar 1892 og voru síðar mörg hús byggð við hann. Þungamiðja bæjar- lífsins færðist á rtúverandi miðbæjarsvæði eftir að upp- fyliingin mikla var gerð í bót inni 1927—28. íbúafjöldi jókst lítið á Ak- ureyri á fyrri hluta 19. ald- ar. Árið 1804 voru bæjarbúar 25, 1850 voru þeir 187. En ár- ið 1876 búa á Akureyri 318 og á Oddeyri 20 ,síðan tekur að draga saman með bæjarhlut- unum og 1895 eru íbúarnir á Akureyri 375 en á Oddeyri 242. í byrjun fyrra stríðs voru þeir 2000 en eru nú rúmlega 10.000. Segja má að Akureyri hafi í upphafi verið danskt verzl- unarþorp, en er liður í nítj- ándu öldina fór verzlunin að verða æ íslenzkari og allur bæjarbragur einnig. Á árun- um 1866—1870 stofnuðti norð- lenzkir bændur með sér verzl unarsamtök, Gránufélagið, og átti þetta félag eftir að verða um hríð stórveldi á sviði verzlunar á Akureyri. Skömmu fyrir aldamótin var Kaupfélag Eyfirðinga stofnað. Var uppgangur fé- lagsins mjög skjótur og árið 1913 var það hæsti útsvars- greiðandi í bænum. Hefur starfsemi félagsins aukizt ár frá ári og ræður það nú yfir bróðurpartinum af allri verzlun þar. Iðnaður fylgdi fljótt í kjöl- far verzlunar. Skömmu fyrir aldamótin var komið upp tó- vinnuvélum sem knúnar voru með vatnskrafti Glerár. Á ár- ununum 1906 og 1907 lét Verk smiðjufélagið reisa Ullarverk smiðjuna Gefjun á Gleráreyr- um. En 1930 keypti S.Í.S. verksmiðjuna. S.Í.S. starfræk- ir nú á Gleráreyrum, auk Gefjunar, sútunarverksmiðju, skógerð, fataverksmiðjuna Heklu, ullarþvottastöð og dún hreinsunarstöð. Framh. á bls. 23 BAHCO VEGGVIFTUR ÞAKVIFTU R STOKKAVIFTU R BLÁSARAR HÁ- OG LÁGÞRÝSTIR FYRIR LOFT- OG EFNISFLUTNING. Allar staerðir og gerðir. Leiðbeiningar og verkfræði- þjónusta. FYRSTA FLOKKS FRÁ.... FÖNIX SÍMI 24420 - SUÐURG. 10 - RVÍK RALEIGH KING SIZE FILTER ^AOE !N ~_U.S.A. . Bl-ííbr í '*# Æ í leigh Leiö nútímamannsins til ekta g tóbaksbragösins frá Ameríku p

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.