Morgunblaðið - 29.06.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.06.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÍHÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1968 13 Sophia Loren og George Pappard leika aðalhlutverkin í brezku kvikmyndinni „Njósnaförin mikla“, sem Gamla Bíó hefur sýnt að undanförnu, við góða aðsókn. Myndin er byggð á raunveruleg- um atburðum í síðari heimsstyrjöldinni, er Bretar komust á snoð- ir um að Þjóðverjar væru byrjaðir að framleiða flugskeyti og risa eldflaugar. Ýmsir þekktir leikarar leika einnig í myndinni, ma. John Mills, Trevor Howard og Tom Courtenay - SVÍÞJÓÐARBRÉF Framhald af bls. 17 er vissulega oft hægara sagt en gert. En þetta er talið mikilvæg- ara og líklegra til þroskavæn- legs framtíðarárangurs, að gera nemendurna að sjálfstæðu, hugsandi fólki, heldur en hin leiðin: þekkingarlærdómurinn í síbreytilegu samfélagi, þar sem þekking er á hverfanda hveli, úreltist fljótt og er sífeldum breytingum háð. Ég heyrði nýlega fræðslumála stjóra Svíþjóðar segja, að „setja þyrfti hjól undir námsskrárn- ar“. Hann átti vi‘ð það, að þær þyrftu stöðugt að vera undir smásjá og breytilegar, svo þær stöðnuðu ekki og úreltust. — Vissulega liggur slíkt í hlutarins eðli, námsskrár þarf sífellt að endurskoða, ef þær eiga ekki að daga Uppi eða verða fjötur um fót fyrir eðlilega þróun á sviði skólamála. Nú þessa dagana hefur Olof Palme, menntamálaráðherra, kynnt nýja námsskrá fyrir skyldunámsskólana. Hér er 9 ára skólaskylda eins og kunnugt er. Þessi nýja námsskrá á að ganga í gildi á árunum 1970—1972. Og þar er margt nýtt og athyglis- vert að finna: Enska verður samkvæmt nýju námsskránni skyldunáms- grein fyrir öll sænsk börn frá og me'ð 9 ára bekk (3. bekk barna- skóla) og frá og með 8 ára bekk, ef skólahéruð svo óska. Valgreinum á unglingastigi, þ.e. í 7. og 8. bekk,. verður fækk að stórlega, — úr 17 í 5. — Það mun spara ríkisútgjöld til þess- ara mála um 30—40 millj. s.kr. á ári. — Valgreinar verða: Þýzka, franska, listir (konst), tækni (teknik) og hagfræði (ekonomi). í málunum, þýzku og frönsku (eins og ensku og stærðfræði nú), geta nemendur valið um tvo möguleika eða leið- ir, — léttari eða þyngri. Hin tiltölulega skarpa að- greining verknáms og bóknáms hverfur á skyldustigi, þannig að 9 fyrstu skólaárin verða skipu- lögð sem ein heild með almenna menntun að meginmarkmiði, en ekki öðrum þræði upphaf sér- menntunar, t.d. í verklegum greinum með margbreytilegri deildarskiptingu — eins og hing- að til hefur verið. Nemendur allra valgreina — leiðanna — hinna 5 aðalnáms- brauta — eiga kost á inngöngu í skóla menntastigsins (gymnasí- um och fackskola), ef þeir ná tilskilinni aðaleinkunn. Hinar svokölluðu aukagreinar, svo sem leikfimi og heimilisfræðsla, handavinna, teikning og tónlist gilda jafn öðrum greinum við meðaltai í lokaeinkunn. Hin nýja námsskrá er fyrst og fremst byggð á þeirri reynslu, sem fengin er af þeirri náms- skrá, sem nú er í gildi, en auk þess á margra ára tilraunastarfi, sem sífellt er unnið að víðsveg- ar um landið, og þó ekki sízt á hinum umfangsmiklu vísinda- legu skólarannsóknum, sem þrot laust hefur verið unnið að í Sví- þjóð síðustu gratugi. Magnús Gíslason. Allar ge rdi r Myndamóta ■Fyrir auglýsingar 'Bœkur ogtimarit ■Litprentun Minnkum og Stœkkum OPÍÐ frá kl. 8-22 MYJVDAMÓT M. simi 17152 MORGUNBLADSHIÍSINU LOKAÐ vegna sumorleyio 15. júlí — 6. úgúst GLER OG LISTAR H.F. Dugguvogi 23 — Sími 36645. Brot úr 50ára sögu Umf. Samhygðar KOMIN er út 50 ára saga Ung- mennafélagsins Samhygðar í Stúlu veski með 10.000 krónum TVEIR ungir piltar, 14 og 16 ára, fóru síðdegis í fyrradag um borð í bát í Reykjavíkurhöfn og stálu þar veski með um 10.000 krónum í. Sást til fer’ða þeirra og röskri klukkustund síðar hafði rannsóknarlögreglan upp á þeim. Þá voru þeir búnir að eyða 400 krónum af þýfinu. Gaulverjabæjarhreppi. Nefnist bókin „Brot úr sögu Umf. Sam- hygðar“. Gunnar Sigurðsson, bóndi í Seljatungu, hefur tek- ið söguna saman og annast um útgáfuna. Skrifar hann inngangs orð, en síðan eru ávörp frá for- mönnum félagsins. Sögunni er skipt í kafla. Fyrst er sagt frá stofnun félagsins, þá félagsblaðinu „Viljanum", skýrt er frá leikstarfsemi, íþróttamál- um, verklegum framkvæmdum, bókasafni, fundum o.fl. Skrá er yfir sjónleiki, sem félagið hefur sýnt, og félagatal fyrstu 50 ár- in. Margar myndir eru í bókinni, sem er hin vandaðasta að frá- gangi. Gunnar Sigurðsson. BILAR KJÖRDAG ÞEIR STUÐNINGSMENN GUNNARS THORODD- SENS SEM VILJA LÁNA BÍLA SÍNA OG AKA Á KJÖRDAG VINSAMLEGAST HRINGI í SÍMA 84500, EÐA KOMI í PÓSTHÚSSTRÆTI 13. SJALFBOÐALIÐAR r A S J ÁLFBOÐLIÐAR, SEM AÐSTOÐA A VILJA VIÐ ÝMIS STÖRF Á KJÖRDAG 0 ■ TIL STUÐNINGS KJÖRI GUNNARS i/ mnnnn THORODDSENS HRINGI í SÍMA 84500 KJORDAG ( PÓSTHÚ SSTRÆTI 13). HY BENZiNSTÖD Opnum í dag nýja benzínstöð við Háaleitisbraut. Creið aðkeyrsla og rúmgóð þvottastœði. Vér bjóðum alla viðskiptamenn velkomna. OLÍUVERZLUN ÍSLANDS Hf. ÓDÝRT V BORGARTÚN 3 SÍM110135 HREINSUM OG PRESSUM FÖTIN V BORGARTÚN 3 SÍMI 10135 FYRIR 70 KR. + sölusk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.