Morgunblaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.07.1968, Blaðsíða 24
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 AUGLYSINGAR SÍMI SS»4*80 Harðærisnefndin rannsakar kalið HARÐÆRISNEFNDINNI, sem skipuð var í fyrra og lauk störf- Heyi stolið ÞREMUR hestum af heyi var stolið af bletti við mót Stóra- gerðis og Brekkugerðis á laugar- dagskvöld. Eigandi lauk við að sæta heyið klukkan 20:00 á laugardag, en þegar hann kom að sækja það seinna um kvöldið, var það horf- ið. Rannsóknarlögreglan biður þá, sem kynnu að geta gefið upp^ lýsingar um þjófnað þennan, að gefa sig fram. um þá, hefur verið falið enn á ný að athuga túnaskemmdir á kalsvæðunum. Einnig var nefnd- inni falið að athuga aðstöðu bænda til búreksturs með tilliti til þeirra miklu harðinda, sem verið hafa s.l. vetur og vor. Nefndin hefur nú ráðið sér að- stoðarmann, Árna Jónasson, fyrr verandi bústjóra í Skógum und- ir Eyjafjöllum. Ingólfur Jónsson, land’búnaðar- ráðherra tjáði Mbl. í gær, að enn væri ekki fullrannsakað, hve kalið væri víðtækt og enn væri ef til vill von til þess að nokkuð rættist úr. Hins vegar sagði Ingólfur að ríkisstjórnin myndi fylgjast náið með gangi þessara mála. 1000 tonn at síld í Haförninn UM hádegisbilið í gær var búið að landa nokkur hundruðum tonnum af síld í Haförninn, þar sem hann var á síldarmiðunum við Bjarnarey. AHs var þá búið að tilkynna liðlega 1000 tonn af síld í skipið af bátum, sem voru á leið a'ð Haferninum. Haförn- inn tekur liðlega 3000 tonn. Á miðunum við Bjarnarey hefur verið lítið um íslenzk skip fram að þessu, en mörg skip eru nú á leið á miðin. Þegar Haförn- inn verður fullfermdur mun skip íð sigla með síldina til Siglufjarð ar og landa þar. Búizt var við að síldarflutningaskipið Nord- gaard legði af stað á miðin frá Siglufirði í nótt er leið. Vatnsleiðslan til Eyja kom VATNSLEIÐSLA Vestmannaey- inga kom til Vestmannaeyja með Fyrsta síldin Eskifirði, 9. júií. KROSSANESIÐ kom hér með 207 tonn af síld í morgun, sem veiddist norður í hafi við Bjarn- arey. Þetta er fyrsta síldin sem kemur til Eskifjarðar á þessu sumri og fór hún öll í bræðslu. f dag kom hér einnig báturinn Gullver frá Seyðisfirði með 34 tonn af fiski, sem veiddist í troll. Það var mest þorskur, sem verð- nr unninn í hraðfrystihúsinu. Gunnar. í morgun skipi i morgun og er áætlað að leiðslan verði lögð dagana 18., og 19. júlí n.k. Danska skipið Henry P. Land- ing kom til Vestmannaeyja í morgun með hina langþráðu vatnsleiðslu Vestmannaeyinga. Dráttarbáturinn Frigga kom með skipið, en það er vélarvana. Skipið var áður olíuskip, en var sagað í sundur og breytt í kapal- skip og er ætlað til hvers kyns kapallagna. Þetta er fyrsta ferð skipsins. Skipið er 72 metra langt og 21 metri á bneidd. Ef allt gengur að óskum ættu Vestmannaeyingar að geta feng- ið vatn úr vatnsbóli sínu á megin- landinu í ágústmánuði. Þessi mynd er númer fimm á sýningunni. Hún heitir: „Gaman að lifa“ og er í eigu Lista- safns Alþýðusambands íslands. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Síðustu forvöð að sjá Kjarvalss. KJARVALSSÝNINGUNNI í Listamannaskálanum lýkur klukkan 22.00 í kvöld. Alls hafa um 47 þúsund manns séð sýninguna og sýningarskrár hafa selzt fyrir 700 þús. kr. Er sýning þessi langfjölsótt- asta málverkasýning, sem haldin hefur verið hér á landi. Þrjár myndanna á sýning- unni eru í eigu Listasafns A1 þýðusambands íslands, þ.e. Fjallamjólk, Hellisheiði og Gaman að lifa. Morgunblaðið hitti Hannibal Valdimarsson, forseta ASÍ að máli í gær. — Þessar þrjár myndir, sagði Hannibal, — eru meðal fremstu verka Kjarvals. að eru um sex ár frá því, að Ragnar í Smára gaf Alþýðu- sambandinu 140 málverk eftir ýmsa listamenn, og þar á með- al voru þessar þrjár. Af þess um myndum eru Fjallamjólk og Gaman að lifa, mér hug- stæðastar, einkum þó hin síð- arnefnda. fslendingar, sem al ast upp í fjörunni, eins og ég gerði, hljóta að taka ástfóstri við þá mynd, því hvergi er strákurinn glaðari en einmitt í fjörunni. Hvað líður áformum um byggingu yfir listasafn ASÍ? — Það mál er í undirbún- ingi, og er fjársöfnun þegar hafin. — Er búið að velja bygg- ingunni stað? — Það hefur komið til mála að reisa hana í Ölfusborgum, og ég tel að Listasafninu veröi hvergi betur komið fyrir. Þá mun fólkinu, sem þangað leit ar til að njóta hvíldar, gef- ast tækifæri til að lifa í nón- um tengslum við margt hið bezta í menningu okkar. Ég vil að lokum hvetja fólk til að nota þetta ein- stæða tækifæri, sem nú býðst í Listamannaskálanum, til að skoða margar af fall- egustu myndum Kjarvals. VESKI með 1000 krónum í og ýmsum skjölum, m.a. vegabréfi, var stolið í nýju sundlaugunum í Laugardal sl. Iaugardag. Eigandi veskisins afklæddist í sólskýli, sem er innan laugar- girðingarinnar. Skildi hann vesk- ið eftir í jakkanum og var það horfið, þegar hann fór aftur i fötin. Veskisþjófnaðir hafa verið mjög tíðir undanfarið F allhlíf astökksæf íngar við Keflavíkurflugvöil — 200 brezkir fallhlífastökkmenn ásamt Vestmannaeyingar vilja sporna við áfengisflóði á Þjóðhátíð bandarískum og íslenzkum taka þátt í þeim BÆJARRÁÐ Vestmannaeyja hef ur farið fram á það við dóms- málaráðuneytið, að eftirlit verði haft með vínbirgðum fólks, sem sækir Þjóðhátíð Vestmannaeyja úr landi og á þar sérstaklega við um unglinga. Er áætlað að eftirlit verði bæði við skip og flugvélar og mun eftirlitið verða með svipuðum hætti og hafður er á í sambandi við ýmsar útisamkomur í ná- grenni Reykjavíkur. Þjóðhátfðin hefur ávallt verið rómuð fyrir það hversu vel hún hefur farið fram, en undanfarin ár hefur orð ið vai-t við breytingu til hins verra í því efni. Vestmannaey- ingar vilja nú stemma stigu fyr- ir þessari þróun og sérstaklega leggja áherzlu á, að unglingar hafi ekki möguleika á að sækja Þjóðhátíð Vestmannaeyja til þess að sitja að sumbli. Margt ungt fólk, sem eldra sækir ávallt Þjóð hátíð Vestmannaeyja og er stærstur hluti þess sér og landi sínu til sóma, en sá fámenni hóp ur, sem umræddar rá’ðstafanir eru gerðar gegn, hefur sett leið- inlegan svip á hátíðina. SÍÐUSTU viku júlímánaðar munu 200 brezkir fallhlífastökk- menn úr brezka hernum stunda æfingar í fallhlífastökki í nám- unda við Keflavíkurflugvöll. Einnig munu varnarliðsmenn og íslenzkir fallhlífastökkmenn taka þátt í æfingunum. f gær barst Mbl. eftirfarandi fréttatilkynn- ing frá utanríkisráðuneytinu: „Snemma á þessu ári féllst ríkisstjórnin á að heimila 200 mönnum úr 16. fallhlífarsveit brezka hersins að stunda æfingar hér á landi. Æfingar þessar verða á tímabilinu 23.—31. þ.m. Auk Bretanna taka þátt í þeim menn frá varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli, íslenzku flug- björgunarsveitinni og fallhlífar- stökkdeildinni. Bretarnir munu hafa aðsetur á Keflavíkurflugvelli og stunda æfingar þaðan. Er litið svo á, að bæði lands- lag og loftslag á íslandi gefi góða möguleika til fjölbreytilegra æf- inga“. TÍU þúsund krónum var stolið af tveimur mönnum, sem voru á hestamannamótinu að Skógar- hólum um helgina. Höfðu þeir neytt víns á laugardagskvöldið og sofnaði annar í tjaldinu, en hinn í bíl þeirra félaga. Frá þeim, sem í tjaldinu svaf var veskinu stolið með öllu sem í því var, en aðeins peningarnir hirtir úr veski hins. Auk þess var svo stolið ferðatæki úr bíln- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.