Morgunblaðið - 14.07.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.07.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1968 21 - Á SLÖÐUM Framhald af bls. 19 landnámstíð, ekki beint til sjáv- ar, heldur austur í Selfljót. Þetta gerði klettahryggur, sem enn í dag heitir Steinbogi. Síðar rann Fljótið á þessum klettahrygg. Þetta hefur ruglað marga í rím- inu og jafnvel laerða menn. Farvegur þessi eftir Lagarfljót' og hluta af Jökulsá á brú, er enn sýnilegur og heitir Jökullækur. Margir hafa hafnað því að fornmenn hafi siglt skipum sín- um inn í Selfljót, inn að Arnar- bæli fyrir neðan Klúku og jafn- vel inn að Kóreksstöðum. En þetta er vel mögulegt með því vatnsmagni, sem þá var í Sei- fljóti. Hefði einhver gaman að kynna sér þetta nánar, hefi ég skrifað tvær greinar í Sunnudagsblað Tímans, sem snerta þetta efni: „Fyrir neðan Fljót“ í 33. tbl. 1966 og „Gripið niður í Austfirð- ingasögur", 12. tbl. 1967. Við förum skammt frá bæn- um Hóli, sem er mikil og merki- leg jörð. Þar hafa fundizt forn- minjar, bæði mannabein og skrautgripir. Meðal annars silf- urnæla, önnur sinnar tegundar á Norðurlöndum. Nú erum við komin út á svonefndar Eyjar, dásamlegt land. Þar er allt grasi og víði vaxið. Loftið kveður við af margrödduðum fuglasöng, mikinn part sólarhringsins. Mest ber þó á gæsinni og kjóanum, annars eru þarna flestar mó- fugiategundir. Gaman væri líka að bregða sér út á Héraðssand, skoða reka, sel og máf. Af þess- ari leið sjáum við blár svo langt sem augað eygir. Tækist að ræsa þær fram, sem áveituland, yrði það óþrjótandi forðabúr fyrir Úthéraðið. Af þessari leið sjáum við líka landnámsjarðir, sem getur í Austfirðingasögum, Jórvík, Sand brekku, Kóreksstaði óg Hlaup- andagerði, sem nú heitir Þórsnes. Þar bjó landhlauparinn og hrak- mennið Ásbjörn vegghamar, sem mestu illu kom til leiðar, eftir því sem sögur herma. Nú er að koma að leiðarlokum, en ekki megum við fara þeyjandi fram hjá Unaósi. Þar, sem Uni hinn danski nam land og ekki minna en upp að Unalæk á Völlum. Einnig er hann við það kenndur að hafa ætlað að korna landinu undir Noregskonung. Aftur á móti virðíst Uni hafa snúið sér meira að kvennafari, enda óefað skemmtilegra hlutskipti. Gaman væri að bregða sér út á Krosshöfða, sem er við Selfljóts- ósinn. Um nafngift þessa höfða vita menn ekki, en þar hefur ver ið verzlun, eða þungavara flutt þangað og deilt út. Þarna er hafn leysa og eftir að vegir komu til fjarða, lagðist þessi starfssemi niður. Á Krosshöfða er bæði víð- sýnt og fallegt. Þá var gert út af Krosshöfða. Margrét rika á Eið- um hafði þar verstöð, og líka í Eiðaveri, sem er mitt á mi'llj Unaóss og Krosshöfða. Verstöðin á Krosshöfða var í helli, sem nú er fullur af sandi, en á hellisþak- inu var rauf og líkast til einasti glugginn á því býli, sem kall- aður var Fjósrass. Hellir þessi var mjög vandfundinn, sem heyra má af eftirfarandi sögu. Það var í tíð Margrétar ríku, að maður var sendur frá Eiðum, með vistir til vermanna á Kross- höfða. Hann hafði aldrei þar kom ið, en reynt var að gefa honum sem nánasta lýsingu á hellinum og legu hans. Ekki tókst þó bet- ur til en svo, að eftir mikla leit ætlaði hann að snúa til baka án árangurs. En allt í einu sér hann haus á manni gægjast upp úr kletti. Þegar heim kom var hann spurður hvernig gengið hefði og svaraði hann þá með vísu þess- ari: Verstöðin er varla góð vindur og éljafrassi. Og andlitið á einum stóð út úr miðjum rassi. Halldór Pétursson. Winston mest séldu fílter sígarettur í heímí Vnnston eru framleíddar af Camet verksmiðjunum EITTHVAD ER ÞAÐ SEM VELDUR AÐ MENN VELJA WINSTON HELDUR • •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.