Morgunblaðið - 28.07.1968, Síða 8

Morgunblaðið - 28.07.1968, Síða 8
MORGUNBLAÐLÐ, SUNNUDAGUR 2«. JÚLÍ 1968 Nýr skeiðvöllur vígður á Murneyri 4. ágúst Geldingaholti, 26. júli: — UNDANFARIN fimm ár hafa hestamannafélögin Smári og Sleipnir í ÁrnessýslM haldið sam eiginlegar kappreiðar við Sand- lækjahói. Fyrir tveim árum hófu félögin gerð nýs skeiðvallar á Murneyri austur við Þjórsá í landi Reykja á Skeiðum. Landssvæði það sem félögin fengu til umráða er um 30 ha. að stærð, og er nú þessi nýi völlur fullgerður. Tvær 600 metra bein- ar hlaupabrautir eru á vellinum og þær síðan tengdar saman og verður hringurinn um 1500 m. Góður afli Ólsura í júní Ólafsvík, 24. júilí: — FISKAFLI var hér mjög góður í júnímánuði og var oft landburð ut af fiski. Var þetta góð uppbót á vetrarvertíðina, sem var mjög léleg. Atvinna var að sjóifsögðu mjög miikil á þessu tímabiili. Hinis vegar hefur verið dregið mjög úr aflabrögðum það sem af er júli- mánuði. Fimm bátar stunda nú drag- nótaveiðar héðan en tíu bátar eru á trolii. f gær var afli bátanna frá þremur upp í tíu tonn eftir rúm- lega sólarhringis útrvist. Afli hand færabáta hefur verið lítiU það sem af er sumri. Dregið hefur úr atvinnu í fisk- vinnslustöðvum með minnkandi fiskafla, en þó má segja, að nóg atvinna sé hér um þessar mund- ir. — Hinriik. Þar er og minni sýningahring- ut um 500 rrretrar. Hlaupabrautir eru 20 metra breiðar, ræktaður völlur um tveir hektarar. Fyrsta hestamót á hinum nýja velli verð ur sunnudaginn 4. ágúst og hefst kl. 13,30. Þeir, sem verða með hesta í góðhestakeppni þurfa að mæta kl. 10 fh. Mótið hefst með hópreið hestamanna inn á völl- inn. Síðan flytur séra Berniharð- ur Guðmundsson, helgistund. — Formaður Smára, Aðalsteimn Steinþórsson á Hæli setur mótið með ræðu og opnar völliinn. Þá flytur formaður Landssamibands hestamanna, Einar Sæmiundsen, ávarp og þar næst fara fram kappreiðar og góð'hestakeppni. — Tekið verður upp nýtt hlaup, 600 metrar á beinni braut. Muo það vera í fyrsta skipti í kappreiðurm hér á landi. Þá verður keppt í skeiði, 250 metra, folaihlaupi 250 metra og 300 metra stökki. — Fyrstu verðlaun í skeiði og 600 metra hiaupi verða 5000,00 kr. í 300 metra stökki verða þau 2000,00 kr. og í folahlaiupi 1500,00 kr. Floitksverðlaun í öllum hlaup um verða 200 kr. í góðhesta- keppni er keppt um tvo verð- launagripi, Sleipnisskjöldinn ag Hreppasvipuna, sem eru farand- gripir. Þessi verðlaun hlutu í fyrra, Silfurtoppur Sigmundar í Hraungerði og Funi Jón í Skolia gróf. Fóiagssvæði Sleipnis er Flói og Ölfus og formaður þess er Kristinn Helgason, bóndi í Hala- koti. Félagssvaeði Smára er Skeið og Hreppar. Forráðamenn þessa hestamióts bjóða alla velkomna á hirun nýja völl á Murneyrri, 4. ágúst nk. — J. Ó. Guðrún Kristinsdóttir, verkstjóri, og starfsliðið: Margrét, Inga, Kolbrún, Þorbjörg, Lilja, Guðrún, Lára, Edda, Valgerðnr og Þórunn Einarsdóttir, verkstjóri. Afköst göð í arfareytingunni Spjallað við stúlkur í Vinnuskóla borgarinnar LOGN er og blíða í Laugar- dalnum. Þar eru nokkrar ungar stúlkur úr Vinnuskóia borgarinnar, önnum kafnar við að snyrta til skrúðgarð- ana. Þær eru úr fyrsta og öðrum bekk skólanna, á aldr inum frá 13—15 ára. Fyrirliðamir eru tvær ung ar stúlkur, Guðrún Kristins- dóttir og Þórunn Einarsdótt- ir. — Hvað hafið þið margar stúlkur i hverjum flokki hér? — í hverjum flokki eru 9 og vinnur hver flokkur hálf- an daginn. Það er að segja, sá fyrri vinnur frá kl. 8—12 á hádegi, en sá seinni frá 1— 5. — Sláið þið grasflatirnar líka? — Nei, við gerum ekkert annað en að reyta arfa, og höfum varla undan, hann er svo óþekkur við okkur. — Fleygið þið honum svo? — Já, auðvitað. — Gætuð þið ekki reynt að verzla við Náttúrulækn- ingafélagið með þennan ágæta varning? — Ja, það væri nú kannski ekki svo vitlaust. — Eruð þið alltaf jafn iðn- ar, þegar og í sól? — Það er nú hægt að leita skjóls í kaffihléinu og hlusta á útvarp, framihaldssögur og svoleiðis, svona rétt til að hlýja sér svolítið. — Og segja arfasögur? — Það væri ekki svo af- leitt. — Annars er hérna afskap- lega gaman í góðu veðri og allt fyllist af fólki, bæði barn fóstrum með barnavagna og eins fullorðnu fólki. Þetta er mjög vinsæll staður. Bilar af óllum gerðum til sýnis og sölu i glaesilegum sýningar- skála okkar að Suðurlandsbraut 2 ,(við Hallarmúla). Gérið góð bilakaup — Hagstæð greiðslukjör —. Bilaskipti — Tökum vel með farna bila i umboðssölu — Innanhúss eða utan _ VERZLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MEST. I! M 8 011II hflllHSTIANSSDN H.f. SUÐURLANDSBRAUT 2, VIÐ HALLARMÚLA SlMAR 35300 (35301 - 35302) Taunus 17M 59. Taunus 17M 61. Taunus 17M 66 station. Taúttus 20M 65. Volkswagen I 63, greiðsluskilmálar. Comet 55, sjálfskiptur. Falcon 65, beinskiftur. Fiat 850 66. Skoda 1000 MB 67. Daf 65. Volvo station 63. Skoda 65. Cortina 65, 2ja dyra. Cortina 65, 4ra dyra. Benz 220 59, mjög glæsilegur. Austin Gipsy 64 Opið sunnudag kl. 1—5. MARY QIIANT WIIL GIIIE YOU A LOIIELY PAIR OF SHINERS. NÝJDNGAR FRA HART ODANT „Eye Gloss“ — Shuch Shadow“ — „Shadow Shapers“ „Titch Nail PoIish“ — „Titch Lipstick“ o. m. fl. Eye Gloss. Shiny, gleaming. But totally non-greasy In moss, blue, grape, beige, H cream. And translucent pearl. Mary Quant’s high gloss Eye Gloss Kynnið yður þessar viðurkenndu snyrtivörur hjá • Karnabæ, snyrtivörud., Klapparstig 37, Rvik. • Apótek Vesturbæjar, Melhaga 20-22, Rvik. • Garðs Apótek, Sogavegi 108, Rvik. • Laugarness Apótek, Kirkjuteigi 21, Rvík. • Holts Apótek, Langholtsvegi 84, Rvík. • Rorgar Ajpótek, Álftamýri 1—5, Rvik. 0 Hafnarfjarðar Apótek, • Kópavogs Apótek. • Kyndill, Keflavík. • Vörusalan, AkureyrL • Snyrtivöruverzlun ísafjarðar, ísafirði. • Túngata 1, Sigiufirði. • Parísarbúðiu, Vestm. Föan, Neskaupstað. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Apótek Sauðárkróks. Geitá, Tálknafirði. Drangey, Akranesi. Getum bætt við okkur nokkrum umboðum úti á landi strax! Heildsölubirgðir: BJÖRN PÉTURSSON & CO H.F., Laufásvegi 16, Rvík. Sími 18970.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.