Morgunblaðið - 28.07.1968, Qupperneq 21
Karl Stefánsson
Afrek koma ekki eftir pöntun-
um
Eftir að Karl Stefánsson,
stökk 14,93 metra í þrístökki á
Eiðamótinu voru margir sem
reiknuðu með að honum tækist
að rjúfa 15 metra múrinn á
þessu móti. En afrek íþrótta-
manna koma ekki eftir pöntun-
um. Karl stökk „aðeins“ 14,61
metra í keppninní.
— Ég er hálf þreyttur eftir
Eiðamótið og vökurnar þar enn
þá, sagði Kapl, — en ég ætla
að gera hvað ég get til að á
15 metrunum í sumar. Ég æfði
reglulega vel í vetur og fékik þá
raunverrulega í fyr.sta skliptið
undirstöðunia. Ég er því í betri
aafingu en nokkru sinni fyrr og
þetta hlýtur að takast hjá
manni.
— Ég fer að búa mig undir
bikarkeppni F.R.f. hvað úr
hverju, og eir.nig stendur til að
íþróttamenn úr UMSK fari til
Finnlands í sumar. Ég hef lít-
ið keppt erlendis, — fór með Kr
ingurci í keppnisferðalag út 1964,
en árangurinn þá var ekki til
að hrópa húrra fyrir.
Mikill áhugi
Það voru fleiri ungir menn
sem athygli vöktu á þessu móti
en Ólafur Þorsteinsson. Hægt
væri að telja upp fj ölda nafna
Elías Sveinsson
Friðrik Þór Óskarsson
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚL.Í 1968
21
en sérstaka athygli vöktu Ste-
fán Jóhannsson, Friðrik Þór Ósk
arsson og Elías Sveinsson. Að
lokum náðum við tali af tveim-
ur síðastnefndu og þá var fyrst
fyrir að spyrja í hvaða grein-
um þeir tækju þatt í:
Friðrik Þór: Ég keppti í lang-
stökki, þristökki og boðhlaupum.
Elías: Ég var í hástökki. 100
metra hlaupi og boðhlaupum.
— Og eruð þið ánægðir með
árangurinn?
Friðrik Þór: Ég er sæmilega
ánægður. Þó hef ég náð betri
árangri í báðum greinum fyrr í
sumar.
Elías: Ég stökk 1,80 metra í há
stökki sem er jafnt því sem ég
hef bezt gert áður. Ég er á-
nægður með það, sérstaklega
þegar tillit er tekið til þess að
ég er óvan.ur að stökkva hér á
L.augardalsvellinum og finnst að-
staðan miklu verri en á Mela-
vellinum.
— Hvenær byrjuðuð þið að
æfa?
Elías: Ég byrjaði ekki að æfa
almenni'lega fyrr en í vetur, og
núna æfi ég á hverjum degi.
Friðrik Þór: Ég byrjaði líka í
fyrra og æfi núna 3-4 sinnum í
viku.
Þriðja dag mótsins kepptu báð
ir piltarnir í fimmtarþraut og
náðu þar ágætum árangri. Elías
setti gott sveinamet í greininni
og Friðrik Þór náði einnig m.un
betri árangri en eldrá metið
var.
Góff félagsforysta í Kópavogi
Miilli keppnisgreina náðum við
tali af tveimur ungum Kópavogs
búum þeim Trausta Sveinbjörns-
syni og Þórði Guðmundssyni sem
báðir stóðu sig all vel á mótinu.
Keppni í 1500 metra hlaupi ný ha fin. Forylsíluna herfur Halldór Guffbjörnsson, KR, er hann sigraði
í því mteff nokkuum yfiiiburffum. Á eftir honura eru Ólafur Þorsteinsson Þórffur Guffmundsson,
Jón ívarsson, Jón Gufflaugssonog Marteinn Sigurgeirsson.
Ræddum við fyrst við Trausta:
— Ég keppi í 100, 200, 400, 400
metra grindahlaupi og fimmtar-
þraut í mótinu, og verð nú að
segja það að ég er ekki ful'lkom-
lega ánægður með árangurinn.
Einkum átti ég von á því að ná
betri tíma í 400 metra grind.
Mér misheppnaðist yfir fyrstu
grindunum og því fór sem fór.
Annars skortir mig mjög á tækn
ina yfir grindum, þar sem ég hef
lítið æft það atriði.
— Þú kepptir á Eiðamótinu
Trausti?
— Já. Mér gekk vel þar og
sigraði í 400 metra hlaupinu.
Það var erfitt að hlaupa þar,
þar sem brautirnar voru ójafn-
ar og grófust mikið.
Þórður Guðmundsson sagðist
vera ánægður með að hafa orð-
ið stighæsti einstaklingurinn á
Eiðamótinu. — Ég átti ekki beint
von á því, en stefni samt að því
sagði Þórður. Ég sigraði þar í
1500 metra hlaupi og var þriðji
í 400 og 5000 metra hlaupi.
— 1500 metrarnir eru uppá-
haldsgrein mín og ég æfi mest
með keppni í því í huga. Einn-
ig á 3000 metra hlaup nokkuð
vel við mig.
— Hvað æfir þú oft?
Ég hef stefnt að því að æfa
5 sinnum í viku og það hefur
tekizt með nokkrum undantekn-
ingum. Yfir vetrartímann þegar
ég er að byggja upp fyrir mótin
æfi ég jafnvel enn þá stífar.
— Hvernig stendur á því að
Kópavogur á svona marga góða
f r j á'lsíþróttamenn?
— Það er ekki gott að segja,
en sennilega er það að þakka fé
lagsforystunni sem er mjög góð
hjá okkur.
— Hvað áttu bezt í 800 og
1500 metra hlaupum?
— 2:00,1 mín. í 800 og 4:09,6
mín. i 1500 metrunum.
— Nú ert þú að fara í 1500
metra hlaupið. Hvað heldur þú
um sigurmögúleika?
— Þá tel ég nánast enga, þar
sem Þorsteinn ætlar að hlaupa.
Ég ætla hinsvegar að stefna að
því að ná mínum bezta tíma í
hlaupinu.
En það fer margt öðru vísi
en ætlað er. Þorsteinn keppti
reyndar ekki í hlaupinu og Þórð
ur hætti eftir að hafa hlaupið
tvo hringi. — Það kom ekkert
fyrir hjá mér, sagði hann, — og
ég veit nánast ekki af hverju ég
hætti. Daginn eftir ætlaði Þórð-
ur að keppa í hindrunarhlaup-
inu, en þá varð hann fyrir því
óhappi að gömul meiðsl tóku
sig upp þegar hann var að búa
sig undir hlaupið. Hamingjuhjól
ið snýzt hjá íþróttamönnium sem
öðrum. — stjl.
Félagarnir Þórffur Guðmundsson og Trausti Sveinbjörnsson úr
UMSK.
GRENSASVEGI22-24
SÍW30280-32Z62
UTAVER
PLA8TINO-KORK
Mjög vandaður parket-
gólfdúkur.
Verðið mjög hagstætt.
t-
HYDEMA
HÁÞRÝSTISPIL
HYDEMA — norsku háþrýstispilin eru
sérlega sterk og örugg.
HYDEMA — háþrýstispilin eru þegar
komin í nokkur af nýjustu fiskiskipum
okkar, þ.á.m. í m.s. Örn RE 1 — eitt afla-
hæsta skip íslenzka síldveiðiflotans.
Útgerðarmenn, sem kaupa HYDEMA-
spilin, kaupa þekkta og margreynda
vöru.
FyJgið dæmi þeirra aflahæstu, kaupið
spilin, sem reynast bezt.
Alla.r upplýsingar góðfúslega veittar.
Einkaumboð á íslandi
Snurpuspil, 4 til 18 tonn.
Losunarspil.
Ankerspil.
Bomsvingari.
Capstan.
Línuspil.
Síldardælur. Fiskidælur.
Kraftblakkir.
Gírar fyrir vökvadælur,
framan v. aðalvél.
HYDEMA/ PLEUGER —
hliðarskrúfur.
VÉLAR & SPIL sf.
Rauðarárstíg 22, Reykiavík, símar 12696 og 51043.