Morgunblaðið - 28.07.1968, Side 23

Morgunblaðið - 28.07.1968, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1968 23 — Bandarísk raforka Framhald af bls. 23 virkjunarhæfur staðgengill kola, olíu og kjarneldsneytis og hann Skilur ekki eftir sig nein óholl efni í andrúmsloftinu. Gufuknún ir hverflar við The Geysers fram leiða 58 þúsunid KW af raf- magni, sem kostar 23 af hundr- aði minna en rafmagn frá ná- lægum rafstöðvum og eftir fá- ein ár er hægt að framleiða á svæðinu næstum tuttugu sinnum meira rafmagn en nú er gert Stærstu og aðgengilegustu jarðhitasvæðin eru vestan Kletta fjalla, þar sem eldsumbrot hafa flutt upp að yfirborði jarðar gló andi bengkviku, Úr henni gufar það vatn, sem í henni hefur ver- ið bundið, og hún eimir það vatn, sem að henni streymir sem jarðvatn. Stöku sinnum kemur gufan upp um sprungur í ,jörðinni sem nefnast gufuhverir og ein- faldasta leiðin til þess að finna slíka tegund jarðhita, er að leita að slíkum gufuútblæstri í jarð- skorpunni. Bn á svæðum þar sem orkan kemst ekki upp á yfirborðið, verða jarðfræðingar að beita flóknari aðferðum. Ein aðferðin nýtir infrarauðar loft- myndir. Infrarauð filma er næm fyrir hita og þess vegna koma jarðhitasvæði ljósari úr á mynd- um. önnur aðferð er sú, að maeld er rafleiðni jarðarinnar, en leiðin eykst ef heitt vatn leynist undir yfirborðinu. Til þess að komast að þessari neð- anjarðarorku bora menn með venjulegum olíuborum niður á 200—2.500 metra dýpi. Borunin getur verið bæði erf- ið og hættuleg. Við The Geysers gaus ný borhola með svo miklu afli, að borunarmennirnir, sem brenndust nokkuð við þetta, töldu Víst, að þeir hefðu komið miður á nýtt eldfjall. Til þess að kæla, dældu þeir í holuna köldu vatni, en án árangurs. I>á Teyindu þeir að isteypa tappa í holuna, en það gekk ekki heldur. „Skrímslið“ eins og þeir nefndu holuna fyrir tíu árum, heldur áfram að gjósa. Slíkt óstöðvandi afl lofar miklu. Verkfræðingar álíta, að um 1980 gæti jarðhitaorka fram- leitt allt að því tíunda hluta þess, sem notað er í öllum Bandaríkjunum, Auk þess eru ekki líkur á að hitinn gangi til þurrðar, hversu lengi sem hann er nýttur. Þegar að því kemur, að vísindamenn hafa nauðsyn- lega tækni á sínu valdi, ættu þeir að geta komið á þeirri hring rás, að senda þéttaða gufu til baka niður í jörðina, og með því gefið ótakmarkaða endingu lind- um í ríkjum, sem eru eins þurr og Nevada. Larderollo-virkjunin á ítalíu, sem nýtir jarðhitaorku þá, sem Dante hugmyndina að Inferno fyrir sex öldum, er enn- þá í fullum gangi eftir 64 ára starfsemi. (Úr Tirne). - AUSTURVEGUR I'ramhald aí bls. 32 veitubrú. Flóðahætta á ekki að vera hugsanleg enda ligg ur vegurinn í 6—7 metra hæð yfir dalsbotninum og síðan yfir Selás. 15. Rauðavatn, stac|?etning frá vatninu að HólmsánbrH er enn ckveðin. 16. Lækjarbotn- ar, þar verður vegurinn á svipuðum slóðum og nú en liggur síðan nokkúð norðar en núverandi vegur allar göt- ur í Svínahraun, þar sem hann tengist núverandi vegi. 17. Sandskeið. Aðalbreytingin verður því sú, að nýr vegur verður byggður um Fossvog og önn ur brú byggð yfir Elliðaárn- ar. Hafnarfjargarvegur: Verð- ur á sama stað og núverandi vegur, þ.e. milli 12-18. Nú er unnið við fyrsta áfanga veg- arins og er áætlað, að hon- um Ijúki á næsta ári. Þá verður ekfð á tveimur ak- brautum suður fyrir Nýbýla veg. Reykjanesbraut hin nýja: Hún hefst á nr. 13, við gatna mót Miklubrautar og Elliða- vogar og liggur þaðan um Blesugróf. Þar verða gatna- mót við nr. 13, þar sem braut in mætir Suðurlandsvegi. Síð an liggur brautin austan Kópavogs að Fífuhvammi nr. 19 og áfram suður skammt vestan Vífilsstaða nr. 20 og UrriðaVatns nr. 21. Yfir Set- bergsháis og Setbergsdal og tengist núverandi vegi rétt sunnan kirkjugarðsins í Hafn arfirði nr. 22. ----------------- « - FERNT SLASAST Framhald af bls. 32 Mbl. skal því lýst hvernig stund um er að afla frétta af atburð- um á íslandi. Eftirfarandi sam- tal átti blaðamaður Mbl.. . við í sjúkrahúsinu í Keflavík: — Mig langar til þess að byrj ast fyrir um lígan fólksins, sem slasaðist í bílveltunni á Kefla- víkurveginum áðan. — Lífshættulega? — spyr blaðamaður. —Ég er orðinn hundaskíts- leiður á spurningum ykkar blaðamanna, sem ætlist til að fá fréttir af slösúðu fólki rétt að slysum loknum — áður en aðstandendur vita þar nokkuð um, og verið þér sælir. Að svo mæltu skellti læknir- inn á og varð stétt sinni að sjálf sögðu til hins mesta sóma. -----.-------- « - TÉKKÖSLÖVAKÍA Framhald af bls. 1 og skorað var á önnur ríki að virða sjálfstæði Tékkóslóvakíu. Ákvörðunin um að birta þessa yfirlýsingu var tekin, þegar sá orðrómur barzt út, að Dubcek og félagar hans hefðu orðið und ir við atkvæðagreiðslu í forsæt- isnefnd miðstjórnarinnar, en því var síðar vísað á bug sem stað- leysu. Stjórnin í Búlgaríu hefur enn ráðizt harðlega á tékknesku stjórnina og segir hana hafa van metið öfl endurskoðunarsinna í landinu. Lýsir stjórnin fullum stuðningi við Sovétstjórnina. Hins vegar hefur stjórn Júgó- slavíu ítrekað stuðning sinn við Tékka og segir, að afstaða Rússa til þróunarinnar í Tékkósló- vakíu nú sé ekki ólík því, sem afstaða þeirra var til Júgóslav- íu áður en samband ríkjanna siltnaði árið 1948. Nú geti slík afstaða hinsvegar haft enn al- varlegri afleiðingar og jafnvel stofnað heimsfriðinum í hættu. Ekki hefur enn verið skýrt frá því, hvenær fundur leiðtoga Tékka og Rússa hefst, en Alex- ander Dubcek sagði í gær, að verið væri að undirbúa fundinn af kappi og væri ekki ástæða til þess að líta á viðræðurnar með of mikilli svartsýni. Hann kvaðst sjálfur hafa óbilandi trú á rétt- mæti málstaðar síns og bjart- sýni væru betur til þess faliin að efla trú vina Tékkóslóvakíu á sigurhorfur en svartsýni og volæði. í gærkvöldi var birt yfirlýs- ing af hálfu hermálafréttaritara, þar sem sagði, að árásir og gagn rýni Rússa á Vaclav Pechlik. hershöfðingja, hefðu verið upp- spuni frá rótum. Var yfirlýsing- in send Rauðu stjörnunni, mál- gagni sovézka hersins, og birt hjá tékknesku fréttastofunni Ceteka. Pravda og önnur sovézk blöð halda áfram árásum á Tékkóslóvakíu. í gær birti Pravda varnaðarorð frá ung- verskum kommúnistum til Tékka, þar sem sagði, að ástand- ið í Tékkóslóvakíu nú væri svip- að því sem verið hefði í Ung- verjalandi rétt fyrir byltinguna 1956. Þykir afstaða Ungverj- anna, sem fram kemur í grein í blaðinu Nepszabadsag mikils- verð fyrir Rússa, því að Ung- verjar hafa til þessa verið held- ur tregir að fordæma frelsis- hreyfinguna í Tékkóslóvakíu. Pravda ræðir einnig mikið um þá ógn, sem Austur-Evrópu stafi af Vestur-Þýzkalandi og segir, að öllum megi vera ljóst hvað liggi að baki áhuga Vestur-Þjóð- verja á frelsisþróuninni í Tékkó slóvakíu. Þá ræðst Pravda á málgagn tékkneska landvarna- ráðuneytisins „Obrana Lidu“ fyrir að hafa birt greinaflokk um starfsemi útvarpsstöðvarinn- ar „Frjáls Evrópa", sem útvarp- ar frá Vesturlöndum til komm- únistaríkjanna. Segir Pravda furðulegan þennan skyndilega áhuga Tékka á þessu undirróð- urstæki andbyltingarsinna og vilja til að auglýsa stöðina og starfsemi hennar. Pravda segir, að greinaflokkurinn hafi mætt harðri gagnrýni í Prag og því hafi honum verið hætt „en miklu hefði verið skynsamlegra, að hætta sér ekki út í þetta furðulega og fáránlega uppá- tæki“, segir Pravda. - SAMKOMULAG Framhald af bls. J Biafra. Vélin, sem hafði með- ferðis um tíu tonn af fiski, sem nægja mundi handa 20.000 börn- um, var kyrrsett á eyjunni Fern ando undan strönd Afríku, með an beðið var leyfis Lagos-stjórn- arinnar. Viðræðurnar í Niamey í Nig- er hófust á laugardaginn var og var auk matvælaflutninganna rætt um skipulag og dagskrá friðarviðræðna, sem eiga að hefj ast í Addis Abeba í Eþíópíu eftir vikutíma. Verður umræðunum skipt í þrennt: 1. Hvernig finna skuli varanlega lausn á deil- unni, 2. Skilyrði fyrir vopna- hléi og 3. Raunhæfar till. um það hvernig fórnarlömbum styrj aldarinnar meðal óbreyttra borgara skuli séð fyrir nægileg- Verzlunin Lamp- inn Laugavegi 87 auglýsir úrval af alls konar heimilislömpum og ljósa- krónum, bæði í nýtízku og hefðbuudnum stíl. Eiginn innflutningur frá þekktum verksmiðjum á Nrrðurlöndum og Vestur- Evrópu. Lampar og skermar frá Larnpage ðinni Bast Innlend fi'&mleiðsla, f jö. - breytt úrvai. Fyililega sam - keppnisfært að verði og gæðum, við það sem innflutt er. — Mjög gott úrval af bo-ð - og gólflömpum. ísierizkir keramiklampar. Hentugar tækifærisgjafir. Lítið inn í LAMPANN. um matvælum, lyfjum og hjúkr- unargögnum. Útvarpið í Lagos skýrði frá því í gær, að harðir bardagar hefðu geisað á svæðunum við Port Harcourt og Ikot Ekpene. Hefðu 300 Biafrahermenn sleg- izt í lið með Nigeríuhernum í Ikot Ekpene og margir á hinu svæðinu. Frá aðalstöðvum Bi- afrahers var tilkynnt, að Níge- ríuher hefði gert meiri háttar árásir á stöðvar Biaframanna á þessum stöðum, en hann hefði verið hrakinn burt eftir harða bardaga. - SAFNVÖRÐUR Framhald af bls. 1. 40 þúsund krónum í leigu- bílaakstur, 100.0*00 í ferða- lög, 50 þúsund í skemmtanir og verulegum upphæðum í innkaup ýmis konar. I fyrri viku var hann úr- skurðaður í sex vikna gæzlu- varðhald til viðbótar og hef- ur Revold áfrýjað þeim úr- skurði. - MINNING Framhald af bls. 22 er bágstaddir fundust og stundirnar margar. í æsku þú helgaðir hjarta þitt Kristi, og hollustu þína hann aldregi missti. Hve gott er að eiga þar traustið og trúna, er tilveru þessa heims sjáumvið búna. Er síðast þig hittum, þú opnaðir arma, já, ennþá við fundum vel hjartað þitt varma. Þá grunaði' ei okkur að síðasta sinni við sæjum þig, Georg, á lífs- göngu þinni. Og þakkir skal færa, þá lokið er leiðum, nú ljómar þér sól Guðs í himninum heiðum. Guð leiði í raununum ástvini . alla, og öll gefi‘ að mætumst, er hann mun oss kalla. Nú hendinni Alvaldur styðji þig, styrkri, í stríðinu, Sigríður, harma í myrkri. Þér minningar lýsi um manninn þinn góða, er missirinn þjakar, um sorgar stund hljóða. Bjami Þóroddsson — Reykjavíkurbréf Framhald af bls. 17 réttsýni. Allsherjar fordæming á stjórnmálum og stjórnmála- mönnum hrekkur skammt til úr- bóta. Hin svokölluðu stjórnmál eru í raun og sannleika lífið sjálft. Þess vegna verður fólkið í lýðræðislandi að taka þátt í þeim og hafa jákvæð áhrif á .gang þeiira. Þannig gefcur hver einstaklingur Lagt sinn skerf til þess að bæta stjórnarfar þjóðar sinnar og skapa réttlátt og rúm gott þjóðfélag á fslandi. Það takmark á að vera æðsta mark okkar og mið, hvar sem við stöndum í flokki, stétt eða starfs hóp. Kjarni málsins er að hið já- kvæða hugarfar hafi meiri áhrif en hið neikvæða. Rakalausir sleggjudómar leysa engann vanda. Þair auka þvert á móti efriðleikana, draga úr ábyrgðar .tilfinningu og hindra farsæla lausn. B RISTOL PÍPA SUMARSINS Fróðlegur pípubæklingur fylgir liverri ptpu. Á \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.