Morgunblaðið - 28.07.1968, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1968
Jennifer Ames: _,—« * i » « »—- t- i . t * * i-t » _
J , 7 . T. r ,
— Nei, það er ég ekki, svaraði
hún snöggt. — Mig langar til að
geta trúað því, að enn séu til
karlmenn í heiminum, sem
mundu vera konunni sinni trúir,
hvað sem á dynur, jafnvel þótt
önnur kona reyni að ná þeim frá
þeim.
Þau höfðu verið að dansa, en
nú var tónlistin hætt. Jeff tók
hana undir arminn og svo gengu
þau burt frá dansfólkinu og út
á þilfarið. Hann var enn hálf-
brosandi.
— Þú ert dálítið rómantísk, er
það ekki? Þrátt fyrir þessi von-
brigði þín með hann Hugh, þá
ertu eins og stúlkan í ævintýr-
inu, sem var að svipast um
eftir draumaprinsinum sínum.
Kannski finnurðu hann éinn góð
an veðurdag, Pam. Hann lækk-
aði röddina. — Langar þig til að
finna hann, Pam?
Hún hló, hálfskjálfandi. —
Kannski langar mig það, játaði
hún.
Hún fann, að hún skalf. Það
var vitanlega bjánalegt, en hún
gat ekki að því gert. Þau voru
komin á mannlausan stað á þil-
farinu, og eins og með þegjandi
samþykki beggja, höfðu þau
stanzað þar. Þau stóðu hlið við
hlið og horfðu niður í svartan
sjóinn, þar sem geislar mánans
léku sér og iðuðu á svörtum,
gljáandi fletinum, líkastir litlum
börnum, sem eru að leika sér,
undir umsjón aðgætinnar barn-
15
----——-------- »
fóstru — mánans. Allt í einu
laut hann niður og kyssti hana
— kyssti hana létt á ennið.
— Þetta er til að innsigla vin
áttu okkar, sagði hann.
Tárin komu fram i augun á
Pam. Til þess að láta hann ekki
sjá þau, sneri hún sér snöggt
undan. Hann virtist hissa á
þessu tiltæki hennar — hissa og
móðgaður. Hann hikaði andar-
tak, en gekk svo út að riðinu, á
eftir henni. Hann lagði arminn
um berar axlir hennar, sem voru
hvítar í tunglsskininu. •
— Þú ert mér ekki reið, Pam?
sagði hann blíðlega. Ég hef ekki
sagt eða gert neitt til að móðga
Þig-
Hún svaraði engu en greip
fast í handriðið.
— Nei, vitanlega hefurðu það
ekki, Jeff.
— Ég vildi heldur ekki særa
þig, hvað sem í boði væri, sagði
hann. Röddin var hás.
— Þú hefur ekkert sært mig,
sagði hún.
— Það er gott, tautaði hann
og sem snöggvast herti hann tak
ið um axlir hennar, eins og til
að vernda hana.
8. kafli.
Pam fann, að hún mundi ekki
geta sofnað þessa nótt. Hún
kenndi það veltingnum á skip-
inu og þungu loftinu í káetunni,
og jafnvel reglulegum anda-
drætti Betty, en brátt varð hún
að viðurkenna raunverulegu á-
stæðuna. Jeff hafði sagt, að
hann vildi ekki særa hana, hvað
sem í boði væri, en nú vissi
hún, að hann gat hæglega sært
hana. Ekki þó viljandi. Hann
var ekki þannig maður, að hann
særði neina stúlku af ásettu ráði.
En samt vissi hún, að hann
mundi geta sært hana. An þess
að ætla sér það, og jafnvel án
þess að vita, hvað hún var að
gera, var hún farin að elska
hann.
Þetta var annars einkennileg
atvikaflækja, hugsaði hún er
hún bylti sér fram og aftur í
þröngu rúminu. Það var full ein
kennilegt, að hún skyldi hafa
rekist á bróður stúlkunnar, sem
hafði tekið Hugh frá henni, og
þó enn einkennilegra, að
hún skyldi vera orðin ástfang-
in af honum.
Til þess að komast hjá þess-
ari hræðilegu flækju, reyndi
hún að fara að hugsa um Hugh,
en hún fann brátt, að hún gat
tæpast dregið upp mynd af hon-
um í huganum. Það var einhvern
veginn að veltast fyrir henni, að
það væri alls ekki hún sjálf,
heldur einhver allt önnur stúlka,
sem hefði verið ástfangin af hon-
um. Allt sem fyrir hana hafði
komið áður, öll ævi hennar í
Croxford, allir þessir mánuðir,
sem hún hafði verið í London,
virtist nú eins og einhver þoku-
kennd umgerð um þessa síðustu
daga — dagana síðan hún hitti
Jeff Maitland. Og samt vissi
hún, að einusinni hafði hún elsk
að Hugh, eða ímyndað sér það.
Að minnsta kosti hafði hún lið-
ið mikið, hans vegna, og ef hún
léti það eftir sér að verða ást-
fangin aftur, mundi hún þá ekki
verða að þola sömu kvalirnar í
annað sinn?
— En það gæti ég ekki þolað
sagði hún snögglega við sjálfa
sig í geðshræringu. — Er nokk-
ur hlutur þess virði?
Hún komst að þeirri niður-
stöðu, að svo væri ekki. Hún á-
kvað á þessari löngu vökunótt
að hrinda þessari nýju ást frá
sér, áður en hún hefði náð of-
sterku taki á henni. Hún skyldi
ekki leyfa sjálfri sér að hitta
Jeff svona oft. Hún mundi ein-
beittega vísa á bug öllum til-
raunum hans. Var það ekki það
eina skynsamlega? Því að vin-
átta þeirra gat ekki orðið að
neinni alvöru. Eða hvernig gæti
hún það?
UTAVER
Teppi — teppi
Betgísk, þýzk og ensk gótfteppi.
Verð pr. ferm. frá kr. 255,—
Góð og vönduð teppi.
EHZ X-TTZbTIZLT
ÚTSALA
á sumarvörum
verzl urzarinnar
TRYGGING
ER
NAUÐSYN
FERDATRYGGINC
er nauðsyrdeg, jafnt á ferðalögum innanlands
sem utan Ódýr og hagkvæm slysatrygging fyrir ferðafólk
©
FARANGURSTRYGGING
bætir tjón, sem verða kann á farangri. Þessi trygging
er ekki síður nauðsynleg en ferðatrygging
ALMENNAR TRYGGINGAR V
PÓSTHÚSSTRÆTl 8 SlMI 17700
Næsta dag reyndi hún að fram
kvæma þennan ásetning sinn.
Þegar hann kom að káetunni,
þar sem hún var að vinna og
bað hana að ganga með sér um
þilfarið, eftir hádegisverð, sagð-
ist hún vera of þreytt, eftir
stranga vinnu um morguninn.
Hann sagði henni, að hún hefði
ekki nema gott af ferska loft-
inu, en hún svaraði stutt, að sig
langaði ekkert til að fara út að
ganga.
Hann virtist hissa og ofurlít-
ið móðgaður.
— Gott og vel, sagði hann, —
ég sé þig seinna. Við fáum okk-
ur eitt glas fyrir kvöldverð, er
það ekki?
Hana sárlangaði til að þiggja
það, en var ákveðin að halda
fast við ásetning sinn.
— Þakka þér fyrir, sagði hún,
— en ég held mig langi ekki í
það.
Hann hleypti brúnum. —
Hversvegna ekki? spurði hann
snöggt.
Hún reyndi eitthvað að afsaka
sig með því, að hún hefði drukk-
ið of marga Martini uppá síð-
kastið. En þessi afsökun var
máttlaus, jafnvel í hennar eigin
eyrum.
Hann ,svaraði snöggt: — Jæja,
gott og vel, þú veizt vízt bezt
sjálf hvað þú vilt, og svo gekk
hann burt.
Utkoman af þessu varð sú, að
henni leið fjandalega, allan há-
degisverðinn á enda. Hún gat
varla smakkað mat.
— Ertu eitthvað dokin, elsk-
an? spurði Betty.
— Mér líður hálfilla, sagði
Pam.
— Ertu sjóveik! Það væri
skömm í svona sléttium sjó.
Pam fannst eins og hún væri
að hlæja að sér í laumi.
— Hvar er þér illt? hélt Betty
áfram.
Pam starði á hana yfir borðið.
Vinkonur hafa leiðinlegan hæfi-
leika til að vita, hvenær verið
er að ljúga að þeim, og vita, að
maður ætlar sér alls ekki að
segja þeim sannleikann, en
halda samt áfram að spyrja. Og
þæi' virðast hafa gaman af óduind
inni í manni.
- Ég er ekki nokkra vitund
sjóveiik, sagði Pam hátíðlega.
— Ef þú ert það ekki, þá ertu
bara ástsjúk, sagði Betty. Ég
skal bölva mér uppá, að það er
eitthvað að þér.
Pam svaraði með tón, sem
henni fannst sjálfri nægilega
neyðarlegur: — Vertu ekki
svona vitlaus, Betty.
En Betty bara hló að henni. -
Slettist kannski eitthvað uppá
v’nskapinn rrieð þér og honum
kunningja þínum?
Pam þagði ólundarlega. En
henni gramdist það, að Betty
skyldi vita alveg uppá hár, hvað
að henni gekk, og meira að segja
hafa gaman af!
Pam velti því fyrir sér meðan
hún var að borða, hversvegna
fólk þyrfti alltaf að hlæja að
ástarraunum annarra. Það er
eins og ástin, sem getur verið
svo átakanlegt sorgarefni þeim,
sem verða fyrir barðinu á henni,
sé stöðugt hlátursefni fyrir alla
aðra.
Annað ákvað Pam meðan á
máltíðinni stóð og það var að fá
þjóninn til að útvega henni ann-
að sæti við matborðið, þaðan sem
28. JÚLií.
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl.
Farðu þér hægt og vertu orðvar og nærgætinn við fjölskylduna.
Nautið 20. apríl — 20. maí.
Kipptu þér ekki upp við skapsmuni annarra, sérlega ekki þeirra
eldri.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní.
Ekki er það þakklátt stanf að munnhöggvast við sjálfan sig.
Farðu í kirkju, gerðu við raftæki, og láttu viðskipti afskiptalaus.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí.
Vertu heima, og láttu tilfinningasemi annarra ekki hrifa þig.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst.
Vertu léttlyndur, farðu I kirkju, taktu öllu með ró, áreittu engan.
Meyjan 23. ágúst — 22. sept.
Ef þú þarft að bera vitni um eitthvað, vertu þá orðvar.
Vogin 23. sept. — 22. okt.
Vertu þolinmóður, því spemna er i loftinu. Leiddu vandamál
annarra hjá þér.
Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv.
Farðu í kirkju, hvílztu síðan, eða sintu hugðarefnum þínum.
Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des.
Útgjöldin aukast, farðu þvi varlega. Fólk er of hnýsið.
Steingeitin 22. des. — 19. jan.
Ráðztu af alefli á vegginn, þar sem hann er hæstur, þótt leyndar
mál geri þór óhægt um vlk.
Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr.
Varfærni í fjármálum nauðsymleg, farðu hvergi, leggðu ekki eyr
un við söguburði, en hafðu augun opin.
Fiskarnir 19. febr. — 20. marz.
Vertu samvinnuþýður, fjölskyldan kamn að meta það, og
hlýddu á þeirra skoðanir, það er nokkurs virði.