Morgunblaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 10
V 10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1968 ERLENT YFIRLIT Bera þvinganir Rússa árangur? Herskárri stefna blökkumanna í USA Dvínandi friðarhorfur í iMígeriu Togstreita í flokksforystunni ÞRÁTT fyrir einhug tékkósló- vakísku þjóðarinnar er sýnt að ágreiningur og togstreita ríkir innan forystu kommúnista flokks ins. Þetta hafa Rússar reynt að færa sér í nyt með hótunum sin- um og þvingunum að undan- fornu, en enn er of snemmt að spá um það, hvort þeir geta neytt tékkóslóvakísku leið- togana til að víkja frá yfirlýstri stefnu og fallast á samkomulag í einhverri mynd. ^ Ljóst virðist vera, að ýmsir meðlimir forsætisnefndarinnar bera kápuna á báðum öxlum, annað hvort af ótta við Rússa og efasemda eða með hliðsjón af pólitískri framtíð sinni. Þessir menn bíða átekta og geta snú- izt á sveif með Rússum ef þeir telja sýnt að þeim sé alvara með hótunum sínum. Þar sem Rússar urðu að láta undan og fallast á að viðræður flokksleiðtoga landanna færu fram í Tékkóslóvakíu, líta Tékkó slóvakar svo á að þeir hafi unn- ið töluverðan sigur. En á hinn bóginn geta Rússar haldið því fram, að þeir hafi sýnt sann- girni í deilunni um fundarstað- inn og slakað til í því augna- miði að greiða fyrir samkomu- lagi. Þess vegna krefjast þeir sennilega þess, að Tékkóslóvak- ar geri tilslakanir á móti. Ótti við frjálslyndi Ef til vill hafa Rússar bætt samningsaðstöðu sína með þving- unum sínum, en einhugur þjóð- ' arinnar, sem svo greinilega hef- ur komið í ljós, hefur ekki síð- ur áhrif á þá flokksleiðtoga, sem eru tvrstígandi, en ósveigjan- leiki sovézku leiðtoganna. Þá hafa hin freklegu afskipti Rússa af innanríkismálum Tékkóslóvak íu veikt aðstöðu þeirra á al- þjóðavettvangi og haft alvarleg áhrif á sambúð austurs og vest- urs. Um leið ber yfirgangur Rússa vott um ugg þeirra um, að frjálslyndur og mannúðlegur kommúnismi, sem reynt er að ; koma á í Tékkóslóvakíu, geti breiðzt út til annarra kommún- istaríkja í Austur-Evrópu og | grafið undan valdaeinokun j kommúnistaflokkanna. f bréfi Varsjárfundarins til : leiðtoga tékkóslóvakíska komm- *únistaflokksins kom fram. að Rússar telja breytingar á nú- verandi stjórnarháttum í fylgi- ríkjum sínum í Austur-Evrópu ógnun við öryggi sitt. Því var lýst yfir í bréfinu, að ekki yrði hikað við að beita valdi til þess j að koma í veg fyrir slíkar breyt- ingar. f þessu sambandi voru vesturveldin sökuð um að reyna að raska valdajafnvæginu í Austur-Evrópu. I Þetta uggvænlega bréf og þeir klækir Rússa, að fá Tékkó alóvaka til að fallast á að leyfa sovézkum hersveitum að stunda heræfingar í landinu og neita síðan að flytja herliðið á brott til að hafa áhrif á atburðarás- ina, hljóta að grafa undan trausti vesturveldanna á Rúss- um. Liðið getur á löngu áður en þróunin í Austur Evrópu færist aftur smátt og smátt í frjáls- legra horf. En baráttan gegn : kúgun hlýtur að halda áfram og breiðast út frá Tékkóslóvakíu til annarra kommúnistalanda. Aukin spenna Þess vegna er ósennilegt að áfram miði I þá átt að dregið verði úr spennunni í sambúð ( austurs og vesturs á næstu ár- um, því að Rússum mun reyn- ast erfitt að halda uppi nán- um og jákvæðum samskiptum við vesturveldin. Andstaða Vestur- Þjóðverja gegn samningnum um bann við frekari dreifingu kjarn orkuvopna mun að öllum lík- indum harðna, og gæti harðn- andi afstaða Bonn-stjórnarinnar orðið vatn á myllu Rússa, sem sjá sér hag í því að ala á ótta Austur-Evrópuþjóðanna við Þjóðverja. Tillögur NATO um að austur og vestur dragi gagn- unar. Þeir þurfa að vísu ekki að óttast gagnráðstafanir af hálfu vesturveldanna, og Tékkó- slóvakar geta ekki vænzt aðstoð- ar frá þeim, en allt bendir til þess að þeir mundu veita enn harðvítugra viðnám en Ungverj- ar í uppreisninni 1956. Blóðbað- ið, sem af þessu mundi hljótast, mundi leiða til einangrunar Rússa á alþjóðavettvangi og innan kommúnistahreyfingarinn ar þar sem Tékkóslóvakar njóta þegar víðtækrar samúðar. Rúss- kastað fyrir borð. Engu að síður má búast við að blökkumenn taki almennt upp herskári stefnu. Aukið fylgi Wallace Herskárri stefna blökkumanna getur leitt til aukins andófs hvítra manna („white back- lash“). Öfgasinnum á borð við George Wallace, sem býður sig fram sem óháður í forsetakosn- ingunum, eykst stöðugt fylgi vegna ótta margra hvítra manna við blóðsúthellingar og rótgró- inna fordóma. Blþkkumenn eiga erfitt að sætta sig við Hump- hrey eða Nixon í embætti for- seta þar sem þeir eru taldir i- haldssamir í afstöðu sinni til þeirra. Það er ágæt vísbending um afstöðu margra kjósenda, að í keppninni um tilnefninguna í forsetaframboðið stafar Nixon meiri hætta af Ronald Reagan, sem er aðeins örlítið hófsamari í kynþáttamálunum en Wallace, heldur en Nelson Rockefeller. Kynþáttamálin hafa þannig mikil áhrif á baráttuna fyrir for setakosningarnar. Stuðnings menn Humphreys úr hópi Suð- urríkjademókrata hafa beitt sér Fjöldafundur í Prag til stuðning s Dubcek. kvæmt úr herstyrk’ eru varla tímabærar úr því seiíi komið er og sama er að segja um. tillöguj; Rússa um, að efnt verði til ráð- stefnu um öryggismál Evrópu. Bandaríkjamenn hafa forðazt að skipta sér af deilu Rússa og Tékkóslóvaka í þeirri von að hún leysist án þess að Tékkósló- vakar glati því frelsi, sem þeir hafa tryggt sér, og án þess að Rússar bíði álitshnekki, og NATO hefur aflýst fyrirhuguð- um heræfingum skammt frá landamærum Tékkóslóvakíu til þess að Rússar fái ekki enn eina átyllu til að beita valdi. John- son forseti virðist staðráðinn í að forðast að áform hans um bætta sambúð og aukna sam- vinnu við Rússa renni út í sand- inn síðustu mánuðina sem hann gegnir forsetáembættinu. En hann virðist gera sér grein fyrir því, að þessar tilraunir hafa orð ið fyrir alvarlegu áfalli. Hvað sem því líður -virðist forsetinn ekki vilja auka á erf- iðleika þá, sem verða því sam- fara að færa sambúðina aftur í eðlilegt horf. En tillögur þær, sem nú eru til umræðu í öldunga- deildinni þess efnis, að Banda- ríkjamenn dragi einhliða úr her- styrk sínum í Evrópu, hafa lít- inn hljómgrunn lengur, og sama er að segja um tillögurnar um, að samið verði við Rússa um stöðvun á smíði loftvarnaeld- flauga. Andúð á kommúnistum Áhrifin af framferði Rússa geta meðal annars lýst sér í því. að rótgróin andúð í garð komm- únista, sem ekki hefur gætt mjög mikið í Bandaríkjunum á undan förnum árum, magnist á nýjan leik. Sigurlíkur Richard Nixons, sem sennilega verður tilnefndur forsetaframbjóðandi repúblik- ana, geta aukizt. Um leið má búast við auknum áhrifum þeirra, sem vilja herskáa stefnu í Vietnam. Allir þessir erfiðleikar auk- ast um allan helming, ef Rúss- ar stíga skrefi lengra í íhlut- un sinni í Tékkóslóvakíu og grípa til beinnar hernaðaríhlut- ar geta tafið í nokkur ár breyt- ingar í átt til aukins frjálsræð- is, en þar með auka þeir ekki öryggi sitt, því að afleiðingin getur orðið nýtt vígbúnaðar- kapphlaup, sem bitnar mest á þeim sjálfum, þar sem efnahags- styrkur vesturveldanna er meiri. Andúð á hvítum stjórnmálamönnum ATBURÐIRNIR í Cleveland í síðustu viku hafa minnt á hættu þá, sem ríkir á stórfelldum kyn- þáttaóairðum í Bandaríkjunum. Þótt fámennur hópur öfgamanna stæði fyrir uppþotunum í Cleve land, kemur fram í skýrslu sem nýlega var birt í Washington að æ fleiri blökkumenn taka þátt í kynþáttaóeirðum. Ástandið í blökkumannahverfum stórborg- anna er svo ömurlegt að ekki þarf nema lítinn neista til þess að tendra ófriðarbál. Um leið bendir margt til þess að bilið milli hvítra manna og svartra sé stöðugt að breikka, og sést það meðal annars á vax- andi óánægju blökkumanna með hvíta stjórnmálamenn. Robert Kennedy var eini stjórnmála- maðurinn sem blökkumenn gátu fylkt sér heilshugar um, og þótt Nelson Rockefeller, ríkisstjóri í New York, hafi hlotið stuðning margra öflugra samtaka blökku- manna, bera þeir ekki eins mik- ið traust til hans. Þar við bæt- ist að heldur litlar líkur eru á því að hann verði tilnefndur forsetaefni repúblikana. Afstaða blökkumanna hefur harðnað verulega. Hugsjóninni um „vald hinna svörtu“ eykst stöðugt fylgi, en það felur í sér að fleiri blökkumenn neita að samlagast bandarísku’ þjóðfélagi og vilja halda fram sérkennum svertingja. í mörgum tilvikum felur þetta viðhorf í sér einnig trú á ofbeldi, sem gengur i ber- högg við hugsjónir Martins Luther Kings. Þó hefur skoðun- um hans ekki verið algerlega gegn því að varaforsetaefni hans verði valið úr hópi stuðn- ingsmanna Edward Kennedys eða Eugene McCarthy. Þeir ótt- ast að tapa fylgi margra íhalds- samra kjósenda til George Wall- ace og segja að þar sem Hump- hrey sé alkunnur fyrir frjáls- lyndar skoðanir verði að velja íhaldssamari mann í varaforseta framboðið. Þar sem Edward Kennedy hefur þvertekið fyrir það að fara í varaforsetafram- boðið hefur Humphrey hugleitt að stinga upp á Sargent Shriv- er, mági hans og fyrrverandi forstöðumanni Friðarsveitanna sem nú er sendiherra í París. Humphrey hefur heldur ekki útiloknð möguleikann á því að biðla til McCarthys, en ólík- legt er að hann taki slíku boði því að hann hefur ekki gefið upp alla von um að hljóta til- nefningúna. Auk þess er ágrein ingur þeirra svo djúpstæður, að McCarthy hefur jafnvel ekki viljað heita Humphrey stuðningi ef hann verður tilnefndur. En ef Humphrey verður forsetaefni demókrata og Nixon forsetaefni repúblikana er almennt talið að fylgismenn Kennedys og Mc- McCarthys kjósi heldur að veita Humphrey brautargengi en Nix on af tvennu illu. Þannig gæti Nixon stuðlað að því að sam- eina demókrata. Friðarviðrœður í Addis Abeba VONIR þær, sem bundnar voru við það að samkomulag tækist með fulltrúum Nígeríustjórnar og stjórnarinnar í Biafra í viðræð- unum í Niamey í Níger um mat- vælaflutninga til hinna bág- stöddu flóttamanna í Biafra hafa farið út um þúfur. Enn er þó ekki öll von úti um að sam- komulag takist um þessa flutn- inga, og einnig er það góðs viti að Einingarsamtök Afríku hafa fengið deiluaðila til að halda með sér friðarráðstefnu í Addis Abeba í næstu viku. En nýir bardagar sem blossað hafa upp hafa spillt friðarhorfum á ný. Fyrsta málið á dagskrá fund- arins í Addis Abeba verða skil- málar fyrir pólitískri lausn deil- unnar í Nígeríu. Möguleikar á vopnahléi verða ekki teknir fyr- ir fyrr en síðar. Báðir aðilar tala tungum tveim: þeir segjast vilja ræða um vopnahlé en segja að stríðinu verði haldið áfram. Herforingjar beggja aðila segja, að vinna verði algeran sigur í styrjöldinni. En eina leiðin til þess að unnt sé að verða hinum bágstöddu flóttamönnum að verulegu liði er að koma á vopnahléi. Sam- komulag um matvælaflutningana verður að byggjast á gagn- kvæmu trausti. Sannfæra verður Biaframenn að matvælin, sem þeim verða send um yfirráða- Framliald á bls. 18 Rottur til sölu á markaðstorgi í þorpi skammt frá Enugu til Biafra. Hungursneyff ríkir í þorpinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.