Morgunblaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1968 Nælonúlpur Stærðir 1—16. Verð frá kr. 458,00. Stretchbuxur (Helanca), verð kr. 335,00. Peysur, margar gerðir, fallegar, ódýrar. Skriðbuxur, verð frá kr. 105,00. Sokkabuxur í barnastgerðum. Röndóttar telpnabuxur, stærðir 1—6, verð kr. 98,00. Úrval til sængurgjafa, ungbarnasett úr dralon, peysa, buxur, húfa, verð frá kr. 415,00. — Barnateppi, hand- klæði, kvengreiðslusloppar og margt fleira. — Prjónagam, nýkomið fallegt damask, lakaléreft í breiddum 2 m og 1,40 m. Æ\ LLA' Barónsstíg 29 - sími 12668 ÚTSALA Á KJÓLUM AÐEINS í 3 DACA Sími 18646. íbúð tll sölu Innkaupastofnun ríkisins f.h. ríkissjóðs, leitar tilboða í íbúð í kjailara Flókagötu 45, Reykjavík, sem er eign ríkissjóðs. Eignin er til sýnis væntanlegum kaupendum kl. 5—10 e.h. fimmtudag og föstudag 1. og 2. ágúst nk. þar sem allar nánari upplýsingar verða gefnar og þeim afhent tilboðseyðublað, sem þess óska. Lágmarkssölu- verð íbúðarinnar skv. 9. gr. laga nr. 27 1968, er ákveðið af seljanda kr. 750.000,00. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri fimmtudaginn 8. ágúst 1968 kl. 2 e.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 ÚTSALA! MIKIL VERÐLÆKKUN! Loðúlpur, verð kr. 2789,00, nú á kr. 1975,00. Nr. 34—40, jafnt fyrir pilta og stúlkur, mjög hlýjar og sterkar. Á TELPUR: Dragtir, verð kr. 1745,00, nú á kr. 1285,00. Peysur og samlitir sokkar, verð kr. 1500,00, nú á kr. 985,00. Kápur á 6 til 15 ára. Úlpur og jakkar, sérstakar buxur, verð frá kr. 345,00. Ágætur og hlýr fatnaður í ferðalagið yfir verzlunar- mannahelgina. Notið tækifærið. VERZLUNIN KOTRA Skólavörðustíg 22C, símar 17021 og 19970. Fáein orð til formanns F.B. um byggingamál í Breiðholti FORMAðUR framkvæmdanefnd ar byggingaráætlunar, Jón Þor- steinsson alþingismaður, skrifar grein í Morgunblaðið miðvikudag inn 24. þessa mánaðar og leitast þar við að svara ábendingum, sem fram komu í grein frá stjórn Einhamars í sama blaði 19. þessa mánaðar. Skulu helztu atriði í grein Jóns Þorsteinssonar tekin til athugun- ar og byrjað á einu af þeim síð- ustu, því að þar er harla gott dæmi um málflutning alþingis- mannsins. Hann segir undir lokin: „Það hlýtur að vekja athygli að á þeim tíma, þegar 150 til 200 fjölskyldur verða fluttar inn í hús framkvæmdanefndarinnar, verður ekkert einasta stigahús til búið til íbúðar hjá keppinautun- um. Þessi mikli mismunur verður ekki skýrður með því einu. að framkvæmdanefndin háfi greið ari aðgang að fjármagni... “ Það er rétt hjá Jóni Þorsteins- syni, að þetta er ekki eina skýr ingin, þótt það sé aðalskýring- in. Önnur er sú, að framkvæmda- nefndin fékk úthlutað lóðum und ir 276 íbúðir við Jörvabakka, Kópsbakka og írabakka (sex fjölbýlishús) þann 28. janúar 1966. Byggingarmeistarar fengu hins vegar enga lóð fyrr en í apríl 1967, þ.e. fimmtán mánuð- um síðar. Þar er nokkur skýring á þessu atriði, en að sjálfsögðu hentar það ekki J.Þ. að benda á þetta. Skulu þá ýmis önnur atriði tekin til athugunar. J.Þ. segir, að framkvæmdir hafi orðið nokkuð á eftir áætl- un, t.d. hafi byggingarsvæðið ekki verið tilbúið á þeim tíma, sem vænzt var. Framkvæmdir voru samt hafnar, þegar FB birti áætlanir sínar, svo að þessi viðbára J.Þ. fellur um sjálfa sig. Það mun rétt vera, að ekki var reiknað með gengisfellingunni, þegar kostnaðaráætlunin var samin í maí 1967, en áður en gengisfellingin var framkvæmd var búið að kaupa aðalefni bygg ingarinnar, svo sem hin nýju steypumót, krana, parket á gólf, og sitthvað fleira, að ógleymdum klósettunum. Enda var af því lát ið einhvern tíma, að nefndin hefði auðsýnt slíka fyrirhyggju við innkaup sín, að gengisfell- ingin væri ekki neitt óskaplegt áfall fyrir hana! Nú virðist tal- ið ástæðulaust að minnast þeirr- ar fyrirhyggju og miklast af henni! J.Þ. segir, að í áætluninni frá maí 1967 hafi ekki verið reiknað með vöxtum, en þeir hafi síðan verið reiknaðir á 3,2%. Áætlun- in er að sjálfsögðu röng, séu vextir ekki reiknaðir með, og verður þetta annað hvort að telj ást tilraun til að blekkja al- menning eða þá ótrúlegt axar- skaft. Allir verða að reikna með vaxtagreiðslum. Sé um eigið fé að ræða, reikna menn með inn- lánsvöxtum, en annars átláns- vöxtum ásamt kostnaði, og er þá 10 pr. sönnu nær en þau 3,2 pr. sem FB reiknaði með. J.Þ. segir, að ekkert dæmi sé nefnt um íbúðaverð hjá „brösk- urunum." f Hraunbæ 18 til 20 hafa ver- ið seldar íbúðir tilbúnar undir tré verk, öll sameign fullfrágengin og lóð sléttuð. Þar er verðið þetta: 2ja herb. kr. 550.000 3ja herb. kr. 750.000 4ra herb. kr. 850.000 fbúðirnar voru tilbúnar undir tréverk fyrir 5 mánuðum. En ekkert af því ágæta fólki, sem festi kaup á íbúðum þama og treysti á að fá lán til kaupanna hjá Húsnæðismálastjórn fékk lánið fyrr en nú í júlímánuði 1968. Að Eyjabakka 2 til 6 hafa ver ið seldar íbúðir og þar er verðið þetta: 2ja herb. kr. 600.000 3ja herb. kr. 750.000 . 4ra herb. kr. 850.000 fbúðirnar eru með sér þvotta- húsi auk sameignar í kjallara. Þær seljast tilbúnar undir tré- verk, öll sameign fullfrágengin, lóð sléttuð og skipt um jarðveg í bílastæði og í það fluttur ofaní burður. Þá er rétt að athuga, hvað vant ar í þessar íbúðir, til þess að þær séu fullbúnar og taka verð á búnaði hjá FB. Dæmið snertir 4ra herbergja íbúð: fengir Einhamar á þeirri for- sendu, að nefndin miði (við) vísitölu sambýlishúss en ekki fjölbýlishúss. Þessu atriði eru gerð ítarleg skil í áðurnefndri fréttatilkynningu, en um það þegja Einhamarsmenn í greinar gerð sinni.“ Hér segir Jón Þorsteinsson vís vitandi ósatt, því að stjórn Ein- hamars tók einmitt upp meginat- riðin úr ummælum FB, til þess að sýna fram á blekkingar henn- ar og léttúðuga meðferð á heim- ildum Hagstofunnar. Þótt marg fleira megi til tína, sem Jón Þorsteinsson ræðir í grein sinni, skal það þó ekki gert að sinni. Að endingu skal þó eftirfarandi tekið fram til frekari áherzlu: Eldhúsinnrétting kr. 25.000 Skápar í svefnherbergi og forstofu ca. — 30.000 Hreinlætistæki í bað og eldhús — 14.000 Vinna við uþpsetningu sömu tækja — 3.500 Flísar í bað, efni og vinna ca. — 8.000 Rafmagnseldavél — 6.500 Frágangur á rafmagni (dyrasími met.) — 10.000 Frágangur á gólfum — 20.000 Málun (skv. mælingu, ásamt efni) — 11.513 Hellulögn á lóð ca. — 5.000 5 hurðir ísettar — 16.230 (Ekki þarf að reikna sólbekki, af því að þá notar FB ekki). Samtals kr. 149.743 Verð á hurðum er reiknað eft-1^- ir tilboði Trésmiðju Hveragerð- is, sem bauð 1350 hurðir fyrir kr. 4.382.130, ísettar samkvæmt til- boðsgrundvelli. Eldhúsinnrétting er reiknuð á verði, er verksali nefndi í blaða- viðtali sem meðalverð. Verð á klæðaskápum er örlítið á reiki, en J.Þ. leiðréttir þá tölu, ef hann telur hana fjarri lagi. Annað verð, sem hér er getið, er tekið samkvæmt markaðsverði, en þó áætlað. Af þessu sést, að 4ra her- bergja íbúð hjá byggingarmeist- ara, með innbúnaði FB, kostar kr. 999.743, en framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar selur 4ra herbergja íbúð á kr. 1.132.000. Munurinn á verðlagi er þess vegna kr. 132.257. Mörg fleiri dæmi eru til, á- þekk þessu, og verða þau ef til vill birt síðar, ef ástæða þykir til. Á einum stað segir J.Þ.: „Sér staklega vil ég benda Einhamars meisturunum. á að lesa hálf- síðuauglýsingu í Morgunblaðinu hinn 16. maí sl. frá byggingar- fyrirtæki, sem var að auglýsa nýjar íbúðir til sölu“. Þessu er því til að svara, að fyrirtæki það, sem hér er um að ræða, er alls ekki fyrirtæki meist ara, þótt Jón Þorsteinsson láti eins og svo sé. Hér er nefni- lega um að ræða verkfræðifirma sem er stjórnað og rekið af verk fræðingi. Það rekur steypustöð og annast ýmsa verktöku, auk þessara íbúðabygginga. En þær íbúðir, sem þarna voru auglýst- ar, voru steyptar upp með nýrri tækni undir forsjá forstjóra Breiðholts h.f., sem hefir haft á hendi framkvæmdirnar í Breið- holti fyrir framkvæmdanefnd byggingaráætlunar! Þá segir J.Þ. ennfremur, að verð á íbúðum í 5 til 10 ára göml- um fjölbýlishúsum sé nú 10 til 20% hærra en verðið á Breið- holtsíbúðunum. Hér er J.Þ. að lauma því að lesendum, að þarna séu byggingarmeistarar að verki. Hann ætti því að skýra frá því, hvaða byggingarmeist- arar bjóði í íbúðir í svo gömlum fjölbýlishúsum. Ein blekking J.Þ. kemur fram í eftirfarandi setningum: „í fréttatilkynningu, sem fram kvæmdanefndin gaf út snemma í maímánuði sl., eru færð gild rök fyrir því, að verðið á Breiðholts- íbúðunum sé 8 prs. undir vísi- töluverðL Þessa greinargerð ve- Það er ekkert nýtt, að menn þurfi að byggja fjölbýlishús eft- ir óheppilegu skipulagi. Má í því sambandi minna á, að bygg- ingarmeistarar bentu á það, áð- ur en FB varð til, svo sem fram kom í deilu þeirri, er varð um skipulag Árbæjarhverfis 1964, og eru til gögn um það frá þeim tíma. Það er heldur ekkert nýtt, að menn hefjist handa um bygging- ar nýrra hverfa við marghátt- aða örðugleika og ófullnægjandi aðstæður, svo sem vatnsleysi, raf magnsleysi, símaleysi og hita- veituleysi. Byggingarmeistarar hafa oft þurft að bíða mánuðum saman eftir þessu öllu, en þess þurfti FB ekki. Er það gott dæmi um þá þjónustu, sem hún fær umfram það, sem öðrum veitist, að hitaveitan mun vera búin að steypa stokka og tengja hitalagn ir við fjölbýlishús nefndarinn- ar, en ekki önnur. Hitt er öllu meiri nýjung, að aðili geti hafið framkvæmdir með fullar hendur fjár, þurfi engar áhyggjur að hafa af þvl, ekkert að leita að fjármagni. Það er einmitt þetta, sem gerir að- stöðu FB sérstæða, nefndin hef- ir getað velt sér í fé, meðan framkvæmdir annarra eru stöðv- aðar, bæði byggingarmeistara, fé laga og einstaklinga, af því að þeir eru ekki í náðinnL Og það er ekki ódugnaði eða viljaleysi þessara aðila að kenna, að þeir hafa ekki fengið fé, ástæðan er, að framkvæmdir FB hafa gleypt meginþorrann af því fjármagni, sem lánað hefir verið til íbúða- bygginga. En einmitt þegar þess er gætt, hvernig lánið hefir leikið við FB að þessu leyti, er það undravert að nefndin skuli ekki hafa getað gert betur en raun ber vitnL Það er sönnun þess, sem haldið hefir verið fram, að þótt FB kunni að hafa fullan vilja til að gera vel, þá hefir henni ekki tek- izt það og tilraunastarfsemi nefndarinnar hefir bakað mörg- um mikið tjón. Stjórn Einhamars BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.