Morgunblaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1966 13 : . v ---. ♦. ■ — . i— ■ .>__:_■__■—■' ' - —r-------------.... .... Jósep Kristjánsson við eina mynd sína. (Ljósm. Mbl. Sv. P.) Mólvcrkasýning á Akureyri Akureyri, 29. júlí. JÓSEP Kristjánsson opnaði mál verkasýningu £ Landsbankahús- inu á Akureyri sl. laugardag. Á sýningunni eru 49 olíumálverk, flest landslagsmyndir, og eru 44 til sölu. Sýningin verður opin frá klukkan 14:00 — 22:00 daglega til 4. ágúst. —. Sv. P. Sæluhús í Drekagili FERÐAFÉLAG Akureyrar hefur komið upp sæluhúsi í Drekagili austan undir Dyngjufjölium og var húsið gert fokhelt um síð- ustu helgi. Félagið ákvað fyrir tveimur árum að byggja skála í Öskju- opi eða Drekagili, en fram- kvæmdum var frestað þar til nú í sumar vegna byggingar húss- ins í Jökuldal við Tungnafells- jökul, sem byggt var upp í fyrra. Félagið á sæluhúsið Þorsteins- skála í Herðubreiðarlindum, en þaðan er rösklega tveggja stunda akstur í Öskju. Þess vegna þótti æskilegt að koma upp sæluhúsi nær Öskju vegna hins mikla fjölda ferðafólks, sem þangað leggur leið sína á hverju sumri. Staður undir húsið var val- inn sl. haust, en fyrir hálfum mánuði fór þangað hópur þrett- án sjálfboðaliða til að ganga frá undirstöðum. Fyrirliði þessa hóps var Gísli Magnússon. Á föstudaginn var fóru síðan tuttugu sjálfboðaliðar inn eftir með efni til hússins, en það hafði verið sniðið_ og unnið áð- ur á verkstæði Árna Árnason- ar, Akureyri, af Erik Kondrup, sem stjórnaði uppsetningunni. Húsið var svo reist um helg- ina og gengið frá því fokheldu og með álplötum á þaki á sunnu dagskvöld. Húsið er A-laga óg um 40 fermetrar að grunnfleti. Uppi er stofa og borðstofa. Þar geta gist samtímis um 30 manns með góðu móti. Yfirumsjón með verkinu af hálfu stjórnar Ferðafélags Akureyrar hafa haft þeir Aðal- geir Pálsson og Tryggvi Þorsteins son. Áætlað er að ljúka smíði hússins í ágústmánuði. Sæluhúsið kom í góðar þarfir þegar á sunnudagskvöld því að þá leitaði 50 manna hópur þar skjóls undan sandbyl og mun hópurinn hafa gist þar um nótt- ina, þó að húsið væri ekki full- gert. Um 200 manns munu hafa verið á ferð í nágrenni Dyngju- fjalla nú um helgina. Ferðafélag fslands á skálann í Jökuldal og ber kostnað af smíði hans og rekstri, en hefur afhent hann Ferðafélagi Akur- eyrar til vörzlu og rekstrar. Nú er verið að ganga þar frá gólf- um og stigum, en til þess vannst ekki tími í fyrra. Ætlunin er að vígja báða skálana í sum- ar og gefa þeim nöfn. — Sv. P. LITAVER Teppi — teppi Bclgísk, þýzk og ensk gólfteppi. 30280-32Z6Z Góð og vönduð teppi. n„, DL w PO| Aðallundur Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda verður hald- inn í Sigtúni, fimmtudaginn 8. ágúst 1968, kl. 10 f.h. DAGSKRÁ: 1. Formaður stjórnar setur fundinn. 2. Kosning fundarstjóra, ritara og kjörbréfanefndar. 3. Skýrsla stjórnarinnar fyrir árið 1967. 4. Reikningar Sölusambandsins fyrir árið 1967. 5. önnur mál. 6 Kosning stjórnar og endurskoðenda. ALLT f FERÐALAGIÐ Pólsku tjöldin Elitra 214x2,74, hæð 185, kr. 4.640,00 Mazur IV með áföstu sóltjaldi, 180x270, kr. 4.900,00. Wigri 200x260. Hæð 165. Með himni kr. 3.910,00. Mamry 240x265. Hæð 180. Með himni kr. 4.275,00. Warz IV 240x265. Hæð 180. Með himni kr. 4.840,00. Tjaldhimnar stakir kr. 1.655,00. Laugavegi 164 Aðalstræti Nóatúni POP-HÁTIDIN 0RSM0RK Flowers Sálin Oðmenn Bendix Opus 4 Fallhlífastökk, flugeldasýning, bjargsig, eftirhermur. Jam-session, gömlu dansarnir, þjóðlagasöngur. ATH.: Allir sem koma með einkabílum, geta látið ferja sig yfir árnar — Það er ekkert aldurstakmark.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.