Morgunblaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1968 Minning: Katrín Fjeldsted málarameistari F. 18. 8. 1883 D. 20. 7. 1968 SÉRKENNILEG kona, er setti svip á bæinn í áratugi, vegna sérstæðs persónuleika. Katrín var yfir meðal hæð, þéttvaxin, dökkhærð, brúneyg og svipmik- il. Hún hafði sterka skapgerð, var mjög vel greind, glaðvær, orðheppin og fylgin sér og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna ef svo bar undir, enda marga hildi háð um langa ævi. En hvað var það, er skar hana úr hópi samferðafólksins og gerði það að verkum að eftir henni var tekið? Katrín þræddi ekki nákvæmar leiðir kynsystra sinna, hún var ætíð sjálfstæð í hugsun og verk, lét engan tepruskap aftra sér frá því að fara ótroðnar leiðir, hikaði ekki við að taka til hendi við þau verk, er karlmenn unnu, og taldi það rangt, að þeir hefðu sér- stöðu á hinum almenna vinnu- markaði. Það var Katrín sem reið á vaðið sem kvenréttinda- kona í verki, það var hún sem þorði að framkvæma, og skeytti engu um það hvað hver hugsaði eða sagði. Katrín var önnur tveggja kvenna á íslandi, er fékk málarameistraréttindi í húsamál un, ung að árum og stundaði þá atvinnu stóran hluta ævi sinn- ar, og hætti ekki fyrr en fyrir nokkrum mánuðum, þá há- öldruð kona. Geri aðrir betur. t Móðir okkar, Guðrún Gísladóttir Hansen Melgerði 17, lézt 31. júlí. Synir hinnar látnu. t Útför föður okkar, Gríms Þórðarsonar Grettisgötu 22b, fer fram föstudaginn 2. ágúst kL 3 e.h., frá Fossvogskirkju. Börnin. t Útför eiginkonu minnar, móð ur og tengdamóður okkar, Ferdinu, Stefaníu Bachmann Ásmundsdóttir Hæðargarði 40, fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 2. ágúst kL 1.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Magnús Gíslason, börn og tengdabörn. t Útför mannsins míns, Gunnars Gíslasonar kompássmiðs, Hólabraut 6, Hafnarfirði, fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 2. ágúst kl. 2 e.h. Else Gíslason. En Katrín gerði meira, hún tók bílpróf, hafði atvinnuréttindi til fólksflutninga og stundaði þá at- vinnu jafn'hliða húsamálun um margra ára skeið, fyrsti kven- maðurinn er öðlaðist þau rétt- indi hér á landi, einnig var hún góður organleikari og sem ungl- ingur hafði hún verið organisti í sinni heimabyggð. Þegar ég kynntist Katrínu var hún orðin roskin kona, og frá þeirri stundu urðum við vinir alla tíð. Hún var vinur vina sinna, traust, hjálpfús og góður félagi. Hún hafði yndi af börn- um, það var hennar eðli að verja lítilmagnann, og voru ekki fáir er hún leysti undan fjötrum þrælsóttans með djörfung sinni og hnitmiðuðu orðavali, því hún var hugrökk og djarforð og eng- inn var öfundsverður fengi hann hana upp á móti sér, því þá var hún hörð í horn að taka og gat þá liðið langur tími til sátta. Aldrei heyrði ég Katrínu kvarta yfir neinu er að henni sneri, hún horfði með djörfung fram á við, en liti hún til baka, var það til að minnast skemmtilegra stunda, og þá hló hún sínum dill andi hlátri, er ennþá ómar mér í eyrum. Líf Katrínar var ekki líf hinn- ar óbrotnu íslenzku konu, hún var ávallt í sviðsljósi samborgar anna og skilaði hlutverki sínu á sérstæðan og ógleymanlegan hátt. Ég veit að það fer vel um Kat- rínu vinkonu mína, öðruvísi gæti það ekki verið. Ég vorkenni mér að hún skuli vera horfin mér og minni fjöl- skyldu, en ég er líka stoltur yfir því, að forsjónin gaf mér tæki- færi til þess að kynnast henni Katrínu Fjeldsted, og það er mín sárabót. Þorgrímur Emarsson. t Þökkum hvers konar sóma sýndan minningu, Eggerts Ólafssonar, lýsismatsmanns, og alla samúð í okkar garð við andlát hans og bálför. Sérstakar þakkir viljum vfð færa læknum og hjúkrunar- liði Landakotsspítala. Ragnhildur Gottskálksdóttir, Sesselja Eggertsdóttir, Ólafur Eggertsson, Elínbjörg Eggertsdóttir, Gottskálk Eggertsson, Ragnhildur Eggertsdóttir, Kjartan Eggertsson, Jón Guðmundsson, Erla Þorsteinsdóttir, Jens Sprensen, Guðrún Einarsdóttir, Birgir Sigurjónsson og barnabörn. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM MÉR er farið eins og flestum öðrum, að ég vildi gjarnan eiga vissu þess, að ég færi til himins, þeg- ar ég dey. Er unnt að eignast þessa vissu, áður en við deyjum? í Ritningunni liggur það ljóst fyrir, að trúin á Krist veitir örugga vissu um eilíft líf. Ég skal benda á nokk- ur dæmi: „Vér tölum það, sem vér vitum“. (Jóh. 3,11). „Ég veit, á hverju ég hef fest traust mitt“. (2. Tím. 1,12). „Vitum vér, að vér þekkjum hann“. (1. Jóh. 2,3). „Af því þekkjum vér, að vér erum í honum“. (1. Jóh. 2,5). „Vér vitum, að vér erum komnir yfir frá dauðan- um til lífsins“. (1. Jóh. 3,14). „Af því þekkjum vér, að hann er stöðugur í oss“. (1. Jóh. 3,24). En fullvissuna hljótum við þá fyrst, er trú okkar beinist að Kristi, og ekki fyrr. Þessi fullvissa veitist okkur, þegar við felum líf okkar svo algjörlega á vald Krists, að við afneitum sjálfum okkur og fylgj- um honum heilshugar. Þá gefur Drottinn okkur vissu. 1 Hún er sérstök gjöf handa þeim, sem trúir, og eng- I inn annar á hana. Það er í mínum augum einhver á- hrifamesta stundin á samkomum okkar, þegar kórinn syngur með fagnaðargný: „Heilaga vissa“. Höfundur- söngsins var Fanny Crosby. Hún var blind, en hún sá 1 betur með augum trúarinnar en margir þeir, sem telj- ast hafa heilbrigða sjón. Hún hafði lært að nota hina andlegu sjón, og sú skynjun veitist okkur ekki, fyrr en við tökum við Jesú Kristi. - ÞAR RIKJA Framhald af bls. 11 ekki til vopna gegn Rússum, beiti þeir hernaðaríhlutun. Lík legra þykir, að reynt verði að finna einhverja málamiðlun, sem báðir geti fallist á. a.m. k. um sinn. Þegar Tékkóslóvakía er bor in saman við Ungverjaland, landfræðilega séð, er augljóst, að landið er betur til hernað- ar fallið en Ungverjaland. En eins og einn af eldri komm- únistum í Prag sagði um dag- inn: „Við munum sennilega ekki grípa til vopna — við vitum, að það yrði vonlaust og mundi einungis valda til- gangslausu blóðbaði. En Rúss ar munu (ef þeir gripu til hernaðaríhlutunar) þar með fá til viðureignar fjórtán millj ónir andstæðinga, sem í kyrr- þey mundu vinna gegn þeim og það yrði ekkert spaug fyr- ir Rússa“. Því að margt hefur breytzt á ekki lengri tíma en þeim tólf árum, sem liðin eru frá því að Rússar bældu ung- versku byltinguna niður með vopnavaldi. Þjóðir heims, jafnt stórar sem smáar virðast smám saman hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að heppilegast reynist áð beita pólitízkum áhrifum en beinu valdi, reynsl an á síðustu árum hefur sýnt það víða um heim. Tékkóslóvakía er ekki stórt land, nær aðeins yfir tæplega 128.000 ferkílómetra og lengsta leið milli landamæra er 768 km. Þegar á það er litið hvaða lönd liggja þar að og hver afstaða þeirra til deilu Tékk- óslóvakíu og Rússa hefur ver ið, er augljóst, að Tékkar yrðu fljótt sigraðir í hernaði. fbúarnir í lajidinu virðast mjög samhentúi í þessari deilu þótt ekkí séu peir allir sama uppruna. Þeir eru, eins og áður sagði, samtals rúmar fjór tán milljónir. Þar af eru Tékkar 65 prs., Slóvakar 28 prs. og afgangurinn nokkur smærri þjóðabrota. Fjölmenn astir þeirra eru Ungverjar, sem telja 3,9 prs. þjóðarinnar,síð- an koma Þjóðverjar, Pólverj- ar, Ukraniumenn, Rússar og fleirri enn smærri. Tékkóslóvakía skiptist í 3 aðalhluta, Bæheim og Mora- viu í vestri og Slóvakíu að austan. Er landslag mjög fjöl . breytt og fagurt, fjallakrans umlykur landið að verulegu leyti og svo skiptast á fjöll og fljót, skógar og sléttur. Um landið allt er dreift ótal fallegum og sérkennilegum gömlum borgum, bæjum og þorpum, höllum, vígjum, kast- ölum og kirkjum og mikil auðlegð fornra minja. Þótt Tékkóslóvakía eigi hvergi að- gang að sjó, nema um stór- fljótin, aðallega Elbu og Dóná sem eru aðal siglingaleiðirnar stunda þeir fiskirækt og fisk- veiðar af kappi. Aðallega veiða þeir í ánum, sem eru fjöl- margar en einnig í vötnum og tjörnum, sem víða eru af mannahöndum gerð. Á síðustu árum hafa lands- menn gert mikið til þess að laða að landinu erlenda ferða menn og hafa uppi stórfelld- ar áætlanir um frekari fram- kvæmdir í þeim efnum. Grípi Rússar tH hernaðaríhlutunar og frekari kúgunar er hætt við, að það reynist heldur frá hrindandi fyrir ferðamenn og yrði þá til lítis unnið mikið starf. Þó væri það lítilvægt at- riði borið saman við það and- lega og efnalega áfall. sem landsmenn yrðu fyrir, ef Rúss ar gripu til svo róttækra að- gerða, — og ekki aðeins Tékk óslóvakar heldur allar þjóðir Austur-Evrópu og Vestur- Evrópu. Þar með yrðu stigin stór skref aftur á bak og að engu gerðar þær vonir, sem Evrópubúar hafa undanfarið alið með sér um, að ríkja- heildirnar tvær, Austur og Vestur Evrópa geti aukið sam skipti sín í milli og smám saman þokað frá járntaldinu þunga sem hangið hefur í milli þeirra um aldarfjórð- ungsskeið. I - ERLENT YFIRLIT Framhald af bls. 10 svæði sambandsstjórnarinnar, séu ekki eitruð af Nígeríumönn- um, og fullvissa verður Lagos- stjórnina um að leiðir þær, sem reynt er að fá opnaðar til mat- vælaflutninganna, séu ekki not- aðar til herflutninga. Samkomulag um Enugu? Ljóst er að Enugu, fyrrver- andi höfuðborg Biafra, sem nú er á valdi sambandsstjórnarinn- ar, er heppilegasta miðstöð hugs- anlegra matvælaflutninga, en þaðan er hægt að senda vöru- bíla inn í Biafra. Önnur hugs- anleg lausn er sú, að flugvöll- urinn í Enugu verði lýst hlut- laust svæði og væri þá hægt að flytja vistir þangað óhindrað frá spönsku eynni Fernando Po. Sam kvæmt fréttum um helgina virð- ist leiðtogi aðskilnaðarsinna, Oj- ukwu ofursti, reiðubúinn að fall ast á að flogið verði með vist- irnar til Enugu, þar sem þær verði skoðaðar áður en flogið verði með þær áfram til flug- valla í Biafra undir eftirliti Rauða krossins. Hins vegar geta hinir nýju bar dagar. sem blossað hafa upp í Biafra, gert að engu möguleik- ana á því gagnkvæma trausti sem nauðsynlegt er til þess að samkomulag náist um matvæla- flutningana og að friðarviðræð- urnar í Addis Abeba beri ár- angur. Að dómi kunnugra er hér um að ræða lokaorrustu stríðs- ins og að dómi sambandsstjórn- arinnar getur henni aðeins lykt- að með ósigri Biaframanna. Þús- undir flóttamanna hafa undan- farna daga streymt til heim- kynna Ibó-ættflokksins þar sem rúmlega fjórar milljónir flótta- manna eru fyrir og verða að þola ósegjanlegar hörmungar ar. Ægilegt mannfall hefur orðið í liði Biaframanna og skærulið- ar þeirra reyna að valda glund- roða að baki víglínu sambands- hersins. Þessir síðustu bardagar geta gert að engu vonir um frið í Nígeríu og þótt Biafra- menn bíði ósigur eru þeir stað- ráðnir að halda áfram barátt- unni og grípa til skæruhernað- ar. Þeir segjast ætla að berjast til síðasta manns. Hugheilar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, Guðmundar R. Magnússonar fyrrum framkvæmdastjóra, Bræðraborgarstíg 5. Svanhildur Gissurardó4tir, böm, tengdabörn, baraa- börn og barnabarnabörn. Verzlunar- og skrifsfofuhúsnœði til leigu í . Austurstrœti Fyrirspurnir sendist til afgr. Mbl., merktar: „A1 8417“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.