Morgunblaðið - 04.08.1968, Side 16

Morgunblaðið - 04.08.1968, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 1968 Asgeir Jakobsson: I SJÁVARHÁSKA UPPFINNINGAR eru nýtt fyrir bæri á fslandi þar sem við urð- um síðbúnir, sem kunnugt er i tæknilegum efnum. Það munu því fleiri en ég verða furðulostn- ir, þegar þeir fara að kynna sér xnálin og komast að raun um hversu margir eru að bauka héi hljóðlátir, hver í sínu horni án nokkurrar aðstoðar og við léleg ar aðstæður. Þrátt fyrir það hef- ur þessum mönhum í nokkrum tilvikum tekizt að skjóta erlend- um verkfræðingum stórþjóðanna með fullar hendur fjár og öll til- raunatæki, ref fyrir rass. Hér hefur verið sagt frá skuttogara- teikningu Andrésar Gunnarsson- ar, þeirrar langfyrstu í heimin- um, svo vitað sé og nú var ætl- unin að segja frá flotvörpunni, sem íslendingum tókst af van- efnum að fullgera og nýta sér á undan háþróaðri tækniþjóð, eins og Þjóðverjum, sem glímdu við verkefnið á sama tima — en áð- ur en ég segi þá sögu, þarf ég margt að vinna. Það fyrst að lofa guð fyrir að búa í þessu landi, næst að hnýta lítilsháttar í siglingafræðinga þjóðarinnar, og þar næst að segja frá ýms- um verkefnum, sem uppfinninga- menn eru nú að glíma við og loks að segja frá uppfinn- ingu, sem ég gerði sjálfur. Dásamlega var drottinn góður að drepa hrossið en ekki mig. Sem ég skrifa þessar línur, berst mér í hendur greinin „Tvö þúsund orð“. Þessi grein er eins konar léttasóttaróp, líkt því sem kona rekur upp, þegar höfuðið skreppur úr burðarliðnum eftir miklar fæðingahríðir. Keflið hef- ur hrokkið útúr langpynduð- um fanga, bundnum á höndum og fótum og kefluðum að auki. Klefadyrnar hafa opnazt, af eín- hverjum óútskýranlegum orsök- um, í hálfa gátt og veinið berst út til heimsins fyrir utan. Nú bíða allir með öndina í hálsinum eftir því, hvort hurðin falli að stöfum á ný, eða gáttin haldi á- fram að stækka. Þessi skrif „Tvö þúsund orð,“ eru átakanlegri í einfaldleika sínum, en mörg önn- ur rökfastari skrif af sama tagi — líkt og veinið er meira hroll- vekjandi en öskrið. Maður finn- ur fyrir keflinu í munni sér og viðjunum á höndum og fótum. Hvernig ætli okkur fslendingum liði kefluðum? Um stóran hluta heimsins kreppist hin rauða hönd komm- únismans, um annan stóran hluta hin hvíta hönd herforingjaeinræð is en krepptar kjúkur hungurvof unnar um afganginn að heita má. í stærsta landi lýðræðis og vel- megunarinnar virðist ríkja orðið einskonar byssu-þjóðfélag, fó!k þorir ekki að vera á ferli eitt sér eftir sólsetur og konur ganga um með hlaðnar skammbyssur í veskjum sínum: í flestum öðrum lýðræðisríkjum logar allt í óeirð- um og götubardögum. Við búum hér á friðsælum bletti í brjáluðum heimi. Hvers vegna og hvað lengi? Vegna þess að við erum enn sjávarútvegs- og landbúnaðarþjóð og hér ríkir friður, svo lengi, sem við höld- um áfram að vera það. Þegar hér er orðið í meiri hluta lífsleitt fólk, slitið úr tengslum við uppruna sinn og náttúruleg störf, þá tekur það fólk, eins og í öðrum iðnaðar- löndum þó talin séu gróin menn- ingarlönd, að æpa á „eitthvað nýtt,“ götubardaga eða styrjöld, ef ekki annað. Hinir tveir hefð- bundnu atvinnuvegir okkar fs- lendinga, sjávarútvegur og land- búnaður, eru burðarásarnir í til- veru þessarar fámennu þjóðar og flvo samslungnir menningu henn- ar fornri að þar verður ekki greint á milli. Gerbylting í at- vinnuháttum hlyti að hafa í för með sér að tengslin rofnuðu við j fortíðina. Við þolum ekki að verða réttlausir og lífsleiðir, að- staða okkar í veröldinni er þann ig, að okkur dugir ekkert minna en ólseigar rætur djúpt í jörð, ef við eigum ekki að fjúka, svo smáir sem við erum. Nú er það rétt, að það er ekki hægt að reka nútíma þjóðfélag á idealisma eða heilögum kúm, en hinir hefðbimdnu atvinnuveg ir okkar eru bara engar heilag- ar kýr, heldur eiga sér mikla framtíðarmöguleika og ekki síðri en aðrir atvinnuvegir, þess vegna er óþarfi að hverfa frá þeim og týna með því sjálfum sér. Eitthvað nýtt Þeim fjölgar nú óðum, sem standa með opinn munn og draum í auga á gatnamót- um og horfa til himins, og eru að bíða eftir hinni steiktu gæs úr einhverri átt en líta ekki við að matreiða þann fugl, sem liggur við fætur þeirra. Þessir skýaglópar tauta í sífellu fyrir munni sér „Eitthvað nýtt, eitthvað nýtt“, eins og tunglsjúkir stúdentar í Frakk- landi — eða íslenzka þjóðin við forsetakjör. Því læra börnin mál ið að það er fyrir þeim haft. Við erum staddir djúpt und- an, það hefur komið leki að þjóð- arskútunni og það er þoka yfir landinu. Hér er ekki við sjálfa skipstjórnarmennina að sakast. Þeir reru í björtu og hann skall á. Það er þó í rauninni engin hætta á ferðum, ef skipshöfnin heldur sig að austrinum, og far- ið er að amla í átt til sama lands og róið var frá og lóðar sig á- áfram. Öll él birtir um síðir, sagði Élja-Grímur. Að visu varð hann úti í því él- inu en samt er kenning hans rétt, þó að hún dyggði honum ekki. Þegar nú skipshöfn- in hef.ur sem mest að vinna að bjarga sinni gömlu skútu til lands, þó skeður það sem sízt skyldi í sjávarháska. Það koma officerar ofan úr brú og niður á dekk til skipshafnarinnar og fara að hafa uppi undarlegt tal, ræða drauma sína og tefja menn við austurinn. Þeir segja að land takan geti orðið erfið sökum and byrs og dimmviðris og eiginlega vanti þá nýtt land, en vegna lekans á skútunni þá leggi þeir til, sem bráðabirgðar björgun, að skipshöfnin stökkvi fyrir borð i von um að bjargast uppí það skip, sem eigi að fara að leggja kjölinn að. Nú vita það allir, að það rís ekki í skyndi nýtt land úr haf- djúpunum til bjargar mönnum, sem týnt hafa því landi sem þeir fóru frá, ekki heldur bjargast menn frá sökkvandi skipi um borð í annað, sem ekki er farið að leggja kjölinn að. íslenzka þjóðin - verður að halda þeirri skútu á floti, sem hún er um borð í og hún verður að finna það land, sem hún reri frá. Þjóðin verður að sameinast um að bjarga sjávarútvegnum og þar með sjálfri sér. Draumar um iðnaðarpatent eða ferðalanga úr gulli mega bíða betri tíða — og helzt til eilífðar- nóns. Öruggasta leiðin útúr vandræð um okkar, væri sú, að við höfum tíma til, að stoppa og hugsa, að endurskipuleggja ailan sjávarút- veginn og hagræða honum frá grunni, jafnframt því, sem nýtt- ir væru þeir tæknimöguleikar sem fyrir hendi eru. Hagræðing er töfraorð þessara tíma en því hefur ekki enn ver- ið beitt á sjávarútveginn. Það kostar fé að hagræða hvort held ur er fjárhagslega eða tæknilega en það væri kaldhæðni í augna- blikinu að fara að ræða það við staurblankan útgerðarmann, sem ekki á fyrir olíunni, en má >ó ekki láta skipið stanza and- artak, þá kemur maðurinn með hamarinn. Það er líka ergjandi fyrir menn sem sjá ekki útúr örð- ugleikunum að einhverjir menn, sem utan hjá standa, séu með pré dikanir um, að þeir eigi að gera þetta svona en annað á hinn veg inn, en þekkja ekki allar aðstæð- ur nægianlega og ættu því að þegja. Eg ætla því enn að hafa þann háttinn á að ræða helzt ekki nema það, sem ég hef kynnt mér og nefna hér nokkrar upp- finningar sem eru á döfinni og gætu verið nærtæk bjargráð, svipað og flotvarpan, sem fund- in var upp á neyðarstundu 1952 og færði okkur hundruð mill- jóna í kassann um leið og hún kom í sjóinn, eða kraftblökkin 1959, sem einnig bjargaði okk- ur úr vandræðum. Nýtt síldveiðitæki. Síldarnótin er ekki einhlít til úthafsveiða. Hún er grunnslóða veiðarfæri, sem hefur verið stækkað í sífellu en nú verður það ekki lengur hægt. Hún er þegar orðin of erfitt og kostnað- arsamt veiðarfæri. Það verður að finna upp tæki, sem getur tekið síldina á hvaða dýpi sem er. Að því er unnið víða um heim, en einnig þarna gætum við orðið fyrstir. Ég hef séð riss að hug- mynd Agnars Breiðfjörðs að síld artrolli og það væri áreiðanlega vit í að verja nokkru fé til að fullgera það veiðarfæri. Veiðnari botnvarpa Það er það sama að segja um botnvörpuna og síldarnótina að hún er upprunalega grunnslóðar- veiðarfæri, sem menn hafa reynt að breyta til útlhafsveiða en ekki tekizt enn. Vörpunni er nú ætlag að standa undir útgerð svo dýrra skipa, að það verður að finnast aðferð til að auka veiði- möguleika hennar með því að hækka höfuðlínuna stórlega frá því sem nú er. Þetta er áreið- anlega ekki óleysanlegt verkefni, ef menn snúa sér að því af fullri alvöru. Haförninn, 20. júlí. Nú síðustu vikurnar hefi ég ekki komizt hjá _því að sjá og finna, hvað við íslendingar er- um raunverulega fátækir, fátæk ir, hvað fjárhag og vissar teg- undir hugrekkis snertir. Allt í kringum okkur sjómenn ina, sem siglum um miðin við Svalbarða, sjáum við það, sem okkur vantar, en skortir hug- rekki og fjármagn til að eign- ast. Kannski okkur vanti líka eitthvað af vizku. En það sem við sjáum, eru stór skip, móður- skip rússneska flotans, sem þarna stunda síldveiðar. Þessi móður- skip bíða ekki á miðunum eftir bræðslusíld, eins og íslenzku „móðurskipin“. Nei, þar er síld- in unnin til manneldis, og engu hent. Rússamir eru miklir sjó- menn, þótt þeir séu ekki hálf- drættingar á við íslenzka sjó- menn, hvað veiðitækni og veiði- getu snertir. Því til sönnunar má nefna að 200 rússnesk veiði- skip öfluðu ekki eins mikið og 45 íslenzk eða raunar 6 eða 7 íslenzk einn daginn þarna úti. Ný lestarinnrétting. Lestarinnrétting fiskiskipa okkar er í meginatriðum aldagöm ul og orðin úrelt bæði fyrir bol- fisk og síld. Það er víða glímt við nýjungar á þessu sviði, en íslenzkir uppfinningamenn eru komnir það langt og verkefnið það aðkallandi hjá okkur, að ekki væri ólíklegt að við hefðum möguleika á að verða á undan öðrum. Ef skyndileg lausn feng- ist á þessu atriði myndi hún bæta okkur upp verðfaliið og vel það í aukinni nýtingu, því að kassa lestarinnrétting, sem líklegast er að komi, myndi einnig gerbreyta löndunaraðferðum. Nýjar löndunaraðferðir. Eins og fyrr segir, er líklegt að breyting á þeim úreltu og furðulegu vinnubrögðum sem nú tíðkast við löndun, fylgi í kjöl- far breyttrar lestarinnréttingar, og þá verði sjálfkrafa hægt að leggja af að kasta hverjum titti margsinnis af handafli bæði um borð og í frystihúsunum. Akst- urinn er mörgum þyrnir í augum, enda bæði kostnaðarsamur og skaðlegur, en hann byggist á að- stæðum sem erfitt er að ráða við, en það yrði auðvita.ð strax bót, ef fiskurinn væri kassaður á bíl- unum. Nýjar fiskverkunaraðferðir. Það er mikið kapp lagt á þetta hérlendis af sýningunni „íslend- ingar og hafið“, að dæma. Samt létum við Rússa hlunnfara okk- ur illilega. Þeir hafa að sögn fundið upp verkunaraðferð á saltfiski, sem selst eins og heitar lummur í Suðurlöndum. Það er hart að búa undir þessu fyrir okkur, sem búnir erum að verka saltfisk allra þjóða lengst og far- ið þar aftur heldur en hitt. Nú verða okkar menn að spýta í lóf ana og reka af sér slyðruorðið. Hugsunin er ekki bundin höfða- tölu og þeim getur alveg eins dottið í hug eitthvað nýtt í fisk- verkun eins og Rússum. Kannski væri ráð að segja, til þess að örva heilastarfsemi þeirra fisk- iðnaðarmanna, að ef þeir fyndu ekki umsvifalaust, því að nú ligg ur mikið við, upp aðferð til að gera fiskinn okkar lostætan og En verðmæti vöru þeirra, sem Rússarnir unnu úr sinni síld hef- ur sjálfsagt verið mun meira og gagnmeira en það, sem við tök- um við í Haförninn af íslenzku bátunum. Er virkilega enginn íslenzkur ráðamaður, í ríkisstjórn, á Al- þingi, eða öðrum ábyrgum stöð- um, sem fær er um að vinna að því að fslendingar eignist stórt skip, sem gegnt gæti svipuðu hlutverki og rússnesku móður- skipin? Ég tel að 5—10 þúsund lesta skip gæti orðið hentugt, ekki gamalt heldur smíðað tií sinna nota. Það yrði að vera í senn tankskip og fraktskip. Fyrst og fremst yrði að vera fullkom- in aðstaða til síldarsöltunar, og nægt pláss fyrir tómar og full- ar tunnur tankrými fyrir úrgang og lélega síld, auk rýmis fyrir nauðsynlegar vistir handa veiði- skipunum. Yfir vertramánuðina mætti nota skipið til lýsis-, mjöls- og jafn- vel olíuflutninga. Ég tel engin vandræði að ráða fólk á slíkt skip, það sýnir bezt allur aá eftirsóttan, jþá yrðu þeir allir sam an leiddir út og skotnir. Pétur Sigurðsson, alþingismað- ur og mikill vinnuþjarkur fyrir sjómannastéttina hefur komið fram með andstæða hugmynd, se sé þá að sjómannasamtökin, út- vegsmenn og Fiskimálanefnd verðlauni rösklega nýtilegar uppfinningar í sjávarútvegi. Þetta er góð hugmynd, þó að ég efist um að hún sé betri en mín, og það væri óskandi, að hún kæm ist í framkvæmd, en jafnframt því, þyrfti ríkisstjórnin okkar að gera sér Ijóst í öllu þrefinu um rekstrargrundvöll, að raunhæf- asta björgunin fyrir útveginn og jafnframt þjóðina er að örva og styrkja röggsamlega, umbætur á sumu en byltingu á öðru í tækni- málum útvegsins. Liggi okkur á peningum er fljótlegast að sækja þá í sjóinn. ——. p Skyndiskoðun og eflirlit LÖGREGLAN í Reykjavík og bifreiðaeftirlitið framkvæmdu skyndiskoðun á fjölda bíla í fyrrakvöld og er það önnur skyndiskoðunin í þessari viku. Yfirleitt voru bílarnir í ágætu lagi, en í fyrrakvöld þörfnuðust 34 bílar nánari athugunar við. Voru númerin tekin af 18 þeirra, frekari notkun 6 bíla var bönn- uð fyrr en að fullnaðarviðgerð lokinni og tíu ökumenn fengu frest til að koma bílum sínum í fullt lag. Klukkan fimm í gær hófu lög- reglan og bifreiðaeftirlitið sér- stakt eftirlit á öllum vegum út frá Reykjavík og einnig hóf lög reglan í Hafnarfirði þá eftirlit á Krísuvíkurleiðinni og voru bifreiðaeftirlitsmenn henni til að stoðar. Þessir eftirlitsmenn fylgj ast með ástandi allra ökutækja, sem fram hjá þeim fara, og leita að víni hjá unglingum, sem lög- um samkvæmt mega ekki hafa það undir höndum. fjöldi, sem óskað hefur eftir plássi á Haferninum. Og ekki væri ó- eðlilegt að Síldarverksmiðjur rík isins og Síldarútvegsnefnd væru skrifaðir eigendur, og rækju slíkt skip í sameiiningu. Nú þegar hafa SR og starfsfólk þeirra öðlazt ómetanlega reynzlu varðandi mót töku og losun bræðslusíldar, bæði hvað útbúnað og vinnu snertir, og alltaf má bæta og ekki er neinn skortur á alvönu söltunal fólki, af því er nóg á Siglufirði og víðar. Ráðamenn, farið nú af stað, hugsið málið og framkvæmið. Það er ekki of seint, fyrirnæstu vertíð, ef þið byrjið strax að vinna, „Hálfnað er verk þá haf- ið er“. Til gamans mætti bæta því við að varðandi ráðningu fólks á slík skip, sem ég hefi gert að umtalsefni, mætti benda á, að til að spara dýrmætt pláss skips ins mætti hafa tvíbreiðar koj- ur i hverjum klefa, og ráða uing hjón, sem deilt gætu með sér klefa og koju, yfir síldarmánuð- ina. Einnig þyrfti að vera pláss fyrir lækni og sjúkrastofu auik pláss fyrir viðgerðaþj ómustu allfl konar til handa flotanum. Steingrímur Kristinsson. Hér sjást fjögur síldveiðiskip, eitt rússnezkt og þrjú norsk. „Hugdetta“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.