Morgunblaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 196'8 Skemmdir á failegum gíg á Hellisheiði IMáttúruverndarráð stöðvar framkvæmdir FRAMTAKSSAMUR maa«r úr Ölfushreppi fékk fyrir nokkru leyfi hreppsins til þess að taka möl úr eldgígn- um Nyrðri-Eldborg, sem er milli Bláfjalla og Lambafells á Hellisheiði. Gígur þessi er hinn fegursti og er Náttúru- vemdarráð komst á snoðir um hvað gera átti, voru gerðar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir skemmdir í gígnum en því miður virðist það hafa orðið of seint. Hefur verið farið yfir norðurhlið gigsins með jarðýtu og skafinn mos- inn ofan af og vegur verið lagður upp í miðja hlíðina. Biaða miainni Moriguniblaðsiins igafst í dag tækifæri til þess að faira með dir. Þorieifi Eina.rs- syni, jarðfræðitnigi, upp í Svmahnauin titl þesis að skoða þær skemimdiir, sem orðið hafa á gíginum Eldbong. Milli Blá- f jailla og Lambafells lá nýrudd slóð út af þjóðveginiuim og stóð stór mannlauis jarðýta við vegamótin. Ókuim við 3 kílómietra uipp eftir slióðinni unz við komum að gignuim. Þorleifuir, sem þekikir jairð- fnæði Hellisiheiðar manna bezt, benti á það á leiðimni, að slóð- in hefur verið lögð á brún brauntraðar, sem hraiumið úr Eldborg rann um og væri þessi hrauntröð ein fallegasta sinn- a.r tegundar hér á landi. Var hún frá Slóðinni að sjá sem djúpur árfairvegur og var botninn sem hvítfreyðandi á yfir að líta. Sagði Þorleifur, að þessi slóð væri Ijótt ör á þessu fallega landslagi. Er að gígniuim kom, var ljótt umihorfs. Gigurinn er tvöfald- ur og hefur hraiunið komiið þair upp úr nyrðri gígnum. Brattar hiiðar gígsins hafa á undanförnium öldum náð að verða mosagrónar, en nú er stór svartur blettur á þeiirri 'hli.ð gígsins, sem að þjóðveg- inium sruýr. Þar hefur greini- lega verið farið yfir mieð jarð- ýtu nýlega og mosimn skafinn ofan af. Sárið var mjög nýlegt og að því er virtist ekki eldra en síðia.n í gœrimongun. Auik þess að mosinm befuir verið skafinn af hlíðinni, hefur ver- ið rudduir slóði upp í miðija hJíð. Er Þorleifux skoðaði verks- ummerki á staðnum, varð honum að orði, að hann skildi ekki, hver ætlunin hefði ver- ið með því að gera þetta jarð rask. Þeim, sem þarna ætlaði að taka möl, hlyti að hafa ver- ið kunmugt um, að gjall væri í gígmum og því væri ekki umnt að sjá hver ætiun hans hefði verið með því að spilla hiíðinni, þvi enn væri vegar- sióðinm að gignum ekki orð- inn bílfær. Sagði Þomleifur, að verk þetta hlyti að hafa verið unnið af óvitaskap. Dr. Finnur Guðmundsison sagði í gær, að Náttúruvernd arráð hefði komizt á snoðir um það, sem fram fór við Eld borg fyrir fáeinum dögum. Hefði þá þegar ve'rið hringt til sýslumahns Árnessýslu og oddvita Ölfushrepps og um leið rætt við eiginkonu manns ins, sem fyrir framkvæmdun um stóð, því ekki hefði verið Framhald á bls. 31 i Loftmynd aí Nyrffri-EIdborg. Efst á myndinni er nýi vegurinn yfir Svínahnaun, en niður aff honmn frá gígnuim liggur hraun- tnöSin. Mynd þessi sýnir, hvemig nú er útlits viff Nyrffri-Eldborg á Hellisheiði. Fariff hefur veriff með jarffýtu yfir neffri hluta hlíffarinnar og vegur lagffur upp í hana. Það kemst engin af nema sá sem hjálpar sér sjálfur Rœtf við Ingibjörgu Jónsdóttur, húsfreyju að Vaðbrekku INGIBJÖRG Jónsdóttir, hús- freyja á Vaðbrekku í Jökul- dal er ein þeirra fjölmörgu, sem bru-gðið hafa sér bæjar- leið til að skoða landbúinaðar- sýninguna sem stendur yfir í Reykjavík þessa dagana. Umdanfarið hafa fréttir bor- izt af góðu tíðarfari á Aust- uTlandi, og lítur nú víða ágætlega út með heyskap, þar sem horfuir voru taldar afieitar fyrr í sumar. Blaða- maður Mbl. hifti Ingibjörgu að máli og innti hana eftir fréttum að austan. — Sláttuir ’hefur gengið ágætlega, sagði Ingibjörg. — Hann hófst seinna en í meðal ári, ekki fyrr ein um síðustu mánaðarmót á Jökuildal. En gTasvöxturinn er góður og út- litið verðuir að teljast prýði- legt. — Sú staðhæfing kaupfé- lagsstjóra kaupfélags Héraðs- búa í útvarpsþætti á dögun- um um, að neyðzt yrði til að loka reikningum allmargra bænda, hefur vakið nokkrar vangaveltur. Hvað segir þú um þetta? — Baendur fyrir austan hafa átt við ýmsa örðugleika að stxíða. Ungir bændur hafa verið mjög framkvæmdasam- ir og kannski ætlað sér um of. En þrennt tel ég undir- rótina að erfiðleikunum. Það er kjaminn — dýx og vondur — lágt verðlag fyrir afurðir til bænda og óhagstæð verzl- un á Austurlandi. En frá því ég fór að búa fyrir fjörutiu fimmtíu ár- um háfa bændur orðið að sníða sér stakk eftir vexti og miða úttekt við það, sem þeir gætu greitt. Þessi við- skiptabúskapur nú er erfið- ari en þegar állt var heima tekið og því hafa skuldir safnazt fyrir hjá ýmsum bændum. En ég get ekki séð, að útlitið sé verra nú en oft áður. Ég sé heldur ekki ástæðu til að skuldir bænda ættu að vera meira umtals- efni en skuldiir ýmissa ann- arra stétta í landinu, t.d. út- gerðarmannanna. Hver er það, sem ekki skuldar. Menn velta heilum íbúðum á víxl- um í bæjum, svo er farið að gera mikið úr því, þótt bænd- ur skuldi — og ég efast um að fyrir austan sé nokkur bóndi sem skuldar nema nokkur hundruð þúsund. Það telst varla nedn ósköp. Menn hafa brosað dá- Hfið i kampinn að ummælum kaupfélagsstjórans, og þau hafa vissulega vakið umtal. En bændur eru jafnkátir og áður, að minnsta kosti þeir sem ég þekki. — En er það ekki staðreynd samt, að ýmsir bændur eru í nokkrum kröggum? — Ég veit ekki um neina, sem sveita, segir Inigi'björg. — Mér sýnist alliir hafa til hnífs og skeiðar og vel það. Ég sé ekki ástæðu til að vera með barlóm og óg vorkenni ekki einum einasta manni á íslandi. Bændur hafa oft bú- ið við erfiðar aðstæður og reynt margt, til að geta séð sér og sínum farborða. Tíðar- farið er liður í erfiðleikum okkur, en við höfum oft þekkt köld vor og slæm sum- ur. Meðan bændur fyrir austan geta búið jafngóðum búum og raun ber vitni, vofir hungurdauði ekki yfir, né Ingibjörg Jónsdóttir heldur þarf að óttast að meiri hluti Austfirðinga fari á sveitina. Unglingarnir virðast hafa nægilegt fé handa á milli til að skemmta sér á dansleikj- um, hver maður á bíl, bænd- urnir og affrir safna skuldum Og öllum líður prýðisvel. Víst álít ég ,að bæmdur hafi verið misirétti beittix — ekki hvað sízt er snertir verð fyr- ir framleiðsluvörur sínar — eins og ýmsar aðrair stéttir. En þeir munu berjast og ráða sinum málum til lykta á rétt- an hátt. Það hjálpast enginn af, sem ekki hjálpar sér sjádf- ur. h. k. STAKSTEIHAR Samstarf fyrirtækja Sameining atvinnufyrirtækja hefur lengi veriff alþekkt fyrir- brigffi í bandarísku viðskiptalifi, enda hefur tækniöldin gert slík- ar kröfur til atvinnurekstrar, aff hann fær ekki staðizt nema I stórum einingum. Um nær tveggja ára skeiff má segja, aff alda samstarfs og samrifna at- vinnufyrirtækja hafi gengiff yfir Bretland og er varla hægt aff opna brezkt blað án þess aff sjá fregnir um slíka þróun í at- vinnulífinu. Þetta bendir til þess, aff augu Breta séu nú loks aff opn ast fyrir því, aff uppbygging at- vinnulífs þeirra er ekki viff hæfi tuttugustu aldarinnar. f fyrra- dag var frá því skýrt, aff 5 niður suffuverksmiffjur hér á landi hefffu bundizt samtökum um framleiffslu og sölustarf og teldu sig geta þrefaldað útflutnings- verffmæti sitt, ef markaður væri tryggffur. í því skyni hafa þessir affilar leitað samstarfs viff Al- þjóffalánastofnunina í Washing- ton (IFC). Þaff er sérstaklega ánægjulegt viff þessar fyrirætl- anir, aff frumkvæffiff er komiff frá einstaklingum og þá fyrst og fremst Björgvini Bjarnasyni á Langevri. En yfirleitt kemur frumkvæffi um slíkar breytingar frá hinu opinbera hér á landi. Fyrirætlanir niffursuffuverk- smiffjanna benda til þess, aff skilningur fari vaxandi á því hér á landi, aff samstarf fyrir- tæltja í sömu grein þarf aff auk- ast. Menn hafa haft nokkrar áhyggjur af því aff vegna smæff- ar fyrirtækjanna hér og þess, aff þau eru yfirleitt í eigu eins manns effa fjölskyldu mundi reynast erfitt aff koma á slíkri samvinnu, en „neyffin kennir naktri konu aff spinna“, stendur einhvers staffar og augljóst er, aff slíkt samstarf og jafnvel sam- runi er svariff viff mörgum þeim vandamálum, sem íslenzk at- vinnufyrirtæki eiga viff aff etja. Endurskipulagning hraðfrystiiðnaðarins Þessar fregnir leiffa hugann aff því, aff í janúar n.k. verffa tvö ár liffin frá því, aff lýst var yfir aff hafizt yrffi handa um endur- skipulagningu hrafffrystiiffnaffar ins, m.a. meff samstarfi og sam- runa fyrirtækja, þannig aff hag- kvæmari framleiðslueiningar sköpuffust. Fram til þessa hef- ur lítiff heyrzt um þessar fyrir- ætlanir opinherlega en þó mun stöðugt unnið aff þeim. Enginn vafi er á því aff mikið verk er aff vinna í hrafffrystiiffnaffinum á þessu sviði, enda hefur afkoma stóru frystihúsanna, sem komiff hafa á hjá sér mikilii hagræðingu verið miklum mun hetri en hinna smærri, sem hafa dregið heild- arafkomu frystihúsanna niður. Þess er aff vænta, aff innan tíffar berist fregnir um þetta starf. Viðhorf í iðnaðinum í ræðu, sem Jónas Haralz hélt á ársþingi iffnrekenda fyrr á þessu ári, lét hann í ljós þá skoð- un, að verksmiffjuiffnaðurinn yrði að standa undir batnandi lífskjörum þjóffarinnar á næstu áratugum. Þaff sjónarmiff er vafa Iaust umdeilt en hins vegar er ljóst, að vaxandi áhugi er meffal iðnrekenda á útflutningi iðnaðar vara og m.a. hafa félagssamtök iðnaðarins ákveðiff að ráða sér- stakan starfsmann til þess aff annast markaðsleit erlendis. Spyrja má hins vegar, hvort uppbygging verksmiðjuiffnaffar- ins sé enn kominn í þaff horf, aff hann sé fær um að starfrækja skipulagsbundna útflutningsstarf semi og hvort ekki þurfi aff koma til aukiff samstarf fyrirtækja í sömu greinum. Sú er þróunin er- lendis og ekki ólíklegt að hiff sama verffi upp á teningmun hcrt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.