Morgunblaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1966 Þessi heyturn er þýzkur að gerð, og hefur vakið mikla athygli. Söluumboð hefur véladeild SÍS og hér stendur Sigurður Markús- son, deildarstjóri, við líkan af turninum. -Landbúnaðarsýning Framhald af bls. 11 Hlaða framtíðarinnar? Á sýningarsvæði véladeild ar SÍS sýndi Halldór Valgeirs- son okkur nokkur athyglisverð landbúnaðartæki og annað það sem bændum þykir akkur í við landbúnaðarstörf. Hann vakti fyrst athygli okkar á líkani af heyturni, en turnar þessir eru framleiddir af Gerátebau Schwarting í Þýzkalandi. — Með honum er h ægt að koma við fullkominni vélvæð- ingu við verkun, geymslu og gjöf heysins, segir Halldór. — Heyinu er blásið inn í turninn ofan frá, en jafnóðum og hækk- ar í turninum myndast geil í honum miðjum. Þurrkunin fer svo fram með köldum eða heit- um blæstri, sem beint er í gegn um geilina. Og þegar svo gefið er úr turninum, þá er það tæti- hjól sem rífa ofan af stæðunum og færa heyið að geilinni. Þar fellur það niður á þar til gerf færiband, sem flytur það inn á fóðurgang. Þá hefur haugsugan frá B og SA vakið mikla athygli. Hún er byggð sem lokaður tankur, en loftdæla knúin með dráttarvél myndar lofttæmingu í tanknum við lestun og yfirþrýsting við losun. Lestunarhosan er 6” víð og er dælan mjög aflmikil. Er dreifbreidd hennar frá 12-18 metrar en það fer nokkuð eftir þykkt áburðarins. Venjulegasta stærð haugsugunar rúmar um 2000 lítra. Vikíum þá að P.Z. sláttuþyrl- unni. Snúningshraðinn er allt að 2 þúsund snúningar á mínútu. Með því að stilla sláttuskífurn- ar má ákveða hversu snöggt skal slá. Hún slær vel þótt gras- ið sé bælt og hægt er að slá aftur á bak sem áfram. Afköst- in eru mjög mikil, sem sést bezt á því að hægt er að slá með allt að 20 km hraða við góðar aðstæður. Þá vil ég loks vekja athygli á stálhlið á túngirðingar, sem eflaust getur tekið af bændum margan snúning. Þau eru ís- lenzk framleiðsla — smíðuð hjá Stál á Seyðisfirði. Er hér um eins konar vogarstöng að ræða, ekki á að þurfa nema eitt hand- tak þá opnast hliðið sjálfkrafa. Lítið átak þarf einnig til að loka því aftur. Nýjar dráttarvélar frá Deutz Þessu næst heimsækjum við svæði Hamars hf. og ræðum við Júlíus Halldórsson. — Af nýjungum hér, segir hann, skal fyrstar telja dráttar- vélar af nýrri gerð, sem kallast 06 og eru frá Deutzverksmiðj- unum. Þær eru fullkomnari en eldri gerðin, sem kallaðist 05, og mörgum nýjungum búnar. Fyr- ir utan nýtízkulegra útlit hafa ýmsar breytingar verið gerðar sem miða að því að gera akstur og vinnu þægilegri fyrir stjórn andann. Má þar fyrst benda á að breið aurbretti eru yfir öll- um hjólum, svo og er afar þægi legt ökumanns sæti, sem stilla má eftir stærð og þyngd stjórnand- ans. Allar þessar vélar hafa höggdeyfa á framhjólum, sem hefur í för með sér að vélarn- ar eru mun öruggari í akstri á ósléttu og ekki eins hætt við að velta. Nýju dráttarvélarnar eru búnar nýrri gerð af hreyflum, sem eru að sjálfsögðu loftkældir og eru bæði aflmeiri, gangþýð- ari og sparneytnari en eldri gerð in. Vökvakerfið er mjög fullkom ið og fljótvirkt. Á sýningunni kynnum við f jórar gerðir af þess um dráttarvélum — B 3006 sem er um 35 hestöfl, D 4006 með 46 ha, D 5006 með 58 ha. og D 6006 Páll Þopgeirsson hjá Þór hf. í Grimme kartöfiuupptökuvélinni, sem hann segir mjög fullkomna. Hliðið á myndinni er íslenzk framleiðsla og á að spara bænd um ýmsan snúning. SÍS hefur söluumboð fyrir það. með 68 ha vél. Hægt er að fá fjórhjóladrif á allar þessar gerð ir, og þannig búnar geta þær unnið störf sín þrátt fyrir aur- bleytu og snjó. Alls konar vinnu tæki má fá með vélunum, þar á meðal innlend tæki — svo sem Hamars-moksturstæki, sem gefið hafa góða raun. Alls kyns innfluttar öryggisgrindur má fá á þessar vélar, og einnig innlenda grind, framleidda af Hamar hf. Þá er komið að heyhleðslu- vagninum eða sjálfhleðsluvagn- inum, en hann er franúeiddur af v-þýzka fyrirtækinu Eberhart, sem er þekkt hér á landi. Vagn þessi vinnur þannig, að eftir að rakstrarvél hefur skilað heyinu í múga, er vagninn tengdur í dráttarvélina og ekið yfir múg- ann. Hann rakar heyinu upp í sig með sjálfvirkum búnaði og þjappar í vagninn allt að 20 hestum. Síðan er vagninum ekið að hlöðu, þar sem hann tæmir sig sjálfur í heyblásara eða beint inn'í hlöðu og er hægt að stilla hraða afhleðslunnar eftir þörfum. Þegar hann er ekki í notkun við heyflutninga má nota hann til alhliða flutninga, en burðarmagn er þrjú tonn. Verð þess vagns er um 78 þús- und krónur. Einnig viljum við sérstaklega benda á heyþyrluna HR-300 sem er ný gerð af þyrlum frá Heuma-verksmiðjunum í V- Þýzkalandi. Hún hefur þann Framhald á hls. 14 Haugsugan á sýningarsvæði véladeildar SÍS hefur vakið mikla athygli meðal bænda. Komið og sjáið ^VlNö NEW HOLLAND BINDIVELINA / gangi á Landbúnaðarsýningunni i Laugardal Gtobusi LÁGMÚLI 5, SlMI 11555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.