Morgunblaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1968 15 Leikrit um leiöinlegt fólk — nýjasta verk Osborne Eftip T. C. Curtjss. AF dauSasyndun.um sjö er tvímælalaust erfiðast að ljá letinni og dugleysinu líf og lit. Frábær leikritaskáld hafa farið flatt á því að reyna að skrifa lífræn leikrit um dug- lausa auðnuleysingja og koma að í þeim knýjandi vandamál- um. Chekov tókst þessi lis-t manna bez-t. En hverjir hafa leikið þá list eftir honum? Joh-n Osborne tekst á við þetta viðfamgsefni í leikritinu „Hótel í Amsterdam", þar sem hann leíðir fram sex slæpingja, sem nýlega hafa slitið sig úr tengslum við fyrri húsbónda sinn, kvik- myndaframleiðamda illa hald- inn af stórmennskubrjálæði. Þeir eyða frídögumum í hörk-u vis'kídrykkju í litlu gistihúsi í Amsterdam. Þó að við kynnumst þeim aðei-ns í leyfi þeirra, verðum við marg.s fróðari urn fyrra líf þeirra og athafnir, sem virðast hafa verið jafn imni- hald-slaus og eyðileg og menn- irnir sjálfir. Þeir svalla og John Osbortn/e. rausa samfleytt í tvo þætti, og verða að lok-um yfirkomn- ir af undrun, þegar sú fregn berst þeim, að hinn hataði húsbóndi þeirra hafi framið sjálfsmorð. Það er sannkölluð raun að lesa „Hótel í Amsterdam“. Á blöðunum virðist það vera einn maraþongeispi. Osborne á það sameiginlegt með Ge- orge Washi-ngton, að honum hrýtur ekki ósatt orð af munni. Það er ógernimgur að draga í efa, að leikritið sé miskunnarlaus en sannferðug my-nd af samræðum leiðin- legs fólks, þegar það er hvað leiðinlegast. „Ég veit ég er hundleiðin- legur“, segir ei-nn viskífélag- anna og annar vel fullur svar ar: „Vert-u ekki að þreyta okkur með því að fara nán-ar út í það“. En Osborne skrifar fyrir leiksvið — leikrit hans á ekki að lesa. Það lygilega er, að leikrit ihans um þetta leiðin- lega fólk heldur athygli á- horfandans vakandi frá upp- hafi til enda. Leikstjórn Antony Page er snjöll og han-n ljær hverri persónu nokkur einstaklings- einkenni. Paul Scoffield túik- ar aðalhlutverkið snilldar- lega og yfirleit-t er leikritið svo vel leikið, að það hefur h-lotið m-etaðsókn í Lond-on. LögtaksútskurBur Eftir beiðni bæjarritarans í Keflavík úrskurðast hér með að lögtök skulu fara fram fyrir ógreiddum út- svörum, aðstöðugjöldum og fasteignagjöldum til bæjar- arsjóðs Keflavíkurkaupstaðar árið 1968. Lögtökin skulu framkvæmd að 8 dögum liðnum frá birtingu úr skurðar þessa án frekari fyrirvara, á kostnað gjald- anda en á ábyrgð bæjarsjóðs. Bæjarfógetinn í Keflavík, 14. ágúst 1968. Alfreð Gíslason. 10 ÁRA ÁBYRGÐ TVÖFALT' EINANGRUNAR 20ára reynsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON&COHF r 10 ÁRA ÁBYRGD Auglýsing um lausar lögregluþjónsstöður í Rvík. Nokkrar lögregluþjónsstöður í Reykjavík eru lausar til umsóknar. Byrjunarlaun samkvæmt 13. flokki launakerfis opin- berra starfsmanna, a-uk 33% álags á nætur- og helgi- dagavaktir. — Upplýsingar um starfið gefa yfirlögregiu þjónar. — Umsóknarfrestur er til 15. sept. nk. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 14. ágúst 1968. Til sölu — notnðar Skodobifreiðir Skoda 1202 sendibifreið — árg. 1965 — ekin 48.000 km. — Nýupptekin vél. — Mjög vel útlítandi og í góðu standi. — Verð 70.000,-útb. eftir sam- komulagi. Skoda 1202 sendibifreið — árg. 1965 — ekin 35.000 km. — Nýupptekin vél og í góðu ásigkomulagi. — Verð kr. 80.000,- — útb. 40.000,-. Skoda Combi station — árg. 1966 — ekin 20.000 km. í mjög góðu ásigkomulagi. — Verð kr. 115.000,- útb. um 70.000,-Eftirstöðvar lánaðar til 10 mán. Skoda Combi station — árg. 1965 — ekin 66.000 km. Verð 85.000,- — útb. 45.000,-Eftirstöðvar lán- aðar til 10 mánaða. Skoda 1000MB — árg. 1965 — ekin 42.000 km. — í góðu ástandi. — Verð kr. 95.000,----útb. 50,000,- Skoda Octavía — árg. 1961 — ekin 102.000 km. — skipt um vél við 80.000 km. — Verð 55.000,- — útb. 20.000,- Bifreiðamar eru til sýnis á afgreiðslu okkar, Elliðaár- vogi 117. Tékkneska bifreiðaumboðið á íslandi h.f. Skrifstofur Vonarstræti 12, sími 19345. Iðnskólinn í Reykjavík Innritun nemenda fyrir skólaárið 1968—1969 og námskeið í september, fer fram í skrifstofu skólans dagana 20.—28. ágúst kl. 10—12 og 14—-17, nema laugardaginn 24. ágúst. Námskeið til undirbúnings inntökuprófum og öðrum haustprófum hefjast mánu daginn 2. september. Við innritun skulu allir nemendur leggja fratn nafnskírteini og námssamning. Skólagjald kr. 400,00 og námskeiðsgjöld fyrir septembernámskeið kr. 200,00 fyrir hverja námsgrein skal greiða við ir.nritun. Nýir umsækjendur um skólavist skulu auk þess leggja fram prófvottorð frá fyrri skóla. FORSKÓLI FYRIR PRENTNÁM Verklegt forskólanám í prentiðn hefst mánudaginn 2. sept. Forskóli þessi er ætlaður nemendum sem eru að byrja nám í prentsmiðjum en hafa ekki hafið skólanám, svo og þeim er hyggja á prentnám á næstunni. ' Innritun fer fram á sama tíma og innritun i Iðnskólann. Námsgjald er kr. 400,00 og greiðist við innritun. VERKNÁMSSKÓLI í MÁLMIÐNAÐI OG SKYLDUM GREINUM Verknámsskóli fyrir þá sem hyggja á störf í málmiðnaði og skyldum greinum, verður starfræktur frá byrjun september til maíloka. Kennsla verður bæði verkleg og bókleg og miðast við að nemendur Ijúki námsefni 1. og 2. bekkjar iðnskóla á skólaárinu. — Inntökuskilyrði eru að umsækjandi sé fullra 15 ára og hafi lokið miðskólaprófi. Iðnnámssamningur til þessa náms er ekki áskilinn. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu skólans á innritunartíma. Vegna breytinga á kennslutilhögun er mjög mikilvægt að allir, sem ætla sér að stunda nám í Iðnskólanum í Reykjavík í vetur, komi til innritunar á ofan- greindum tíma. Til þess að reyna að stytta biðtíma nemenda innritunardagana, verða afhent af- greiðslunúmer frá skrifstofu umsjónarmanns og hefst afhending þeirra kl. 8 f.h. alla dagana. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.