Morgunblaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.08.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1966 Kvenfólkið ræður líklega úrslitum í bikarkeppni FRÍ Keppnin verður um helgina og án efa hörð barátta um bikarinn Þriðja bikarkeppni F.R.I. fer fram á Laugardalsvellinum í Reykjavík n.k. laugardag og sunnudag og hefst keppnin kl. 2. báða dagana. Sex félög og héraðssambönd taka þátt í loka keppninni, Reykjavíkurfélögin ÍR og KR, Héraðssamband Suð- ur-Þingeyinga, Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu, Héraðssambandið Skarphéðinn og Ungmennasamband Kjalarnes þings. 1966, er bikarkeppnin fór fyrst fram sigruðu KR-ingar með nokkrum yfirburðum, hlutu 137 stig. 1 öðru sæti varð HSÞ með 108 stig. f fyrra var keppn in mun jafnari og sérstaklega harður slagur um annað sæt ið. KR sigraði með 122 stitgum, ÍR hreppti annað sætið með 114 stig, HSÞ þriðja með 107 stig og HSK hlaut 101 stig. Að þessu sinni má búast við mjög jafnri keppni og margir spá því að KR-ingum muni reyn ast erfitt að halda bikarnum. Ræður þar mestu um að þeir hafa ekki eins harðsnúið kvenna lið eins og helztu keppinautarn- ir sem verða sennilega að þessu sinni HSK og IR. HSK sigraði, með nokkrum yfirburðum, á landsmóti ungmennafélaganna á Eiðum fyrr í sumar og er óhætt að spá því að þeir muni blanda sér verulega í baráttuna um efsta sætið. Flest allir beztu frjálsíþrótta- menn landsins verða þátttak- endur í bikarkeppninni og má búast við harðri baráttu í mörg um greinum, e inkum ef stiga- keppnin verður tvísýn. Það ger ir keppnina einnig skemmtilegri að fjöldi greina sem hver ein- staklingur má keppa í er tak- Molar JIM Ryun er nú að byrja að sýna árangur Olympíuþjálf- unar sinnar, en tíl hans h,ef- 1 ur lítið spurzt að undanförnu. Á móti i Kalifqyníu um sl. helgi hljóp hann enska mílu (1609 m) á 3:55.9. Sjálfur á hann heimsmetið 3:51.1. Við Við 1500 m markið var tími hans 3:40.5 mín. markaður. Keppt verður í eftir- töldum greinum: Karlar: 100 m hlaup, 200 m hlaup, 400 m hlaup 800 m hlaup, 1500 m hlaup, 3000 m hlaup, 5000 m hlaup, 110 m grindahlaup, 4x100 m boðhlaup, 1000 m boðhlaup, hástökk, íang- stökk, stangarstökk, þrístökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast og sleggjukast. Konur: 100 m hlaup, 200 m hlaup 80 m grinda hlaup, 4x100 m boðhlaup, há- stökk, langstökk, kúluvarp, kringlukast og spjótkast. Sem fyrr segir hefst keppnin kl. 2 báða dagana, og hvetja má áhorfendur til að koma og horfa á skemmtilega og jafna keppni. Keppnin harönar í golfkeppni G. R. Í fyrrakvöld náðu kylfingar GR í Grafarholti miðja vegu til lokamarks á Reykjavíkurmeist- aramótinu. Lokið var þá við 36 holur af 72. f gærkvöldi voru leikar 18 til viðbótar en keppn- inni Iýkur á laugardag og hefst þá kl.'l. f meistaraflokki jafnaðist keppnin mjög á öðrum hring. Ól- afur Bjarni sem hafði glæsilegt forskot ,er að vísu enn í forystu en margir sækja fast að honum. íþróttomót iðnnema Staðan er þannig eftir 36 hol- ur: 1. Ólafur Bjarki 163 högg 2. Óttar Yngvason 165 högg 3. Ólaflur Ág. Ólafsson og 4. Einar Guðnason 167 högg 5. Eiríkur Helgason 169 högg 6. Gunnl. Ragnarsson 170 högg í 1. flokki eru þeir efs-tir og jafnir Ragnar Magnússon og Ragnar Jónsson með 188 högg. í öðrum flokki hefur Lárus Arnórsson tekið forystu með 197 högg en næstur kemur Gunnar Kvaran með 202 högg. Milljónir ■ veði Amerísku atvinnugolfleikar- arnir eru milljónerar á okkar mælikvarða. Hinn þekkti golf- leikari Jack Niclaus sem sigr- aði á „American Golf Classic“ mótinu í Akron, Ohio, hlaut að launum 25 þús. dollara, eða 1 milljón 450 þús. kr. íslenzkar. Nicklaus hefur þar með komizt aðeins í 3. sæti í flokki tekju- hæstu amerískra golfleikara í ár. Tom Weiskopt er tekjuhæst- ur það sem af er árinu og hef- ur þegar þegið í ísl. krónum 8millj. 266 þús. Annar tekjuhæsti maður Bandaríkjanna í golfleik er Billy Casper með 8 millj. 084 þús. kr. og Nicklaus í þriðja eins og áður segir, með 6 millj. 988 þús. krónur. * : " : l ■llillillll -4/ Ryun kemur að marki í míluhlaupinu á 3:55,9 Ryun sýnir aftur mátt sinn eftir mikil veikindi Vann míluhlaup millitími hans en i 3.55,9 var 3.40,5 — Jim Ryan er arsviðinu eftir nú aftur á sjón- I hefur orðið langt hlé. Hann | ar á hilluna að leggja íþróttirn- í langan tima vegna Iðnnemasamband íslands efnir •til íþróttamóts nú um næstu helgi 17.-18. ágúst að Þjórsár- túni. Búizt er við, að iðnnemar víðsvegar að af landinu fjöl- menni á mótið og hafa nú þeg- ar iðnnemafélög frá Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík Vest- mannaeyjum, Akranesi, fsafirði og Siglufirði tilkynnt þátttöku. Keppt verður í knattspyrnu, 100 m, 200 m, 400 m, 800 m og 4x100 metra boðhlaupi fyrri daginn og handknattleik, hástökki, lang- stökki, þrístökki, kúluvarpi og hjólreiðum síðari daginn. Búizt er við að keppendur verði am.k. 120. Mótið verður sett af for- manni samtakanna Sigurði Magnússyni. Á laugardaginn verður kvöldvaka og verð- ur margt til kemmtunar, s.s. flugeldasýning, fjöldasöngur og útidiskotek, sem mun teljast ný mæli á íslandi. Öllum er heimil innganga á mót þetta. Svona gerum við... Það eru margskonar aðferð- lr til þegar vitaspyrnu á að taka eða verja skal vítaspyrnu. Þessi mynd gæti heitið annað hvort: Þannig á ekki að taka vitaspyrnu . . . eða svona á að verja vítaspyrnu. Helgi Núma- son fékk tækifærið til að tryggja sigur Fram í þessum leik, en markvörður Eyja- manna, Páll Pálmason, varði. Sjá má að einn Eyjamanna ætlar að verða fyrstur til ef Páll skyldi aðeins „hálfverja". T.v. er dómarinn Magnús V. Pétursson, sem dæmdi af festu og öryggi. (Ljósm.: Sv. Þorm). eftirkasta af völdum inflúenzu sem leggjast einkum í liðamót. Á móti um sl. helgi vann hann miluhlaup í Bandaríkjunum á 3:55.9 og virðist nú augljóst að hann verði ein skærasta stjarna á OL i Mexico. Þetta var fyrsta míluhlaup meistarans eftir veikindin, sem hafa komið í veg fyrir þátttöku hans í bandaríska meistaramót- inu og meistaramóti stúdenta. Þá er Billy Mills, sigurvegar inn frægi í 10 km hlaupinu í Tokíó, einnig aftur á sjónarsvið inu. Hann vann 10 km hlaup á þessu úrtökumóti á 28:43.6 mín, sem er bezti timi Bandaríkja -manns í ár. Kannski verða þess- ir tveir heimsfrægu hlauparar aftur i skærasta sviðsljósi í Mex ico — þrátt fyrir áhrif loft- þynningar. Tími Ryuns í 1500 m var 3:40.5. Það þótti tíðindum sæta, að hann stóð af sér lokaáhlaup R. Div- ine á síðasta hringnum, (en sið- ustu 400 m var tími hlaupar- anna 55.1,) þykir sýna að hann muni aftur verða í beztu þjálf- un er til OL-keppninnar kemiur. Ryun á hið ótrúlega heimsmet á mílunni 3:51.1. Á þessu úrtökumóti tók Ryun forystu í upphafi, missti hana um stund á öðrum hring, en stóð svo af sér allar tilraunir and- stæðinga til að ná forystu eftir það og koma í mark sem yfir- burðasigurvegari. Bezti tími hans á míluvega- lengd til þessa á árinu var 4:04.0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.