Morgunblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.09.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPT. 1968 ::::::::: i ::::::::: Kz^zz..~z7zz2zzz ' ::::::::::::::::::::::::::: 0 Lág fargjöld Ég bef nýlega fengið tölur, sem eru mjög fróðlegar fyrir þá, sem eru svo blá- eygix að trúa því, aS allur vandi íslend- inga ieysist með þotukaupum til sam- keppni á flugleiðunum milli Evrópu og Amc-riku. Þcta af gerðinni DC-8 flýgur á sjö kist. og i*-. mín. frá London til New York, en 5 þaðar til London á sex klst og sjö mín. Með vxðkomu og klukkutíma viðdvöl á íslandi fer þessi sama þota vestur á níu klst og fjórum mín., en austur á átta klst og sj'ó mín. Hér munar 22% á vesturleið, en 3°% á austurleið, eða að meðaltali 27%. Krafan um lsegri fargjöld með íslenzk- um fugvélum á þessum flugleiðum á, af þessum sökum, þann náttúrlega rökstuðn- ing, sem fólginn er í því, að vekja at- bygli á þeirri einföldu staðreynd, að vegna viðkomunnar á íslandi hljóta þær að vera iqrgur á leiðinni en hinar, sem fljúga beint til áfangastaða sinna austan hafs eða vest- an. Krafan um lág fargjöld er þess vegna ekkí eingöngu hið gamla réttlætismál Lottieiða. Hún hlýtur að vera hin síunga krafa íslendinga um tryggingu fyrir því, að lega landsins fyrirmuni okkur ekki að taka á j afn ræð is grun dv elli þátt í barátt- unni fyiir því að fá að halda þeim litla en lífsr auðsynlega hundraðshluta, sem við njótum í dag af farþegaflutningunum yfir > NorðUr-Atlantshafið. — S. M.“ 0 Leirburðurinn samboðinn yrkisefninu ..Ncmandi“ skrifar: .Kæn Velvakandi! Fróðlegt hefur verið að fylgjast með skriíunum í málgagni Sovétríkjanna á íslar.di nú hina seinustu daga. Með sljóum pesma og súrri andagift hefur verið reynt að l?.fa aftan í alm ennings álitinu í veikri von um að allt fylgi losni ekki við komm- jnistrf’okkinn. En hugarfarið leynir sér ekki A ðaláhyggjurnar eru þær, að níð- íngsverk Rússa og Austur-Þjóðverja skaði máWpð sósíalismans" og gefi andstæð- ingum sósíalisma vopn í bendur! Um Ték'ra og Slóvaka stendur þessum skrii- finnum greinilega alveg á sama. StJnc'um er leitaS langt I „röksemda- færsliinni". Eða er þeim leiðarahöfundi kommúnistablaðsins sjálfrátt, sem leggur lnndheigisdeilu okkar við Breta að jöfnu við innrásina í Tékkóslóvakiu? Þyrfti ékki einhver sálfræðingur að skoða upp 1 dreng Eða hvað um einhverja Unni Eiríksdótt- ur rem slysast til þess að láta prenta eftir slg „ljóð“ i Sovétblaðinu, en þar telur hún okkur íslendinga sæta nákvæm lega sc'mu örlögum og þjóðir Tékkósló- vakíu? Sá einn sé munurinn, að við unn- um óírtlsinu, en Tékkar og Slóvakar ekki! Það vill til, að samsetningur konunnar er svo lélegur og leirborinn, frá hvaða íjóuariióli sem það er lesið. Nei, i.ú er ykkur sæmst að þegja, sem hafií ejrtt orku ykkar hingað tU í að verja rg afsaika kúgun og ofbeldi, ófrelsi og atturhald, þjóðarmorð I nafni sósía- lismans. Nemandi." 0 Þáttur íslendinga í Atlantshafsfluginu Sem vonlegt er, hafa fslendingar al- mennt mikinn áhuga á flugmálum. enda eru þau nú orðin mikUsverður atvinnu- vegur á íslandi. Ve'vakandi las um dagirrn fróðlega grein im efni, sem margir hafa rætt að undanfcmu. Hún birtist I eins konar heim ilisblaði þeirra Loftleiðamanna og muin vera tftir Sigurð Magnússon. Vonar Vel- vakandi, að enginn táki það illa upp, þótt hann taki sér bessaleyfi til þess að birta megirefni heimar, þar sem honum finnst greinin eiga erindi við alla, sem um þessi mikUsverðu mál hugsa: „Frit nýársdegi 1953 hafa Loftleiðir rök stutt hin lágu fargjöld á flugleiðunum yfir Ncrður-Atlantshafið með skirskotun til þei*rar staðreyndar, að fliuigvélar Loft- leiða væm ekki jaín-hraðskreiðar og þær, sem keppinautarnir bjóða viðskiptavinum sínum. Þessi röksemd Loftleiða, að farþegar væro lengur á leiðinni milli brottfarar- og ákvörðunarstaða, hefir að undanfömu einunj-is verið tengd hinum lágu fargjöld um og þeim farkosti, sem félagið hefir á hvnrum áfanga þess undanfarið árabU baft á boðstólum í samkeppni við aðrar tegnnctir flugvéla. Svjrnns við spumingunni um fram- tlð íslcndinga í Norður-Atlantshafinu e.t. v. tjmst og fremst að leita í okkar eigin skilningi og viðurkenningu annarra á beirri staðreynd, að rökstuðningur Loft- leiða lyrir lágu fargjöldunum blyti að verða málstaður íslands, þar sem íslenzk- ar flugvélar í flugi yfir Norður-Atlants- hafið yrðu að vera lengur á leiðinni mUli brct+.farar- og áfangastað, en flugvélar ann prra vegna viðkomunnar á fslandi. 0 Fróðlegur útvarpsþáttur um Hitlersæskuna " „Jafntiár" slkrifar: „Heiðraði Velvakandi! Mj'g fróðlegt var að hlusta á útvarps- þáttinn „Á hljóðbergi" nú í vikunni, þeg- ar leikin var heimUdarhljómplata um Hitl ersjugexid. Til samariburðar væri áhuga- vert að fá sams konar plötu um uppeldi barna og unglinga í Austur-Þýzkalandi á vöruro dögum. Það er ekki einungis, að valdastctt kommúnista, sem hreiðrað hef- ur um sig í lúxushverfinu Parikow í Aust- ur-Beriín, hafi tekið upp gæsaganginn gamla í austur-þýzka „Alþýðu“-hemum, heldur hefur hún stælt uppeldisaðferðir Hitlers út í yztu æsar. Kornung eru börn in lárin æfa sig í vopnaburði, skotæfing- urr og gæsagangismarzeringum. „Ferm- ingar“-athöfnin er heiðin og hitlerísk í bezte máta: unglingamir eru látnir þylja langa fvardaga, þar sem þeir sverja „rík- lau“, kommúnistaflokknum og Ulbright hollustueiða. Hvergi sjást jafnmörg hern- aðalreg leikföng barna og í Austur-Þýzka landi. Svo eru það allar fánalborgirnar, her göngurrar, söngvarnir, æökulýðsbúðirnar, begnskylduvinnan, flokksmótin og hyll- ingars?mkundurnar, sem allt er lirein eft- írherma á uppeldisaðferðum Hitlers. 0 „Hinn ferski andi“ Lfka var merkilegt að heyra fjas naz- írtanna um nýtt og hreint blóð, hreint kyn fcrskan anda, frískt loft o.s.frv„ sem mund' feykja ölium feysknum stofnum 3>g fúnum röftum í burtu. Við þekkjum þetta æskulýðssnobberí, þegar reynt er að telja askunni trú uim sérstakt og dýr- legt hlutverk við að rífa allt hið gamla upp með rótum, til þess að laða hana að ákveðnum flokkum og pólitískri stefnu. Þetta tal er ekkert nýtt í mannkynssög- unni. ViS munum lfka eftir hreystisöngv- um iíölsku fasistanna, þar sem hugtak- inu Æ’SKA" var sungið slíkt Xof og dýrð, að um algera dýrkun á vissu aldursskeiði ævinnar var að ræða. Mig minnir, að MússGmi sjálfur hafi ort fasistasönginn fræga um æskuna: Giovenezza, Giovenezza, Primavera di Belleza ..... Sams koniar dýrkun á nú sér stað á alls konar föntum og fúlmennum, sem þykj- ast ærla að búa til nýtt mannkyn með of- beldi (Tariq Ali, Cohn-Bendit, Adelstein ofl.). — En þetta gengur yfir, eins og hvsð annað. Stundum hefur dýrkun á imyndaðir speki og vizku ellinnar verið allsráðandi, geomtokrasí, og munu öll heimrins senöt (öldungaráð) verá leifar slikrar dellu. Auðvitað heldur mannkynið áfram sinu þrpmmi, þar sem allir aldursflokkar ganga blið við hlið, miðla hver öðrum og styðja bver onnan, þótt annað veifið sé sungið um einhvern ímyndaðan ferskan anda, rvian, hreinan blæ, sem eigi að blása á fúkkaiyktina af aldurshnignum ellimönn um. Jafnhár.” BÍLALEIGAINi - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Síml 35135. Eftir iokun 3493« og 36217. Sími 22-0-22 Frá Tonlistarskólanum í Reykjavík Inntökupróf í söngkennaradeild Tónlistarskólans verð- ur föstudaginn 6. september kl. 5 síðdegis að Skip- holti 33. Næsta námstímabil hefst 1. október 1968. Nánari uppl. um námið og prófkröfur verða gefnar á skrifstofu Tónlistarskólans á milli kl. 11 og 12 daglega. SKÓLASTJÓRI. Ceymsluhúsnœði — Iðnaðarhúsnœði Til leigu er 625 fermetra húsnæði. Til greina kemur að leigja hvorn helming. Jarðhaeð, hátt til lofts, hentug aðkeyrsla. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 6/9 merkt: „Gagnkvæmt — 6944“. Rauðarárstíg 31 ‘""1-44-44 Hverfisgötu 103. Simi eftir Iokun 31160. BÍLALEIGAN AKBRALT SENDUM SlHfl 82347 MAGIMÚSAR mciphoih21 mma#21190 >#t>r lokun • 40381 i HAUSTDTSALA Okkar árlega haust-útsala hefst á morgun Stórlækkað verð á lífstykkjavörum og undirfatnaði Lítils háttar gallaðar lífstykkjavörur. Fylgist með fjöldanum. Kaupið vörur fyrir hálfvirði. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaffastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Sími 14970 Eftír lokun 14970 effa 31746. Sigurður Jónsson. *».

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.