Morgunblaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 19©8 Nýir sölumöguleikar stöðugt kannaðir — sagði talsmaður SH í gær Kæliturninn vekur athygli MYNDIN sýnir kæliturnmn, sem sýndur er á norskri plast- iðnaðarsýningu í Osló um þessar mundir. Jón Þórðanson á Reykjalundi beíur fundið kælitæki þetta upp, og hefur uppfinningin vakið mikla at- hygli. Norska verkfræðifirm- að Alfsen og Gunderson sér um framleiðslu á tækinu, og hefur það þegar fengið pant- anir á 30 stk. slíkra ICEA- TORA, eins og tuminn nefn- ist frá USA og ráðgerir að geta selt þangað fyrir 20 millj. kr. á næsta ári auk miik illar sölu í Evrópulöndum. At hafnamaður einn frá Banda- ríkjunum kom á sýninguna til að skoða tæki þetta, og vill hann fá einkaumboð fyr- ir það í Bandarákjunum. Hann og Breti einn, sem sýninguna sótti, telja kæliturninn mestu nýjung sýningarinnar. UMMÆLI Einars Sigurðssonar, útgerðarmanns, í sjónvarps- þættinum „í brennidepli“ í fyrrakvöld um aukna sölumögu leika SH í Bandaríkjunum vöktu mikla athygli. Morgunblaðið hafði samband við Guðmund H. Garðarsson, blaðafulltrúa SH, og spurði hann um málið. Sagði Guðmundur, að stöðugt væri unnið að könnun á nýjum sölumöguleikum bæði í Banda- ríkjunum og annars staðar, en ekki væri tímabært að ræða þau mál nú. Hins vegar mundi að sjálfsögðu verða skýrt frá því opinberlega, ef nýir og áður ó- þekktir möguleikiar fyrir miklar sölur kæmu fram. Dótturfyrirtæki SH, Coldwat- er Seafood Corp., selur frystar sjávarafurðir á Bandaríkj amark að fyrir um 7-900 milljónir kr. árlega. IMordgard hættir SÍLDARVERKSMIÐJUR ríkis- ins munu hætta rekstri leiguskips ins Nordgaard, sem flutt hefur síld af miðunum, þann 28. sept. Sigurður Jónsson framkvæmda stjóri tjáði Mbl. í gær, að skipið hefði engin verkefni fengið á annan mámuð, og vegna þess yrði skipið ekki lengur haft á leigu. FÍB stofnar ferðaskrifstofu Á ÖÐRU landsþingi Félags ís- lenzkra bifreiðaeigenda, sem hófst í gærmorgun á Blönduósi, kom m.a. fram tillaga um að stofna ferðaskrifstofu, sem verð ur eign félagsins. Var tillagan samþykkt einróma. Á fundinum var kosin stjórn FÍB fyrir næsta starfsár og hlutu þeasir kosningu: Arinbjörn Kol- beinsson, Valdimar J. Magnússon, Haukur Pétursson, Gísli Her- miannsson og Ólafur G. Einars- son. - Björgun Surprise frestað um sinn TILRAUNUM til að ná togaran- um Surprise af strandstað hefur nú verið hætt í bili og er varð- skipið Ægir farið frá. Togarinn liggur nú flatur með fjörunmi og hal'last talsvert írá landi. Sjór er kominm í lestamar og sjór og olía í vélarrúm. Einn- ig befur nokkurr olía flotið frá togaranum upp í fjöruna og sjórinin hefur löðrað togaranm í $ ölíu. Ólafur Tr. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Einars Þorgilsson- ar & Co, sem er eigandi togar- ams, tjáði Morgunblaðimiu í gær, að nú væri ekkert hægt að gera, nema bíða eftir hentugum að- stæðum til rannsókna á skemmd unum. Kristján Amdréssom, skipstjóri, sagði Morgunblaðiniu í gær, að veður væri gott á strandstaðn- um, en daginm áður hafði hvesst mikið og allir vírar, sem héldu togaranum heinium, þá Sldtnað. Lagðist togarimm þá flatur með ströndinmi. Kristján kvaðst eiga von á fulltrúum frá trygginga- félagin.u austur í gær. Sjópróf { málinu hefjast ekki fyrr en eiftir helgima. Færeyingar taka þátt í Færeyjafluginu Færeyjum, 6. september. FÆREYSKA landstjómin hefur ákveðið að þeir skuli sjálfir ann Sýning Haf- steins Austmann SÝNINGN Hafsteins Austmann 1 Unuhúsi við Veghúsastíg lýkur í kvöld kl. 22. Verður hún ekki framlengd, því að Iistamaðurinn er á förum til útlanda. ast um þriðja hluta kostnaðar- ins á flugleiðinni Færeyjar-Kaup mannahöfn, sem SAS og Flug- félag fslands reka nú í samein- ingu. Hefur verið komið á fót nefnd til að endurskipuleggja a/s Flog samband í þessum tilgangi, þar sem landstjórnim og skipfélag Færeyja munu væntamlega leggja fram um 3 milljónir króna sem hlutafé í þessu fyrirtæki. Mikið kapp verður lagt á það af áhrifaríkum aðilum að ná yf- irumsjóninni á flugleiðinni úr höndum íslendinga og fela hana Færeyingum. — Arge. Á fundi með fréttamönnum á Hótel Sögu. Frá v. Volfimg fulltrúi Kahns, Sadruddin Aga Kahn og Pétur Eggerz úr Utamríkisráðu neytinu. (Ljósm. Mbl. Sv. Þor móðsson). VILDI GJARNAN EYÐA SUMARLEYFIMÍNU HÉR — sagði Aga Kahn, forsfjári Flóttamannahjálparinnar — Dvölin hefur verið mjög ánægjuleg hér, sagði Sadruddin Aga Kahn, í samtali við blaða- mann MBL. — Mig langað til að eyða hér sumarleyfi mánu, ef ég gæti komið því við. Tími minn fer annars mikið í ferðalög tii þeirra landa, sem mest eru hjálpar þurfi frá Flóttamanna- hjálpinni. Við erum fslendingum ákaflega þakklátir fyrir þeirra skerf til aðstoðar. Aðspurður um flóttamerun frá Téktóslóvakíu, eiftir innrásina þar sagðí Aga Kahn: — Það hefur enn ekki komið til kasta Flóttamamnastofniunariinn- ar vagna þessa fól'ks. Flestir þessara flóttamanma eiru í Aust- urríki og hefur stjórn landsins veitt þeim rífculega aðstoð — ekki hefur verið farið fram á afskipti okkar ennjþá. — Um hvort ísland hefði verið beðið um að veita flóttafólki hæli, sagði Aga Kahn: — Ned, það hefur alls ekki verið farið fram á slíkt. ísland var eitt þeirra landci, sem tók við ung- verskum flóttamömmum eftir uppreisnina árið 1956. Síðan hef- ur ekki verið farið fram á að ísland veitti fleirum hæli. — Stærstu vandamál okkar í dag eru í Afríku og Asíu. Um 2,6 milljónir flóttamanna alls njóta aðstoðar Flóttamannahjáilparinn- ar. Undansfcildir eru Palestímu flóttamennirnir, sem sérstök stofnun innan SÞ annast. Afríka 1 Afríku einni eru um 7 hundr- uð þúsund flóttamenn. Flestir af þeim svæðum, sem hernaðar- átök stamda yfir á, svo sem í ný- ilendum Portúgala. Vegna sjálf- stæðisbaráttunmar í portúgölsku Amgóla hefur skapazt alvarlegt flóttamainnavandamál, og njóta nm 300 þúsund manns þar að- stoðar Flóttamaninahjálparinnar. Sömu sögu er að segja frá ný- lendum Portúgada í Mosambique og Guineu. —i í Suður-Súdan er lfka mdfc- ið vandamál á ferðinni. Þar hafa þúsundir innfæddra flúið héruð ,sín vagna ofsókna annarra kyn- þátta. Öllu þessu fólki reynir Flóttamannahjálpdn að veita að- stoð og ’koma því fyrir á nýjum svæðum, þar sem það getur séð fyrir sér og sínnm. — Frá S-Afríku hefur einnig flúið nokkur fjöldi innfæddra vegma kynþáttastefnu stjórnar- innar. Þessu fólfcd verður þó að íhjáipa á annan hátt en flestum flóttamannana í Afríku. í stað þess að setja það niður við land- búnaðarstörf beinist aðstoðin að því að mennta það og koma fyr- ir í iðnaði og bæjum. Þakkir til íslendinga — Um ferð síma hingað til lands sagði Aga Kahn: — Ferð mín hdnigað er farin til að þakka íslendimgum framlag þeirra til .flóttamannaaðstoðar. f peningum virðist framlag þeirra kannski ekki svo ýkja hátt, en miðað við fjölda landsmanna er það hátt. Ég átti ánægjulegar viðræður við forsætisráðherra, Qg forseta fslands, sem ég heimsótti að Bessastöðum. — Til viðbótar við framlaig íslenzka ríkisins trl flóttamanna vil ég geta söfnunar Rauða kross ins til flóttamanna í Tíbet fyrir tveimuT árum. Söfnunarfému, rúmu 50 þúsund dalliurum var var ásamt gjafafé frá öðrum Evrópulöndum sameinað í einum sjóð til stynktar tíbetsku flótta- mönmumum. Svo vel heifur tekizt til vdð þá aðstoð að eftir 1—2 ár reikmum við með að fólkimiu hafi endanlega verið komið fyr- ir, flestu í N-Indlandi. Aga Kahn sagði að hann væri nú á förum héðan til Svíþjóðar. Hann beimsækti Norðurlöndin þegar hann gæti því við komið. Þessi lönd veittu allra landa rausnarlegast til Flóttamianna- hjálparinnar. Noregur væri í fyrsta sæti þeirra 76 landa sem fé veittu, síðan kæmi Svfþjóð, Danmörk og ísland. Finnland væri í 11. sæti. Að lokum sagði Aga Kahn að það hefðl verið sér mifcið gleði- efni að kynnast starfi unga fólks ins í Æskulýðssambandi fslands tid hjálpar vanþróuðum þjóðum. Minntdst hann í því samibandi á Herferð gegn hungri og þann frábæra árangur sem bún hefði borið. M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.