Morgunblaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 19€8 0 Eldvarnir í hlöSum Halldór Jónsson verkfræðingur skrifar eftirfarandi bréf: „Ég varð sjónarvottur að hlöðubruna í dag. Þetta var í hesthúsum Fáks á Skeið- vellinum. Hlaðan er úr timbri með báru- járnsklæðningu. Gengu slökkviliðsmenn þar 4 vasklega fram í því að rífa jámið af þak- inu og sprauta vatni 1 heyið. Verða að sjálsfögðu miklar skemmdir á húsinu við þá athöfn eina að koma vatni á eldiran, í viðbót við það, að eldurinn magnast við að fá loft. Nú mun næsta algengt að kvikni í heyjum. Mér flaug i hug, hvort ekki væri sjálfsagt, að leggja ein 4 rör uradir þaksperrur í öllum hlöðum, þar sem vatnsleiðslur eru í nágrenni. Tentgja mætti þau þannig að hægt væri, jafnvel á sjáil- virkan hátt, að hleypa vatni á þá hluta hlöðunnar, þar sem eldur væri laus. Þann- ig mætti hefja slökkvistarfið tafarlaust og um leið sjá til þess að sem minnst loft komizt að éldinum. Ekki trúi ég, að slíkt kerfi myndi kosta meira en sem svarar nokkrum hestburðum, en gæti bjargað þvi fleiri og veitir ekki af í grasleysinu. Árekstur og umferðatafir Úr því að ég er farinn að tala um hluti, sem eru tengdir sirenum og rauðum. ljós- um, þá er ekki úr vegi að minnast á lög- regltma. Það er alkunna, að verulegar um- ferðartafir myndast gjarnan, þegar árekst- ur verður á fjölförnum stað. Mér hefur sýnzt, að kortlagning lögreglunnar af að- stæðum á slysstað taki verulegan tíma, og á meðan eru þátttökubílar í árekstrinum ekki færðir úr stað. Mætti ekki flýta gangi mála þarna veru- lega um leið og betri mynd fengist af staðnum, með allri virðingu fyrir listræn- um hæfileikum kortagerðarmanna, þannig að lögreglan hefði lyftubfl til umráða. Úr körfu hans mætti taka ijósmynd af aðstæð- um og ryðja síðan götuna tafarlaust. Fróð- legt væri að gera tilraun með þetta. Halldór Jónsson.** 0 Ósmekkleg skrii N.M. skrifar eftirfarandi: „Heiðaraði Velvakandi: Viltu ljá fáeinum orðum mínum rúm i dálkum þínum. Bið ég þig þess vegna furðulegra og I hæsta máta ósmekklegra skrifa Torfa Ólafssonar í Velavkanda 29. ágúst s.l., en þar vænir hann mig um að hafa stolið einum fegurstu ljóðum Jónasar Hallgrimssonar, og birt sem mitt eigið verk í eftirmælum er ég fékk birt I Mbl. 30. júii s.l. Ég hefði h aldið að eftirmæli væru þess eðlis, og þar að auki tiiíinniragamál við- komandi vandamanna látinna, að óviðkom andi persónur eins og fyrrnefndur Torfi, gætu látið kyrrt liggja, þótt að ef til vili tækist klaufalega með uppsetningu. Gat ég ekki valið látnum ástvini fallegri ljóð, en láðist að geta höfundar. Má þar kannski um kenna reynsluleysi mínu í birtiragu eft irmæla. Þykir mér furðuleg illkvittni fólks, sem leikur sér að þvl að særa tilfinningar ó- kunnugra, og það á opinberum vettvangi, og sér í lagi þegar um málefni sem þetta er að ræða. Hefði Torfi viljað hnýta í blaðamenn Mbl. fyrir eftirtektarleysi á „smekkleys- unni“, hefði hann getað stílfært bréfið á annan veg. En ég tel Matthías ritstjóra hafa rekið endahnútinn á málið með orðum sínum fyrir neðan grein Torfa, og kann ég honum þakkir fyrir. Svo skulum við sjá hve smekk legur Torfi verður ef ske kynni að hann sendi blaðinu eftirmæli. Þökk fyrir birtinguna, N.M.“ 0 Hreint land, fagurt land Ragnar í Grindavik skrifar: „Velvakandi. Þar sem alltaf er verið að tala um að halda landinu hreinu, langar mig til að skrifa nokkrar línur um það, sem ég og fjölskylda mín urðum vitni að austur í Hallormsstaðaskógi, sem er mjög fallegur staður. Við tjölduðum i Atlavík 11.—13. júli sl. Kvöldið, sem við komum, veittum við þvl athygli, að þarna voru ruslatunnur og kamrar, sem er ágætt á svona stöðum. En þeir, sem hugsa um staðinn, höfðu þurft að laga einn kamarinn og hafa víst ekki haft tíma til að hreinsa upp eftir sig spýtnaruslið, því að það var allt I kring. Morguninn 13. júli var ég á gangi um svæð- ið og kom þá ásamt fleira fólki að opinni gryfju, þar sem kamar hafði staðið. Við byrjuðum strax að róta ýmsu drasli niður i gryfjuna, en fundum brátt torf, sem þar hafði verið stungið upp og settum það yfir. Þegar við fórum að aðgæta betur í kringum okkur, sáum við að tveir kamrar höfðu verið teknir upp og fluttir burt, en þeir, sem það gerðu, höfðu ekki gefið sér tíma til að slétta yfir gryfjurnar undir þeim. Seinna þennan sama dag sá ég svo að kamrarnir vorti komnir út að Eyðum og mun ekki hafa verið vanþörf á því, þvi að þar var stanslaus biðröð fyrir framan fyrir að hugsa um svona fallega staði, ættu að líta betur í kringum sig, þá yrði þetta kannski betra. Ragnar, Grindavík." 0 Úr umferðinni Bílstjóri skrifar: „Kæri Veivakandi. Ég ætla að biðja þig að koma þvi á framfæri til ráðamanna umferðarmála, hvort ekki sé heppilegra að loka annarri akgreininni norðan gatnamóta Mikiubraut- ar og Grensásvegar, þegar ekið er austur Miklubraut, til dæmis hægri akgrein eftir að hægri beygju inn á Grensásveg er komið, llkt og gert er á horni Lækjargötu og Bankastrætis. Ég tel þetta fyrirkomulag eins og það er nú alveg ófært. Ég trúi ekki öðru en þessu verði breytt áður en þarna verða árekstrar eða jaínvel stórslys — í síðasta lagi áður en skyggni fer að versna að ógleymdri hálkunni. Bílstjóri." jm BILALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Sími 22-0-22 Rau&arárstig 31 SÍM' 1-44-44 mum Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. BÍLALEIGAN AKBRALT SENDUM SÍMI 82347 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Sími 14970 Eftir iokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. ÓTTAR YNGVASON héraðsdómslögmaður M ALFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLÍÐ 1 • S(MI 21296 FVRIR ÞÚSUND KRÓNUR á mántiði og þúsund króna útborgun getið þér fengið svefnsófann sem kostar aðeins krónur ll.9809oo SfRI Komið og skoðið þennan fallega og vandaða sófa sem vér getum sýnt yður I 30 mismunandi litum Stólar fást I stíl j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.