Morgunblaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 13
Færeyingar veiða enga síld Einkaskeyti til Morgun- blaðsins írá Þórshöfn í Færeyjum. FÆREYSKI reknetaflotinn, , sem verið hefur á sildarmið- unum við Bjarnarey og Sval-| barða, hefur ekkert veitt og í er kominn heim. Útlit er fyr- / ir, að ekki verði að frekari) veiðiferðum í ár. í fyrstu var búizt við því, að 45 skip myndu stunda veiðarnar, en slæmar veiði- horfur ollu því, að einungis i5 skip fóru á miðin. Árið 1967 veiddu Færeyingar 60.000 tuinnur síldar og árið 1966 120.000 tunnur. — Arge. Verður Tshombe lútinn lnus? Alsír, 3. septemiber, NTB. AFRÍKANSKIR utanríkisráð- herrar koma saman á miðviku- dag til að undirbúa fund æðstu manna Einingarsambands Af- ríkuríkja, sem á að hefjast 13. september. Talið er að banda- lagið muni biðja Breta að beita vopnavaldi til að steypa stjórn Ian Smith í Rhodesíu, og að örlög Moises Tshombes, fyrrver- andi forsætisráðherra í Kongó, verði rædd. Búizt er við að flest ríkin verði hlynt því að láta hann lausan. Þá verður og fjall- að um borgarastyrjöldina í Ní- geríu. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1968 13 Graenmetis- og síldnrmnrknðir lil ngóðn fyrir Bústnðnkirkju Á sunnudaginn kemur efnir Kvenfélag Bústaðasóknar til grænmetis og síldarmarkaðar í Réttarholtsskólanum. Hefst hann kl. 2.30 síðdegis. Þama verða kynntir grænmetis og síldarrétt ir frá Síldaroéttum h.f., Súðavogi 7 og grænmeti frá Sölufélagi Garðyrkjumanna, sem þeir hafa á boðstólum í verzlunum bæj- arins. Gefst húsmæðrum kostur á því að kaupa til haustsins, en um leið fer þama fram kynning á ýmsum réttum, sem Sigriður Hjartar, húsmæðrakennari ann- ast. En uppskriftir þeirra rétta, sem hún framreiðir, svo og ýms- ar aðrar, verða til sölu á mark- aðnum. Þá verða þarna einnig til sölu fjölmargar plöntur frá Gísla Sigurbjömssyni í Ási, að því ógleymdu, að borð munu svigna undan heimabökuðum kökum, sem kvenfélagskonur bjóða. Allur ágóði af markaði þess- um, svo og öðrum fjáröflunar- leiðum Kvenfélags Bústaðasókn- ar, rennur óskiptur til Bústa’ða- kirkju, en hún ásamt safnaðar- heimilinu verður fokheld núna í þessum mánuði. Er þá öll bygg- ingin tilbúin fyrir innréttingu, en fyrst verður tekið til við að virma í kirkjuskipinu sjálfu. Þeir, sem mæta á markaðnum í Rétt- arholtsskólanum á sunnudaginn, eru þannig að stuðla að því, að safnaðarkipkjan og heimilið korrú fyrr í gagnið. Skrifstofustúlka Iðnaðar- og innflutningsfyrirtæki óskar áð ráða vana stúlku. Umsækjandi þarf að hafa: A. Góða menntun. B. Bókhaldsþekkingu. C. leikni í meðferð skrifstofuvéla og vélritun. D. Einhverja tungumálakunnáttu. E. Meðmæli ef fyrir hendi eru. Allar umsóknir verður farið með sem trúnaðarmál. Væntanlegir umsækjendur leggi umsóknir inn á af- greiðslu Morgunblaðsins fyrir 16. þ.m. merkt: „6890“. Geymið þessa auglýsingu. Hún kemur ekki aftur. íbúðir til sölu Við írabakka í Breiðholti eru til sölu 3ja og 4ra her- bergja íbúðir. Þær seljast tilbúnar undir tréverk. Sameign fullfrágengin og húsið málað utan. Stórar svalir bæði til austurs og vesturs. Útborgun kr. 150.000.00. Seljandi bíður eftir láni Húsnæðismálastjómar ríkisins. Kynnið yður verð, greiðsluskilmála og annað sem rnáli skiptir. Málflutnings og fasteignastofa L Agnar Gústafsson, hrl. j Bjöm Pétursson f asteignaviðski p t i Austurstræti 14. , Símar 22870 — 21750. J Utan skrifstofutíina: , 35455 — ferðaskrifstofa bankastræfi 7 símar 16400 12070 travel ENNÞÁ ER HÆGT AÐ KOMAST ÓDÝRT SUMARAUKINN MEÐ SUNNU SUNNAR í TIL ÚTLANDA ÁLFU ------ London 8 dagar. Brottför 1. október. Aðeins kr. 7.900.00. Parísarferð fyrir þá, sem óska yfir helgina. Edinborg — Kaupmannahöfn — London 19 dagar. Kr. 15.700. Siglt út með Gullfossi. Flogið heim með Gullfaxa. Heimsborgimar heilla. Leikhúsin og skemmtistaðirnir lokka. Mallorka — London 17 dagar. Verð frá kr. 8.900.00. Brottfarardagar: 11. sept. (fullbókað), 18. sept., 25. sept. (fullbókað), 9. okt. (fá sæti laus), 23. október. Sólin skín á Mallorca allan ársins hring, og þar falla appelsínumar fullþroskaðar í janúar. Lengið sumarið og farið til Mallorca þegar haustar að. Sólarkveðjur farþeganna, sem Sunna annast, fölna ekki. ÞVÍ ER SLEGIÐ FÖSTU: HVER GI MEIRA FYRIR FERÐAPENINGANA. FERÐ AÞJÓNUSTA SUNNU FYRIR HÓPA OG EINSTAKLINGA ER VIÐURKENND AF ÞEIM FJÖLMÖRGU, ER REYNT HAFA. f erðirnar sem folkið velur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.