Morgunblaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1««« JRIiKgtiiiÞIiifrifr Útgefandi Hf Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Sigurður Bjamason frá Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. RitstJórnarfuIltrCu Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Askriftargjald kr 120.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu. Kr. 7.00 eintakið. SAMKOMULA GIÐ VIÐ HRAÐFR YSTIHÚSIN Dík ástæða er til þess að fagna því að samkomu- lag hefur tekizt milli ríkis- stjórnarinnar og Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna um aukinn stuðning hins op- inbera við hraðfrystiiðnaðinn í landinu. Samþykkti auka- fundur Sölumiðstöðvarinnar tilboð ríkisstjórnarinnar um 75% verðtryggingu eftir 1. ágúst sl. og 25 millj. króna fjárframlag, sem greiðist til hraðfrystihúsanna á sama hátt og hagræðingarfé í sam- ræmi við framleiðslu hvers húss á árinu. Fyrir 1. ágúst var verð- tryggingin, sem samið var um í ársbyrjun 50%. En báð- ar verðtryggingarnar miðuð- ust við verðlækkanir frá þeim markaðsverðum sem voru um síðustu áramót. Hraðfrystiiðnaðurinn í landinu hefur undanfarið átt við mikla erfiðleika að etja. Veldur því fyrst og fremst hið stórfellda verðfall, sem orðið hefur á afurðunum. Af hálfu ríkisvaldsins hefur ríkt skilningur á þessum vandkvæðum hraðfrystihús- anna. Þess vegna hafa verið samþykktar ráðstafanir á Alþingi um ýmislega aðstoð við þau, m.a. hagræðingu, sem á að stefna að því að gera rekstur húsanna hag- kvæmari og öruggari. Því miður hefur sú viðleitni ekki ennþá borið þann árang ur sem skyldi. En brýna nauðsyn ber til þess að hraða hverskonar aðgerðum til þess að treysta grundvöll fiskiiðnaðarins. Það má ekki dyljast neinum að hraðfrysti- húsin og önnur fiskiðjufyrir- tæki eru bókstaflega lífæð framleiðslu og atvinnu í landinu. Rekstrarstöðvun hjá einstökum frystihúsum þýðir óhjákvæmilegt atvinnuleysi og ófyrirsjáanlega erfiðleika hjá öllum almenningi í þeim byggðarlögum, sem fyrir slík um áföllum verða. Sú aðstoð, sem ríkisstjórn- in hefur nú heitið hraðfrysti- húsunum með hækkun verð- tryggingar er mjög þýðing- armikil, og í skjóli hennar munu frystihúsin yfirleitt reyna að halda áfram rekstri. En svo hörmuleg er aðstaða margra frystihúsa í hinum ýmsu landshlutum að ekki er sjáanlegt að þau verði rekin á næstunni, og sum þeirra hafa þegar stöðvazt. í þeim byggðarlögum, sem þannig er ástatt um er ekki sjáan- legt annað en hreint vand- ræðaástand sé að skapast. Það ber þess vegna brýna nauðsyn til þess að hraða hvers konar aðstoð við fiski- iðnaðinn, leggja höfuð- áherzlu á framkvæmd þeirr- ar hagræðingar, sem um hef- ur verið rætt að fram færi, en of seint hefur gengið. Kjarni þessa máls er, að á þeim erfiðleikum, sem nú steðja að þjóðinni verður ekki sigrast nema að allir leggist á eitt um það að tryggja rekstur höfuðatvinnu vega landsmanna. En það er sjávarútvegurinn og fiski- iðnaðurinn, sem stendur imd- ir nær allri gjaldeyrissköpun þjóðarinnar. Það er á útgerð og fiskiiðnaði, sem íslenzka þjóðin lifir að langsamlega mestu leyti í dag. Að því ber hinsvegar að sjálfsögðu að stefna að gera afkomugrund- völl þjóðarinnar traustari og atvinnulíf hennar fjölbreytt- ara. Að því hefur verið unn- ið af framsýni og dugnaði af núverandi ríkisstjórn. Hún hefur einnig haft margvís- lega forustu um uppbyggingu sjávarútvegsins, sem á í dag afkastameiri og betri fram- leiðslutæki en nokkru sinni fyrr. NÝJAR ATVINNU- GREINAR Jóhann Hafstein, iðnaðar- málaráðherra, er nú farinn til Sviss ásamt nokkrum ís- lenzkum sérfræðingum, m.a. til að ræða við ráðamenn svissneska álfélagsins um að hraðað verði stækkun ál- bræðslunnar í tengslum við aukinn hraða á virkjunar- framkvæmdum við Búrfell. Þá mun ráðherrann einnig athuga um möguleika á að byggð verði vídisódaverk- smiðja við Straumsvík og ennfremur verða til umræðu möguleikar til vinnslu hér- lendis úr hrááli. Þessi ferð iðnaðarmálaráðherra er þátt- ur í viðleitni ríkisstjómarinn ar til þess að hraða frekari iðnvæðingu landsins í ljósi þess hve ískyggilega horfir í efnahags- og atvinnumálum landsmanna. Er þess að vænta að ekki þurfi að heyja frekari stórorustur á Alþingi fslendinga til þess að fá stjórnarandstæðinga tíl að skilja nauðsyn slíkra fram- kvæmda, enda væri ekki bjart um að litast á vinnu- r v U1 ÍAN UR HEIMI Skoðanakannanir Nixon í vil New York 2. sept. AP. NTB. SAMKVÆMT niðurstöðum bandarískra skoðanakannana upp á síðkastið stendur Hu- bert Humphrey höllum fæti í baráttunni við Nixon um for- setaembættið. Nixon hefur haft um sex prósent meira fylgi í síðustu skoðanakönnun um en Humphrey. AP-fréttastofan. segir, að það hafi vakið alltnikla gremju, er Humphrey neitaði í útvarpsviðtali ásökunum sem komið hafa fram á hendur lögreglunni í Chicago, vegna óeirðanna er urðu meðan flokksþingið stóð. Hefur lög- reglan otðið fyrir miklu að- kasti fyrir að beita kylfum og táragasi og þótti sýna mik- inn hrottaskap. Margir þeirra, sem tóku þátt í mótmælaað- gerðunum voru fylgendur Mc- Carthys. Humphrey sagði í viðtalinu, að hann fordæmdi „fyrirfram undirbúnar ofbeld isaðgerðir og hældi borgar- stjóranum í Chicago á hvert reipi. Sá hefur verið gagn- rýndur víða vegna ráðstafana er hann bauð að gera, þegar óeirðirnar urðu hvað mestar. Humprehy tók í dag þátt í Myndin er tekin af frambjóðehdum demókrataflokksins við kosningarnar í haust, er Humphrey hafði valið Edmund Muskie varaforsetaefni fiokksins. Konur þeirra Jane Muskie og Muriel Humphrey eru með á myndinni. göngu verkamanna í New York. Hann sagði blaðamönn um, að hann væri sannfærð- ur um að meirihluti kjósenda I New York myndi veita sér brautargengi við kosningarn- ar. Tekið er fram í AP-frétt- um að Humphrey hafi verið lítt fagnað og engin teljandi hrífning virzt ríkja vegna þátt töku hans í göngunni. Swasiland sjálfstætt konungsríki — þar með lokið yfirráðum Breta í Afríku, sem hófst fyrir 300 árum Mbabane, Swasilandi, 6. sept. AP. • í dag bættist nýtt nafn á Iista frjálsra Afríkjuríkja, Swasiland. Er það rúmlega 17.000 ferkílómetra konungs- rfki sem verið hefur verndar svæði Breta í rúmlega sex ára tugi. Konungur ríkisins heitir Sobhuza 11, en þegnar hans telja talsvert á þriðja hundr- að þúsunda. Með sjálfstæði Swasilands er lokið þriggja alda yfirráðum Breta á land- svæðum í Afríku. George Thomson, samveldis- málaráðherra Bretlands, var full trúi Elizabethar II. Englands- drottningar vi'ð hátíðahöldin í tilefni sjálfstæðisins, sem hafa staðið yfir í vikutíma og náðu hámarki í dag með sjálfstæðis- yfirlýsingunni. Þúsundir manna voru viðstaddir, er Thomson las kveðjur drottningar sinnar og lýsti yfirráðum Breta lokið. Eld- ar loguðu á hæstu fjallstindum, trumbusláttur ómaði i dölum og bergmálaði í fjallshlíðum og skrautklæddar Swasikonur döns uðu slöngudansa frammi fyrir konungi sínum og gestum. Thomson sagði í ræ’ðu sinni, að Bretar væru hreyknir af því að hafa haft með höndum vernd Swasiland en Sobhuza konungur lýsti fyrir sitt leyti ánægju sinni og landsbúa yfir endurheimt sjálfstæðisins, sem þeir hefðu glatað fyrir rúmum sextíu árum. Forsætisráðherra landsins, Mak hosin Dlamini, prins, hélt einnig ræðu og ræddi um það hlutverk, sem hann ætlaði Swasilandi að leika á alþjóðavettvangi. Staða ríkisins markast af legu þess, á þrjá vegu liggur það að Súður- Afríku og á fjórðu hliðina er portúgalska nýlendan Mozam- bique næsti nágranni. Dlamini sagði, a'ð Swasimenn mundu horf ast í augu við raunveruleikann, framtíð landsins væri háð land- fræðilegri legu og ástandi í efna hagsmálum, en þeir mundu eftir mætti reyna að halda sjálfstæði sínu og forðast of mikil áhrif umhverfisins. Framhald á bls. It markaðnum, ef farið hefði verið að þeirra ráðum 1966. AUÐMÝKJA ÓLAF ENN Tlálgagn Framsóknarflokks- •*■'■*• ins heldur áfram að auð- mýkja formann Framsóknar- flokksins, Ólaf Jóhannesson, í sambandi við afstöðu hans til landhelgissamninganna 1961. í gær birtir blaðið til- vitnun í ræðu Ólafs frá 2. marz 1961 þar sem hann gagnrýnir þau ákvæði samn- inganna, að tilkynna skuli Bretum með fyrirvara um frekari útfærslu, og segir að þessi tilvitnun svari tilvitn- un Mbl. í ræðu Ólafs um af- stöðu hans til Alþjóðadóm- stólsins. Þetta er auðvitað út í hött. Eftir stendur sú staðreynd, að málgagn Framsóknar- flokksins hefur ráðizt harka- lega að formanni Framsókn- arflokksins vegna þess að hann hefur lýst því yfir að hann telji eðlilegt að leggja frekari útfærslu landhelg- innar undir Alþjóðadómstól, ef ágreiningur yrði um slíka útfærslu. KVEINSTAFIR inn af ritstjórum kommún- istablaðsins kveinar aum lega í leiðaradálki blaðs síns í gær og hvetur lesendur sína til að trúa varlega ummæl- um Mbl. um stjórnmálaand- stæðinga. Það er von að þessi maður emji nú í áheym alþjóðar. Ummæli hans um Tékkóslóvakíu sama daginn og kommúnistaríkin frömdu glæpaverk sín þar, hafa vak- ið almenna fyrirlitningu með al landsmanna. „Mikið mega Tékkóslóvakar fagna því að eiga engan Sjálfstæðisflokk í landi sínu. — Og ekkert Morgunblað“, sagði þessi málsvari ofbeldisaflanna í austri og lýsti þar með yfir þeim vilja sínum, að hvorki frjáls blöð né frjálsir flokk- ar mættu þrífast í Tékkósló- vakíu. Það sýnir bezt, hve hið andlega samband Kreml- búa og málsvara þeirra hér er náið, að þessi orð skyldu skrifuð um svipað leyti og rússneskir skriðdrekar mdd- ust inn í Tékkóslóvakíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.