Morgunblaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐK), SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 19«8 17 Senn haustar að og réttir hefjast. (Ljósm. Mhl.: KTÍstunn. Bem.). Þörf þjóðar- einingar Enginn efi er á því að al- menningur fagnar þeim viðræð- um, sem nú eru hafnar á milli allra stjórnmálaflokkanna um efnahagsmál þjóðarinnar og nauð synleg úrræði í þeim Greinilegt er þó, að einstaka aðilar hafa fullan hug á að spilla fyrir, að samkomulag geti tekist. Einkan- lega er þessi spiillingarandi auð- sær í skrifum Þjóðviljans. Þau skrif sýna Ijóslega hve fjarri því fer, að Þjóðviljinn sé íraun og veru málsvari verkalýðsins í landinu. Allir eiiga raunar mik- ið undir því, að allsherjar sam- komulag náist itil að forðast glundroða og óþarfa erfiðleika. Engir eiga samt meira í húfi en verkamenn, því að við þeim blasir víðtækt atvinnuleysi, ef ekkí tekst að halda atvin'nuveg- unum uppi, þrátt fyrir öll þau áföll, sem þeir hafa orðið fyrir. Nú mega menn að vísu ekki kippa sér upp við köpuryrði þeirra, sem hafa það fyrir höf- uðiðju að leggja illt til allra mála. Og í sjálfu sér er skiljan- legt, að þeir, sem vita upp á sig slíka skömm að þeir eiga ekki annað skilið en vera lá’tnir utan gátta, fyllist hafmóði yfir, að þeir séu virtir viðtals. En nú mega hvonki gamlár né nýjar ýf- ingar ráða gerðum manna. Þjóð- arnauðsyn krefst þess, að al'lir leggist á eitt um að leysa vand- ann, enda sýna menn sitt sanna eðli með því móti, sem þeir nú bregðast við. r l tfliitningsverð- mæti minnkar um 40% Fjármálaráðherra gerði grein fyrir því á dögunum, að horfur væru á, að útflutningsverðmæti landsmanna yrðu á þessu ári 40% minni en þau voru 1966. Slí'kur hnekkir er ekk; einung- is óþekktur í sögu okkar síð- ustu mannsaldra he'ldur telja fróð ir, menn, að hann sé einsdæmi í sæmilega þróuðum nútímaþjóð- félögum. Sknafið um það, að þessi áföll sýni gjaldþrot við- reisnarstefnunnar, er án allrar stoðar í veruleikanum. Það er verðfailið á erlendum mörkuðum, aflabrestur og sölustöðvun vegna bargarastyrjialdarinnar í Nígeríu, sem skapað hafa nú- verandi ástand. í einn stað kem- vur hvaða stefnu hefði verið fylgt innanlands í efnahagsmálum, þá hefði ekki verið unnt að koma í veg fyrir þessar aðstæður. Sum- ir segja naunar, að það sé stjórn- arvö'ldunum að kenna, að fslend- ingar hafi ekki haldið þeirri for- ustu, sem þjóðin hafi verið búin að öðlast í framleiðslu og sölu á hraðfrystum fis'ki og vitna þá til ársins 1958. Sá samanburður er einmitt mjög fróðlegur, því að hin mikla fnamleiðsla á fryst- um fiski 1958 stafaði af alveg sérstökum ástæðum. Þá voru það hinar miklu karfaveiðar á Ný- fiundnalandsmiðum, sem mest julku framleiðsluna. Þau mið REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 7. sept eyddust hin,s vegar skjótlega og engar ráðstafaniir ísl. stjórnar- valda gá'tu neinu þar um breytt. Aftur á móti er það óumdeilan- legt, að ríkisstjórnin hefur árum saman veitt hraðfrystihúsunum margvíslegan atbeina og fyrir- greiðslu, svo að sízt er hægt að ásaka hana fyrir skilningsleysi í þessum efnum. Enda hafa and- stæðingarnir stundum skammað stjórnina fyrir að hafa veitt hraðfrystihúsunum of mikla að- stoð og láta þau vera sjálfráðari en skyldi í gerðum sínum. Þá hafa þeir einnig fundið að því, að ríkisstjórnin skuli ekki hafa haft sig meira frammi um markaðs- öflun. Markaðir í Austur-Evrópu 'hafa þó haldizt einungis fyrir atbeina ríkisvaldsins. Annars- staðar hafa útflytjendur sjálfir haft forystu um sölu afurða sinna og verður trauðlega deilt um, að það sé heppilegasta að- ferðin. Enda verða ekki brigður á það bornar að einkanlega SH hefur unnið stórvirki í markaðs- öflun í Bandaríkjunum. Þar hef- ur SÍS tekizt miður, og var eins og kunnugt er gripið til blekk- ingar af hálfu fyrirsvarsmanna þess í því skyni að dylja, að fyrirtæki þeirra hafði orðið und ir SH í samkeppninni. Enn má minna á, að ríkisstjórnin hefur sýnt ólíkt meiri skilning en stjórnarandstæðingar á nauðsyn þess að tryggja markaði okkar í Vestur-Evróþu. Þá er það furðuleg Mékking, þegar reynt ier að gera lítið úr örðugleikunum nú með því að benda á, að útflutningurinn nú sé þó ekki minnj en var t. d. fyrir 5 árum. Svarið við þessu er einfaldlegia þetta: Vandræðin nú mundu engin, ef menn nytu enn sömu lífskjara og áður var, t. d. fyrir 5 árum. Ef þeir, sem þenn- an samanburð gera, vilja um- svifalaust skerða lífskjörin sem þessu nemur, er lausnin fundin! Stöðugt unnið að úrlausn Fullur skilningur á alvöru erf- iðleikanna fæst ekki með því einu að bugleiða þá 40% minnk- un útflutn'ingsverðmætanna, sem fjármálaráðherra gerði grein fyrir. Þar kemur einnig til að þótt aflabrögð væru að ýmsu erfið og kostnaðarsöm árið 1967, þá hefur reynslan þó orðið enn verri á þessu ári. Á það eink- um við um sfldveiðarnar, sem segja má að enn hafi brugðizt að mestu, þrátt fyrir gífurlegan kostnað, sem lagt hefur verið í til að greiða fyrir þeim, m. a. með stórum flutningaskipum til að flýtja aflann með dvöl varð- skips á miðum o. s. frv. Án þessarar fyrirgreiðslu hefði ekki fengizt jasfnvel sá litli afli, sem á land hefur borizt. Þá ætti einnig að vera óþarfi að minna á áföllin vegna hafíss á sl. vetri og langt fram á sum- ar, kálskemmdir víðsvegar um land og óhagstætt veðurfar í mörgum héruðum. Það er í sjálfu sér ekki þakkarvert beldur ein- ungis í samræmi við eðli máls- ins, að ríkisstjórnin hefur gert állt, sem hún hverju sinni hefur megnað til að, ráða fram úr þess- um og öðrum erfiðleikum. En það kerruur úr hörðustu átt, þegar sumir stjórnarandstæðingar eru í blöðum 'SÍnum hvað eftiir annað að áfellast stjórnima fyirir, að störf hennar hafi tafizt sökum sumarfría ráðherranna Auðvitað taika ráðherrar sér frí eins og aðrir menn, en þess má gjaman geta, að í allt sumar hafa verið haldnir ríkisstjórnarfundir í hverri eiruustu vifcu og þar rætt og teknar ókvarðanir um aðkall- andi mál. Mun það einsdæmi, að fundir hafi aldrei fállið nið- ur og er a.m.k. mjög ólíkt því, sem á vinstri stjórnar árunum tíðkaðist, þegar löngum reynd- ist ómögulegt að ná ráðherrum til funda, jafnvel þegar mest lá við og allt logaði í innbyrðis ósamkomulagi. Skapa nauðsyn- legt sv igrúm Ásakanir um það, að tillögur ríkisstjórnarinnar nú séu of síð- búnar vegna starfsleysis ráðherr anna og aðstoðarmanna þeirra eru með öllu óréttmætar. Svo og ful'lyrðing um, að setning bráðabirgðalagianna nú samtímis því sem viðræður stjómmála- flokkanna hófust, sýni, að stjórn in hafi verið vanbúin og of sein í svifum. Einstaka góðviljaðir m&nn hafa rneðal annars í fljótræði hal'dið því fram, að kynlegt hafi verið að setja þessi bráðabirgðalög um leið og um- ræðurnar hófust, því að eðli- legra hefði verið að kanna fyrst, hvort unnt væri að ná samkomu- lagi um nauðsynlegar ráðstaf- anir. Bráðabirgðalögin voru ein- mitt sett ekki sízt til þess að skapa nægilegt svigrúm fyrir þessar viðræður. Það var fyrir- sjáanlegt, að vitneskjan um þær vár löguð til þess að skapa óróa og koma af stað ýmiskonar orð- rómi og óheppilegum spekula- sjónum. Atburðirnir um síðustu helgi sönnuðu svo vel, að ekki verður um deiLt, að þessi skoð- un var rétt. Einmitt þess vegna varð að gera ráðstafanir í sam- bandi við upphaf umræðnanna. Bráðabirgðalögin segja alls ekki til um hver frambúðarúrræði eigi að velja. Greinilegt er, að sum- um sýnist eðlilegast að fella gengið, öðrum að auka uppbóta- greiðsluT og afla fjár til þeirra með nýjum sköttum, enn öðrum, að víðtæk og varanleg höít sé líklegas'ta ráðið. Einungis ítarleg athugun og könnun allra að- stæðna geta skorið úr um hver leiðin sé heppilegust eða hvort fleiri en ein fcomi til igreina eða e.t.v. ál'lar í sameiningu. Hin víðtæka gagnasöfnun, sem nú á sér stað, er gerð til að auðvelda mönnum úrskurð um þetta. Þessi lagnasöfnun er rækilegri en menn áður hafa afllað, og jafnframt því, sem hún er mun umfangs- meiri, þá er hún eiinnig mifclu fyrr á ferðum en hingað til hef- ur tíðkazt um svipaðar upplýs- ingar, þótt af miun Skornari skammti væru. Mælast ekki einir við Ótvíræbt er, að flleiri en ein tegund úrræða kemur til greina. Ef menn ætla að reyna að ná víðtæku samstarfi, þá tjáir ekki fyrir neinn einn að segja fyrir- fram, að hann fallist ekki á nei'tt annað en það, sem hans eigiin kredda segir til um. í slíkum viðræðum mælast menn ©fcfci ein ir við, heldur verða að hlusta hver á annan og taka hæfilegt tillit til skoðana annarra. Jafn- framt því, sem ekki er hægt að ætlást til þess af neinum, að bann fallist á 'nöfckuð það sem, algjörlega brýtur gegn sannfær- ingu hans, og hann er viss um að hefur þveröfug áhrif við það sem til er ætlast. Menn verða einnig að muna, að þótt viss úr- ræði geti dugað vel, ef tiltekin atvik eru fyrir hendi, þá er eng- an veginn þar með sagt, að þau eigi ætíð við. Það er t.d. út í bláinn að briigzla forsætis- ráðherra nú um það, að hann hafi fyrir tveimur árum talið, að þjóðistjórn ætti þá ekki við. Það er alveg rétt, en hann sagði áreiðanlega jafnframt, að þau atvik gætu verið fyrir höndum, að slík stjórn væri æskileg, a. m.k. um skamma hrfð. Nú, þegar uimskiptiin eru meiri í efnahags- málum, en menn nófckru sinni áð ur hafa staðið flrammi fyrir hér- lendis á okkar dögum, þá mæt’ti ætla, að slík atvik væru fyrir hendi, ef þau þá nokkurn tíma eru það. En þá reynir á hvort hinir, sem í ótíma voru að tala um þjóðstjórn, vilja nú í raun og veru leggja sig fram um að koma henni á, þegar þjóðarþörf krefst víðtæks samstarfs. Jafn- framt mega stjórnarsinnar ekki kippa sér upp við það, þó að andstæðingarnir hælist um yfir að stjórnarstefnan hafi ekki megnað að koma í veg fyrir þessi vandræði. Þeir lifa lengst, em með orðunum einum eru vegn •, og staðreyndirnar sanna, að au tvö höfuðatriði, sem mest var um deilt í stjórnarstefnunni: Söfnun gjaldeyrisvarasjóðs og upphaf stóriðju hafa orðið þjóð- inni til ómetanlegrar blessunar, enda væri nú hér allt öðruvísi og miklu lakar um að litast, ef ríkisstjórnin hefði ekki fengið þessu ráðið. Jafnframt skulum við játa, að þrátt fyrir alla örð- ugleikana þá eru íslendingar nú miklu betur undir það búniir en nokkru sinni fyrr að taha á sig nokkra skerðingu eða rýrnun lífskjara. Lífskjarabatinn síðustu árin var svo ör, að þrátt fyrir þá misbresti, sem nú hafa orðið, getur öllum liðið hér vel eftir sem áður, ef rétt er að farið. Brottför Jóns Pétui-s Sigvaldasonar Hið fjölmenna kveðjuhóf, sem Jón Pétur Sigva'ldason sendi- herra Kanada hélt s.l. miðviku- dag bar glöggt viltni þeim vin- sældum er þau hjón, hann og hans ágæta eiginkona f.rú Olga, hafa aflað sér þau ár, sem hann hefur gegnt starfi sendiherra hér á landi. Aðsetur hans er raunar í Osló, en hingað hefur hann komið a.m.k tvisvar á liverju ári, ferðast víðsvegar um landið og kpnnst fjölda manna. Hann fylg- ist auk þess óvenjulega vel með gangi mála hér á landi, með því að lesa að staðaldri íslenzk b'löð og er kiunnugri þjóðarhögum en margir þeir, sem hér hafo fasta búsetu. Gaman er að beyra hversu honum heflur farið fram í íslenz'ku á þessum árum. l'egar banin kom hingað fyrst fyrir um það bil fjóru og hálfu ári, sfcjldi hann raunar íslenzku og talaði nokkuð en heldur stirðlega. Nú má segja að hann tali reiprenn- andi. íslenzkukunnábta hans er því athyglisverðari sem hann hafði á fullorðinsárum ekki haft nein teljandi samskipti við fs- lendinga þangað til hann kom hingað og því ekki gefist færi á að ha'lda við tungu forfeðra sinna, sem hann lærði á bernsfcu heimili sínu vestan hafs, jafn- framt enskunni. Eibt af því sem sendiherrann drap á í samta'li var hversu Kanadastjórn ætti í mikl um örðugleikum vegna verðfall's á fiski, isem bibnaði einlkum á íbúum sjávarhéraðainna á aust- urströnd Kanada. Hann taldi fiskimenn í Kanada vera samtals um 80 þúsund og sagði að nú væri verið að gera ráðstafanÍT til að fæfcka fiskimönmum um 15 þúsundir eða rúmlega tvöfalt hærri tölu en nemur fjölda allra íslenzfcra fiskimanna. Þetta er hægt í auðugu landi eins og Kanada. Hér horfir allt öðruvísi við, hér eru fiskveið- arnar undirstöðuatvinnugreinin, sem al'lar 'hinar verða að sækja sinn erl. gjaldeyri til. Þess vegna er hæpið að hve miklu leyti við getum lært af hjálpar eða var- úðarráðstöfunum annarra þjóða í þessum efnum. Þær hafa mögu- leifca til að ráða fram úr þessum vanidamálum og einnig styrkja sína fiskimenn á all't annan veg en við gebum. Gleðiefni Magnúsar Tékkóslóvakíu-málin hálda á- fram að hrella kommúnista hér, að þeirra eigin sögn. Ritstjóri Þjóðviljans hefur þó fengið si'tt- hvað til að gleðjast yfir innan um allar hrellingarnar. Aðgerð- ir Sovét-manna hafa tryggt, að um ófyrirsjáanlega framtíð verða Tékkar bæði lausir við Morgun- blað og Sjálfstæðisflokk í sínu landi eins og ritstjórinn lýsti fögnuði sínum yfir á sjá'lfaninn- rásardaginn, Nú hafa ungirFram' sóknarmenn einnig hitað honum um hjartaræturnar með því að nota næstu daga eftir hernám Tékkóslóvakíu til að krefjast iva'rnarleysis íslands og gefa i skyn að þeir vi’lji dvöl landsins í Atlantshafsbandailagiinu sem skemmsta. Á hinn bóginn er hæp ið að ritstjórinn hafi jafn mikla gleði af skrifi manns nokkurs á Afcureyri, sem færði Atlants- hafsbandalaginu og varnarliðinu það til foráttu, að það hafi ekki varið okkur gegn Bretum í þorska stríðinu. En sá góði mann gleymdi því, að það voru einmitt komm- únistar, sem komu í veg fyrir að athæfi Breta væri þá kært fyrir Atlantshafsbandalaginu, eins og Sjálfstæðismenn gerðu tillögu um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.