Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 2
MOKGUNBLAÐH), MIÐVIKUDAGUR 11. SEPT. 1968 Morgunblaðsmenn hlutu hæsta vinninginn TÓLF starfsmenn Morgunblaðs- ins duttu heldur betur í lukku- 'pottinn, þegar dregið var í gær í Happdrætti Háskóla íslands. Dregnir voru 2.300 vinningar að Ijárhæð 6.50O.0O0 krónur, en hæsti vinningurinn kr. 500 þús- 'und kom í hlut Milljónar hf, happdrættisfélags starfsmanna Morgunblaðsins, á hálfmiða nr. 44647. Þeir áttu röð af miðum og 'fengu einnig báða aukavinning- ana, samtals kr. 20 þúsund. 100 þúsund krónur komu á heilmiða tar. 51519, og voru allir þessir miðar seldir í umboði Frímanns Frímannssonar « Hafnarhúsinu. PáU H. Pálsson hjá happdrætt- inu tjáði Mbl. í gær, aS injög míkíð væri um það, að starfs- félagar iranan margra stofinana, spilafélagar, sauimaklúbbskonur o. fl. mynduðu imeð sér happ- drættisfélag og keyptu röð af miðum. Þanndg yrðu margir um kostnaðinn við að endurnýja, en gærtu á hinn bóginn fengið góð- an skilding í sinn hlut ef heppn- in væri með. Islendingar á f iskmjöls- framleiðendaráðstefni — Ranghermi að Norðmenn hati boðað til ráðstefnu um lýsissölu RAÐSTEFNA Alþjóðasamtaka fiskmjölsframleiðenda (Inter- national Association of Fish- meal Manufacturers) verður haldin í Bremen í Þýzkalandf dagna 30. sept. til 4. okt. n.k. Þar verða markaðshorfur á mjöli fyrst og fremst til umræðu, en einnig á lýsi. íslendingar eru aðilar að þessum alþjóðasamtökum og munu senda fulltrúa til Brem- an-fundarins. Framkvæmdastjóri Felags ísl. fiskimjölsframleið- enda, dr. Þórður Þorbjamarson, sækir fundinn væntanlega, auk Sveins Benediktssonar, Val- garðs Ólafssonar og Jónasar Jónssonar. A ráðstefnunni í Bremen mun maður að nafni Harry Kriegel flytja fyrirlestur um lýsisfram- leiðslu í heiminuin og markaðe- mál. Sami maður mun einnig flytja fyrirlestur á fundi sam- taka sem nefnaist International Association of Seed Crushers, sem haldinn ver'ðux í Bandaríkj- unum í lok september. Þetta eru samtök framleiðenda á feitmet- isvörum til manneldis, fóðurs og iðnaðar, en framleiðsla á þess konar feitmetisvörum er talin nema 37—38 milljónum tonna á ári, þar af um 1 til 1.1 milljón tonn af lýsi. Á ráðistefnu þessara síðast- nefndu samtaka er lýsissala m.a. á dagskrá. íslendingar munu aldrei hafa sótt fundi þessara samtaka. Það hafa Norð menn hins vegar gert. Hitt er alrangt, sem fullyrt hefur verið í dagblaði í Reykjavík, að Norð- menn hafi boðað til sérstaks fundar í Bandaríkjunum til að ræöa markaðshorfur á mjöli og lýsi. 1 Charles E. Goodell Republikaninn Charles E. Coodell tekur við sæíi Kennedys GERT var ráð fyrir því í gær, að Nelson Rockefeller rikisstjóri í New York ríki, myndi tilnefna republikan- ann Charles E. Goodell sem öldungadeildarþingmann í stað Roberts heitins Kenn- adys, en sæti hans í öldunga- deild bandaríska þingsins hefur staðið autt, frá þvi hann var myrtur fyrir þremur mán uðum. Goodell hefur átt sæti í fulltrúadeild bandaríska þingsins í 9 ár. Goodell er lögfræðingur að mennt og nam við Williams College og Yale-háskóla. Hann er 42 ára gamall og átti mikinn þátt í því, að sam- komulag náðist á flokksþing- inu á Miami í Florida um stefnu varðandi Víetnam- styrjöldina, svo að bæoi Nix- on og Rockefeller gátu fallizt á hana. Margir republikanar hafa áður látið í ljós gagnrýni vegna þess að þeim hefur þótt líða of langur tími, án þess að skipaður yrði nýr öldunigadeildarþingmaður eft- ir dauða R. Kennedys. Af hálfu demokrata hefur þetta verið gagnrýnt einnig og það opinberlega. Áður á Rockefeller að hafa innt Lindsay borgarstjóra í New York, eftiir því hvort hamn sem æðsti maður Repu- blika-nafl., næst sér í New York ríki, vildi taka vfð sem öldungadeildarþinigmaður. — Gerði Rockefeller þetta sök- um þess, að hann vildi ekki bera ábyrgðina á því, að Lindsay yrði að láta af borg- arstjóraembættinu, nema því aðeins að Lindsay væri því sjálfur fylgjandi. Hefði Lind- say tekið við sætinu í öld- ungadeildinni, mjrndi demó- kratinn Frank D. O'Connor, forseti borgarstjórnarinnar í New York, sjálfkrafa hafa tekíð víð stöðu borgarstjóra af Lindsay. m m m *£¦¦ ¦« VP Málverkasýning þeirra Önnu Sigríðar Bjömsdóttur og Ragnheiðar Jónsdóttur í nýbyKRinRu Menntaskólans hefur verið vel sótt. 400 manns hafa séð sýninguna og 8 málverk selzt. Sýn- ingunni lýkur um næstu helgi, en hún er opin daglega til kl 22. Hér sest Anna Sigríður við tvær af myndum sínum. „Kýjar aðferðir gagnbylt- ingarsinna í Tékkóslóvakíu' — segir „Pravéa", og sakar blöð þar — um tvöfeldni í fréttaflutningi Moskvu, 10. sept. AP. — Sovézk Wöð oj fréttastofn- anir halda áfram kvörtunum sín um yfir því hversu hægt gangi að koma ástandinu í Tékkóslóv- akíu í „eðlilegt horf" en það hugtak hefur ekki fengizt skil- greint af sovézkri hálfu. „Pravda" málgagn sovézka kommúnistaflokksins, sakar í dag blöð og fréttastofnanir í Tékkóslóvakíu um tvöfeldni í fréttaflutningi og um að berjast gegn Moskvu samkomulaginu. Blaðið segir, að .^agnbylting arsinnar" í Tékkóslóvakíu séu nú að taka upp nýjar aðferðir. Þeir tali hástöfum um „eðlilegt ástand" og þykja samþykkir Moskvusamkomulaginu, en í reynd séu þeir jafn andvígir því og áður og berjist hatrammri bar áttu fyrir því að geta haldið áfram starfsemi sinni. „Pravda" segir, að ýmis blöð í Tékkóslóv- akíu reyni að villa almenningi í Tékkóslóvakíu sýn með því að staðhæfa að þar hafi aldrei ver ið nein gagnbylting og andbylt- ingar- eða gagnbyltingarsinnar séu hvergi starfandi í landinu. Þá segir „Pravda", að blöðin birti allskyng umsagnir og grein ar, sem séu í algerri andstöðu við þær ræður og opimberu til- kynningar, sem þau birti jafn- framt. f gær var það TASS-frétta- stofan sem kvartaði sáran undan því frelsi, sem ennþá ríikti hjá blöðum og fréttastofnunum Tékkó slóvakíu og er augljóst, að leið- togar sovézkra kommúnista ótt- ast þessa aðila mjög. Tass sagði m.a., að sum blöð Tékkóslóvak- íu birtu yfirlýsingair, sem væru fjandsamlegar innrásinni og inn rásarliðinu, önnur blöð sveipuðu gagnrýní sína eínhversonar blæju, sem þó allir sæju gegnum. Sagði Tass, að nauðsynlegt væri að blöðunum yrði stjórnað af Málning hl. reynir útilutning á málningu — íslenzk málning á fœreyskum markaði MÁLNING HF hefur nýlega sent málningu frá Daramörku, Noregi á markað í Færeyjuim málningu og Þýakalandi, miðað við verð fyrir u. þ. b. 20 þúsund danskar og gæði. kr. Kolbeinn Pétursson, for- Þegar Mbl. innti Kolbein stjóri, er nýfcominn heim frá írétta af útflutningsitilraunum Færeyjum, þar sem hann kann- fyrirtækisins, sagði hann, að aði markaðsniög'uleika og verð þeim hefði þótt tilhlýðilegt að og gæði þeirrar málningarvöru, reyna fyrst slík vðskipti við sern sem þar er seld. í ljós kom að inálægasltar og skyldastar þjóðir. íslenzk málning frá Málningu er Kolbeinn lagði áherzlu á, að á fyllilega sambærileg innfluttri ]þeim útflutningsviðslkiptasviðum sem væri verið að reyna í fyrsta simn, yrði að fara varlega og ikynna sér viðskipti, þar sem ýmis vandamál kæmu til greina. Fyrir Færeyjaimarkað kvað Kolbeinn helzt um að ræða ,skipamál)ningu, utanhúss olíu- niálningu á járn og tré og svo .spred satin málningu og voru þessar málningartegu'ndir í send- linigunni, sem er komin á markað í Færeyjum. Umboðsmaður Máln ingar hf í þessum útflutningi er Agnar Samúelsson, kaiupmaður í Kaupmannahöfn. Lýst eftir ökumönnum MAÐUR handleggsbrotnaði, þeg- ar hainn varð fyrir Volkswagen- bíl á Vesturlandsvegi, skaimmt austan við Korpu, um klukkan 16:00 í fyrradag. Rannsóknarlög- reglan biður konuna, sem ók VoLkswagenbílnum, að gefa sig fram. Konan nam staðar við ó- happið og ræddj við manninn, en hann taldi sig með öllu ómeiddaai og ók konan þá brott. Ekið var á Y-583, sem er grá- blár Daf, þar sem bíllinn stóð á stæði við Tryggvagötu í gær- morgun. Raransóknarlögreglan biður öku'mainninn, sem bílnutn ók, svo og vitni að gefa sig fram. RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA SÍMI 1Q.10Q „hreinum höndum", eins og frétta stofan komst að orði. Tass hefur ennfremur birt um mæli nokkurra Sovétleiðtoga um innrásina. M.a. hafði hún eft ir Alexander Shelepin í tilvitn- un í ræðu, sem hann hélt í sendiráði Norður Kóreu í Moskvu að herlið kommúnistaríkjanna í Tékkóslóvakiu mundi „leiðahina göfugu baráttu sína til sigurs". Á hinn bóginn hafa sovézk blöð og fréttastofnanir ekki minnzt á það einu orði, að de Gaulle forseti Frakklands, hafi fordæmt innrásina í Tékkóslóv- akíu. Tass birti einungis stutta frásögn af blaðamannafundi hans og ræðu og blöðin birtu þá sömu frásögn. Þar var ekkert minnst á Tékkóslóvakíu. Þá berast þær fregnir frá Ung verjalandi, að menntamenn þar í landi hafi sent miðstjórn komm- únistaflokksins orðsendimgu þar sem mótmælt var aðild Ungverja lands að innrásinni í Tékkóslóv- akíu. Orðsending þessi mun vera tilefni greinar, er í dag birtiist í blaðinu „Magyar Memzet", þar sem sagði, að atburðirnir í Tékkó slóvakíu hefði leitt til átaka með al ungverskra menntamanna, en vafalaust mundu skoðanir margra þeirra breytast, er þeir hefðu fengið nákvæmari upplýs ingar um það, sem þar gerðist og skýringar á því hversvegna „að stoð bræðraþjóðanna við Tékkó slóvakíu var nauðsynleg." Blað ið segir að meirihluti ungverskra menntamanna, sem hafi gengið gegnum „gagnbyltinguna" í Ung verjalandi 1956 og þá andlegu ringulreið, er ríkti þar á eftir, geri sér grein fyrir því, aðmenn verði að „viðurkenna stjórnmála legar staðreyndir." Greiddi 60 þúsund kr. út uð kvöldi Ssyðisfirði, 10. sept. (f GÆRKVÖLDI er söltun' lauk úr Óskari IfalldórssyniJ . greiddi Ólafur Óskarsson, i söltunarlaunin jafnóðum og ( Istúlkurnar skiluðu merkjun- I um, samtals 60 þúsund krón-1 i ur. Þetta kom sér vel, þar \ sem hér var aðallega um, i vinnu húsmæðra og unglinga lað ræða, sem litla atvinnu' | hafa haft í sumar. Allir fóru I i ánægðir heim, en breiðast | 'brosti ólafur eigandi síldar- Ihnar, og Söderman, kaup- I andinn. — Sv. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.