Morgunblaðið - 11.09.1968, Side 3

Morgunblaðið - 11.09.1968, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPT. 1968 3 Sýningarbásar nokkurra fyrirtækjanna, sem sýna á kaupst efnunni í Laugardalshöllinni. Kaupstefnan JSLENZKUR FATNAÐUR 1968 Þorvarður Alfonsson fram- kvæmdastjóri Félags ís lenzkra iðnrekanda setti í gær að viðstöddum ráðherrum og fleiri gestum fatnaðarkaup ■tefnu í Laugardalshöllinni, sem félagið gengst fyrir í sam ráði við SÍS. Er það í fyrsta sinn sem SÍS tekur þátt í slíkri samsýningu. Er þessi sýning fyrst og fremst fyrir viffiskiptavini ís lenzkra fatnaðarframleiðenda, og ihiefur um 600 verzlunar- fyritækjum verið boðið til 'hennar. Verður hún opin fyr ir innkaupastjóra frá kl. 9- 18 daglega' fram á laugardag, en þá er hún opin frá 9-14 en eftir þann tíma og fram til k. 22 á sunnudag mun hún verða opin almenningi. Tízkusýningar verða haldn ar fyrir innkaupastjóra á fimmtudag kl. 17, en fyrir al menning á laugardag og sunnudag. Nú orðið þykja kaupstefn ur til hagræðingar fyrir fram leiðendur og kaupendur hag kvæmar þar sem gera má innkaup á staðnum, og hafa fyrri stefnur þessarar tegund ar sýnt það, að innkaupastjór ar hafa kunnað að meta þessa viðleitni framleiðenda. Hefur íslenzkur iðnaður tekið íþjón ustu sína nýja sölutækni með kaupstefnu þessari. Vona framleiðendur að með kaupstefnunni miegi koma á meiri festu og öryggi 1 þess- ari framleiðslugrein. Erlendis hittast framleiðend ur fatnaðarvöru a'ð hausti, til að ákveða um kaup á fram- leiðslunni, sem á boðstólum verður næsta vor og sumar, og eins hittast þeir á vorin til að gera út um kaup á vöru, sem á að vera til sölu næsta vetur. Þannig fá fram lieiðendur tækifæri til að fram leiða upp í gerða samninga. Er það von íslenzkra fram- leiðenda að svo megi einniig verða hér. Flestar tegundir kven, karl- manna og barnafatnaðar, skjól- vinnu- og skófatnaðar, ferðaútbúnaðar og vefnaðar og skinnavöru verða þarna til sýnis. Framkvæmdanefnd að und irbúningi stefnunnar skipa: Árni Jónsson, Birgir Bryn- jólfsson og Hörður Sveinsson frá Félagi íslenzkra iðrekenda og Sören Jónsson frá SÍS. Framkvæmdastjóri kaupstefn unnar er Haukur Björnsson, viðskiptafræðingur. Tuttugu og tvö fjrrirtæki eiga sýningarbása á kaup- stefnunni, en það eru: .Ullarverksmiðjan Framtíð- in, R., 2. Lady h.f. R., 3. Fatagerð Ara og Co, R., Skin faxi, R., 5., Prjónastofa Önnu Þórðardótur, h.f., R., 6. Gefj un, Ak„ 7. IðUNN Ak. 8. Hekla, Ak., 9. Fatagerðin h.f. Akranesi, 10. Sjóklæðagerðin h.f. R„ 11. Max h.f. R„ 12. Kólibríföt, R„ 13. Belgjagerð in, h.f., R. 14. Barnafatagerð in s.f. R. L.H. Mulier-Fata gerð, R„ 15. Vinnufatagerð íslands h.f„ R„ 16. Prjóna- Ljosm. Mbl. Kr. Ben. stofan Snældan, R., 17. Kjóla meistarafélag íslands, 18. Dúkur h.f„ R„ 19. Prjónastof an Peysan h.f„ R„ 20. Artemis, R„ 21. Últíma h.f., R. og Prjónastofan Iðunn. R. Merki Kaupstefnunnar „ís lenzkur fatnaður 1968“, Tshombe senn úr fangelsi? Bréfasafn Brynjólfs Péturs- sonar finnst í Kaupm.höfn — Aða/geir Kristjánsson finnur fjölda bréfa til Brynjólfs frá merkum íslendingum á 19. öld MERKAR íslenzkar söguheim- ildir hafa fundizt á Landsarkivet for Sjælland. Aðalgeir Krist- jánsson, skjalavörður, fann bréfasafn Brynjólfs Péturssonar, eins af Fjölnismönnum, er hann var að leita uppi heimildir um dánarbú Brynjólfs, en Aðalgeir hefur í fjölda ára unnið að því að taka saman ævisögu Bryn- jólfs. Er í þessu bréfasafni að finna bréf til Brynjólfs frá mönn um, sem settu mikinn svip á sögu 19. aldar, svo sem Jónasi Hall- grímssyni, Konráð Gislasyni, Jóni Sigurðssyni, Grími Thom- sen og fleirum. Morgunblaðið átti í gær stutt símtal við Aðalgeir, þar sem hann var staddur á Landsarkiv- et. Hann kvaðst hafa byrjað heimildaleitina á þessu safni fyr ir um viku, og fundið skiptabók um dánarbú Brynjólfs strax fyrsta daginm. Þar hefði verið skjöl og bréf vegna skiptanna, og svo þetta bréfasafn. Aðalgeir taldi að þarna væri allt bréfasafn Brynjólfs um tíu ára skeið, eða frá 1840 og fram til 1851. Þarna væri fjöldi bréfa til Brynjólfs frá merkum mönn- um víðs vegar að — bæði héðan frá íslandi og erlendis frá. Aðal- geir sagði, að þar sem Bryn- jólfur hefði verið eins konar ráðuneytisstjóri fyrir ísland í Danmörku, væri í bréfasafninu að finna mörg fróðleg bréf frá sýslumönnum iandsins og amt- mönnum. Merkilegust taldi Aðalgeir þó bréf frá Jónasi Hallgrímssyni, Konráð Gíslasyni og Grími Thomsen. Bréf Jónasar væru um 10-20 talsins og þar væru eigin- handrit af nokkrum kvæðum skáldsins, svo og nokkrir áður óþekktir kveðlingar á íslenzku og dönsku. Bréfin væru frá ár- unum 1843-44, skrifuð á íslandi og í Sorö. Bréf Konráðs til Bryn- jólfs álíka mörg og Jónasar, ep bréf Gríms Thomsens um 50 tals- ins, skrifuð víðs vegar að úr Evrópu. Þá sagði Aðalgeir, að þarna væri einnig að finna bréf frá Jóni Sigurðssyni frá árinu 1849, eitt bréf frá Gísla Bryn- jólfssyni, frá Benedikt Gröndal og Sveinbirni Egilssyni, auk fjölda bréfa frá bræðrum Bryn- jólfs, Pétri og Jóni, og systur og mági. — Þetta er að sjálfsögðu mik- ill hvalreki fyrir mig, sagði Aðalgeir, þar sem ég hef lengi unnið að því að taka saman ævi- sögu Brynjólfs og þarna er margt að finna, sem varpar nýju Ijósi á ýmsa þætti ævi hans. En könnun mín á þessum bréfum er þó enn á frumstigi, og á ég eftir að fara yfir öll bréfin miklu nán- ar. Algeirsborg, 10. sept. NTB. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Algeirsborg í dag, að stjórn Kongó (fyrrum belgísku Kongó) hafi tilkynnt Alsírstjórn að hún muni ekki leggjast gegn þvi að Moise Tshombe, fyrrum forsætisráðherra Kongó, sem nú er í fangelsi í Alsír, verði sleppt og vísað frá Afríku. Tshombe hefur verið fangi í Alsír í fjórtán mánuði, eða frá því flugvél hans var rænt yfir Miðjarðarhafi og hann fluttur þangað nauðugur. Joseph Mob- utu, forseti Kongó, sendi Houari Boumedienne, forseta Alsír, orð sendingu fyrir síðustu helgi og er talið, að þar hafi komið fram þessi nýja afstaða Kongóstjórn- ar. Er sennilegt talið að Kongó- stjórn sé nú í mun að binda enda á Tshombe málið í eitt skipti fyrir öll, enda munu flest aðildarríki Einingarsamtaka Af ríkuríkjanna því fylgjandi, að Thsombe verði sleppt og hann útlægur ger frá Afríku. Nýlega gaf Kongóstjórn mörg um pólitiskum föngum upp sak- ir, þar á meðal ýmsum fyrrver andi samstarfsmönnum og vinum Tshombes. Var litið á það sem tilraun Kongóstjórnar til að iskapa grundvöll til lykta Tshombe málsins. Hugsanlegt er, að endanlega verði útkljáð um örlög Tshombes nú í vikunni, þegar Mobutu kemur í opinbera heimsókn til Alsír. STAKSTEIIVAR Emjar og kveinar Komúnistaritstjórinn heldur áfram að emja O'g kveina hástöf- um í blaði sínu vegna þess að Mbl. hefur vakið athygli á þeim ð" umælum hans sama dag og komúnistaríkin ruddust inn í Tékkóslóvakíu, að „mikið mega Tékkóslóvakar fagna því að eiga engan Sjálfstæðisflokk í landi sínu. — Og ekkert Morgunblað." Með þessum orðum undirstrik- aði kommúnistaritstjórinn þá skoðun sina, að frjálsir flokkar og frjáls blöð mættu ekki þríf- ast í sósíalísku ríki í framhaldi af þessum endemisskrifum sin- um hefur kommúnistaritstj ór- inn orðið ber af því að berjast gegn samþykkt tillögu sem flutt var á framkvæmdastjómar- fundi Alþbl. fyrir skömmu þess efnis, að Alþbl. skyldi rjúfa öll tengsl við aðila austan járn-« tjalds meðan núverandi ástand stæði,- Jafnframt hefur hann unnið ötullega að því, eftir að hann sneri heim frá Regent Palace hóteli í Lundúnum að fá ýmsa helztu skríffinna komm- únista til þess að snúa til baka í náðarfaðm Sovétríkjanna, eins og við mátti búast. Svo emjar þessi maður hástöfum í blaði sínu, þegar vakin eru athygli á um- mælum hans og grípur einn is- lenzkra blaðamanna til siða- reglna Blaðamannafélags íslands og segir í skjóli þeirra að ómak- lega sé að sér veitzt. Sannleik- urinn er auðvitað sá, að hvar sem ofbeldisöfl kommúnista hafa vaðið uppi, hefur þessi maður flýtt sér á vettvang og þess vegna gegnir það nokkurri furðu, að hann skuli enn ekki hafa hraðað sér til Tékkóslóvakíu til þess að fylgjast með „frelsun“ komm- únistaríkjanna fimm á Tékkó- slóvakíu, sem eins og kunnugt er var að verða „gagnbyltingaröfl- unum“ að bráð. B andam ennirnir Annars getur maðurinn, sem tekið hefur málstað ofbeldisafl- anna svo dyggilega, huggað sig við það, að hann hefur eignast nýja bandamenn. Nokkrum dög- um eftir að hann lýsti yfir fögn- uði sínum yfir því að engir frjálsir flokkar og engin frjáls blöð mættu þrífast í Tékkósló- vakíu, lýstu „ungir“ Framsókn- armeiin því yfir að þeir vildu engar varnir á íslandi og létu glögglega í ljós hug sinn til At- lantshafsbandalagsins með því að segja að „sem stendur“ væri ekki „ástæða til“ að ísland segði sig úr Atlantshafsbanda-*- laginu. Auðvitað prentaði komm únistaritstjórinn þessar ályktan- ir upp með velþóknun og þóttist greinilega hafa himinn höndum tekið að hafa fundið sér slíka bandamenn. Hitt er svo annað mál, hvort ungt fólk á íslandi er ýkja hrifið af því, að jafn- aldrar þess, sem telja sig vera lýðræðissinna, ganga í lið með málsvörum ofbeldisaflanna á sama tíma og þessi ofbeldisöfl beita hervaldi til þess að kæfa niður vonir ungs fólks í Tékkó- slóvakíu um aukið frelsi og al- menn mannréttindi. Framkoma kommúnistaritstjórans og banda manna hans síðustu daga og vikur í kjölfar atburðanna k Tékkóslóvakíu eru með ein- dæmum. Að vísu var ekkl við öðru að búast af manni, sem hefur eytt lífi sínu í það fánýta verkefni að verja og réttlæta ofbeldisverk heimskomúnism- ans, en það er ástæða til að harma það, að menn, sem era ungir að árum, hafa leiðst út á villigötur og gengið til liðs við málsvara verstu glæpaverka sem framin hafa verið á þessarl öld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.