Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 4
^ 4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPT. 1968 H|::Hi:::::; t^^M ¦ - ff * ¦ ^ÍSHÍæ^HUÍKHHl 0 Siðferðisuppeldi og Gamla testamenntið Pétur Sigurðsson hefur sent Velvakanda eftirfarandi bréf: „Velvakandi góður! Tvfvegis hefur Auður Ingvarsdóttir raett 1 dálkum þínum um siðferðisuppeldi og ¦p á sú góða kona skilið þakkir fyrir áhuga sinn á því mikilvæga máli, þvi að vissu- lega er siðferðisuppeldið einn allra veiga- n:esti þátturinn í öllu uppeldi, en undrun mín varð mikil, er ég ias eftirfarandi orð Auðar Ingvadóttur: „Eg hef oft undrað mig á, hvaða erindi Gamla testamentið á við okkur, sem köll- um okkur kristin. Okkar trú er kennd I Nýja testamentinu og það er það, sem á að kenna í barnaskólunum okkar. Gamla testamenntið tilheyrir allt annarri trú". Vissulega langaði mig þá strax að koma hér að nokkrum athugasemdum, en hugði þó að öðrum kynni að standa það nær, og svo komu svör Jóhanns Hannessonar pró- fessors, auðvitað ágæt og hefur Auður Ingv dóttir þakkað þau, en nú langar mig að koma á framfæri nokkrum atriðum. f. Gamla testamenntinu er spurt: „Með hverju getur ungur maður haldið vegi sín- um?" Svar: „Með því að gefa gaum að orði þínu," orði Guðs í G.t., því að þá var ekkert Nýja testamenti til. Hefur ung- * ur maður ráð á, að þekkja ekki þetta heilræði? Um ritningar G.t. segir Kristur sjálfur: „I»ær eru þaS, sem vitna um mig." Freist- aranum svaraði hann með orðunum, „Ritað er." Og þegar hann gekk óþekktur eftir upprisuna með sorgmæddum mönnunum tveimur á veginum milli Emmaus og Jerú- salem þá „lauk hann upp fyrir þeim ritn- ingunum." Auðvitað ritningum G.t. í dæmi sögunni um r£ka manninn og Lazarus lætur hann Abraham segja við beiðni rika manns ins: „Þeir hafa Móse og spámennina, hlýði þeir þeim... Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, munu þeir ekki heldur láta sannfærast, þótt einhver rísi upp frá dauðum." 0 Boðorðin tíu Grundvöllur siðalöggjafar allra kristinna þjóða eru boðorðin tíu, og þau eru i Gamla testamentinu. Þar eru líka blessunarorðin, sem farið er með í hverri messu krist- inna manna. Ennfremur segir í G.t.: „Þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sál þinni og af öllum mætti þínum... og þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig." Þá þekkjum við flest þessi orð G.t. „Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á mín- um vegum." Hvað segir svo postulinn Páll um G.t.? Við trúbróður sinn Tímóteus segir hann: „Þar eð þú frá blautu barnsbeini þekkir heilagar ritningar, sem geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú." — Svo talar postulinn um þessar innblásnu ritningar (þá var ekkert Nýja testamenti til), sem séu nytsamar til þess að „guðs- maðurínn sé algjör, hæfur gjör til sérhvers góðs verks." Og svo ættum við að snið- ganga þessar ritningar Gamla testamentis- ins, sem menntað geta guðsmanninn í öllu góðu. £ Spádómsbók Jesaja Þegar Kristur kom inn I samkomuihúsið i Nazaret, var honum fengin spádómsbók Jesaja og þar las hann eftirfarandi orð: „Andi drottins er yfir mér, af því að hann hefur smurt mig, til að flytja fátæk- um gleðilegan boðskap, hann hefur sent mig til að boða bandingjum lausn og blindum, að þeir skuli aftur fá sýn, til að láta þjáða lausa, til að kunngjöra hið þóknan- lega ár drottins." Þennan spádóm heimfærði svo Kristur upp á lausnarverk sitt. Ég get ekki hugs- að mér öllu fegurri bók en spádómsbók Jesaja. Hún er sannkallað guðsspjallGamla testamentisins. Þar eru margir spádómar um Krist. I sínu stórmerka erindi AlhygS, segir Einar Benediktsson orð á þessa leið: „Bibl- ía vor er og í því alómetanlegur fjársjóður dásamlegrar þekkingar. Þar sem málsandi gegnum ótölualdir ... Opinberun, spádómar, hebreskrar tungu er logabjartur viti, á há- um tindi, yfir hafvillurnar í reiki þjóða, köll til alvaldsins og umfram allt bænir, hljóðbærar til alföður stjörnuríkjanna, mæl ast í engu máli sannar og með langskeytt- ara hæfi en á þessari fomtungu hins út- valda lýðs." Þannig talar þessi mikli hugsuður um heilagar ritningar hebresku tungunnar, G. testamentisins. Hitt er svo rétt, að him forna þjóðarsaga Gyðinganna er í G.t. og þar er ýmislegt ljótt, en svo er og um sögu kristinnar kirkju. -Á fermingaraldri þótti mér Biblíusögurnar, bæði um Jósef og fleiri, ólíkt skemmtilegri en sumt í kverinu, sem þó var gott. Nei, spekimáli og leiðsögn helgirita Gamla testamentis- ins megum við ekki sleppa við siðferðis- uppeldi kynslóðanna, því að þau eru „loga bjartur viti", eins og skáldið orðaði það. 0 Nokkrar ritningargreinar Þetta er nú orðið of langt mál, en freist- andi er þó að bæta hér við nokkrum ritn- ingargreinum G. t. Til dæmis þessum: Hæli er hinn eilífi Guð, og hið neðra eru eilífir armar. — 5. Mósebók 33, 27. Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur llfsins. — Orðskv. 4,23. Fyrir afturhvarf og rósemi skuluð þér frelsaðir verða, í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera. — Jesaja 30,15. Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin. — Orðskv. 17,22. Hann veitir kraft hinum þreytta og nóg- an styrk hinum þróttlausa. Ungir menn þreytast og lýjast, og æskumenn hníga, en þeir sem vona á drottin, fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. — Jesaja 40,29—31. Fel þú drottni verk þín, þá mun áform- um þínum framgengt verða. — Orðskv. 163 Augu drottins hvarfla um alla jörðina, til þess að hann megi sýna sig máttugan þeim til hjálpar, sem eru heils hugar við hann. — 2. Kron. 16,9. Af nógu er að taka, og allt er þetta ungum sálum bollt veganesti. Pétur Sigurðsson." 0 Afskiptasemi af akstri Brandur skrifar: „Kæri Vevlakandi! Það voru orð í tíma töluð, sem Fjóla skrifaði þér fyrir nokkru um farþegana, sem alltaf eru að segja bílstjórunum til og trufla þannig aksturinn. Ég þekki þetta af eigin raun og veit hvað þeir eru stór- hættulegir. Og tek undir það, að fræðslu- menn umferðarmála geri þessu atriði sér- stök skil 1 þáttum sínum. Á hinn bóginn hefur umferðin stórbatnað og er nú ólíkt liprari en áður. Og svo hafa göturnar í bænum verið svo fínar I sumar, — hafi þeir þökk, sem verkið unnu. Beztu kveðjur, Brandur." Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu BILALEIGAN - VAKUR - Sundlaujravtiri 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. O/lAiF/CAM Símí 22-0-22 Rauoarárstíg 31 ^SÍMIM4-44 mUHBIfí HverfisffSta 1*3. Simi eftir lokan 31169. BILALEIGAN AKBRAUT SENDVM SÍMI 82347 MACMUSAR 4K1PHOU121 SÍMAR 21190 ¦•tt.fWnii.'- 40381 ' LITLA BÍLALEIGAN Bercstaffastræti 11—13. Hagstætt leigutjald. Sími 14970 Efttr lokun 1497» eða 817«. Sijurður Jonsson. Bolastore gluggatjöldin ; Balastore gluggatjöldin eru í senn þægileg og smekkíeg. Uppsetning er afar auðveld, og létt verk oð halda þeim hreinum. Fáanleg í breiddum fró 40-260sm (hleypur ó 10 sm). Margro óra ending. Vindutjöld Framleiðum vindutjöld í öllum stærðum eftir móli. Lítið ínn, þegar'þér eigið leið um Laugaveginn! Húsgagnaverzlun KRISTJÁNS SIG6EIRSS0NARHF. Laugovegi 13, sími 13879 Fjaðrir, fjaðrablöff, hljóokutar pústror o. fl. varahlutir í margar ferðir bifreiða Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugaven 168 . Simi 24180 40UK Snorrabr. 22 wmi2 3118 Telpna- buxna- dragtir Mý- komnar Starfssfúlkur yantar við Héraðsskólann í Reykjanesi við ísaljarðar- djúp til eldhússtarfa og ræstinga. Upplýsingai- í síma 82476 millí kl. 7 og 8 næstu daga. 6 herhergja hœð Til sölu er 6 herbergja efri hæð í tvíbýlishúsi við Kópavogsbraut. Afhendist nú þegar tilibúin undir tréverk. Stærð um 160 ferm. Áhvílandi lán kr. 400 þúsund til 1'5 ára með 7% ársvöxtum. Auk þess beðið eftir Húsnæðismálastjórnarláni að nokkru leyti. leyti. Allt sér á hæðinni. Glæsilegt útsýni. Teikning til sýnis á skrifstofunni. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími: 14314. Kvoldsími: 34231. Athugið Til sölu er hjá Gúmmívinnustofu Selíoss, vörubíll Ford árg. '60 i% tonna í mjög góðu standi. Volks- wagen rúgbrauð, árg. '50 með nýju boddíi og nýrri vél. Skipti á jeppa eða minni bíl koma til greina. Einnig er til sölu á sama stað loftpressa 50 lítra, mjög hentug fyrir múrara eða málningarverkstæði. Gúmmívinnustofa Selfoss, sími 1626.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.