Morgunblaðið - 11.09.1968, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 11.09.1968, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPT. 1068 5 Setiö fyrir Sir Alec - rabbað við Lafði Rose ÞAÐ var þungbúið loft. Þrumuskýjabakkarnir hrokuð ust með silfurgráum brydd- ingum upp fjólubiáan haust- himininn. Hitamóða lá yfir byggðinni. Leiðin lá niður gróðursælar hæðir Suður- Englands, til hafs, og var ferð inni heitið á vit sægarpsins fræga í Southsea, er mest kom við júlífréttirnar, sir. Alecs Rose. haldin var, er hann var aðlað -ur og mörgu öðru, sem skeði, er hann kom aftur. Kona á bláum verzlunar- slopp, látlaus, en góðleg með gleraugu, kemur fram í búð- ina og horfir spyrjandi á okk- ur. — Hvað get ég hjálpað ykkur? — Við erum komnar með Morgunblöð frá honum afa, Lafði Rose í dyrum grænmetisverzlunarinnar í Southsea. Þegar komið er inn í mið- borgina í Southsea, í verzlun arhverfið, þá er haldið áfram sem leið liggur í áttina til hafs og beygt til vinstri við Queens Lane og aftur til vinstri. Erum við þá komin í götuna, þar sem sir Alec er til húsa með lífsviðurværi sitt, grænmetisverzlunina . Þetta er í húsi núrner þrjá- tíu og átta og er jþetta alveg hrein afbragðsverzlun. Þarna er hægt að fá alla hugsanlega ávexti, og fer ekki hjá því, að manni detti „Örkin han,s Nóa“ í hug, með „vínber líka, vín- ber líka, í voða stóran pott“. Grænmetið er heldur ekki skorið við nögl, og þarna eru gríðarstórar gulrætur, og rosalegar rauðrófur, glæsileg- ar gorkúlur, 'viltar og heima- ræktaðar, tómatar og tjúgu- blöðkur, kúfaðar körfur af karsa, sperglar og spergilkál, og margt, margt fleira, sem gaman væri að bragða á í góðu tómi og góðu hungri. Við tökum aldraðain manm tali í verzluninni, sem virð- ist vera afinin á heimilinu, og skýrum frá því, með mestu hógværð, að hér séum við komnar eingöngu til að færa Sir Alec Morgunblaðið og fleira góðgæti frá öldruðum menntamanni, honum afa Snæbirni. Gamla mamninum þykir fyrir því, að hann geti ekki leyft okkur að tala v-ið sir Alec, segir hamn, en frúin sé heima, og bregður hann séi- bak við verzlumina til að sækja hana, því að þar er heimili hjónanna. Á meðan afinn er að sækja frúna, skoðum við okkur enmiþá betur um í búðinni, sem er ekki stærri en litla verzl- unin, sem Silli og Valdi eiga í Aðalstræti, og þá sjáum við stóra töflu, sem á eru festar margar myndir af heimkomu sir Alecs úr hnatteiglingu sinni, sem tók 11 mánuði. Myndir af athöfnimni, sem og fleira góðgæti frá Islandi, og þætti afar vænt um að það kæmist í hendur sir. Alecs. — Það get ég gert fyrir ykkur, en hann er því miður að heiman í dag (Nú! Eins og á íslenzkum stórafmælum!). —i Hann fór upp í Bedford- shire, otg toemur ekki aftur fyrr en á morigun. En Morg- unblaðið, og fleira frá honum afa, skal ég fá honum þegar hann kemur. — Verður hann við á morg un? — Ekki fyrr en eftir hádeg- ið, sennilega. En ykkur er vel- komið að reyna að ná við hann sambandi. Tatoe your chance! — En við förum kannske á morgun, ha? — Ef þið farið ekki, þá skul ið þið koma. En anmars var þetta afskaplega fallegt af ykkur að koma með Morgun- blaðið, og fleira góðgæti frá honum afa. Við eigum úr- klippur frá mörgum löndum, en engar höfum við eignazt alla leið þarna norðan að! — Voruð þér ekki hrædd um manininn yður allan þenn an tíma á hafinu, frú Rose, afsatoið, Lafði Rose? — Nei, ekki eitt einasta augnabiik. Maðurinn minn er góður sjómaður, það vissi ég og hef ég alltaf vátað. Það var engin ástæða til að óttast um hanm, Þér skiljið, -góða mín, það er bara nokkuð, sem mað ur hefur á tilfinningunni, og því verður ekki breytt, með- an allt er í lagi. — Já, en þetta, svona djúpt, og öl'l þessi bleyta! (Það fer um oss hrollur, og verður hugsað til Sundhallar- innar). — Alveg sama, væma mín, það var ekkert að óttast! — Það er nú það. En var þetta -ekki a-lveg ofboðslegt, þegar hann kom heim. Sko, öll þessi læti, og veður, sem gert var? — Ó, jú, það var ægilegt, að lenda í því góða mín. Það er gott að það skuli vera yfir- staðið. En þótt við séum sama fól-kið, oig lífið gangi sinn vana igang, þá er oft amzi ófriðlegt í búðinni, eingöngu vegna þess. — Gengur þá sem sagt ekki lífið alveg sinn vana gang? — 'Nei, ekki alveg, en við gerum oktoar bezta, tij að fá að lifa áfram eins óbreyttu lifi og við getum. Því lífi, s-em við lifðum áður en hann fór. Get ég gert nokkuð fleira fyrir ykkur? — Jú, takk, það er smá- mynd, ef við mættum aðeins smella af, svo búið, ha? — Alveg sjálfsagt. Komum þá út fyrir. — Takk. En í öllum bæn- um, ekki láta okkur gleyma að kaupa í matinn, hotnum afa þykir svo góður „karsi“, og sVo eru það agúrtour . ... Við smellum af, og svo .... — 'Hérna er „karsinn" handa afa, og agúr.kurnar. Pokann fáið þið ókeypis, úr því að ég fékk Morgunblaðið. — Kærar þakkir fynir mat og mal, og beztu kveðjur til Sir Alecs, ef etoki næst til hans á mor.gum. — Þakka ykkur fyrir, kær- lega, ég skila því. Sælar! M. Thors. Innkaupapokinn frá Lafði Alecs, „Lively Lady“. Amersskar golfkerrur Verð kr. 1.170,— Hljóðfærahús Reykjavíkur hf., Laugavegi 96 — Sími 13656. M.P. miðstöðvarofnar Sænsku Panel-ofnarnir frá A/B Feilingsbro Verk- stáder, eru ekki aðeins tæknilegt afrek, heldur einnig sönn heimilisprýði. Verð hvergi lœgra. LEITIÐ TILBOÐA Hannes Þorsteinsson lieildverzlun, Ilallveigarstíg 10, siirii: 2-44-55. H.F OLGERÐIN egill skallagrímsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.