Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 10
* 'i 10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPT. 1968 Blóm, sem ekki þarf að vökva MARGIR þeir, sem þessa dagana eiga leið um Skólavörðuholtið í dagsins önn, gefa sér tíma til að staldra við á lóðinni fyrir fram- an Ásmundarsal, og virða fyrir sér útisýningu Myndlisíarskól- ans; 32 höggmyndar, sem eiga að kynna margt það nýjasta, sem er að gerast í þessari listgrein á voru landi. Höggmyndir þessar eru úr hinum ólíkustu efnum; sumar vekja athygli áhorfand- ans fyrir frumleika sakir, aðrar eru öllu hefðbundnari, en alla vega er óhætt að fullyrða að þessi sýning bjóði upp á eitthvað fyrir alla. T>egar við brugðum okkur á svninguna á mánudag var tals- vert margt fólk þar fyrir. Allir virtu 'höggmyndirnar fyrir sér með athygli; eins'taka hristi höf- uðið yfir ósköpunum, að aðrir stóðu gleiðir og horfðu íbyggnir á listaverkin, og gamla konu heyrðum við biðja Guð að hjálpa því fólki, sem ekki fyndi sér annað þarflegra til dundurs, en að storka tilverunni með slíkum afskræmingum. Unga fólkið lét í ljós mikinn fögnuð yfir mörg- um listaverkanna. Guðmundur Halldórsson, „rík- isstjóri á Snorrabraut“, var að virða fyrir sér Fallinn víxil, þeg ar við hitrtum hann að máli. „Ég er búinn að skoða alla sýninguna, sagði Guðmundur, en ég veit hreint ekki, hvað segja skal. í>ó hef ég bara gaman af að virða þetta fyrir mér og finnst það rnjög svo lofsvert framtak að setja listina út í sólina. Það er eitthvað svo notalegt að reika hér um“. Þéttur maður í verkamanna- fötum kom til okkar, þegar við vorum að virða fyrir okkur eitt listaverkið og spurði: Hvar á að .horfa á þetta? Við töldum, að hver og einn yrði að finna sér punkt til að standa á og sam- þykkti hann það. Um leið og hann fór skaut hann því að okk- ur, að sér hefði fundizt mikið til um Timburmanninn, „en það er kannske mest vegna þess, að það Fremst á myndinni sjást nafnlaus verk eftir Signrð Steinsson og ber aftari höggmyndina í verk Einars Hákonarsonar, sem hann nefnir Organis. Til vinstri sjást Glermynd eftir Gunn- stein Gíslason og Veggskúlptúr eftir Hallstein Sigurðsson. (Myndirnar tók Sveinn Þormóðsson) Guðmundur Halldórsson virðir fyrir sér Fallinn víxil eftir Inga Hrafn Hauksson. er mánudagur", sagði hann og glotti. Næst bar okkur að þremur verkum, sem létu lítið yfir sér, en vöktu þeim mun meiri at- bygli áhorfenda. Fyrst skal telja þar kassa með súkkulaði í. Nokkrar deilur risu upp meðal áhorfenda um það, hvort um át- súkkulaði eða suðusúkkulaði væri að ræða, en lítill snáði leysti vandann með því að lýsa því yfir, að það væri handfangið á kassanum, sem máli skipti. Undir einu kassahorninu lá stafii af upprifnum umslögum og við steininn lá safn alis kyns hluta, m.a. gamall kústhaus, hnakkur af reiðhjóli, ljósapera og gömui klípitöng. Allt var þetta málað í samræmi við rauðamölina á svæð inu. Ekki vakti þetta minni deil- ur en súkkulaðikassinn, en ung- ur alvarlegur maður með gler- augu tjáði okkur, að þetta væri eitt bezta verkið á sýningunni; gleðilegur vottur þess að íslenzk ir listamenn vissu af því, sem væri að gerast í kring um þá. Ung kona með sólgleraugu gekk um svæðið og virti mynd- irnar vandlega fyrir sér. Öðru hverju brosti hún og hristi höf- uðið, en við sumar myndirnar stóð hún lengi alvarleg á svip. Við spurðum hana að nafni og kvaðst hún heita Kristín Ás- mundsdóttir. Kristín kvaðst alltaf hafa gam an af að fara á Jistsýningar og taldi þessa að mörgu leyti for- /itnilega. Myndirnar væru að vísu svona upp og ofan, en þess væri heldur ekki að vænta, að þær féllu allar í smekk hvers ein asta áhorfanda. „En þetta ber þó vott um mikla grósku í högg- myndalist", sagði Kristín að lok- um og við fengum að smella af henni mynd við járnblóm eftir Magnús Tómasson. „Svona blóm vil ég eiga“, sagði lítil stúlka. „Það þarf nefnilega ekki að Timburmaður eftir Jón Jónsson. Af hverju er þörf á þjóiareiningu er umræðuefni ALMENNS FUL LTRÚARÁÐSFUNDAR í Sjálf- stæðishúsinu á morgun, fimmtudag 12. september kl. 20.30. Frummælandi: Dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Fulltrúaráðsmeðlimir eru hvattir til að fjölsækja fundinn og taka þátt í umræðum. — Nauðsynlegt er að meðlimir sýni skírteini við innganginn. STJÓRN FULLTRÚARÁÐS SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í REYKJAVÍK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.