Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPT. 1968 13 Magnús d. Úlafsson stórkaupmaður ¦¦¦;:;¦ -:;:;¦ .¦:¦;:::;::.:;¦; I>egar maður er komin nokk- uð yfir miðjan aldur, fara sam- ferðamennirnir á lífsleiðinni að heltast úr lestinni. Maður sér af einum og öðrum yfir landamær- in. Nokkuð ber þetta mismun- andi að, hjá einum er nokkur aðdragandi, annar hverfur snögg lega. Svo var ura vin minn, Magnús Ó. Ólafsson, stórkaup- mann er andaðist snögglega að heimili sinu Kvisthaga 9, hér í bong aðfaranótt 3. þ.m. Ég vissi að vísu að Magnús gekk ekki heill til skógar, en svo snöggum umskiptum átti ég ekki von á. Árin færast yfir mann, líffð sígur áfram, og þegar svo er kom ið haga atvikin því gjarnan á þann veg, að maður stofnar ekki til nýrra vináttutengsla. Þá eru það gömul vináttubönd, er upp úr standa, og það eru þessi vin- arbönd og tryggð sem gefa líf- inu gildi í önn dagsins og hvers- dagsleika. Og svo þegar gömlu vinirnir hverfa fyllist maður tóm leika og trega. Og svo var um mig er ég frétti lát Magnúsar 0. Ólafssonar. Magnús Ó. ólafsson var fædd ur í Reykjavík 29. apríl 1908, og var því aðeins liðlega 60 ára er hann lézt. Foreldrar Magnusar voru sæmdarhjónin Silvía Guð- mundsdóttÍT og Ólafur Ó. Lárus son héraðslæknir. Uppvaxtarár sín dvaldi Magnús á heimili for- eldra sinna austur á Fljótsdals- héraði, en þar var Ólafur heit- inn faðir Magnusar, héraðslækn- ir, um skeið. Árið 1925 fær Ólaf- ur veitingu fyrir Vestmannaeyja- læknishéra'ði, og flytur til Eyja sama ár. Eftir komu fjölskyldu Magnúsar til Eyja, mun hann ekki hafa dvalið að staðaldri í Eyjum, nám og síðan atvinna í Reykjavík höguðu því á þann veg að hann dvaldi fjarri föður- húsum að miklu leyti til ársins 1935, en þá flyzt hann aftur til Eyja. Magnús heitinn haslaði sér í byrjun völl á sviði verzlunar- starfa, og við þau störf vann hann í Reykjavík og eftir að hann kom til Eyja. í Vestmanna- eyjum, er svo sem öllum er kunn ugt, fiskveiðar og vinnsla sjávar- afurða upphafið og endirinn. Það var því ekki nema að eðlileg heitum, að þegar Magnús heit- inn vildi fara að gera eitthvað sjálfstætt og fyrir eigin reikning, að þá sneri hann sér að verzlun með veiðarfæri og nauðsynjar til báta og skipa. Því var það að í byrjun seinni heimsstyrjaldar- innar stofnsetti hann umboðs- og heildsölufyrirtæki er verzlaði eingöngu með fyrrgreindar vöru tegundir. Á þeim árum var það allt annað en auðvelt fyrir févana menn að koma sér fyrir svo sæmi legt gæti talist. En með seiglu og iðni hafði Magnús að vinna upp þetta litla fyrirtæki sitt. Hann vissi gerla hvað útgerðar- menn vantaði, og gerði sér mikið far um að útvega góðar vörur, og með árunum tókst honum að útvega sér góð verzlunarsam- bönd. Og þar kom a"ð að árið 1947 er fyrirtæki hans komið það vel á legg, að hann flyzt til Rvíkur með fjölskyldu sína og fyrirtækið. Hér í höfuðborginni hefur svo fyrirtækið dafnað og blómgast og í dag er það í hópi þeirra fyrirtækja er nokkuð kveð ur að á sviði innflutnings veiðar færa og nauðsynjum til skipa. Sem kaupsýslumaður var Magnús réttsýnn, liðlegur, og taldi ekki eftir sér, og tók stund um á sig nokkurn krók, ef það mætti verða viðskiptamönnum hans til góðs. Hann vildi að vísu hafa sitt, en taldi á hinm bóginn að viðskipti væri ekki hægt að gera nema' báðir aðilar hefðu nokkurn hag af. Orðheldni og áreiðanleika vildi hann við- hafa í víðskiptum og skuldir sínar vildi hann greiða á gjald- dögum og sem fyrst. Dagfarslega var Magnús prúð- ur maður, óáreitinn, hafði sig lítt í frammi, og vildi umfram allt umgangast samferðafólkið, af meðfæddri hlédrægni og velvild. Kátur var hann og skemmtinn í kunningjahóp, en þar fyrir utan blandaði hann lítt geði við fram- andi. Árið 1936 giftist Magnús eftir- lifandi konu sinni, Guðrúnu Ö. Karlsdóttur, einhverri mestu sóma- og myndarkonu er ég hefi kynnst. Ekki aðeins það að hún bjó manni sínum igott heimili, heldur var hún stoð og stytta í öllu er hann tók sér fyrir hend- ur. Var vakin og sofin yfir vel- ferö hans og heimilisins. Þau hjónin eignuðust tvær dætur, Sigríði Hrefnu og Ólöfu Silvíu, glæsilegar og góðar stúlkur, er báðar eru giftar hér í höfuðborg inni. Það er sagt að það lofi enginn einbýli, svo sem vert er. Þetta er sjálfsagt satt. Af þessum sökum var ég nokkuð hugsandi er það var fastmælum bundið, a'ö þau hjónin Magnús og Guðrún, ég og kona mín byggðum íbúðarhús saman í Eyjum. Maður hafði heyrt sög- ur um að misjafnlega gengi hjá fólki er stofnaði til svona sam- býlis. En þetta sambýli var upp- hafið að þeim vinskap og tryggð er síðan hefur haldist. Og þegar ég lít yfir farinn veg þá minnist ég þess aldrei að nokkurntíma hafi skxiggi á fallið. Má það ein- stakt heita. Dagleg umgengni kann oft á tiðum að skapa erfið- leika, en til erfiðleika okkar í milli kom aldrei. Kom þar til skapgerð og tillitssemi Magnúsar og Guðrúnar. Og að leiðarlokum, gamli vinur, vil ég af heilum hug þakka þér þessi sambýlisár. Frá þessum árum eru geymdar í hugarfylsnum margar ánægjuleg ar minningar, er þú læddir að manni einhverju skemmtilegu er varð til þess að dreyfa huganum frá því sem eitthvað var mót- stætt í það og það skiptið. Þá vil ég þakka þér og þínu heim- ili við tryggð við okkur eftir að þið komið hingað til Reykjavík- ur og ekki sést fyrir þá nær- gætni og hlýju er þú sýndir börnum mínum eftir að þau eru flogin úr hrefðri. Ég vil svo fyrir mig, konu mína og börn, votta Guðrúnu, dætrum og öðrum venzlamönn- um innilegustu samúðarkveðjur. Bj. Guöm. xxx Þegar vinur minn Magnús O. Ólafsson hringdi til mín fyrir nokkrum dögum og við ræddum hugðarmál líðandi stundar, eins og svo oft áður, datt mér sízt í hug, að leiðir myndu skilja inn- an sólarhririigs. Magnús var þá léttur í skapi, þótt hann kæmi glöggu og raunsæju auga á við- fangsefnin. Gamansemina og hnittin tilsvör hans vantaði ekki frekar þá en endranær. Vegir okkar Magnúsar lágu snemma saman, bæði hér heima og við verzlunarnám í Englandi. Vinátta okkar var traust og þeg- Framliald á bls. 16 Karlmannaskór frá Englandi Svartir Verð kr: 698.- Svartir Verð kr: 698.— Svartir Verð kr: 592, Svartir Verð kr: 592. Svartir Verð kr: 698.— Brúnir Verð kr: 698.— Svartir Verð kr: 698. Svartir Verð kr: 823, Svartir Verð kr: 823.— Gulir vinnuskór Verð kr: 845.— SENDLM GEGN EFTIRKRÖFU Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.