Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPT. 1968 1 NlMíttll mM$úfri& Útgefandi Hf Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarf ulltrúl Þorbiörn Guðmundsson. Fréttastjóri. Björn Jóhannsson. Augrysingastjóri Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Síml 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Síml 22-4-80. Askriftargjald kr 120.00 á mánuði mnanlands. t lausasölu. Kr 7.00 eintakið. KOMMÚNISTAR AÐ EINANGRAST Atburðir þeir, er gerðust á ** kjördæmisráðsfundi Al- þýðubandalagsins á Vestfjörð um um síðustu helgi, eru hin- ir athyglisverðustu. Þeir sýna fyrst og fremst, að kommún- istar eru að einangrast. Lýð- ræðissinnað fólk innan þess- ara losaralegu stjórnmálasam taka er að gera sér ljóst, að það á enga samleið með þeim mönnum, sem þar hafa lengst um haft töglin og hagldirnar. í yfirlýsingu 13 kjördæmis ráðsfulltrúa, sem gengu af fundinum á ísafirði er fyrst og fremst lýst yfir vonbrigð- um lýðræðissinnaðra afla inn an Alþýðubandalagsins vegna starfsemi þess. Vinnubrögð kommúnista innan Alþýðu- bandalagsins eru harðlega vítt og talið, að Sósíalista- flokkurinn í Reykjavík hafi þau tök á málefnum Alþýðu- bandalagsins í heild, að ekki sé viðunandi. Auðsætt sé að hann hyggist misbeita því valdi sínu framvegis sem hing ~ að til. Yfirlýsingu þrettánmenn- inganna lýkur með þessum orðum: „Teljum við að sjónar mið þau, er við höfum að stefnumarki með stofnun Al- þýðubandalagsins, hafi algjör lega verið fótum troðinn og sjáum því ekki ástæðu til að sitja þessa ráðstefnu lengur. Jafnframt skorum við á alla aðila innan Alþýðubandalags ins, sem aðhyllast okkar sjón armið, að segja af sér öllum störfum, sem þeir gegna inn- an Alþýðubandalagsins, segja sig jafnframt úr félögunum og vinna að því að sem flestir lýðræðissinnar aðrir geri slíkt hið sama, svo að Alþýðubanda lagið megi með sanni verða flokkur íslenzkra sósíalista, eins og Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur- inn er í dag." Vitað er að það eru stuðn- ingsmenn Hannibals Valdi- marssonar innan kjördæmis- ráðs Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum, sem að þessari yfirlýsingu stóðu. Þeir hafa sagt sig úr Alþýðubandalag- * inu og skora á aðra að gera hið sama. Jafnframt kemur það fram í yfirlýsingu þeirra, að þeir telja eðlilegt að komm únistar einir verði eftir innan Alþýðubandalagsins. Athyglisvert er að komm- únistar ráða nú kjördæmis- ráði Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum. En þeir standa þar gersamlega einangraðir. Ýmislegt bendir til þess að svipuð saga og gerðist á kjör dæmisráðsfundi Alþýðubanda lagsins á Vestfjörðum geti gerzt annars staðar á næst- unni. Mikill fjöldi fólks innan Alþýðubandalagsins hefur séð að það hefur verið herfi- lega blekkt. Það trúði Hanni- bal Valdimarssyni, þegar hann sagðist ætla að stofna lýðræðissinnaðan vinstri flokk upp úr „Sameiningar- flokk alþýðu, Sósíalistaflokkn um." Það tókst ekki. Komm- únistar höfðu alls staðar tögl- in og hagldirnar og beittu gamalkunnum vinnubrögðum einræðis og ofbeldis, hvenær sem þeir þurftu á að halda. En nú virðist mælirinn að verða fullur. Þegar lýðræðis- sinnað fólk á íslandi, sem átt hefur samvinnu við komm- únista innan Alþýðubanda- lagsins, sér hið rétta andlit hins alþjóðlega kommúnisma er því nóg boðið. En vitan- lega snýst hinn harði kjarni kommúnistanna til varnar. Kommúnistar muni halda á- fram að básúna út þann boð- skap sinn að þeir séu hinir einu sönnu „sameiningar- menn". Þeir hafa alltaf þótzt vera að „sameina verkalýð- inn" og þjóðina. Þeir hafa alltaf þótzt vera hinir einu sönnu unnendur þingræðis og lýðræðis, enda þótt þeir hafi jafnan staðið trúan vörð um málstað ofbeldis og ein- ræðis. NYTT SJÓNARMIÐ Í síðustu tveimur árum hef- *» ur mikið verið rætt um endurskipulagningu hrað- frystiiðnaðarins og hefur um nokkurt skeið verið unnið að því máli. Hefur helzt verið talað um að sameina frysti- hús eða koma á aukinni sam- vinnu þeirra á milli og endur skipuleggja þau fjárhagslega. Nú hefur komið fram önn- ur rödd, sem telur að fram- tíðarþróunin í hraðfrystiiðn- aðinum eigi ekki fyrst og fremst að stefna í þessa átt. í viðtali, sem Mbl. birti í gær við Þorstein Gíslason, for- stjóra dótturfyrirtækis SH í Bandaríkjunum segir hann m.a.: „Framundan eru mörg ár með vaxandi sölumöguleik um á freðfiski og okkar er að hagnýta mest þær pökkunar- aðferðir, sem mestan arð gefa hverju sinni. Það útheimtir UTAN UR HEIMI þessari mynd er hún að fara að stinga log- Á kvöldin er Lorraine glæsilegur eldgleypir. Á andi kyndli, vættum í benzíni, í munn sér. Lorraine Olivier og hlutverkin hennar tvð Á MYNDUNUM, sem fylgja þessum greinarstúf, s.jáum við stúlkubarnið Lorraine Olivier í þeim tveimur hlutverkum, sem hún leikur dag hvern. Á daginn situr hún á skólabekk ein-g og aðrar stúlkur á henn- ar aldri og pælir í gegnum lexíurnar sínar. En á kvöldin skiptir hún um gerfi, greiðir hár sitt í lokka, klæðist skraut legum búningi, selur upp eyrnalokka og annað glingur og gengur siðan fram á leik- svið til þess að sýna listir sdn- ar. Þá er hún eldgleypir, hinn yngsti, sem vitað er um í Suð- ur-Afríku og þótt víðar væri leitað. Sá, sem hefur séð hana skrautbúna, eldgleypandi að kveldi verður furðu lostinn að hitta hana að morgni, því að á sviðinu virðist hún vera að minnsta kosti sextán ára ung- lingur, en í skólabúningnum er hún sannarlega ekki eldri en tólf ára, leggjalöng skóla- telpa. En það er ekki aðeins að hún gleypi eld, stúlkan sú, á sviðiinu á kvöldin, hún igeng- ur einnig berfætt á glerbrot- um og með bundið fyrir aug- un. Svo dansar hún í dans- flokki „Alsandros hins mikla". Hvernig er hún þangað kom in? Það er einfalt Olál, sá mikli Alsandro er fa-ðir hénnar. Eininig hann lifir tvöföldu lífi, á daginn starfar hann sem vél fræðiniguir. Hann er lærður til slíks, en varð snemma hug- famginn af fakíra'brögðum og yoga. Hann hefur sérstaklega lagt fyrir sig að gleypa sverð, ganga á eldi, liggja á rúm- fl&ti með sex þuimlunga nögl- um, auik margra annarra töfra bragða. Eitt af brögðum hans er til dæmis, að reka nagla talsverða tæknilega byltingu, endurbætur á vinnuskilyrð- um frystihúsanna og vinnuað ferðum þeirra. Þetta verður ekki gert með sameiningu lít- illa frystihúsa í fá stór og auk inni notkun sjálfvirkra flök- unartækja. Miklu fremur með lagfæringu vinnuskilyrða, þjálfun verkstjóra, betri með- upp í nef sér, með hamri. Móðir Lorraine tekur einnig þátt í gríninu á kvöldin. Hún sér þó fyrst og fremst um búningasauim, en tekur einnig þátt í sýninigtum Lorraine og gerir ýmis brögð. Framhald á bls. 19 ferð hráefnis, breyttum frysti aðferðum og yfirleitt með sköpun á möguleikum til að framleiða góð fiskflök, ó- skemmd, ógölluð og pökkuð með vandvirkni á þann hátt, sem kaupendum hentar bezt á hverjum tíma." Þetta er sjónarmið manns, sem þekkir líklega betur en flestir aðrir þarfir og kröfur hins mikilvæga markaðar í Bandaríkjunum. Af þeim sök- um hljóta menn að gefa orð- um hans verulegan gaum. Sennilegast er þó að bæði sjónarmiðin eigi rétt á sér, og að saman þurfi að fara samruni sums staðar en um- bætur annars staðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.