Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPT. 1968 15 Ungt f ólk veröur að starf a og berjast fyrir hugðarefnum sínum — vilji það fá aukin áhrif á gang þjóðmála — segir Ólafur B. Thors, formaður Heimdallar í viðtali við Mbl. um aukaþing 5US UM þessar mundir er að hefja störf nefnd á vegum stjórnar Sambands ungra Sjálfstæðismanna, sem mun undirbúa umræður og ályktanir aukaþingsins í septemberlok um þjóð- málaverkefni næstu ára og áratuga. Ólafur B. Thors, deild- arstjóri, formaður Heim- dallar FUS hefur forustu um störf þessarar nefndar og af því tilefni sneri Mbl. sér til hans í gær og lagði fyrir hann nokkrar spurn- ingar um viðhorf ungs fólks til stjórnmála al- mennt og um störf nefnd- arinnar sérstaklega. — Því er stundum baldið fram, að ungt fólk í dag hafi engar hugsjónir eða hug- myndir um framtíðarþjóðfé- lagið á fslandi. Ert þú sam- mála þeim sjónarmiðum? — Þetta er að mínum dómi óréttlát gagnrýni. Það er ekki hægt a'ð ætlast til þess að ungt fólk hafi „patent"- lausnir á okkar vandamálum en í hópi ungs fólks eru vissu lega hugmyndir um það, hvað gera þarf í þessu þjóðfélagi. — Því er líka haldið fram, að ungt fólk geti ekki kraf- izt aukinna áhrifa nema það hafi alveg ákveðnar hug- myndir um það til hvers það vill nota þessi áhrif? — Ég tel, að það sé ekki hægt að ætlast til þess, að ungt fóik hafi ákveðnar hug myndir um lausn á dægur- málum hvers tíma, svo sem efnahagsvandamálum. Hins vegar er eðlilegt að gera þá kröfu til þessarar kynslófðar, að hún hafi hugmyndia- um þau framtíðarverkefni, sem hún vill vinna að og ég tel að þær hugmyndir séu fyrir hendi.; — Sumir segja líka að eldri kynslóðin sem haft hefur for- ustu um málefni lands og þjóðar um þriggja til fjög- urra áratuga skeið hafi gert svo mikið að þar sé Iitlu við að bæta? — Það er auðvitað fjar- stæða. Vissulega hefur þessi kynslóö afkastað miklu, en það leiðir af framvindu tím- ans, að það eru sífellt fleiri verkefni, sem krefjast úr- lausnar. Unga kynslóðin á íslandi mun aldrei sætta sig við það, að í þessu landi sé búið að framkvæma allt sem gera þurfi. — Arið 1931 sendi Heim- dallur FUS frá sér stefnu- skrá, sem mjög hefur verið rómuð og hafði mikil áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins er fram liðu stundir. Hvers vegna hefur Heimdallur ekki sent frá sér slíka stefnuskrá á siðari árum? — Ef stefnuskráin frá 1931 er lesin, kemur í ljos, að þar er að finna ýmis atriði, sem hrundið hefur verið í fram- kvæmd á löngum tíma og í þeirri stefnuskrá er drepið á mörg verkefni, sem barizt hefur verið fyrii- á síðustu ár um, hún var það ítarleg og framsýn. Síðan hefur Heimdall ur sett sér f jölmargar stefnu- skrár, þótt þær hafi ekki haft jafnmikil áhrif og þessi fyrsta. Hitt er sjálfsagt rétt Olafur B. Xhors að það hefði verið tímabært fyrir nokkru, að Heimdallur gerði slíka stefnuskrá á ný, þótt af því hafi ekki oroið. En ungir Sjálfstæðismenn hafa nú fullan hug á því að setja fram skoðanir simar á framtíðarverkefnum þjóðar- iniiar. Það mun verða gert á þessu hausti. — Hvernig verður hagað störfum þeirrar nefndar, sem vinnur að undirbúningi um- ræðna og ályktana um þjóð- málaverkefni næstu ára á aukaþinginu? Bæjarstjorn Seyðisfjarðar styrkir fiskiðjuna — svo hún geti hafið framleiðslu Seyðisfirði, 10. september. 1 GÆR samþykkti bæjarstjórn Seyðisfjarðar 300 þús. króna hæjarábyrgð handa Hrólfi hf, 'sem rekur hér fiskiðjuverið, til *þess að fyrirtækið geti lokið við- 'gerð frystivéla hússins, og hafið 'Lsframleiðslu og móttöku sjávar- afurða til frystingar. Bæjarfull- trúar hafa miklar áhyggjur af atvinnuástandi í bænum á vetri lcomandi, og telja þeir að fisk- Iðjuverið sé einn af hyrningar- steinunum undir atvinnulífi í kaupstaðnum. í fiskiðjuverinu er eim 12 tonna ísvél, sem ekki er starf- rækt, eins og er, vegna við- igerða, sem verið er að fram- kvæma á frystivélum hússinis. Einnig mun Valtýr Þorsteinsson, útgerðarmaður, eiga óuppsetta 15 tonna ísvél í fyrstihúsi sínu hér á staðruum. Þetta er mjög foagalegt, þar isem nú er kominn sá tími, sem bátar geta farið að taka ís til að flytja ísvarða sölt- umarsíld að landi. Þertta hefur þegar verið sannað með tilraun þeirri er Ólafur Óskarsson gerði imeð því að láta Óskar Halldórs- son RE faera sér ísvarða síld til 'söltuinar. Það sýnir hin ágæita nýting, sem hann fékk úr þeim 'farmi. eins og kom fram í frétt blaðsims í gær. Fyrr í sumar muniu hafa verið uppi ráðagerðir um stóraiukna ís- firamleiðski á Raufarhöfn og 'Seyðisfirði til að bátar gæfbu feng ið ís til að halda sildinni hæfri til söltunar. Þatta mun m. a. hafa verið athugað í nefnd þeirri, sem sjávarútvegsmálaráð- 'herra skipaði á sl ári til að gera tillögur um flultning sí'ldar af fjarlægum miðum. Ekki hefur orðið af þessum framkvæmdum og er það því bagalegra, að ekki skuli vera mýttir þeir Jitlu mögu- leikaT, semi fyrir hendi eru, til ísframteiðslu á Norðausitur- og Austurlandi. í nokkrum bátum eru ísvélar, sem geta f ramleibt nokkurt magn. Yfirleitt munu þær hafa lítið verið notaðar, en vonandi koma þær mú að góðum notum. All- margir bátar hafa sérstakar ís- lestar, þar sem þeir geta geymt skelís úr landi. Þar hefur stund- um orðið vart erfiðleika við að ná ísnum upp nægilega fljótt, til að hægt sé að dreifa honum sem jafnast um síldina. Efitir hina velheppnuðu tilraun Ólafs Óskarssonar 'mætti vel láta sér detta í bug, að senda sér- staka báta, eða minni flutninga- skip, efltir ísvarinni síld til sölt- unar út á miðin Ef um flutn- ingaskip væri að ræða yrði sjálf- sagt að mota eirihverskonar fiski- kassa til að isa í, en í bátunum má vel nota hillur, enda þótt Ikassar gefi eflaust enn betri nýt- ingu. Sjókæling og fleiri aðferðir koma mjög til greina, en af reyndum aðferðuTn við geymslu síldar virðist skelísinn enmiþá gefa bezta raun. — Sv. G. SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM: KVIKMYNDIR Sveinn Krisiiusson skrifar um 'Kvikmyndir Bráðin (The Naked Prey) Framleiðandi og leikstjóri: Cornel Wilde f aðalhlutverki Cornel Wilde Nokkuð langt er síðan hér hef ur sézt eftirminnileg mynd um hina vill'tu þjóðflokka og dýralíf Afríku. En hér er loks ein, sem ekki mun gleymast strax, þótt ekki væri nema vegna frábærr- ar myndatöku af sérkenni'legu landslagi, ýmiskonar náttúrufyr irbærum og fjölskrúðugu dýra- lífi þar syðra. — Þeir, sem þekkja Afríku helzt af myndum af þeim Nasser, Jan Smith eða Tshombe, kynnast henni þarna í öllu falli undir stærra sjónar- horni. Myndin hefst á því, að tveir hvítir menn eru handteknir á- samt fylgdarliði sínu af herská- um ættflokki svartra manna. Hver og einn hinna handteknu manna er pyntaður til bana, ut- an einn, s«m blámenn gefa „tæki færi ljónsins". (Ekki ljósins, eins og tvívegis hefur misritast í prógrammi, enda hefðu blökku mennirnir, þótt sprettharðir væru, varla haft mikla von um að draga uppi mann á ljós- — Nefndinni er ætlað að safna saman hugmyndum um þessi verkefni. Einmitt þess vegna er það mjög ánægju- legt a'ð um þesssar mundir eru ungir menn, sem aflað hafa sér sérþekkingar á ein- stökum sviðum að koma til starfa í röðum ungra Sjálf- stæðismanna. Við teljum nauðsynlegt að virkja starfs- krafta þessara manna og skapa þeim aðstöðu til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri. Við viljum gjarn an eiga samvinnu við sem allra flesta unga sérmennt- aða menn og konur og ég hvet þá aðila eindregið til þess a'ð hafa samband við okkur. — Því hefur verið haldið fram, að Heimdallur væri lokað og þröngt félag fá- menns hóps manna og aðrir komist þar ekki nærri. Hvað viltu segja um þá fullyrð- ingu? — Þetta er mikill misskiln- ingur, sem því miður gerir vart við sig meðal ungs fólks. Heimdallur er opinn öllum sem vilja starfa undir merkjum hans. Starf í Heim- dalli býður upp á mikil tæki- færi til þess að kynnast þjóð- félagsmálum og við fögnum af alhug hverjum nýjum fé- lagsmanni. Og ég vil undir- strika það, að þvi a'ðeins get- ur ungt fólk gert raunhæfar kröfur um aukin áhrif, að það sé sjálft reiðubúið til að starfa og berjast fyrir hugð- arefnum sínum. hraða). Honum er sleppt laus- um og gefið 10 sekúndna for- skot, en að því loknu hleypur fyrsti óvinur hans á eftir hon- um til að ráða honum bana, og síðan hver af öðrum með stuttu millibili. Möguleikar flótta- mannsins til að komast undan virðast ekki miklir, einkum þar sem hann leggur af stað kvik- nakinn, vopnlaus og án matar, en hver og einn eftirleitarmann- anna er vopnaður og þrautþjálf aður í harðræðum, hefur m.a. 'lagt 10 ljón að velli. Kvikmyndin fjallar síðan mest öll um eltingarleik þennan. Blökkumennirnir láta hinn hvíta flóttamann laumast aftan að sér og drepa sig, hvern á fætur öðrum, „ljónið" er ekki á óslitn- um flótta, heldur skýlir sér ann að slagið í skógarþykkni, bæði til að hvflast og leita næringar og eirunig til að vega hina svörtu hlaupagarpa, einn og einn í einu úr launsátrum. Undir lokin má f j andaf lokkurinn varla þy nnr i vera, til að halda uppi spennu til enda. Raunar er barátta flóttamanns ins við hina villtu náttúru, bar- átta gegn hungur- og þorsta- dauða og margs konar ævintýri, sem hann lendir í, á meðan á þeirri baráttu stendur- þessi bar átta er raunar eigi síður spenn- andi, en eftirför blökkumann anna og líklega ekki síður sann- ferðug. Eltingarleikurinn sjálfur er nefnilega ekkert sérstaklega trúlegur, og oft sýnist lítið sam- ræmi milli vegalengda og hlaupa hraða. Hið fjölskrúðuga dýralíf gef- ur mynidinni mjög aukið gildi. — Meðal skógardýranna er háð bar átta upp á líf og dauða, eins og dýr hremma bráð sína, en auk þess verða apar, slöngur, eðlur, fflar, gíraffar, antilópur, fuglar, krabbadýr og skordýr alls kon- ar á vegi okkar. Sjálfur eltingar- leikurinn, þótt hann sé raunar spennandi á köflum, hefur að mínu viti mest gildi sem tilefni til að koma hinu fagra og fjöl- breytta skógarlífi á framfæri. Ef menn langar þannig í tákn og líkingar, þá má finna sitthvað sameiginlegt með lífi skógardýr anna og manrilífinu. Þó skilur þar á milli, að rándýr skóganna drepa sér til matar, en annarleg sjónarmið ráða fremur drápum mannanna. í þessari mynd er nautn blökkumannanna af að horfa á pyntingar rík ástæða til að þeir drepa menn. Það er í rauninni furða, hvað þeir endast lengi til að elta mann, sem ekki er búinn pyndingadauði af hæstu gráðu, en þá ber að í- huga að eltingarleikurinn sjálf- ur á að vera „ljóninu" pynting, gefa því örlirla tálvon. Annars held ég, að þessi mynd sé ekki hugsuð sem sérstök tákn- mynd, en hún veitir hins vegar góða sýnikennslu um dýralíf skóganna og náttúru Afríku, eins og áður greinir. — Það er galli að nauðsynlegt hefur þótt að banna hana unglingum innan 16 ára, því hún gæti vafalaust glætt áhuga þeirra fyrir dýra- fræði og ef til vill landafræði einnig. — En það er svo sem auð vitað. að ekki má ala upp í ungl- ingum sadisma, svo þeir fari að kvelja okkur gamla fólkið, þegar þeir komast vel á legg. VELJUM ÍSLENZKT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.