Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPT. 1968 Guðný Ásberg, Keflavík — Minningarorð Fædd 2. júní 1893 Dáinn 4. sept. 1968 1 DAG fer fram í Keflavík út- för frú Guðnýjar Ásberg. Hún andaðist á sjúkrahúsinu í Kefla- vík hinn 4. þ.m., eftir langvar- andi veikindi. Guðný var fædd að Sléttu á Reyðarfirði, 2. júní 1893 og voru foreldrar hennar Jónas Eyjólfs- son, gullsmiður, og Sigurlín Guðnadóttir, er þar bjuggu. Tveggja ára gömul missti Guð- ný móður sína og kvæntist faðir hennar síðar að nýju og ólst Guðný upp hjá fóstru sinni, hinni ágætustu konu, sem Guð- ný tók miklu ástfóstri við. Jón- as gullsmiður eignaðist 2 börn með fyrri konu sinni auk Guð- nýjar eh 9 börn með seinni kon- unni. Urðu systkinin því 12 að tölu, sem ólust upp saman. Einn af systkinum þessum, albróðir Guðnýjar, var hinn kunni vest- ur-íslenzki kennimaður, Eyjólf- ur Sænbjörn Melan, sem lengst af var þjónandi prestur í Gimli í Kanada. Árið 1920 giftist Guðný Eyj- ófli Ó. Ásberg, sem þá rak brauð gerðarhús í Keflavík, hið eina á Suðurnesjum. Eyjólfur andaðist 27. nóv. 1954 þá 63 ára gamall. Hann taldi það mestu gæfu lífs síns að hafa gifzt Guðnýju enda varð hjónaband þeirra farsælt. Hún varð honum ómetanlegur styrkur og stoð í blíðu sem Útför Þorbjörns Georgs Gunnarssonar (Gíós) verður gerð frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 12. þ.m. M. 10.30 f.h. Fyrir hönd fjarstaddra ættingja. Brandnr Brynjélfsson. Útför eiginkonu minnar, Jónínu Einarsdóttur Flókastöðum, Fljótshlíð. fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. sept. kl. 1.30 síðdegis. Blóm afþökkuð. Fyr- ir mína hönd og annarra vandamanna. Vigfús ísleifsson. stríðu. Kunni hann vel að meta kosti konu sinnar og virti hana og dáði til dauðadags. Brátt fór orð af því, að heim- ili þeirra hjóna bæri af hvað snerti heimilisprýði og mymdar- skap allan, enda komst það fljótt í hefð, að þangað var gestum og gangandi vísað, sem leáta þurftu sér greiða eða gistingar í bæn- um, en ekkert gistihús var í kauptúninu. Guðný stóð fyrir heimili sínu með stórbrotonum höfðingsskap og engum synjaði hún um greiða eða náttstað, sem þangað leitaði þótt gestanauð hafi sjálfsagt oft verið mdkil. Þetta leiddi til þess, að ekki leið langur tím þar til Guðný hedtin hóf fyrir alvöru gistihússrekst- ur og hafði hann með höndum um langt árabil auk umfangs- mikilla heimilisstarfa. Er við hjónin fluttumst til Keflavíkur fyrir þremur ára- tugum lágu fyrstu spor okkar, eins og flestra annarra gestkom andi, til Ásbergshjónanna. Nut- um við þar ástúðar og gestrisni Guðnýjar og manns hennar í ríkum mæli um nokkra vikna skeið, meðan verið var að stand- setja húsnæðd fyrir okkur. Kynnt umst við hjónin þá mannkost- um Guðnýjar og myndarskap. Vinátta stofnaðist þá milli heim- ila okkar, sem haldizt hefur síð- an. Auk hinna miklu húsmóður- og heknilisstarfa lét Guðný fé- lagsmál mikið til sín taka. Hún var ein af stofnendum Slysavarn ardeildar kvenna í Keflavík og aðalhvatamaður að stofnun Kvenfélags Keflavíkur, formað- ur beggja en hins síðarnefnda frá stofnun þess og þar til hún lét af formannsstarfi fyrir nokkr um árum vegna heilsubrests. Þá var hún og einn af stofnendum Sjálfstæðisfélags Keflavíkur 1938 og síðar Sjálfstæðiskvenna- félagsins Sóknar. Sat hún í stjórn beggja þessara félaga um árabil, í stiórn Flokksráðs Sjálf- stæðisflokksins í Gullbringu- Guðný heitin var stórbrotin sýslu og síðar í kjördæmisráði flokksins. í lund en þó svo hjartahlýð, að hún mátti ekfcert aumt sjá. Eru ótalin góðverkin, sem hún lét af hendi rakna til aumra og fá- tækra. Þau Eyjólfur og Guðný Ás- berg eignuðust eina dóttur barna, Elísabetu, sem gift var Birni G. Snæbjörnssyni, fram- kvæmdastjóra, sem dó á bezta aldri í apríl 1967. Þau Elísabet og Björn áttu 2 börn, Guðnýju, sem gift er Árna Samúelssyni, verzlunarmanni, Torfasonar, for- stjóra í Reykjavík, og Eyjólf Ás- berg, en hann dó með svipleg- um hætti í einu hörmulegasta umferðarslysi, sem komið hefur fyrir á Reykjaneshrautinni, að- eins tvítugur að aldri, hinn 1. nóv. 1967. Það hefur því verið skammt stórra högga á milli hjá Ásbergsfjölskyldunni þar sem þrennt úr fjölskyldunni hefur látizt á síðustu 16-17 mánuðum. Raunir frú Elísabetu hafa ver- ið meiri en orð fá lýst vdð þenna mikla ástvinamissir á svo skömmum tíma, en hinn ágæti tengdasonur hennar og dóttir hafa verið henni mikill styrkur og stoð á þessum dimmu dögum lífs hennar. Fjölskylda mín flytur frú Elísabetu, dóttur hennar og tengdasyni sem og öðrum að- standendum sínar innilegustu samúðarkveðjur við andlát og jarðarför hinnar mætu konu, móður og ömmu, frú Guðnýjar Ásberg. Alfreð Gíslason. Eiginkona mín, Margrét Eyjólfsdóttir Hafnargötu 69, Keflavík, lézt aiS Sjúkrahúsi Keflavíkur sunnudaginn 8. sept. Jarðar- förin fer fram frá Keflavíkur kirkju laugardaginn 14. sept. kL 16. Geir Þórarinsson og börn. Þakka innilega auðsýnda sam úð við fráfall móður minnar, Aldísar Bjarnadóttur. Jón Sólmundsson. Maðurinn minn, Helgi Ketilsson, Odda, Isafirði, lézt 8. september. Útför hans verður gerð frá Isafjarðar- kirkju laugardaginn 14. þ.m. og hefst kl. 14 með húskveðju frá heimili hins látna. Lára Tómasdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför fósturmóður okkar, systir og mágkonu, Margrétar Bjarnadóttur Bólstaðarhlíð 34. Sérstaklega þökkum við lækn um og hjúkrunarliði Hand- lækningadeildar Landspítal- ans fyrir þá miklu og góðu umönnun sem henni var sýnd. Erla K. Bjarnadóttir, Gunnlaug B. Jónsdóttir og fjölskylda, Kristín Bjarnadóttir, Gunnar Bjarnason, Bjarni Bjarnason, Stefania H. Stefánsdóttir. Minning og kveðja Góð kona er gengin. Við brott- för héðan vakna hjá okkur, sem eftir lifum, minndngar með meiri ferskleik, en á meðan samleiðin varði. Það var vitað fyrir nokkru að vinkona mín, og svo margra annarra, var að nálgast Gullna hliðið. Hún vissi það sjálf og tók því eins og svo mörgu öðru á lífsins braut, með góðvild, ást, virðingu og trúnaðartrausti. Það er ekki á mínu færi að rekja all- an lífsferil Guðnýjar Ásberg, störf hennar og stríð, sígra og töp á langri leið. Mikið af störfum Guðnýjar var unnið í kyrrþei og ekki i aug- lýsingaskyni, því hennar aðals- merki var að vera mönnum og málefnum til góðs, án þess að til launa eða þakklætis væri ætlað. Ég persónulega minnist þess á meðan mín hérvera varir, að Guðný var fyrsti Keflvíkingur- inn, sem ég kynntist, og hélzt okkar vinskapur órofinn til hennar hinzta dags. Ég roðna í sálinni þegar ég minnist þess vinskapar og vel- vilja er hún sýndi móður iminni alla tíð — það var vel af vanda- lausum gert. — Það var ekki eini staðurinn þar sem Guðný Ásberg kom við og lagði sína líknarhönd og innilegan góðvilja fram til þjónustu við aðra þar sem vin- samlegheit og fjármunir skiptu engu máli, heldur allt gert af kærleika og innri þörf fyrir ást- úð og góðvild til samferðafólks- ins. Um störf Guðnýjar er eng- in spjaldskrá hér á jörðu niðri, en margar hendur verða fram- réttar til að taka á móti Guðnýju við landamærin miklu. Hér í okkar bæ hafði Guðný forustuhlutverki að gegna á mörg um sviðum. Hún hafði forustu kvenf élagsins me¥5 höndum árum saman og stóð að líknarstarfi þess félags með ráðum og dáð. Ótaldar verða þær stundir sem hún fórnaði félagsstörfum, frá sinu umfangsmikla heimili, sem var um langt skeið eina gisti- heimili aðkomumanna til Kefla- víkur. Eins og ávallt er um athafna- fólk, ber ekki öllum saman um ágæti þess, en nú þegar horft er til baka, verður vandfundirm sá eða sú, sem ekki tekur heilshug- ar undix það að góð kona sé gengin. Innilegar árnaðaróskir og þakk læti fylgja Guðnýju yfir landa- mærin til nýrra starfa Gu'ðs í geim. Ég er aðeins einn þeirra sem þakka samveruna og lofa því að halda hennar merki uppi svo lengi sem lifið endist. Þar sem gott fólk fer, þar er Guð sjálfur að störfum. Far þú sæl og blessuð, minn- ing þín varir og vex og verður eitt af því sem tímans tönn vinn- ur ekki á. Helgi S. Guðný var fædd á Sléttu í Reyðarfirði, dóttir hjónanna Jón asar gullsmiðs, búandi á Sléttu síðar á Seljateigi Eyjólfssonar og fyrri konu hans, Sigurlínar Guðnadóttur bónda á Sléttu Ste- fánssonar frá Kirkjubóli í Norð- firði Stefánssonar af ætt séra Styrbjarnar prests í Hofteigi Jónssonar, séra Runólfs prests á Skorrastað Hinrikssonar og séra Péturs Arnsted Eiríkssonar prests á Hofi í Vopnafirði, sem var sonarsonur séra Einars galdrameistara á Skinnastöðum, sem uppi var á 17. öld Nikulas- sonar af Ásætt í Kelduhverfi. Kona séra Péturs Amsted, var Halldóra Jónsdóttir prests á Hólmum Guttormssonar prests Hólmum Barna-Fúsasonar prests í Hoftedgi Tómassonar. Kvenn- leggur Guðnýjar var einnig kom inn af Þuríði Sigfúsdóttur prests á Hofteigi Tómassanar, hún átti Árna stúdent í E6ki- firði í bróður Marteins sýslu- manns) Rögnvaldsson prests á Hólmum Einarssonar ag Guðrún ar Árnadóttur sýslumanns á Eið- um Magnussonar. Dóttir Þrúðar og Árna var Guðrún sem erfði hluta í Eskifirði og átti Þorstein hreppstjóra í Eskifirði (1708) Ketiisson. Þeirra börn voru: Þorsteinn ríki í Eskifirði og Guð ný á Ásunnarstöðum í Breiðdal, ættmóðir Ásunnarstaðaættar. Dóttir hennar var Guðrún Er- lendsdóttir kona Stefáns í Sand- felli í Skriðdal Magnússonar. Dóttir þeirra Sandfellshjóna var Guðný á Sléttu í Reyðarfirði, hún var seinni kona Jóns silfur- smiðs á Sléttu (d. 1839) Páls- sonar, hann var hálfbróðir Sveins læknis í Vík og kominn í beinan karllegg af séra Sveini lærða á Barði. Dóttir Guðnýjar og Jóns á Sléttu var Guðrún á Stuðlum í Reyðarfirði, sem átti fyrir fyrri mann Bóas Arinbjarn arson ríka á Stuðlum Guð- mundssonar, sem kominn var í beinan karllegg af séra Ólafi Guðmundssyni sálmaskáldi í Sauðanesi. Dóttir Guðrúnar og Bóasar var Guðný kona Guðna trésmiðs á Sléttu og þau voru foreldrar Sigurlínar móðir Guð- nýjar Ásberg. Guðný Bóasdóttir var hálfsystir séra Benedikts í Bjarnamesi, hún var greind kona og sagnafróð, sem kunni margt ævintýra. Bróðdr Guðrúnar á Stuðlum vat Páll á Sléttu fyrri maður Sæbjargar Jónsdóttur frá Sandfelli Stefánssonar frænd- konu sinnar. Sæbjörg bjó á Sléttu og í Seljateigi og átti fyr- ir seinnd mann Eyjólf söðlasimið Ólafsson, móðir hans var Sess- elja Pétursdóttir frá Eyjólfsstöð- um á Völlum Gíslason af Finns- stað á bændum af Ásætt. Voru ¦þeir Finnsstaðabændur orðdagð- ir dugnaðarmenn, komnir af stórhöfðángjum í ættir fram, í Klofa o.fl. Sæbjörg (d. 81. árs 1906) var skörungur mikill, búkona og bjó lengi ekkja rausn arbúi í Seljateigi með sonum sín- um. Sonur hennar og Eyjólfs var Jónas í Seljateigi faðir Guðnýj- ar Ásbergs. Voru þau hjón Jónas og Sigurlín að 3. og 4. að frænd- semi frá Stefáni í Sandfelli Magnússyni. Albróðir Guðnýjar Ásberg var séra Eyjólfur Melan prestur í Vesturheimi. Sednni kona Jónasar var Guðbjörg Teitsdóttir og áttu þau mörg börn. Tel ég sem þetta rita, að Guðný Ásberg hafi mjög líkzt ömmum sínum að skapgerð og skörungsskap, þeim Sæbjörgu í Seljateigi og Guðnýju Bóasdótt- ur. Þótt miklu meira mætti segja um ætt og uppruna Guðnýjar Ásberg, mun ég hér láta staðar numið. Mun ekki vera ofsagt að Guð- nýju stæðu sterkustu stofnar Austanlands ef vel að að gáð og engin ástæða að láta það liggja í þagnargildi þegar verið er að minnast horfinnar höfðdngskonu sem bar öll einkenni gamalla rótgróna ætta, hvað mannkosti og dugnað snertir. Ætlun mín hér er ekki að rekja æviferil frú Guðnýjar, heldur minnast hennar eins og hún kom mér fyrir augun, allt frá bernskudögum til fullorðins- ára þar sem hún starfaði með röggsemd í sínu stóra húsi í Keflavík á umfangsmiklu heim ili. Ég minnist þess að mér fannst ætíð sólskinsbirta og hressandi sjávarblær frá flóanum leika um heimili hennar, þegar ég var drengur og dvaldd hjá þessari móðursystir minni. Heimilið sem var umgerð um persónuleika hennar, þar sem spor hennar lágu og Hfði og starfaði í nær hálfa öld. Ég minnist mikillar konu sem bar höfðinglegt svip- mót, sterka skapgerð og dugnað, sem var viðbrugðdð. Heimiii hennar bar myndarskap í hví- vetna, enda um tíma stærst i sniðum í Keflavík og bar einnig hinum ágæta manni Guðnýjar, Eyjólfi Ásberg kaupmanni, vitni, sem var sérstakt snyrti- menni. Þau hjón voru mjög sam hent og áttu lengstum góðu veraldargengi að fagna. Guðný Ásberg tók mikinn þátt í félags- iífi í Keflavík, á það munu aðrir minnast. Guðný mássti Eyjólf mann sinn árið 1954, hafði hann þá átt í langvarandi veikindum. Guðnýju var það þungt áfall jafn tilfiningarík og trygg sem hún var í lund. Hún hélt allri heimilisrisnu eftir að hún varð ekkja, sem áður var, en heilsan tók að gefa sig, enda hafði hún alla tíð verið ósérhlífin. Síðustu 5 árin lá hún af og til á sjúkra- húsum oft 'þungt haldin. Það stríð bar hún með æðruleysL Seinasta árið, sem hún ldfði, varð hún fyrir hverju stóráfall- inu eftir öðru, fyrst að Björn Alúðar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og jarðarför SIGFÚSAR HALLDÓKS FRÁ HÖFNUM Þorbjörg Halldórs frá Höfnum, Þuríður Halldórs frá Höfnum, Jóhannes Brandsson, Sigfús, Guðrún, Stefán Helgi, Halldór Halldórs frá Höfnum, Sigríður Jóhannsdóttir, Jóhann, Sigfús, Helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.