Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPT. 1968 llililiraHiOIII! MORCUMBLA-BSIMS Uppselt í stiík- una á 55 mín. Mikilí áhugi á leik Benfica og Vals BENFICA liðið hefur sitt að- dráttarafl hér á landi sem ann- ars staðar. f gær hófst sala á miðum að leik Vals og Benfica sem fram fer 18. sept. og hafði myndast gífurleg bifröð fólks áð ur en sölutjaldið við Útvegsbank ann var opnað. Kl 1 hófst salan ©g á tæpri klukkustund seldust upp allir miðar í stúku Laugar- dalsvallarins og hundruð ef ekki þúsundir annarra miða. Biðröð þeirra sem fá vildu rniiða náði úr Austurstræti, fyrir Ihorn Útvegsfoankans við Lækjar- torg og alveg út í Hafnarstræti. Þessi gífurlegi áhugi sýnir að knattspyrnuunnendur kunna vel að meta þann feng sem er að því að fá slíkt lið hingað til lands sem Benfica er. Útilokað væri að fá liðið á öðrum vettvangi en þeim sem Valsmenn fá það — að dragast móti því í Evrópu- keppni. Við skuliím aðeins vona að veðurguðirnir verði Val jafn hag stæðir og að allir megi njóta þess vel að sjá snillinga að verki sem Benfica-liðið skipa. - ASIÞING Framhald af bls. 28 Mikið hefur verið rætt um skipulagsmál Alþýðusamfoands- ins á þingum þess, sérstaklega á síðasta þingi. Síðastliðið haust var haldið aukaþing til að fjalla um skipulagsmál samtakanna, en ekki náðist þar samkomulag. Fyrr nefnd milliþinganefnd hefur starf að síðan, og áttu þar flest sjón armið deiluaðila að koma fram. Eins og fyrr segir, náði hún eamkomulagi um nokkur atriði oggerir tillögur um þau. I Alþýðusambandinu munu nú vera 130 verkalýðsfélög með yf ir 35 þús. félögum. Gert er ráð fyrir að um 380 fulltrúar siti þetta þing. Af þessum 130 verkalýðsfélög vim eru *34 í Reykjavík. Stærstu eamtökin innan Alþýðusambands ins eru Landssamband íslenzkra verzlunarmanna, sem sendi 45 fulltrúa á síðasta þing Alþýðu- sambandsins. Þá sendi Dagsforún 34 fulltrúa, Sjómannasamband íslands 23, Iðja í Reykjavík 18, Og Verkakvennafélagið Fram- sókn 17. Iðja á Akureyri sendi flesta fulltrúa á síðasta þing, eða 8. Eining á Akureyri sendi 7. Verkakvennafélagið Framtíðin í Hafnarfirði 6 og Hlíf í Hafnar- firði 5 fulltrúa. Kosningar til Alþýðusamfoands þings eru meirihlutakosningar, eins og kosningar til stjórnar samtakenna. - VERÐLAG Framhald af bls. 28 söluálagning á niðursoðnum á- ¦vdxturn var 13%, en verður 12, ert smásöluálagningin fellur úr 39% í 36%. í verðlagsnefnd kom upp á- greinimgur um það, hvort láta setti hinar lækkuðu álagningar- prósenitur gilda fyrir íslenzkar aðnaðarvörur á sama hátt og fyr- út innfluttar vörur. Töldu full- trúar verzlunarinnar, að ekki væri rétt að láta álagningar- prósentu á 'iðnaðarvörunum Jækka eins og hvað varðaði inn- íluttar vörur, þar sem hið nýja innflutningsgjald hefði ekki eins inikil áhrif á kostmaðarverð iðn- aðarvaranna og á tilbúnar inn- ifluttar vörur. Málinu lyktaði þamnig, að sam- þykkt var tillaga verðlagsstjóra vairðandj það, að hin nýju verð- ilagsákvæði giltu ekkj í smásölu tfyrr en smásöluverzlanir fengju vörur á hækkuðu heildarverði vegna bráðabirgðalaganna frá 3. sepitemfoer. Var tillagan sam- þykkt með atkvæðum fulltrúa, launiþega og oddamanns nefndar- inmar, Björgvins Guðmundsson- ar. Þá var samþykkt tillaga um að verðlagsákvæðin giltu aðeims sama tíma og foráðabirgðalögin. Morgunblaðið sneri sér til Þor- varðs Jóns Júlíussonar, hjá Verzlumarráði íslands, og spurði hann álits á hinuni nýju verð- lagsákvæðum. Hanm sagði, að samkvæmt bráðabirgðalögunumi mætti leggja á allt að 30% af þeirri hækkun kosimaðarverðs, sem leiddi af innflutningsgjald- inu. Reiknað væri út frá verð- lagsákvæðum, sem giltu eftir iþessari forniúlu, en það hafði í tför með sér lækkuin á álagning- arprósentunmi. Hann kvaðst ætla, að reiknað væri með að hækk- unin kæmi að fullu tfram, enda Iþótt það tæki í reyndinni sinn tíma, að hún geri vart við sig, einkanlega hvað snertir íslenzk- ar iðnaðarvörur. Um álagningarprósentuna nú, sagði Þorvarður, að hún hefði verið skorin það mikið niður í desember eftir gengislæikkunina, að fyrirtækin ættu við þröngan kost að búa. Hin nýju verðlags- ákvæði yrðu til að valda þeim frekari rekstrarörðugleikum, því að gera mætti ráð fyrir að veltu- magnið dragist saman vegna minnikandi kaupgetu. 5 skip með síldarafla GOTT veður var á sfldarmíð- unum sl. sólarhring. Skipin voru eínkum að veiðum 72° norður br. og 10 austur lengdar. Var talsvert kastað, en gekk illa að ná síldinni. Alls tilkynntu 5 skip um afla, samtals 155 lestir. lestir Óskar Magnússon AK 40 Bjarmi II EA 25 Héðinn ÞH 30 Guðbjörg ÍS 50 Ljósfari ÞH 10 Byrjað á nýja Vesturlands- veginum NÚ mun vera afráðið að hefja framkvæmdir við nýja Vestur- landsveginn við Árbæ í haust. Tjáði Snæbjörn Jónsson, yfir- verkfræðingur Vegamálaskrifstof unnar, Morgunblaðinu í gær, að byrjað yrði á veginum á milli Rofabæjar og Höfðabakka ofan við Árbæ. Þarna þarf talsvert að sprengja fyrir veginum og flytja jarðveg á brott, en áform- að er að ljúka því verki í vetur. Biðröðin við Utvegsbankann. Ljósm. Mbl. Kr. Ben. Arsenal heldur forystunni — Tottenham vann Burnley 7:0 ÚRSLIT leikjanna í ensku deilda keppninni sl. laugardag: 1. deild: Chelsea — Everton 1-1 Coventry — Newcastle 2-2 Leeds Ttd. — Wolverhampton 2-1 Livérpool — QPR 2-0 Manehester U. — West Ham 1-1 Sheffield Wed. — Ipswioh 2-1 Southampton — Arsenal 1-2 Stoke City — Manehester C. 1-0 Sundarland — Leieester 2-0 Tottenham — Burnley 7-0 West Bromwích — Nottm. F. 2-5 2. deild: Birmingham — Huddersfield 5-1 Blackfoum — Millwall 2-4 Blackpool — Bolton 1-0 Bury — Preston 0-1 Cardiff — Middlesbro 2-0 Charlton — Portsmouth 2-1 Crystal Palaee — Carlisle 5-0 Derby County — Aston Villa 3-1 Hull City — Bristol City 1-1 Norwich — Sheffield Utd. 2-9 Oxford — Fulham 1-0 Tottenham vann sinn fyrsta sigur á heimavelli í ensku deilda keppninni s.l. laugardag þegar þeir unnu Burnley með 7 mörk- um gegn engu. Minna mátti nú gagn gera og aumingja Casper hjá Burnley mistókst vítaspyrna og allt gekk á afturfótunum fyr ir Burnley, sem hefur nú fengið 22 mörk á sig í dedldinni. Jimmy Greaves skoraði hat-trick, þar af eitt úr vítaspyrnu, og Cliff Jones skoraði 2 mörk, fyrir Spurs, en það er gælunafn Totten ham hjá Lundúnabúum. Arsenal leikmennirnir börðust eins og Ijón í síðari hálfleik, en í leik- hléi voru þeir marki unddr í Sout hampton. Radford skoraði bæði mörkin fyrir Arsenal. Denis Law skoraði fyrir Manchester United og Geoff Hurst fyrir West Ham, bæði í síðari hálfleik. Staðan á Elland Road í Leeds var eitt mark yfir fyrir gestána, Wolverhampton, en bakvörður- inn Cooper og miðvörðurinn Jackie Carlton björguðu málun- um fyrir heimamenn, með mörk- um í síðari hálfleik. Nottingham Forest vann athyglisverðan sig- ur yfir West Bromwich, liðinu sem sló Forest út úr deildabikar keppninni fyrir aðeins nokkrum dögum. Þetta er fyrsti sigurinn sem Forest hlýtur í keppninni. Birmingiham dreif sig upp úr neðsta sæti með stórsigri gegn Huddersfield, í annarri deild, Birmingham vann 5-1, en í fyrra vann Birmingham enn stærri sig ur þá imeð 6-1. INú eru þrjú Lund únafélög, Charlton, Orystal Pal- ace og Millwall efst í annari deild og er þetta einsdæxni. í leiknum gegn Millwall var stað- an 2-0 fyrir Blackburn Rovers í leiMiléi, en Millwall komu margefldir inn á í síðard hálfleik og skoruðu fjórurn sinnum og fóru með bæði stigin firá Black- burn. Þetta var mikið áfall fyrir Rovers, sem hrapa nú náður í ní- unda sæti. Blackpool er nú kom- ið upp í fjórða sæti eftir sigurinn gegn Bolton. Blackpool hefur enn ekki tapað leik í keppninni, en gert fjögur jafntefli. Aðeins Arsenal ag Leeds eru nú taplaus í 1 .deild, en Queens Park Rang- ers í 1. deild og Carlisle United í 2. deild hafa enn ekki unnið leik í keppninni, 'enda bæði í neðstu sætunum. Staðan hjá Ful- ham, sem seldi Alan Clark til Leicester City áður en keppnin hófst fyrir metupphæð, hefur að eins skorað tvisvar í keppninni til þessa og ekkert félaganna er nú líklegra til að falla niður í þriðju deild, en einniitt Ful- ham. Luton, sem sigraði í 4. deild í fyrra heldur enn strikinu í þriðju deild, er efst með 10 stig í 6 leikjum og ekki tapað leik í deild inni til þessa. Mansfield er í óðru' sæti með 9 stig. Fyrsta umferðin var leikin í 1. deildinni skozku og sigruðu Celtic með 2-0 í Clyde og Rang- ers vann á heimavelli gegn Par- tick Thisle með sömu marka- tölu. Staðan í ensku deildakeppninni: 1. deild. Ars.enal 8 8 2 0 16-6 14 Leeds Utd. 7 6 10 16-6 13 West Ham 8 5 2 1 17-7 12 Sheffield W. 8 4 3 1 13-8 11 Liverpool 8 4 2 2 11-7 10 Chelsea 72 J0 14-6 9 Everton 8 3 3 2 11-7 9 Sundarland 8 3 3 2 12-10 9 Neweastle 8 16 1 9-9 8 Manohester 8 3 2 3 12-15 8 Ipswich 8 3 1 4 12-12 7 Stoke City 8 3 14 6-10 7 Tottenham 7 2 2 3 15-10 6 Nottm. For. 7 1 4 2 10-9 6 Wolverhamp. 8 2 2 4 9-10 6 Southampton 8 3 0 5 10-13 6 West Brom. 8 2 2 4 12-20 6 Burnley 8 2 2 4 9-22 6 Leicester 8 2 15 8-l'2 5 Manchester C. 8 1 3 4 7-14 5 Coventry 6 12 3 8-11 4 Q.P.R. 8 0 3 5 7-18 3 2. deild. Charlton 8 5 2 1 18-13 12 Crystal Pal. 8 5 1 2 20-11 11 Millwall 7 5 1 1 16-10 11 Blackpool 7 3 4 0 8-4 10 Sheffield U. 7 4 1 2 10-8 9 Cardiff 8 4 1 3 14-12 9 Middlesforo 8 4 1 t 10-10 9 Bolton 7 3 2 2 12-9 8 Blackburn 7 3 2 2 10-8 8 Norwich 8 3 2 3 12-12 8 Preston 6 3 1 2 7-4 7 Oxford 7 2 3 2 6-6 7 Derby 7 2 3 2 9-9 7 Hull 7 1 4 2 8-9 6 Bristol C. 7 1 4 2 7-8 6 Bury 7 2 2 3 12-14 6 Huddersfield 8 1 4 3 7-11 6 Portsmouth 8 1 3 4 7-11 5 Birmingham 7 2 0 5 15-19 4 Aston Villa 7 1 2 4 5-10 4 Fulfoam 7 1 2 4 2-7 4 Carlisle 7 0 3 4 3-12 3 FH sigraði á Akureyri AB TILHLUTAN H. S. f. fór fram hraðkeppni í handknatt- lcik á Akureyri um helgina, með þátttöku fimm liða. FH-ingar sigruðu í keppninni, hlutu 6 stijr, en í öðru sæti urðu Haukar og Fram með 4 stig. Opið golfmót hjá Keili NÆSTKOMANDI laugardag og sunnudag £er fram fyrsta opna golfkeppnin á golfvelli Golf- klúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Flugfélag íslands gatf verðlaun til keppninnar, bæði farandbik- ara og einstaklingsverðlaun, og verður keppnin kölluð Þotu- keppni Flugfélags fslands. Golfklúbburinn Keilir var stofnaður fyrÍT tveimur árum og hafa nokkur mót verið haldin á velli félagsins á Hvaleyri. Þotukeppnin verður 36 holu keppni, en að sögn forráðamanna klúbbsins standa vonir til að hún geti í framitiðinini verið 72 hoiu keppni. Þotukeppnin verður með og án forgjafar og er það von Keilismanna að sem flestir kylf- ingar taki þátt í mótinu. Mesta athygli vakti sigoir Ak- ureyringa yfir íslandsmeisturuim Fram 18:12, en Akureyrimguni hefur nú bætzt góður liðsmaður þar sem Gísli Blöndal er. Þá sigruðu Haukar einnig fslands- meistarana með nokkrum yfir- burðum, en Framarar sigruðu hins vegar FH örugglega. Úrslit leikjanna urðu þessi: Haukar — ÍR 11:11 ÍBA — Fram 18:12 FH — ÍR 18:13 HAUKAR — FRAM 19:8 FH — ÍBA 14:8 FRAM — ÍR 13:10 ÍBA — HAUKAR 7:7 FRAM — FH 8:5 ÍR — ÍBA 17:16 FH — HAUKAR 14:9 FH 4-3-0-1 51:38 - 6 Haukar 4-1-2-1 46:40 - 4 Fram 4-2-0-2 41:52 - 4 ÍBA 4-1-1-2 49:50 - 3 ÍR 4-1-1-2 51:5« -*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.