Morgunblaðið - 11.09.1968, Side 27

Morgunblaðið - 11.09.1968, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPT. 1968 27 Meö ástarkveoju til Rússlands ÞESSI bréf eru frá sovézk um hermönnum í Tékkó- slóvakíu og skrifuð til vin- kvenna þeirra heima. — Bæði eru rituð í upphafi hernámsins. Af tilviljun komust bréfin í hendur Tékkóslóvaka og í sl. viku var þeim komið til starfs- liðs brezka blaðsins Ob- server í Prag. Bréfin eru hér birt í lauslegri þýð- ingu: Kveðjur úr fjarlægu landi: heil og sæl Nína! Hann Yuri þinn sendir þér kveðjur úr fjarlægð. Fyrst er þá £rá því að segja, að ég fékk bréf þitt ag þakka fyrir það af öllu hjarta. Þa'ð kom að néttu til. Nú höfum við gengið frá öll- um útbúnaði okkar, og ég gef mér tíma til að svara þér. Nina, þú minnist á mynd af þér. Ég hefði ekkert á móti því að sjá mynd af þér og vinkonu þinni. Eitt og hálft ár er nú liðið, síðan ég hef fengið nokkurt frí, svo að víst væri mér ánægja að því að sjá mynd af þér. Nina, reyndu að hugsa þér, að ég er langt inni í skógi og fæ naumast notið svefns. Við höfum búið vandlega um farangur okkar og ég get að- eins tekið föggur mínar upp aftur með leyfi herforingj- ans, svo að ég get ekki náð í myndaalbúmið mitt. En ég er lífs og mér llður vel, og ég vona að þér Hði líka veL Ég reyni að gera skyldu mína. Núna erum við hér í skóginum. Þeir segja, að við förum brátt að hugsa til hreyfings, ekki veit ég hvert. Það var fluttur fyrirlestur um það, hvers vegna við komum hinigað. Grechko, marskálkur, talaði tll her- deildarinnar og hann sagði að við ættum að fara inn í Tékkóslóvakíu og mættum ekki gera ráð fyrir, að okk- ur yrði fagnað með blóma- regni. Og hvað tekur við, fyrst svo er? Það er ekki aúðvelt að gera sér það í hugarlund. Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að gera skyldu sína. Ég hitti Mischa í gær. Við reyktum og töluðum saman stundarkorn. Ástandið er annarlegt og þrungið spennu. Nina, það er gott, að þú þarft ekki að hugsa neitt að ráði. Við höfum verið að hugsa um þetta allt með sjálfum okk- ur á löngum dimmum nótt- um, og við þráum það eitt að komast heim. Nina, ég skil ekki, hvers vegna húsnúmer- ið er 42 en ekki 47 úr því að nýja húsið er reist við hUð- ina á því gamla. Kveðjur til móður þinmar, föður þíns og Nötshu. Þinn YurL Kveðjur úr fjarlægu landi: heil og sæL Tonichka! I fyrsta iagi ætla ég að láta þig vita, að bréf þitt var að berast mér í þessum svifum og nú sit ég á mótorhjólinu og skrifa þér. Þú segir, að bréfin þín séu ekkert skemmtileg, en eins og nú standa sakir er mér ekkert kærara en bréf frú stúlku. Grechko marskálkur kom til okkar í vikunni og úr- skýdði allt fyrir okkur, bæði hvernig og hvers vegna mál- in væru á þennan veg, og nú er þetta ljósara en áðuf. Bara að þú gætir skilið það, Tonya, hvers konar skyldu við verðum að rækja? Ég hef alltaf skrifað, að allt væri í himnalagL en í rauntnni er það aHs ekki. En mér reyn- ist erfitt að skrifa um það og ég segi þér nánar frá því, þeg ar ég sé þig. Seinna. Við er- um komnir 15 kílómetra inn fyrir landamæri Tékkósdó- vakíu og höldum ftríinni áfram lenigra inn í landið. Enn hefur ekki komið til tals áð láta staðar numið. Hing- að til hafa bréfin til mín ver- ið opnuð, en ég ætla að reyma hvað ég get til að svo verði ekki gert, næst þegar ég fæ bréf. Vilja ráðstefnu með lýð- ræðisöflum Alþýðubl. HANNIBAL Valdimarsson, for- maður Alþýðubandaiagsims, skýrði frá því í sjónvarpsviðtali í gærkvöLdL að fulltrúamir, sem klufu sig úr kjördæmisráði Alþýðubandalagsins á Vestfjödð- um, heföu farið þess á leit við sig, að haldin yrði ráðstefna með öllum lýðræðisöflunum inn Ræða við áhöfn Pueblo í fréttum sem borizt hafa til Japans segir, að stjórn Norður- Kóreu hafi ákveðið að leyfa nokkrum erlendum blaðamönn- um, sem nú eru á ferðalagi um Norður-Kóreu, að hitta að máli áhöfn bandaríska njósnaskips- ins „Pueblo“ Fréttamennimir eru frá sovézku fréttastofunni Tass ýmsum blöðum annarra kommún istaríkja og ennfremur nokkrir frá vanþróuðu ríkjunum. Þeir eiga að tala við áhöfnina á fimmtudaginn, 12 september en ekki er vitað hvar viðtalið fer fram. 1 ------------------- - LÆKNAR OG... Framliald af bls. 1 frá Tékkóslóvakíu sem hafa ósk að eftir fá framlengingu dvalar leyfis með það fyrir augum að bíða átekta og sjá hverju fram vindur heima fyrir. Þá segir í frétt frá Oslo, að SAS hafi að nýju itekið upp flugferðir til Prag, en þær hafa legið niðri frá þvi innrásin var gerð í landið. í fréttum AP seg ir hinsvegar, að Pan American muni ekki taka að nýju upp flugferðir tii Prag fyrr en fé- lagið hafi fengið betri trygginig- ingar fyrir öryggi flugvéla og farþega. Ford afþakkaði Detroit, 10. sept. AP Talsmaður Ford bifreiðaverk- smiðjanna staðfesti í dag, að Henry Ford n, forstjóra fyrir- tækisins, Ford Moter Co, hefði verið boðið að taka sæti í sendi nefnd Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, en hann hefði hafnað þvi boði. Ekki vildi tals maðurinn segja, hver hefði gert Ford þetta boð, en talið er, að það hafi verið Johnson, forseti. an Alþýðubandalagsinis áður en landsfundur bandalagsins verð- ur haldinn eftir 1—2 mánuði. Þá skýrði hann frá þvL að til landsfundarins hefði verið boðað án samráðs við sig. MO.SKVA, 6. sept. — NTB. — Aflýst hefur verið sýningum Bolshoi-ballettsins, sem áætlaðar höfðu verið í París í nóvember n.k., að því er góðar heimildir hér herma. Fylgir það fréttun- um að ákvörðun um þetta hafi verið tekin fyrir innrásina í Tékkóslóvakíu og valdi henni mikill kostnaður. i .______ - TÉKKÖSLÓVAKÍA Framhald af hls. 1 • Áður hafði verið skýrt frá því að þeir Oldrich Cemik forsætisráðh. Tékkóslóvakíu og Alexei Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna hefðu undirirtað komulag þar sem kveðið er á um samvinnu ríkjanna á ýmsum svið um efnahagslífs. Ekki hefur ver ið opinberlega tilkynnt hvað í samkomulaginu felst, en talið, að þar sé gert ráð fyrir sovézku láni til Tékkóslóvakíu, sölu á jarðgasi þangað frá Sovétríkj- unum og samvinnu ríkjanna um að leggja gasleiðslur til Tékkóslóvakíu um sovézkt land. Tass fréttastofan seg- ir í dag, að samkomulagið sé til „allmargra ára,“ en skýrir ekki nánar frá því. Cernik kom til Maskvu í morg un ásamt tveimur efnahagssér- fræðingum, Frantisek Hamouz varaforsætisráðherra og Valcalv Vales, ráðherra þeim er fjallar um utanríkisviðskipti. Var talið, að þeir mundu m.a. ræða það tjón, sem efnahagslífið í Tékkó slóvakíu varð fyrir af völdum innrásarinnar, en orðrómur hef ur verið uppi um, að Sovétmenn hafi boðizt til þess að greiða bætur, sem svari helmingi áælt- aðs tjóns. „Rudo Pravo“, mál- agn kommúnistaflokksins í Tékkó slóvakíu hefur sagt, að aðeins fyrsta hernámsvikan hafi valdið tjóni, er nemi 227 milljónum doll ara. Blaðið kvartaði einnig yfir því, að Sovétríkin og bandalags ríki þeirra í deilunni við Tékkó slóvakíu hefðu ekki staðið við skuldbindingar sínar um að sjá Tékkóslóvakíu fyrir ýmiss kon ar hráefnum. Vasilí Kuznetsov, aðstóðar ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, aem verið hefur í Tékkóslóvakíu og rætt við ráðamenn þar hélt heimLeiðis í dag. Síðast ræddi hann við Gustaf Husak, leiðtoga kommúnistaflokksins í Slóvakíu og var sagt, að þeim viðræðum loknum, að þær hefðu verið „hjartanlegar“. Hefur það gefið byr undir vængi bollaleggingum um að þeir hafi a.m.k. fundið sameiginlegan viðræðugrundvöll og Moskvustjórnin ætli sér e.t.v. að stuðla að því Husak fái meiri völd en hann hefur nú. Husak hefur í ræðum sínum m.a. lagt til að gerðar verði öfl ugri ráðstafanir en til þessa, til að koma í veg fyrir að flótta- menn komist úr landi og hann er hinn eini forráðamanna Tékkó slóvakíu sem hefur talað um „andbyltingaröfl" í landinu. Fréttir frá landamærum Tékkó slóvakíu og Austurríkis herma, að af hálfu Tékkóslóvakíu sé nú verið að herða eftirlitið þar og hafi landamæraverðir skot- ið af vélbyssum á þrjá flótta- menn í gær. Jan Pelnar, hinn nýju innanríkisráðherra lands- ins, sagði á fundi með frétta- mönnum í gær, að gerðar yrðu allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að halda uppi friði og lögum í landinu, með því móti gætu Tékkóslóvakar sannað her mönnum Varsjárbandalagsins, að það væri óþarfi íyrir bandalag- ið að hlutast til um málefni landsins. Annar forystumaður Tékkósló vaka og einn af helztu endur- bótasinnum landsins, Zdenek Mlynar, hefur birt grein í „Rudo Pravo“ þar sem hann segir að til þess að unnt sé að koma ástandinu í landinu í „eðlilegt horf“, verði að tryggja mönnum almenn réttindi. Vísar hann á bug fullyrðingum sovézkra blaða um að 40.000 andbyltingarsinnar séu nú í Tékkóslóvakíu og nauð synlegt sé að þagga niður í þess um mönnum. Mlynar virði-st með þessari grein vera að reyna að kveða niður ótta manna um meiri háttar lögregluaðgerðir af hálfu Sovétmanna, því að hann segir, að öll brot, sem framin séu ag verði í Tékkóslóvakíu, muni sæta meðferðar tékkóslóvakískra dóm stóla og með þau verði farið samkvæmt logum Tékkóslóvakíu. Lætur Mlynar að því liggja, að hann muni fremur segja af sér embætti en hverfa frá grund- vallarhugmyndum endurbóta- sinna um lög og rétt. Þá birtist í Prag í dag yfir- lýsing, sem einnig virðist til þess ætluð að sefa landsmenn. Var þar að verki Otakar Pohl, for- stöðumaður ríkisbankans í land inu, sem visaði á bug hverskyns orðrómi um breytingar í pen- ingamálum. Orðrómur þar aðlút andi hefur verið allsterkur und anfarið. Hafði þar sín áhrif, er birt var um það opinber yfir- lýsing að peningaviðskipti hefðu aukizt verulega fyrstu vikur inn rásarinnar. Ennfremur hefur svartamarkaðsgengi tékkóslóv- akísku krónunnar gagnvart doll ara læbkað verulega og loks hafði það sín áhrif, þegar í ljós kom„ að hermennirnir í inrrrás arliðinu höfðu mieðferðis nýja tékkóslóvakíska bankaseðla. Fjáumál hafa verið mikið rædd í Tékkóslóvakíu síðustu dagana. m.a. birtist í „Rudo Pravo“ við- tal við Vaclav Vales, áður en hann fór til Moskvu, þar sem hann sagði að tjónið, sem Tékkó slóvakar urðu fyrir af völdum innrásarinnar, komi aðallega fram í því að þeir hafi ekki getað staðið við vörupantanir til Vesturlanda og það tjón verði tæpast eða ekki bætt. Viðskipt- in við Sovétrikin hefðu hinsveg- ar gengið nokkurnveginn eðli- lega, að undanskildum nokkrum dogum. Valav sagði að það væri Tékkóslóvakíu lífsnauðsyn að halda áfram viðskiptasambandi við Sovétríkin. - NATO Framhald af bls. 1 herra Bandaríkjanna, Clark Clifford, hafi sagt á fundi með nokkrum þingmönnum fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings, að at- burðirnir í Austur-Evrópu muni ekki krefjast aukningar í liði NATO í Evrópu eða aukinna fjár útláta Bandaríkjamanna vegna herliðs þar. Þá hefur NTB eftir heimildum í aðalstöðvum NATO í Brússel, að tæpast komi til herliðsaukn- ingar bandalagsins vegna atburð anna í Tékkóslóvakíu. Hefur fréttastofan eftir heimildarmönn um sínurn þar, að forystumenn bandalagsins telji að innrásarher Varsjárbandalagsríkjanna hafi talið rúmlega tvÖ hundxuð þús- und manns en ekki sex hundruð þúsund, eins og gizkað hefur verið á. f sömu fregn segir, að Var- sjárbandalagið ráði nú yfir 64 herfylkjum í Evrópu, en af þeim megi sennilega í bili draga frá sex herfylki Tékkóslóvaka. Atl- antshafsbandalagið hafi hinsveg ar 22 herfylki. Þá segir, að þær styrkleikabreytingar, sem orðið hafi við Lnnrásina í Tékkósló- vakíu séu þær helztar, að herir Varsjárbandalagsins hafi nú feng ið betri aðstöðu, ef til árásar kæmi. Áður hafi NATO getað reiknað með nokkurra daga vij5- vörunartíma en sá tími hafi nú stytzt. Það sem því helzt komi til greina að svo stöddu sé að útbúa betur en áður við- vörunarkerfi bandalagsins og efla ýmiss konar tæknibúnað her liðs þess. NTB segir, að ástand mál- anna í Austur-Evrópu hafi að áliti forystumanna NATO dreg- ið verulega úr möguleikum þess að minnka spennuna í Evrópu. og auka vinsamleg samskipti ríkjaheildanna í Vestri og Austri. Á hinn bóginn sé ekki um að velja neina aðra stefnu en þá að leitast í sífellu við að draga úr spennunni því að ekk- ert land í Vestur-Evrópu óski að hverfa aftur til ára kalda stríðsins, eins og það var verst. I; -----►---------- - VIETNAM Framhald af bls. 1 ingaferðalagi undanfama vibu, m.a. um Texas og Kaliforníuríki, þar sem honum var fagnað af hundruðum þúsunda, en hann tók sér stutta hvíld nú um helg- ina. Humphrey hélt hins viegar áfram kosningaferðalagi sínu eft ir ræðuna í Philadelphiu til Den ver í Kolorado og síðan til Los Angeles, án þess þó að hann hlyti þar betri móttökur, svo neinu næmi, en í Philadelphiu. Kosningabaráttan hefur ann- ars vakið tiltölulega litla at- hygH enn og svo kann vel að fara, að það sem frambjóðend- umir leggja mesta áherzlu á nú, verði gleymt þegar kosningam- ar fara fram í nóvember. Sama má segja um skoðanakannanir og tspádóma nú um úrslit kosn- inganna. Ef kosningamar yrðu látnar fara fram nú, er talið nær víst, að Nixon myndi sigra, en það eru enn eftir 8 vikur til kjðr- dags, og margt getur gerzt þang að til. Báðir fylgjast þeir Hump hrey og Nixon vel með því, sem f&eorge Wallace aðhefst, en hann getur haft úrslitaáhrif á gang kosninganna fyrir þá báða. Nafn hans verður á kjörseðlin um í ýmsum ríkjum bæði í vest- ur- og austurhluta Bandaríkj- anna. Síðustu skoðanakannanir leiða í ljós, að hann myndi nú fá Um 20prs atkvæða og báðir leit ast þeir Humphrey og Nixon við að koma i veg fyrir, að hann taki atkvæði frá sér. Landissamband faglærðra verka manna í Bandaríkjunum. AFL- CIO, hefur lagt fram mikla fjár muni í kosningasjóð Humphreys og beitir sér mjög fyrir kjöri hans. Leiðtogar sambandsins eru síður en svo vissir um, að Hump hrey muni sigra Nixon og hefur viðleitni hins síðastnefnda í þá átt að vinna til sín fylgi verka- manna valdið kvíða á meðal for- ystumanna AFL-CIO. Sá stuðn- ingur, sem George Wallace virð- Ist njóta á meðal lágt launaðra verkamanna í stórborgunum, virð íst ag benda til þess, að mikill fjöldi atkvæða, sem demókratar gátu verið vissir um áður, eru nú ótrygg. f undanförnum forsetakosning um hefur það verið nokkuð ljóst hvaða frambjððendum blökku- menn, ýmis þjóðabrot og faglærð ir verkamenn myndu ljá stuðn ing sinn. Demokratar hafa allt- af verið vissir um stuðning meiri hluta þessa fólks, en nú óttast þeir, að mikill hluti blökkufólks munisitja heima á kjördag og að mikill fjöldi faglærðra verka- manna muni greiða Wallace at- kvæði sitt. Ennfremur óttast dem ókratar að atkvæði þjóðabrota muni skiptast nú á milli þeirra Humphreys og Nixons. Kennedy styður Humphrey Edward Kennedy, öldunga- deildarþingmaður lýsti því yfir í ræðu, sem hann flutti í Spring field í Massaohussetts í gær- kvöldi, að hann styddi eindneg- ið frambjóðendur Demokrata- flokksins til forseta ag varafor- seta. Sagði Kennedy, að demo- krataflobkurinn hefði valið beztu mennina, sem kostur var á með því að tilnefna Humphrey sem forsetaframbjóðanda sinn og Edward Muskie öldungadeild- arþingmann sem frambjóðanda til varaforsetaembættisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.