Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.09.1968, Blaðsíða 28
fforijaiíilWtoMti MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1968 Kosningar til ASÍ þings byrja um helgina — Kosið frá 14. sept. til 7. október Kosningar til 31. þings Al- þýðusambands íslands hefjast um næstu helgi. Fara kosningarn ar fram frá 14. september til 7. október. Alþýðusambandsþing verður háð í nóvembermánuði n.k. Veiðisaga að austan sú saga gengur nú fjöllunum hærra á Austfjörðum, að þar hafi sunnlenzkir sportveiði- menn nýlega gert mikinn usla á hreindýraslóðum. Ekki tókst Morgunblaðinu að fá frétt þessa staðfesta, og er henni því varpað fram hér sem hverri annarri veiðisögu Segir sagan, að nokkrir aust firzkir hreindýraveiðimenn hafi farið til veiða á hestnm upp á Fljótsdalsheiði. Hafi þá svo óhönduglega tekizt til, að þeir týndu hestum sínum og leituðu þeirra lengi. Á sama tíma eiga sunnlenzkir veiðimenn að hafa séð fagra hjörð mislitra hreindýra á heiðinni og hafið skothríð á hana. Tókst þeim að fella þrjú dýr. Fóru þeir því næst að huga betur að föllnu dýrun- um, og furðuðu sig mikið á því að sögn Austfirðinga að hreindýrin skyldu vera mieð beizli! 1 Þór Magnússon settur þjóð- minjavörður í FRÉTT sem Morgunblaðinu barst frá menntamálaráðuneyt- inu í gærdag segir: Þór Magnússon Umsóknarfrestur um embætti þjóðminjavarðar rann út 1. þ.m. Umsækjendur voru tveir. Þor- kell Grímsson, safnvörður, og Þór Magnússon, safnvörður, sem gegnt hefur störfum þjóðminja- varðar síðan 1. ágúst s.l. Þór Magnússon hefur í dag verið settur ti'l að gegna embætti þjóðminjavarðar frá 1. sept- ember 1968 að t.elja. Eitt af þeim málum er verða til umræðu á þinginu eru til- lögur milliþinganefndar Alþýðu sambandsins í laga- og skipu- lagsmálum þess. Helztu breyting artillögur nefndarinnar eru, að fjölgað verði í miðstjórn og sam bandsstjórn, að sambandsþing verði háð fjórða hvert ár i stað annars hvers, og sett eru nán- ari ákvæði um sérsambönd inn- an Alþýðusambandsins og starfs svið þeirra. Framhald á Ms. 26 Sölumöguleikar nægir en hráefni skortir — Niðursuða stendur nú yfir í verksmiðjunni, en hráefni er aðeins fyrir hendi tU eins mán- aðar, sagði Guðmundur Björns- son, skrifstofustjóri Norður- stjörnunnar í Hafnarfirði. Mbl hafði samband við Guðmund og spurði hann frétta af rekstri verksmið j unnar. — Það er „King Oscars Kipp- ers“, sem verið er að sjóða nið- ur. Eina sem stendur á er hrá- efni. Tii framleiðslunnar er not- uð stór millisíld, upp í stóra síld og fitumagnið er lágmark 10%. — Þrír bátar stunda veiðar fyrir Norðurstjörnuna. Bátarnir hafa allir verjð á undamþágum því þeir veiða undain S-Vestur- landi. Undanfamar 4 vikur hef- ur afli brugðizt með öllu og áður var hann mjög rýr. Bátarnir, sem veitt hafa fyrir verksmiðj- una eru: Hafrún, frá Bolumga- vík, Hrafn Sveinbjamarson III og Geirfugl, báðir frá Griindavík. Guðmundur sagði, að ef ei/tt- hvað aflaðist mætti reikna með, að bátunum fjölgaði, sem legðu inn afla hjá Norðurstjörnunni. Frá og með 1. iseptember væri sildveiði heimil á suðurmiðum. — Um sölumögulei'ka sagði Guðmundur, að fyrirtæki Kristj- an Bjelland í Stavanger sæi sem fy-rr um söluna á King Oscar síldinni. Sölumöguleikar væru mjög góðir og ekkert stæði á því að losna við framleiðsiuna. Á Bandaríkjamarkaði væri nú skortur á þessairi síld, en þar er hún aðallega seld. - Nú eru starfandi við vinnsluna 40—50 manns allir úr Hafnarfirði og fleSt kvenfólk. Ef veiði glæðist og næg hráefni fást, mætti æltla, að hægt væri að fjölga sfarfsfólkinu allt upp í 90 mamns. — Um fjárhagslagan rekstur Norðurstjömunnar, sagði Guð- mundur, að á síðustu fjárlögum hefði verkismiðjunni verið veitt ríkislán. Hefði það verið grund- vöLLur þess, að hægt var að hefja reksrtur að nýju um síðustu ára- mót. Um greiðslu á þessu láni væri efeíki fullsamið, en gert ráð fyTÍr, að eftir ákveðinn tíma gætj ríkið breytt því í hlutafé í venksmiðjunni. Ný verðlagsákvœði samþykkt: Álagning lækkar bæði í smásölu og heildsölu VERÐLAGSNEFND samþykkti í 'gær á fundi sínum ný verðlags- ákvæði í samræmi við hin nýju ibráðabirgðalög ríkisstjómarinn- 'ar. Lækkar álagning bæði í iheildsölu og smásölu um allt frá '14 í 5 prósentustig. Lækkunin er ihlutfallslega hin sama á öllum ivöruteigundum. Þannig lækkar á- dagning á komvöru og sykri úr 17 í 6,5% í heildsölu, en í smásölu fúr 24 í 32% og úr 30 í 27% sé vörunni pakkað í verzluninni. Heildsöluálagning á nýjum á- Víkingur með góða ísvarða síld Siglufirði, 10. september. TOGARINN Víkingur frá Akra- nesi kom hingað á milli kl. 6 og 7 í dag með u. þ. b. 1500 tunnur ai ísvarðri síld til söltunar- stöðvar Haraldar Böðvarssonar Ihér i bæ. Síldin er að hluta f jögurra sólarhringa gömul og að ihluta sex sólarhringa, en er að dómj allra þeirra, sem bezt til 'þekkja fyrsta flokks hráefni. 'Síld þessi verður söltuð að hluta tfyrir Sigló-verksmiðjuna og að hluta fyrir Sviþjóðarmarkað, og ifá færri sildarkaupendur en vilja. Þetta er önnur ferðin, sem tog- arinn Ví'kinigur feemur himgað með ísvarða síld af fjarlægum miðurn, og þykir nú ljóst, að þessi tilraun hafi samnað gildi sitt. Haraldur Böðvarsom & Co 'hefur tekið á leigu mjölgeymslu síldarverksmiðjumnar Rauðku til að tryggja sér aðstöðu til innan- 'hússöltunar í haust, m. a. af 'væmtanlegum afla togarams Vík- ings. — Stefán. vöxtum lækkar úr 13 í 11,5% og smásöluálagningin úr 42 í 38%. Ýmsar niðursuðuvörur höfðu áð- (Ur heildsöluálagninguna 11%, en verða nú 10%, en smásöluálagn- ingin lækkar úr 34 í 31%. Heild- Framhald á bls. 26 1 SJÓPRÓF út af strandi Sur- ] prise héldu áfram í Hafnar- | firði í gær. Ekkert kom þar! fram, sem getur gefið vísbend | ingu um orsakir strandsins, en j ’ sjóprófum verður haldið á- fram í dag. Fulltrúar vátrygg | I ingarfélags skipsins munu | hafa farið á strandstað til aðj ' líta á skipið og aðstæður. | Þessi mynd var tekin sl.' i sunnudag, og sést þá hvernig | togarinn hefur lagzt flatur ’ brimgarðinn og stöðugt gefur ] yfir hann. (Ljósm. Mbl. Ottó' I Eyfjörð). Leitin enn órnngurslnus FLUGVÉL leitaði í gær á svæði þvi, sem síðast heyrðist til litlu bandarísku flugvélarinnar, sem saknað er frá þvi á sunnudags- kvöld á leiðinni milli íslands og Grænlands. Leitin bar ekki ár- angur. fslenzkir togarar og tveir hval veiðibátar eru á svæði þvi, þar sem síðast heyrðist til vélarinn- ar og hafa þeir skyggnzt umeftir einhverju braki úr vélinni. Veð ur til leitar var ekki gott í gær, en leitinni verður haldið áfram í dag, svo framarlega sem veðux leyfir. Maður og kona eru um borð í vélinni, sem kunnugt er, þýzk að þjóðerni. Áhafnir fengnar á Loftleiðavélar — sem kunna að verða fengnar til birgðaflutninga í Nígeríu SEM KUNNUGT er hefur Al- þjóða Rauði krossinn áhuga á að fá DC-6B flugvélar Loftleiða leigðar eða keyptar til birgða- flutninga í Nígeríu. Fylgir það skilyrði, að Loftleiðir verða að útvega áhöfn á vélamar, ef úr samningum á að verða. Samkvæmt upplýsingum Al- freðs Elíassonar, framkvæmda- stjóra Loftleiða, hefur Loftleið- um tekizt að útvega bandaríska áhöfn á aðra vélina, og hefur nú senit skrifstofu alþjóða Rauða krossins í Stokkhólmi bréf, þar sem greint er frá þeim kjörum, er áhafnirnar fara fram á. Er beðið eftir svari frá Rauða krossinium hvort hann telji sér hag í að ganga til samninga viS Loftleiðir. ÞEGAR Freyfaxi, skip Sem- enitsverksmiðjunnar á Akranesi, var á leið út frá Akranesi i fyrrinótt varð skammhlaup í raf magnstöflu í skipinu. Slökkvi- tæki voru við hendina og tókst nær samstundis að slökkva eld- inn, en allmikill reykur myndað- ist. Tafðist skipið nokkra stund meðan verið var að koma annarri ljósatöflunni í gang, en síðan sigldi skipið inn tíl Akra- ness. Þar var í gær unnið að við gerð, og gert ráð fyrir að henni lyki brátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.