Morgunblaðið - 12.09.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.09.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPT. 1968 0 Orlofsdvöl að Sælingsdalslaug Sólveig Árnadóttir frá Búðardal skrlfar: „Fyrri hluta ágústmánaðar veittist mér sú ánægja að fá að dvelja að Sælingsdals- laug í Dalasýslu, (en þar er menntasetur Dalamanna) ásamt 44 konum úr Reykjavík en þetta var 10 daga orlofsdvöl. Umhverf ið þama er eins og þeir sem séð hafa » vita, stórbrotið og fagurt. Veðrið másegja að hafi leikið við okkur allan tímann. Margt var gert þarna til að gera okkur dvölina sem ánægjulegasta, Skólastjóra- hjónin svo og forstöðukonumar gerðu okk ur allt til ánægju. Kvöldvökur voru á hverju kvöldi með myndasýningu, sögu- lestri og ýmsum öðrum þáttum svo manni varð hugsað til gamalla daga, þegar kvöld vökur heimilanna stóðu í mestum blóma. Þá má ekki gleyma því að farið var um sveitir að Reykhólum og í Bjarkarlund i fylgd skólastjórans og skoðaðir frægir sögu staðir og lýsti hann þeim fyrir okkur. Samhugurinn var þannig að þessi sumar- dvöl verður til að ylja mér það sem eftir er á lífsleiðinni, og veit ég að svo mun um hinar konurnar. Ýg tel að þama sé verið á réttri braut með að gera húsmæðrum ánægjulegar stund ir eftir erfiði og eril hinna hversdagslegu daga. Ánægjulegur afmælisdagnr. 'r Meðan ég dvaldist þama átti ég minn 79. afmælisdag og auðvitað notuðu þessar elskulegu konur, sem með mér voruþama, daginn til að gera mér hann ógleyman- legan með höfðinglegri gjöf og öðrum vinarhótum og varð ég bæði glöð og undr- andi yfir þeirra elskulegheitum, sem þarna lýsti sér svo vel. Ég hefi ekki um dagana haft mikið fyrir framan hendumar og oft þurft að miðla af litlu og mikið fannst mér þetta elskulegt af konunum. Eftir 10 daga dvöl fóm allir ánægðir heim og meira en það. Ég átti um 40 ára skeið heima í Dalasýslu, og er hún mér því kær. Fyrir um 10 árum flutti ég svo til Reykjavíkur og því var mér dvöl þessi kærari til að treysta gamlar minn- ingar og kemur þar fram að römm er sú taug sem dregur mann til átthaganna. Fararstjórinn gerði sitt til að gera dvöl- ina sem ánægjulegasta, svo og ferðimar. Fyrir allt þetta er hugur minn fullur af þakklæti og vil ég ekki láta hjá líða að vekja athygli á þessari ágætu sumardvöl. Ég vona bara að 1 framtíðinni njóti allar húsmæður orlofsins eins vel og ég naut í ^etta sinn og ég veit að þessi orlof hús mæðra leggjast ekki niður meðan þau hafa þann blæ sem nú. Sendi ég því öllum min- ar beztu kveðjur og þakklæti Sólveig Ámadóttir frá Búðardal." 0 Heyrnardauf börn SigríSur GuSmundsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi. Það fékk mjög á mig þegar ég las bréf það frá foreldrum heyrnardaufra barna, sem birtist í dagblöðunum um dag- inn. Það er augljóst, bæði af lestri þess, sem og öðru sem birzt hefur opinberlega um þessi mál, að samfélagið hefur sofið mjög á verðinum, þegar seinasti rauðu- hundafaraldur gekk yfir fyrir fáum árum. Að sjálfsögðu hefði ekki verið hægt að komast með öllu fyrir áverka á fóstrum þeirra kvenna, sem tóku sóttina með óljós- um einkennum. En það skuli hafa átt 6ér stað að móður var vísaÖ aftur ofan af skurðarborði, þegar hún var komin þangað til fóstureyðingar er mjög alvarleg ásökun. En þessi ásökun kom fram i bréfinu, með þeirri athugasemd að viðkomandi kona hafi eignazt barn með alvarlegan áverka. Hefur opinber rannsókn ekki farið fram af minna tilefni. Eina opinbera svarið sem enn hefur komið við neyðarópi foreldranna er frá Aðalbjörgu Sigurðardóttur og Guðmundi Magnúasyni þar sem þau leggja til sjóð- stofnun til stuðnings Heyrnarleysingjaskól anum. Þar sem ég þekki til erlendis virð- ist samt stefnan vera sú að senda sem fæst böm í slíka skóla. Mun ástæðan með- al annars vera þessi: 1. Undirstaða þess að börn þroskist vel andlega og líkamlega er gott samband við foreldra einkum móður. í stað þess- ara aðila geta í vissum tilfellum aðrir komið, t.d. fósturforeldrar, ömmur og afar, en a lltaf er slíkt neyðarráðstöfun, sem ekki má gera nema I harðbakka slái. Eitt er víst að stofnanir geta ekki bætt þetta samband hafi það rofnað. Auðvitað verður ekkert að gert stundum að þessi foreldratengsl rofni og fer oft allsæmilega fyrir þeim einstaklingi, sem fyrir þvi verður. En það bam, sem er með skerta heyra og þess vegna í enn meiri nauðum statt en það líkamlega heilbrigða og með minna samband við foreldrana en heil- brigða bamið verður að verja gegn slík- um viðbótaráverka. Hvað segir barnaverndamefnd við slfku. Hún hefur beitt sér gegn sumardvölum ungra barna. Hvað segir hún mn það að börn séu tekin innan við fjögurra ára aldur I stofnun til þess að kenna þeim að „tala“?. 2. Þar sem böm eru mörg saman, taka þau fljótlega upp á þvi að gefa merki með höndum og andliti og búá sér þann- ig sitt eigið mál. Þetta gera þau af eðli- legri viðleitni til að ná tengslum við aðra. Þetta er mjög áberandi í ílestum heym- leysingjaskólum. Þvi er mjög mikilvægt að heymarskertir fái menntun sína með full- heyrandi fólki, þannig að til sem minnstra tengsla sé stofnað við önnur heyrnarskert börn. 3. Heymargallar geta verið arfgenglr. Með því að safna heyrnardaufum saman á einn stað, láta þá alast upp saman er mjög hætt við fjölskyldustofnun. Það skap- ar meiri hættu á heyrnargalla hjá afkom- endum og þótt til þess komi ekki eru heyrnarlausir eða heyrnarskertir foreldr- ar að öðru jöfnu vanhæfari uppalendur en aðrir. 4. Lýkillinn að menntun heyrnarskertm em foreldramir. Það em þeir, sem mest tala við bömin, en þau hafa mesta þörf fyrir slíkt. Foreldramir em verkfærið sem heyrnarsérfræðingarnir eiga að nota börn- unum til góðs, ekki heyrnarleysingjaskól- arnir. 5. f smáu þjóðfélagi er erfitt að hafa skóla, sem veitt geta unglingunum alla þá menntun, sem þeir þarfnast. Sjáfsagt er hvergi völ á slíku. Einhverntíma þurfa því þau böm, sem alizt hafa upp í heym- leysingjaskólanum að fara yfir I aðra skóla. En þvi miður sýnir reynslan að þau em illfær um það. Þau Ijúka heyrn- leysingjaskólanum en ekkl meir. Til að koma í veg fyrir einangmn þeirra og til að sjá þeim fyrir gðóri menntun er nauð- synlegt að miða skólagönguna í upphafl við sem eðlilegast framhald. Að lokum þetta. Synd okkar gagnvart heyrnardaufum er stór, bæði vegna skeyt- ingarleysis við rauðuhundafaraldurinn og menntun barnanna. Nú sýnir það sig að við erum alveg vanbúin að taka á móti þess- um böraum hvort sem er í gamla heyrn- leysingjaskólann eða almenna fræðslukerf- ið, því þar vantar sérmenntað fólk. Eða vantar fræðsluvöldin áhuga fyrir þessum okkar minnstu bræðmm og systrum? Hverjir bera opinbera ábyrgð á mennt- un barnanna? Hvort eru það sveitarstjóm- ir eða ríkið? Sigríður Guðmundsdóttir". P.S. Ég vildi beina þeirri áskomn til sjónvarpsins að það endursýni síðustu mynd um heymarskertu stúlkuna Sidse. Helzt líka þær myndir, sem á undan em komn- ar. — S.G. BÍLALEIGAN AKBRAIJT SENDUM SÍiiiI 82347 BILALEIGAN - VAKUR - Sundlaugavegt 12. Siml 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Simi 22-0-22 Rauðarárstíg 31 1-^SÍM11-44-44 mmwifí Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. MAGNÚSAR 4KiPHOtn21 s<mar21190 ehirtotun 40351 Efnafræðikennara vantar að framhaldsdeild bændaskólans á Hvanneyri. SKÓLSTJÓRI. SEIKO-LK til íslands Stærsta úraverksmiðja heims, sem framlteiðir gæðaúr, heitir SEIKÓ og er í Japan. (Það var SEIKO sem tók tímann á Olympíuleikunum í Tókíó 1964). Salan á SEIKO armbandsúrum er orðin mjög mikil á hinum 4 Norðurlöndunum og nú er ætkmin að SEIKO komi inn á íslenzka markaðinn. Við óskum eftir sambandi við duglega sölumenn helst einka-söluménn fyrír ákveðin svæði. Nánari um- ræður fara fram í Reykjavík eða Kaupmannahöfn. P.H. KJÆR-HANSEN A/S, SHElKO-afdelingen Löngangstræde 25 — Köbenhavn K. Danmark. Símnefni KJAERHO — Sími MI 4105. Svelnherbergishúsgögn notuð, til sölu, einnig stakur borðstofuskápur. Upplýsingar í síma 12029. Verzlunarmaður Þaulvanur bókhaldari, gjaldkerastörfum o. fL óskar eítir atvinnu. Góð meðmæli fyrir hendi. Upplýsingar í síma 15355 á venjulegum skrifstofu- tíma. íbúðarhús til leigu Einbýlishúsið Þingholtsstræti 22 (hornhús Bókhlöðustígs—Þingholtsstrætis) verður leigt frá næstu mánaðarmótum. 3 herbergi og eldhús á hæð, 2 herbergi í risi, geymslur í kjallara. Verður allt leigt í einu. Húsið verður til sýnis n.k. föstudag 13. septem- ber kl. 16.00 til 17.00. Leigutilboð sendist Morgunblaðinu fyrir hádegi laugardag merkt: „Greiðslutrygging — 6892“. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaffastræti 11—13. Hacstætt leicugjald. Símí 14970 Eftir lokun 14970 effa 31748. Sigurffur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.