Morgunblaðið - 12.09.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.09.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPT. 1968 7 Fuglaskoðun á Reykjanesi á sunnudag Lagt at stað klukkan 10 f.h, Á sunnudaginn h 15. septem- /' 'iiir 1' ' ber efnir FUGLAVERNDUN " ^ ~~ n ' íslands til fugla- og nðttúru- kn; k- ■' «|rw>».iy ■*— *—s -- "* f" ' ^ ** skoðunarfeðrar um Reykjanes- jjyfcrHtt ÍSV’■' «/ y/* n *-3plrMWH|HMB skagann. Lagt verður af stað frá Um- ferðamiðstöðinni kl. 10. Fyrst verður ekið að Garðsskaga og Hér sporörennir svartbakur aeti. Margar tegundir máfa verða gengið suður með ströndinni til á vegi fólksins í fuglaskoðunarferðinn á sunnudaginn. Lagt Sandgerðis. Um þetta leyti árs verður af stað kl. 10 um morguninn. er vissulega mikið um að vera í fjörunni á þessum kafla. Frá Sandgerði verður svo haldið að Kirkjuvogi og til Hafna og skoðað fuglalífið á þessum slóð um. Sennilegt er, að koma megi auga á hina undurfögru straum önd syndandi þar sem brimbrot ið er hvað mest. Þá er haldið að Reykjanesi og dýralíf þar at- hugað í stóhrrikalegu landslagi. Á þessum slóðum má sjá hina víðfrægu klettaey Eldey. Á leið inni til Grindavíkur verður staldrað við á hverasvæðinu margumtalaða. í Grindavík og nágrenni verður gengið um og athugað, hvað svæði þetta hefur upp á að bjóða. Um þetta leyti árs eru alltaf möguleikar á að sjá sjald- gæfa flækingsfugla, sem villzt hafa af leið. Verið vel skóuð og hafið með ykkur nesti. Leiðbeinandi er Árni Waag. Gamli Garðskagavitinn á Reykjanesi. Þar er nú fuglarann- sóknarstöð. Komið verður við í vitanum í fuglaskoðunarferð inni á sunnudag. 60 ára er i dag, 12. sept., frú Una Jóhannesdóttir, Gaul, Staðar- sveit. 60 ára er í dag, 12. sept., Lárus Þjóðbjörnsson, húsasmiður frá Akranesi, nú til heimilis í Blöndu- hlíð 20, R. Hann er að heiman. Laugardaginn 27. júlí s.l. voru gefin saman í ísafjarðarkirkju Sig ríður Borghildur Ásgeirsdóttir frá ísafirði og ólafur Hálfdán Þórar- lnsson frá Akranesi. Prófasturinn, séra Sigurður Kristjánsson gaí brúð hjónin saman. Heimili þeirra er að Háholti 3, Akranesi. Ljósm. Jón A. Bjarnas. í dag verða gefin saman í hjóna band í Hamborg frk. Lieselotte Oddsdóttir íþróttakennari og hr. Heinz Singer R.O.I. Heimili þeirra verður að 2101 Helmstorf 39, Kr. Harburg. Aheit og gjafir Gjafir til Langholtssafnaðar. Á síðasta kirkjudegi Langholts- safnaðar, sem var að þessu sinni 1. sept. síðastliðinn, bárust söfnuð- inum rausnarlegar gjafir. Sérstak- lega skal hér minnzt á tvær glæsi- legar sjöarma ljsóastikur úr silfri sem systurnar Magnea og Kristín Hannesdætur frá Stóru-Sandvík í Flóa, gáfu áletraðar til minning- ar um móður sína Sigríði Jóhann- esdóttur og fóstru sina Katrínu Þorvarðardóttur, sem báðar eru látnar fyirr nokkrum árum. Stjök- unum fylgdu faUegar ljósakúlur. Auk þessara Ijósastika bárust kirkjubyggingarsjóði þessar pen- ingafjafir í sambandi við hátíða- höld kirkjudagsins: Frá Heimakjör (Jón Þ.) kr. 10.00.-, Kristborg og Valdemar kr 4000-, Fjóla kr. 1.000-, Þórný Þór arins minningargjöf kr 1.000,- Guðrún og Bergsveinn kr. 1.000-. Þuríður Jónsd kr. 500.-, Baldvin Jónsson kr 1000.-, N.N kr 1000-, Hjörtur Cýrusson kr 200-, Árni Þorsteinsson kr. 100.-. Auk þessa gáfu margir í kaffi- sjóð kvenfél án þess að láta nafns síns getið. En áður óbirtar peningagjafir má nefna hér: Guðriður Guðl. Stk. kr. 200.-, Stefanía Ólafss kr 1000-, Jón Jónasson kr 1.000.-, Leifur Gríms son kr. 1.000-, Gyða Eyjólfsdótt- ir kr 1000-, Kristín G kr. 600.-, Sigríður Guðjónsd kr 400-, Áheit kr. 100.-, Ó1 og Helga kr. 5.0- Þakklát kona kr 5-, Áheit, kr. Sigurður H. Guðjónss. kr 200-. Með hjartans þökk og beztu ósk um. „Guð elskar glaðan gjafara." Árelíus Níelsson. Áætlun Akraborgar Akranesferðir aLa sunnudaga og laugardaga: Frá Rvik kl. 13.30 16.30 Frá Akran: 10.15 14.45 18 Akranesferðir alla mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga fimmtu- daga og föstudaga: Frá Rvík kl. 8 10.45 15 18 Frá Akran: 9.15 13. 16.15. 1915. Hafskip h.f. Langá er í Reykjavík, Laxá er á síldarmiðunum, Rangá er í Kefla- vík, Selá er í Lorient, Marco er í Gautaborg. Skipadeild S.Í.S. Arnarfell losar á Norðurlands- höfnum, Jökulfell fór 9. þ.m. frá New Harbour til New Foundland og Rvíkur, Dísarfell kom í morg- un itl Bremen, fer þaðan til Ro- stock og Stettin, Litlafell kemur til Akureyrar í dag á vesturleið til Rvíkur, Helgafell er í Rvík, Stapa fell er væntanlegt til Rvíkur í kvöl fer þaðan til Norðurlandshafna. Mælifell er í Arehangelsk, fer það- an væntanlega 19. þ.m. til Brussel. Í4 HH! GENGISSKR&NINO "r-102 - 9. septombor 1968 Skráð frúEining Kaup Sala 27/11 "67 lÐandar. dollar 56,93 57,07 2/9 "68 lStorlingspund 135,70 136,04 19/7 “ IKanadadollar 53,04 53,18 2/9 " lOODanskar krónur 757,14 759,00 27/11 '67lOONorskar krónur 796,92 798,M 2/9 'SeiooSaenakar krónur 1.102,401 .105,10 12/3 • lOOFinnsk nörk 1.361,311.384,65 14/0 • lOOFransklr fr. 1.144,561 .147,40 2/9 “ lOOBelg. frankar 113,42 113,70 22/8 “ lOOSvissn. fr. 1.323,261/ .326,50 9/9 “ lOOOyllini 1.565,621.569,60% 27/11 "67lOOTekkn. kr. 790,70 792,64 8/9 '6B100V.-Þýzk nörk 1.433,101.436,60 - • lOOLÍrur 9,14 9,16 24/4 “ lOOAusturr• flch. 220,46 221,00 13/12 '67lOOPesotar 81,80 82,00 27/11 • lOOReikningskrónur* Vöruskiptalönd 99,86 100,14 • • lRoikningspund- Vöruskiptalönd 136,63 136,97 * Ðreyting tri aíOustu akránlngu. Spakmæli dagsins Meðlætið aflar vinanna og mót- lætið reynir þá. Óþekktur höfund- ur. 16 ára stúlku vantar átvinnu á góðu heimili á Suðurlandi í um 2 mán. Vinsamlega hringið í síma 99—3181. 32ja ára gamall maður sem á íbúð óskar að kynn- ast konu með hjónaband fyrir augum. Tilb. sendist blaðinu merkt: „2333“. Kona óskar eftir atvinnu Margt kemur til greina, margra ára reynsla við af- greiðslustörf. Tala ensku, þýzku og Norðurlandamál- in. Símar 13726 eða 13407. íbúð óskast 3 ungar stúlkur óska eftir 2ja—3ja herb. íbúð frá 1. okt. Reglusemi og góðri um gengni heitir Uppl. í síma 19593 eftir kl. 7 í kvöld. Eldhússtálvaskur til sölu, eldhúsborð gæti fylgt. Uppl. í síma 33131. 25 ára stúlka með Verzlunarskólapróf óakar eftir vinnu hálfan daginn í Kópavogi. Tilb. merkt: „2235“. Miðneshreppur íbúð óSkast til leigu í Mið- neshreppi eða nágrenni. — Uppl. í síma 7615. Til sölu eldtraustur skjalaskápur og prjónavél. Uppl. í síma 66133. Tapazt hefur rauður hestur frá Hvítár- bakka, Borg. Mark: blað- stift framan hægra, gagin- bitað vinstra. Finnandi hringi í Reyni Aðalsteins- son, Hesti. Laugameshverfi og nágr. Hver vill taka dreng í fæði og húsnæði? Drengurinn kemur utan af landi í sér- kennslu. Tilb. með uppl. um greiðslu leggigt á afgr. Mbl. merkt: „2336“. Túnþökur Björn R. Einarsson. Sími 20856. Túnþökur nýskornar til sölu. Uppl. í síma 22564 og 41896. Til sölu 1 amerískf Zenith sjón- varpstæki. Hagst. verð. E/ru langdræg. Uppl. í síma 10450. fbúð óskast 3ja til 4ra herb. íbúð ósk- ast til leigu. Uppl. í síma 23315 milli kl. 8 og 9 á kvöldin. Dilkakjöt Úrvals dilkakjöt, nýtt og reykt. Opið alla daga frá kl. 3 Sláturhús Hafnarf jarff ar, Guðm. Magnússon, sími 50791 og 50199. Herbergi óskast Reglusöm stúlka utan af landi sem stundar nám við Háskólann óskar eftir 'herb. í Lauganneshverfi. Uppl. í síma 34801 eftir kl. 6. Keflavík til sölu Chevrolet Impala árg. 1960. Skipti á minni bíl koma til grreim. Uppl. í síma 2695 eftir kl. 7 á kvöldin. Sjónvörp — húsgögn Úrval sjónvarpa og hús- gagna, gamalt verð. Hús- gagnaverzl. Guðm. H. Hall dórssonar, Brautarholti 22, s. 13700 (v. hl. á Sælacafé). Athugið Viðtalstímar forstöðu- kvenna á Barnaheimilum Sumargjafar eru kl. 9—10 fyrir hádegi. Takið eftir Breytum gömlum kæliskáp um í frystiskápa. Kaupum einnig vel með farna kæli- skápa. Uppl. í síma 52073. Rýmingarsala Mikið úrval af kápum á telpur og táninga, nýkom- ið. Lágt verð. Verzl. Kotra, Skólavörðustíg 22 C, sími 17021, 19970. Stúlka óskar eftir vinnu. Margt kemur til gr. Góð mála- og vélritunarkunnátta. Tilboð merkt: „Stundvis 2233“ til Mbl. fyrir 17. þ. m. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Jeppi Land-Rover 64 til sölu. Vel með farinn. Uppl. í síma 82864 eftir kl. 5. RÁÐSKONA Kona, sem er vön hússtjóm, um 50 ára gömul, óskast til að annast heimili fyrir einhleypan, roskinn mann. Góð húsakynni. Einföld matreiðsla. Nöfn og upplýsingar sendist Morgunblaðinu auð- kennt: „Ráðskona — 6893“. Bezt að auglýsa í IVÍorgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.