Morgunblaðið - 12.09.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.09.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPT. 1968 19 - KÆLITURNINN Framhald af bls. 2 íega að því, hvernig framleiðsla plastfilmu gengi fyrir sig. — Framleiðslan er á þann veg sagði Jón, að plasthráefnið er sett í sérstaka vél, er nefnist Extruder, og er þar brætt. Að svo búnu er efninu ýtt með þrýstingi upp í igegnum hring- laga mót. Kemur plastmassinn ca. 160 stiga heitur úr þessu móti, og er þá slöngulaga með ca. hálfs millimeters veggþykkt. Innan í þessari slöngu er blás ið lofti, þannig að plastið verður sem ílanigur belgur, sem lokast í efri endann — ca. þrjá metra frá sjálfri vélinni — með gúm- völsum og þrýstist saman, Loft- ið veldur því að það teygist á plastmassanum og hann þynnist um leið. Inni í belgnum situr loft ið allan tímann meðan að fram- leitt er, og hitnar mjöig fyrir ahrif frá heitu plastinu. Tefur það fyrir kælingu á sjálfum plastmassanum. Og kælingin er einmitt það atriði, sem takmark ar framleiðsluhraðann á plast- filmunni, — hversu hratt er hægt að kæla hana. Kælingin hefur fram til þessa farið þannig fra, að köldu lofti er blásið á filmuna að utan- verðu, en heita loftið innan í filmunni tefur samt sem áður mjög fyrir kælingunni. Og hér kemur ICEATOR Cool- ing System eins og kæliturninn er nefndur til sögunnar. Tæk- inu er komið fyrir innan í sjálf- um belgnum en einnig þarf að Jeiða rafmagn og kælivatn inn í turninn í gegnum 160 stiga heita plastvélina. Turninn sogar síðan heita loftið í belgnum niður að ofanverðu og blæs því niður í gegnum sérstakt kælieliment, sem komið er fyrir í tækinu. Við það kólnar loftið, og þrýstist að svo búnu út að neðanverðu í hring- laga loftstraumi, og blæs þannig á filmuna að innanverðu skammt ofan við mót plastvélarinna.r Á móti kemur svo loftblásturinn á filmuna að utanverðu sem fyrr. þannig að hún kólnar samtámis að innan og utan. Með þeseum hætti htefur framleiðsluaukning- in orðið 60-80prs. og hún gæti orðið enn meiri — til að mynda náðum við lOOprs. aukningu við tilraunir á sj álfri sýningunni. Við spyrjum Jón hvenærhann faafi fenigið hugmyndina að þessu tæki: — Það eru þrjú ár frá því að smíðað var svona tæki á Reykjalundi eftir minni fyrir- sögn, og hefur verið þar í notk un upp frá því. Þar sem mér var þá ekki kunnugt um að tæki sem þetta væri til, fór ég að leita frekar fyrir mér. Sigurður Þórð arson, bróðir minn smíðaði svo kæliturn fyrir mig fyrir um einu og hálfu ári og fyrirtækið Norsk Sprængestoff í Osló fékk hann síðan til neynslu. Þeir hafa gef- ið tækinu hin beztu meðmæli, og segja það auka afkastagetuna um 50-80prs. auk þess sem filman sé betri. Segjast þeir í upphafi hafa gert sig ánægða með tækið þótt það hefði ekki aukið af- köistin nema um 20prs. Hef ég síðan sótt um einkaleyfi fyrir ICEATOR-inn í 17 þjóðlöndum og hef þeigar fengið það í þrem- ur löndum. — Hvernig hefði verið með framleiðslu á þessu tæki hér heima? — Jú, ég geri ráð fyrir að það hafi mátt framleiða tækið ihérlendis. En til þess að svo mætti verða, hefði ég orðið að fá stórlán, og taldi ég ekki ráð- legt að leggja út á þá braut. Þá var líka norska verkfræði- fyrirtækið Alfsen og Gunder- son komið til sögunnar og sóttu fast að fá framleiðsluréttinn fyr- ir kæliturninn. Lét ég það fá framleiðslu- og söluréttinn fyirr Evrópu, enda er þetta virt fyrir tæki og hefur á annað hundrað verkfræðinga á sínum snærum. Er það núna búið að stofna syst urfyrirtæki í Bandaríkjunum í samvinnu við bróður minn. Ey stein Þórðarson, sem búsettur er vestra, og á það eingöngu að sjá um framleiðslu og sölu á tæk inu vestan hafs. Mun Eysteinn veita fyrirtækinu forstöðu. En þetta nýja fyrrtæki vierður ekki komið í gagnið fyrr en eftir ár, en á meðan munu kæilturnarnir verða fluttir frá Noregi til Banda rkíjanna. Býst norska fyrirtæk- ið við því að afgreiða pantanir á tækinu fyrir um 20 milljónir ísl. kr. á næsta ári til Banda- ríkjanna. — Varstu ekki ánægður með undirtektirnar sem tækið hlaut á sýningunni í Osló. — Jú, þær voru visisulega mjög jákvæðar. Þarna var t.d. kominn fulltrúi frá þekktum plastvéla- framleiðanda vestan hafs gagn- gert til að skoða tækið og vildi Bifreiðaverkstæði Til sölu er gufuþvottavél og tveir rafhitaðir þvottapottar fyrir bílavarahluti. Þ. JÓNSSON & CO. Brautarholti 6, símar 15362 og 19215. Bifreiðaeigendur athugið Ef ykkur vantar dekk þá komið til okkar eða hringið í síma 1626. Við eigum ennþá dekk á gamla verðinu. Verzlið þar sem úrvalið er mest, og þjónustan bezt. Gúmmívinnustofa Selfoss, sími 1626. Xögberg-^etmðfertnsla VESTUR-ÍSLENZKT VIKUBLAÐ Gerist áskrifendur að þessu merka Vestur-íslenzka tímariti. —- Áskriftagjald kr. 450 á ári. SÖLUSKRIFSTOFA ÞJÓÐSÖGU Laugavegi 31 — Sími 17779. Vinsamlega geymið auglýsinguna. fá söluumboð fyrir það þar. Mest ur var samt áhuginn hjá stærsta plastvélaframleiðandanum í Ev- pópu, COVEMA í Mílanó. Fyrir tækið vildi kaupa öll þau tæki sem kostur var að fá. En 55 kæliturnar voru í framleiðslu og gat það því ekki fengið nema 25 til að byrja með. En þannig seldi nonska fyrirtækið kæli- turna fyrir um átta milljónir króna á fyrstu 5 dögum sýning arinnar. Og að endingu sagði Jón ’þórð arson: — Ég fer ekki dult með það, að ég er ánægður yfir þess ari uppfinningu minni, sérstak- lega þegar tekið er tillit til þess að risafyrirtæki svo sem Du Pont og Dow Chemical, hafa lengi glímt við þetta vandamál og komið fram með ný kælitæki sem lítilli útbreiðslu hafa náð. Hljóðfæri til sölu Nokkur notuð píanó Horn- ung og Möller, flygill, orgel, harmoníum, raf- magnsorgel, blásin, einnig transistor orgel, Hohner rafmagnspíanetta og notað- ar harmonikur. Tökum hljóðfæri í skiptum. F. Björnsson, sími 83386 kl. 2—6 e. h. NORÐURSTJARNAN BÝÐUR ENN Á NÝ SÍÐASTI DAGUR álnavörumarkaðsins er i dag ■ Góðtemplara- húsinu INNKAUPASTJÓRAR KAUPFÉLAGA OG VERZLANA UM LAND ALLT! Vinsamlegast lítið við í söluskála okkar á KAUPSTEFNUNNI ,,ÍSLENZKUR FATNAÐUR 1968“ í LAUGARDAL og skoðið þær nýjungar sem við höfum upp á að bjóða. Verksmiðjan Max hf. Sjóklæðagerðin hf. SKÚLAGÖTU 51. 12 nýjar bækur frá LEIFTRI KOMNAR ERU í BÓKAVERZLANIR 12 NÝJAR BÆKUR FRÁ BÓKAÚTGÁFU LEIFTURS: 1. GULNUÐ BLÖÐ — síðasta skáldsaga Guðrúnar frá Lundi. Kr. 325.00. 2. DÝRIN I DALNUM, unglingabók eftir Lilju Kristjánsdóttur frá Brautarhóli. — Minningar hennar frá bernsku og æsku- árum, um húsdýrin heima. Kr. 135.00. 3. SÖGUR PERLUVEIÐARANS, eftir Vic- tor Berge. Sigurður Helgason rithöfund- ur þýddi og endursagði. Kr. 180.00. 4. Rudyard Kipling: ÆVINTÝRI með mynd- um eftir höfundinn. Halldór Stefánsson íslenzkaði. Kr. 140.00. 5. MÚS OG KISA. Létt lesefni handa börn- um, eftir örn Snorrason. Kr. 60.00. 6. NOKKRAR HUGLEIÐINGAR UM FORM ÞJÓÐRfKJA OG STJÓRNARFAR, eftir Halldór Stefánsson, fyrrv. alþingismann. Kr. 45.00. 7. DAUÐiNN KEMUR TIL MIÐDEGIS- VERÐAR. Leynilögreglusaga eftir Peter Sander. Knútur Kristinsson íslenzkaði. Kr. 180.00. 8. HRÖi HÖTTUR. Sagan af Hróa hetti og köppum hans. Með myndum. Kr. 125.00. 9. RÓBINSON KRÚSÓ. Ný falleg útgáfa af þýðingu Steingríms Thorsteinsson, með fjölda fallegra mynda. Kr. 125.00. 10. Ný bók um Nancy: NANCY OG MYNDA- STYTTAN HVfSLANDI, eftir Carolyn Keene, í þýðingu Gunnars Sigurjónsson- ar cand. theol. Kr. 135.00. 11. FRANK OG JÓI OG HÚSIÐ A KLETT- INUM, önnur bókin í mjög spennandi bókaflokki fyrir unglingsdrengi. Gísli Ás- mundsson kennari islenzkaði. Kr. 135.00. 12. Ný bók um hetjuna Bob Moran: REFS- ING GULA SKUGGANS, í þýðingu Magnúsar Jochumssonar. — Kr. 135.00. ♦ Fyrr á árinu kom út annað bindi af hinum merku endurminningum Sigurbjarnar Þor- keissonar: MIMNESKT ER AÐ LIFA. Bindið heitir: EKKI SVfKUR BJÖSSI, og er fróð- leikskista af frásögnum og gömlum mynd- um. — Ennfremur kom hin gullfallega lit- myndabók fSLAND — NÝTT LAND, en les- mál bókarinnar ritaði forseti íslands, Krist- ján Eldjárn. Kostar kr. 275.00. ♦ Allt verð er hér tilgreint án söluskatts. ♦ Bækurnar fást hjá bóksölum og beint frá útgefanda: PRENTSMIÐJUNNI LEIFTRI, — Höfðatúni 12 — Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.