Morgunblaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPT. 1968 3 Vöruhús Eimskips á Austurhakka: ■ . Bygging vör ugey mslu hússins gengur samkvæmt áætlun EIMSKIPAFÉLAGIÐ er nú að reisa stórt vörugeymsluhús á lóð, sem félagið fékk á Austur- haikka við Reykjavíkurhöfn. Verður húsið reist í tveimur á- föngum, og gengur verkið sam- kvæmt áætlun. Framkvæmdir við fyrri áfangann hófust í febrú ar sl. og er gert ráð fyrir að byggingu hans verði lokið í seinni hluta desember, en vonir Standa til að húsið verði full- smíðað á árinu 1969. Strax þegar lokið er við neðri liæð fyrri áfanga verður hún tekin í notkun og er gert ráð fyrir að það verði í nóvember nk. Sá áfamgi vörugeyms'luhússins, sem er í smíðum verður tvær hæðir samtals 7090 íermetrar auk bílastæðis á þaki, en alls flutningum og áður en hafist varl var haft samráð við norskt verk- handa um byggingu vöruhússins] fræðifyrirtæki, sem er sérhæft i skipulagrúingu á lesbun, losun og vöruafgreiðslu skipa. Hvernig eigi að byggja skipin og vöru- húsin og hvaða tæki eigi að nota í því sambandi.' Þess má geta að Skógafosa og Reykjafoss voru bæði byggð þanmig að vörulyft- arar geta ekið um á milliþilför- um og flutt til varning í lestun og losun. Miðað er að því að koma upp einingakerfi þar sem vörurnar eru í stórum kössum, sem lyftarar geta ekið að og tek- ið og einnig er áætlað að sér- stakir pallar verði notaðir í lest- un og losun. Framhlið 1. áfanga nýbyggingar vörugeymsluhúss Eimskips á Austurbakka. verður húsið 27.350 rúmmetrar að stærð. Það fer ekki á milli mála, að smíði þessa mýja vörugeymslu- Ihúss er hið mesta nauðsynjamál fyrir Eimsfkipafélagið, sem hefur um langt árabil orðið að búa við mjög erfiðar aðstæður um allt þar er að vöruafgreiðslu lýtur. Mun þetta hús, sem búið verður nýtízku útbúnaði til vörumóttöku og vönuafhendingar, skapa Eim- skipafélaginu mjög bætta að- stöðu og viðskiptavinum félags- ins aukið hagræði. Uppdrætti að vörugeymsluhús- inu gerði Halldór H. Jónsson og yfirstjórn með byggingafram- kvæmdum hafa annast þeir Óttarr Möller, forstjóri, Halldór H. Jóinsson, arkitekt og Viggó E. Maaok, skipaverkfræðingur. Eimskipafélagið leggur mikla áherzlu á hagræðingu í vöru- Kísiliðjan við Mývatn Kísiliðjan við Mývatn gengur ágætlega, og fer framleiðslan nú að nálgast 1000 tonn. Stöð- ugt er framleitt í verksmiðjunni og hefur framleiðslan að undan- förnu verið um 25-30 tonn á dag. 31 starfsmaður vinniur í Kís iliðjunni og þannig hefur það verið um nokkurn tíma, að sögn Vésteins Guðmundssonar, for- stjóra. Um miðjan þennan mán uð verður skipað út um 350 tonnum frá verksmiðjunni. Vörugeymsluhúsið er byggt með það fyrir augum að vélarnar geti unnið verkin að langmestu leyti. Þverskurðarmynd, sem sýnir hvernig vörumóttaka og vöruafhen ding verður framkvæmd í hinu nýja vörugeymsluhúsi Eimskips frá lest í skipi til þess er eigandi vörunnar er búnn að fá hana. Frá byggingarframkvæmdum við nýja vörugeymsluhúsið á Austurbakka. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Ég hef heyrt að engaí verðhækkanir hafi orðið í Karnabæ ennþá vegna ráðstafana yfir- valdanna og það er bara, ja skrambi gott.“ # KARNABÆR TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — TÝSGÖTU 1 — SÍMI 12330. ALDREI... meira úrval haustvöru en nú DOMUDEILD: ★ PEYSUR ★ BLÚSSUR ★ BLÚSSUR (Sport) ★ PILS teknar upp í dag ★ HERR ADEILD: STAKAR BUXUR teknar upp í dag ★ STAKIR JAKKAR — — - — ★ SKYRTUR — — - — ★ BINDASETT _ — . — PEYSUR — _ _ _ ÚRVAL AI.LS KONAR SKÓLAFAT NAÐUR f BÁÐUM DEILDUM. Póstsendum um allt land V ^ ■*** + STAKSUIWIÍ Opnari stjórnmdlastarfsemi Það er smátt og smátt að koma' í ljós, bver er megingagnrýni unga fólksins á stjórnmálakerfið t í landinu. Hún er sú, að stjóm-j málaflokkarnir séu of lokaðir og þröngir og völd innan þeirra séu- á of fárra höndum. Þetta hefur glögglega komið fram í fjölmörg um útvarps- og sjónvarpsþáttuqj og í blaðagreinum í sumar og haust og var kjarninn í ummæl- um Birgis ísl. Gunnarssonar, for manns Sambands ungra Sjálf- stæðismanna í viðtali, sem birt- ist við hann í Mbl. sl. sunnudag. Enginn vafi er á því, að stjóm- málastarf hefur lengi verið lok- aðra hér en í flestum nágranna- löndum okkar. Ef til vill er skýr ingin sú, að fámennið er hér mikið og deiluefni innan flokka er auðvelt að blása út og gera að miklu stormviðrL Alla vega er Ijóst, að blöðin bera hér ' mikla ábyrgð. Það hefur lengi tíðkazt, að stuðningsblöð hvers flokks birtu ekki gagnrýni á við-J komandi flokk og það hefur ekkii verið talið eðlilegt, að einstakir aðilar innan flokka gagnrýndu þá opinberlega. Þá hefur Iengi verið mikil feimni við það inn-j an stjómmálaflokka að Iáta. kjósa milli manna í trúnaðar- stöður og jafnan reynt að ná sani komulagi, þegar deilur hafa ris- ið um slíkt kjör. AHt hefur þetta stuðlað að lokaðri stjómmála- starfsemi, ágreiningur hefur ver- ið leystur innan fjögurra veggja og flokkurinn sýnt einingarand- lit út á við. Deila má um, hvort slíkt er heppilegt fyrir stjóra- málaflokk eða ekki. Undantekningar Hin siðari ár hefur Alþýðu- bandalagið verið undantekning frá þeirri meginreglu, að stjórn- málaflokkarnir ræddu ágreinings mái sín ekki opinberlega. En Al- þýðubandalagið hafði ekki frum kvæði um það sjálft að ræða mál sín í allra áheyrn heldur var það pínt til þess. Frásagnir Mbl. af deilumálum Alþbl. og róstusöm- um fundarhöldum urðu tij þess að smátt og smátt varð Alþbl. að hætta að láta svo sem ekkert væri á seyði, og nú em málefni þess rædd að verulegu leyti fyr- ir opnum tjöldum. 1 þessu tilviki var það því dagblað, sem neyddi forustumenn Alþýðubandalags- ins til að ræða ágreiningsmál sín opinberlega. Breytt viðhorf Enginn vafi er á því að viðhorf eldri manna til þessara mála eru að breytast jafnframt þvi sem kröfur hinna yngri fara dag- vaxandi. Blöðin hafa smátt og smátt orðið opnari, þótt enn séu þau töluvert lokuð að því er stjórnmálaskrif varðar, útvarpið hefur breytt mjög starfsháttum sinum og sjónvarpið hefur kom-‘« ið með nýjan gust inn í stjóra- málalífið. Stjórnmálamenn ern farnir að boða blaðamannafundl til þess að ræða málefni bæja og landsins alls og sæta spumingum fréttamanna. Allt bendir þetta til þess að stjómmálastarfið í landinu þróist í opnari átt og að bilið brúist milli hinna eldri og hinna yngrL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.