Morgunblaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 4
4 MOBGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPT. lí>66 0 Enn í „brennidepli“ Fyrrverandi útgerðarfnaður skrifar eftir farandi bréf, sem hann nefnir: Einar ríki ákaft óð elginn: „f brennidepli sjónvarpsins síðastliðið föstudagskvöld áttu sér stað næsta athyglis verðar umræður. Að vanda hélt Haraldur J Hamar uppi samræðum og fyrirspurn- um, að þessu sinni við þá kappa Einar Sigurðsson, Steingrím Hermannsson og Eyj ólf K. Jónsson. Allt eru þetta þekktir menn. Þótt Hamar beindi spurningum sín- um í upphafi til Einars, ætla ég fyrst síðarnefndu. Það verður varla sagt, að að fara nokkrum orðum um viðræður hinna skoðanamunur þeirra Eyjólfs og Stein- gríms hafi verið mikill. Báðir höfðu þessir ungu menn glæsilega farmkomu og hríf- andi stórbrotnar hugmyndir. Eiginlega gat ég ekki fundið annan skoðanamun þess- ara manna en þann, er að fyrirkomulagi og uppbyggingu framkvæmdanna lýtur. Með öðrum orðum, Steingrímur virðist hallast meira að ríkisrekstri en Eyjólfur að íúnkaframtaki, almenningshlutafélögum. Persónulega er ég fylgjandi skoðunumEyj ólfs Konráðs. Það voru athyglisverðar töl- ur, sem Eyjólfur benti á. Ef nokkur þús- und manns legðu í almenningshlutafélag, þótt ekki væri nema fimm til tíu þúsund krónur hver, yrði þegar komin stórkost- * leg. fjárupphæðs Geta ekki allir verið sam- mája um, að heilladrjúgt yrði fyrir þjóð- íélagið, ef takast mætti að vekja þjóðina, og þá ekki sist ungu kynslóðina, til þess að . taka virkan þátt í uppbyggingu stór- iðju hér á landi. Meirihluti þessa fólks kastar frá sér árlega tugum þúsunda í hreinan óþarfa. Allt, sem þarf, er að skapa vakningu, gera það að metnaðarmáli fólks ins að taka virkan þátt í uppbyggingunni. Eða hvort vilja menn heldur, að stofnuð séu gerfihlutafélög, þar sem ríkið á mik- inn meirihluta hlutafjársins en örfáum gæð ingum er síðan úthlutaður afgangur bréf- anna, sem síðan hækka stöðugt í verði, kanski mest fyrir framlag ríkisins. 0 Bátakaup — og 50% hærra fiskverð Þegar Haraldur Hamar spurði Einar Sig- urðsson í byrjun þáttarins um skoðanir hans á núverandi vandamálum þjóðfélags- ins og jafnframt hverjar væru hans til- lögur til úrbóta stóð ekki á svörum. Heil ilóðalda reið yfir áheyrendur. Naumast var hægt að fylgjast með. Einhvernveginn tókst mér samt að grípa kjarna ræðunnar. Nú og hver voru svo úrræðin? Jú, þjóðin átti að kaupa 100 mótorbáta, segi og skrifa eitt hundrað mótorbáta, og þá væri vand- inn leystur. Ennfremur komu fram þoku- kenndar upplýsingar um það, að einhver ónafngreindur Ameríkani vildi nú þegar kaupa 35 þúsund tonn af fiskflökum fyrir hvorki meira né minna en 50 prs. hærra verð en nú þekkist og að það jafngilti 300 þúsund tonnum af fiski upp úr bát. Þetta átti að sanna nauðsyn þess, að þjóð- in ryki nú til og keypti eitt hundrað mótsor báta. Ég spyr fyrst hraðfrystihúsaeigendur. Ef nú er hægt að selja svona mikið af fisk- flökum fyrir 50 prs. hærra verð en sam- bærileg vara hefur áður verið seld fyrir, hversvegna er þá verið að stofna til hvers vandræðafundarins á fætur öðrum og jarma íraman í ríkisstjórnina eftir styrkjum? Er þetta tómur skrípaleikur? Fróðlegt væri ef fram færi skoðanakönn- un á þessu áliti Einars, svo að í ljós kæmi, hve margir íslendingar tryði í raun og veru á þessar fjarstæðukenndu skoðanir Allir menn eru sammála um, að sjálfsagt sé að halda við fiskiskipastól landsmanna og auðvitað á að hagnýta aflann sem best. Enginn ágreiningur getur orðið um það. Annars minna ræður Einars mest á við- fcrögð nokkurra útgerðarmanna og þá um leið hraðfrystihúsaeigenda í garð Búrfells- virkjunarinnar og álframleiðslunnar hér á árunum þegar unnið var að undirbún- ingi að þeim miklu framkvæmdum. Vlst er að blaðagreinar, ræðuhöld á mannfund- um og rógur manna á miili verður þess- um kollegum Einars því meira til háðung- ar sem árin líða. Það væri raunar fróð- legt að birta þessar greinar aftur til að sýna fram á, hve sumir menn geta verið fcjánalega þröngsýnir. Ekkert er sjálfsagðara en að vinna af alefli að því að skapa ný verkefni fyrir viðkomu þjóðarinnar. Og raunar furðulegt, að ágreiningur skuli geta skapazt um jafn sjálfsagðan hlut. Fyrrverandi útgerðarmaður“ Velvakanda þótti Einar Sigurðsson hressilegur í þættinum eins og hans er vandi, og ekkert skorti á bjartsýnina. Hann hélt fram sinni atvinnugrein og varði hana. Og í lok þáttarins kom í ljós, að þeir þremenningarnir voru ekki eins ósammála og ef tii vill virtist í fyrstu. 0 Varúð á vegum Bragi Friðfinnsson sendir okkur eftir- farandi leiðréttingu: „Kæri Velvakandi, Beztu þakkir fyrir birtingu bréfs míns i dálkum þíum í gær. Þótt bréfið hafi ekki verið langt, hefur prentvillupúkinn komið við sögu eins og fyrri daginn, en það er ástæðan fyrir því, að ég ónáða þig nú. í annarri málsgrein stendur orðrétt, „Þetta var lofsvert framtak, enda stóðu að því margir aðilar félög, Slysavamarfélagið, bifreiðastjórnafélög og ég held allir þeir aðilar, sem umferðarmálin snerta að ein- hverju leyti“. Rétt er setningin þannig, „Þetta var lofs- vert framtak, enda stóðu að þvi margir aðilar, félög og félagasamtök, t.d. ölltrygg ingafélögin Slysavamarfélagið, bifreiða- stjórafélög og ég held allir þeir aðilar, sem umferðarmálin snerta að einhverju leyti“. Þótt niðurfelling hluta setningarinnar valdi e.t.v. ekki misskilningi kemur þetta ambögulega fyrir sjónir og væri mér kært, ef þú vildir leiðrétta þetta í dálkum þín- um. Með fyrirfram þakklæti. Bragi Friðfinnsson." 0 Gamla testamentið í bréfi Péturs Sigurðssonar um Gamla testamentið var mjög slæmt linubrengl I litla kaflanum eftir Einar Benediktsson. Kaflinn á að vera þannig: „Biblía vor er og i því alómetanlegur fjársjóður dásamlegra þekkingar. Þar sem málsandi hebreskrar tungu er logabjartur viti.á háum tindi, yfir hafvillurnar í reiki þjóða, gegnum ótölualdir ... Opinberun, spádómar, áköll til alvaldsins og umfram allt bænir, hljóðbærar til alföður stjörnu- ríkjanna, mælast á engu máli sannar og með langskeytara hæfi en á þessari forn- tungu hins útvalda lýðs.“ Þá vantaði og síðasta orðið í ritningar- greinina: „Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum?" * BÍLALEIGAN AKBRAIiT SENDUM SÍIVII 82347 BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Simi 22-0-22 Raubarárstig 31 siM'1-44-44 mmm Hverfisgötu 163. Simi eftir lokun 3116«. MAGIMÚSAR skiphou»21 simab21190 cHir lokun ■ 40381 ' Húsmœðraskóli Reykjavíkur verður settur þriðjudaginn 17. september kl. 2 síðdegis. Heimilisnemendur skili farangri sínum í skólann mánudaginn 16. september milli kl. 6—7 síðdegis. SKÓLASTJÓRI. Wolsey-sokkabuxur og nælon-sokkar viðurkennd gæðavara framleidd úr bezta nælongarni „TENDRELLE" nælon. Fara vel á fæti. Falleg áferð — Tízkulitir. WOLSEY-sokkabuxur framleiddar í 20 og 30 denier. WOLSEY-sokkar í 15—20 og 30 denier. WOLSEY hefir áratuga reynslu í sokka-framleiðslu. WOLSEY eru seldir í Reykjavík: Parísarhúðin, Austurstræti 8. London dömu- deild, Austurstræti. Verzl. Tíbrá, Laugavegi 19. llolts Apóteki, Langholtsvegi 84. I HAFNARFIRÐI: Geir Jóelssyni skóverzlun og Hafnar- fjarðar Apóteki. er i/e LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt lelgugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.