Morgunblaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 6
6 MOBGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPT. 1968 íbúðir í smíðum Til sölu 3ja og 4ra herb. íb. við Eyjabakka 13 og 15. — Seljast tilb. undir tréverk. Óskar og Bragj sf. Símar 32328 og 30221. Garðeigendur — eigum á lager hinar vinsælu brot- steina í vegghleðslur, hell- ur í ýmsum stærðum, einn- ig 6 kantaða og kantsteina. Hellu- og steinsteypan sf. við Breiðholtsv. S. 30322. Sfcurðgröfur Höfum ávallt til leigu Massey Ferguson skurð- gröfu til allra verka. — Sveinn Árnason, vélaleiga. Sími 31433, heimas. 32160. Takið eftir Breyti kæliskápum í frysti skápa. Kaupi gamla kæli- skápa, gangfæra og ógang- færa. Sími 50777. Geymið auglýsinguna. Sólbrá, Laugavegi 83 Úrval barnafata, sendum > gegn póstkröfu um land allt. Miðneshreppur íbúð óskast til leigu í Mið- neshreppi eða nágrenni. — Uppl. í síma 7615. Túnþökur Björn R. Einarsson. Símj 20856. Takið eftir Breytum gömlum kæliskáp um í frystiskápa. Kaupum einnig vel með farna kæli- skápa. Uppl. í síma 52073. Kona óskast til að gæta 1 og hálfs árs bairns allan daginn, helzt nálægt Lynghaga eða Stór- holti. Vinsamlegast hring- ið í s. 23915 eftir kl. hálf 6. 3ja til 4ra herb. íbúð óskast til leigu frá 1. Okt. á góðum stað í bænum. Til boð merkt: „Strax 2250“ sendis.t Mbl. Til leigu í Fossvogi, 80 ferm. ný íbúð. Sérhiti. Fyrirframgr. æskileg. Tilb. sendist Mbl. sem fyrst merkt: „Gaut- land 2251“. Góðhestur til sölu 6 vetra töltairi. Sími 12679 eftir kl. 7 á kvöldin. Rýmingarsala Nokkrar loðhúfur eru enn- þá eftir. Gott verð. Verzlunin Kotra, Skólavörðustíg 22 C. Símar 17021 og 19970. Til leigu 2 herb. og bílskúr. Uppl. í síma 34345 aftir tol. 7 e. h. Mæður Get tekið börn á aldrinum 6 mán, til 2ja ára í gæzlu. Er í Álfheimum. Uppl. í síma 21729 kl. 12—14 og 7—8 e. h. að skelfing væri nú gott að heilsa upp á ykkur aftur, mínir elskan- legu. Ég er búinn að ferðast til norðurlands, og það var indælt að fljúga yfir Blönduós um helgina. Það sást til allra fjalla á Strönd- um, allt til Reykjahyrnu, ogþama úti á Flóanum einhversstaðar börð ust þeir á sjónum í gamla daga, og köstuðu aðallega grjóti, hver I annan, milli skipa. Eilítið brim var við ósinn, og þótti mér það einkennilegt álitum. Það var skollitað, því að Blanda gamla víll sitt hafa um litinn að segja. Ég hitti marga menn að máli. Það voru félagsmenn í Fé- lagi íslenzkra bifreiðaeigenda, sem sátu þar á fundum og réðu ráð- um sínum. FÍB er fyrir löngu búið að sýna, hvað samhent samtök geta mörgu góðu komið til leiðar. Rétt í námunda við konungsvörð una á Holtavörðuheiði, sá ég bif- reið, sem komst ekki áfram í lang an tíma, vegna þess, að tveir bíl- ar höfðu stanzað fyrir framan hana og bilstjórarnir voru í hrókasam- ræðum út um gluggana. Ég renndi mér niður á jafnsiéttu og gaf mig á tal við bílstjórann, sem mátti bíða: Storkurinn: Og finnst þérsvona nokkuð hægt, manni minn? Maðurinn á Holtavörðuheiðinni: Nei, og þetta er undarleg árátta hjá bifreiðarstjórum, að geta ekki stöðvað bílana, gengið út og talast við að vild sinni, frekar en að stöðva alla umferð, jafnan þótt sú töf sé máski ekki nema örfáar mín útur. Auk þess geta þessir menn hæglega valdið slysum, einkanlega ef þeir stunda þessa iðju sína í Ég er þér alveg sammála, manni Ýg er þér alveg sammála, manni minn. Þjóðvegir og götur 1 bæjum eru engin fundarstaðir. Mennirnir ættu að líta í eigin barm, og þá myndu þeir láta af þessum leiða sið. Og með það var storkur flog- inn af stað suður fyrir jökla og raulaði fyrir munni sér: „Nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima.“ FRÉTTIR Kvenfélag Lágafellssóknar fer berjaferð ef næg þátttaka fæst. Nánari uppl. hjá Björgu, sími 66168 og Hrafnhildi sími 66183. Kvenfélag Óháða safnaðarins Áríðandi fundur þriðjudaginn 17 sept. kl. 8.30 í Kirkjubæ. Kirkju- dagur safnaðarins verður sunnu- daginn 22. sept Kristniboðssambandið Á samkomunni í kvöld í Bet- aniu kl 8.30 talar Halla Bachmann kristniboði. Allir velkomnir. Geðverndarfélag íslands. Geðverndarþjónustan nú starf- andi á ný alla mánudaga kl 4-6 síðdegis að Veltusundi 3, simi 12139. Þessi geðverndar- og upplýsinga- þjónusta er ókeypis og öllum heim il. Kvenfélag Neskirkjn Aldrað fólk í sókninni getur feng ið fótaaðgerð í félagsheimilinu á miðvikudögum frá kl. 9-12 Tíma- pantanir í síma 14755 á mánudög- um og þriðjudögum kl. 11-12. TURN HALLGRÍMSKIRKJU Útsýnispallurinn er opinn á laug ardögum og sunnudögum kl. 14-16 og á góðviðriskvöldum þegarflagg að er á turninum. Fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk. í Safnaðarheimili Langholtssókn- ar fyrir hádegi á þriðjudag. Uppl. í síma 36206. Séra Jónas Gíslason í fríi. Séra Jónas Gíslason prestur i Kaupmannahöfn er í fríi til 1. okt. Þeim, sem þyrftu að ná í hann, er bent á að tala við ís- lenzka sendiráðið í Kaupmanna- höfn. Háteigskirkja Daglegar kvöldbænir eru í kirkj- unni kl. 6.30 síðdegis. Séra Arn- grimur Jónsson. Grensásprestakall Verð erlendis til septemberloka. Sr. Frank M. Halldórsson mun góðfúslega veita þá prestsþjónustu sem óskað kann að verða eftir. Guðsþjónustur safnaðarins hefjast aftur í Breiðagerðisskóla, sunnu- daginn 18. ágúst Séar Felix Ólafs LEIðRÉTTING í Áheit og gjafir í gær til Lang- holtssafnaðar, urðu þær prentvill- ur, að Ijósasúlur urðu að ljósa- kúlum, og gjafir frá Ólafi og Helgu eru kr. 5.000 en ekki 5 kr. og frá þakklátri konu kr. 50, en ekki 5 kr. eins og misprentaðist VÍSIJKORIM Ilugheil ósk. Bið að Jónas bjargi sér, bindi ei trúss við þræla. „Koppalognið" hvorfið er komin austan bræla. Jón Benedikstson. „Nú er bágt til bjargar". Fölsk er lundin, fólsku bráð, flaka undir granna. Hér um stund er reikult ráð Rússa undir-manna. St. D. Svo mælti Drottinn: Nemið stað- ar vlð veginn og litizt nm og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld Jeremías, 6—16. f dag er föstudagur 13. sept og er það 257 dagur ársins 1968. Eftir lifa 109 dagar. Tungl f jærst jörðu. Árdegisháfiæði kl. 95.6. orðið Upplýsingar um læknaþjónustu i borginni eru gefnar í síma 18888, símsvara Læknafélags Reykjavík- ur. Læknavaktin í Heilsuverndarstöð- inni hefur síma 21230. Slysavarðstofan i Borgarspítalan um er opin allar sólarhringinn. Aðeins móttaka slasaðra. Sími 81212 Nætur- og helgidagalæknir er í síma 21230. Neyðarvaktin svarar aðeins á virkum dögum frá kl. 8 tii kl. 5 sími 1-15-10 og laugard. kl. 8-1. Keflavíkurapótek er opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl 9-2 og sunnudaga frá kl. 1-3. Næturlæknir í Hafnarfirði aðfaranótt 14. sept. er Eiríkur Björnsson, sími 50235. Kvöldvarzla í lyfjabúðum í Reykja vík. vikuna 7.-14. sept. er 1 Lyfja- búðinni Iðunni og Garðs Apóteki. Næturlæknir í Keflavík 13.9. Guðjón Klemenzson. 14.9 og 15.9 Kjartan Ólafsson 16.9 og 17.9 Arinbjörn Ólafsson 18.9. og 19.9 Guðjón Klemenzson Ráðleggingarstöð Þjóðkirkjunnar um hjúskaparmál er að Lindar- götu 9. 2 hæð. Viðtalstími læknis miðvd. 4-5, Viðtalstimi prests, þriðjudag og föstudag 5.-6. Framvegis verður tekið á móti þeim, sem gefa vilja blóð í Blóð- bankann, sem hér segir: mánud. þriðjud., fimmtud. og föstud. frá kl. 9-11 f.h. og 2-4 e.h. Miðviku- daga frá kl. 2-8 e.h. og laugardaga frá kl. 9-11 f.h. Sérstök a;’aygli skal vakin á miðvikudögum vegna kvöldtímans. Bilanasimi Rafmagnsveita Rvík- ur á skrifstofutíma er 18-222 Næt- ur- og helgidagavarzla 18-239. A.A.-samtökin Fundir eru sem hér segir: í fé- lagsheimilinu Tjarnargö u 3c: Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21. Langholtsdelld, í SafnaðarheimiII Langholtskirkju, laugardaga kl. 14. Orð lífsins svara í síma 10000. sá NÆST bezti Fyrir nokkrum áratugum bar svo við, að bóndi einn, Páll að nafni, kom á prestssetrið og sá, að þar var verið að sjóða eitthvað í stórum potti. Bóndi var matmaður og spurði, hvað væri í pottinum. „Og það er nú bara þvottur, Páll minn,“ svaraði prestskonan. Bóndi varð hissa og mælti: „Þetta gerir hún Gunna mín aldrei. Hún eldar aldrei þvottinn." 1 "" ............ " J5 Mér finnst hún nú sýna nóg, þó að ég standi bara á öðrum fæ tinum. 40 ára gömul mynd af Reykjavík sjálfsagt sjást nöfnin ekki nógu vel, því að hér er myndin minnkuð, ætti að vera nær helmingi stærri. — En samt má sjá á henni, hve borgin hefur mikið breyzt á þessum 40 árum. Til dæmis gnæfir enginn tum á Hallgrímskirkju yfir, heldur stendur þá Skóla- varðan enn á Skólavörðuholti. — Nó í dag hefur skapast fádæma gott ótsýni ór Hallgrímskirkjutumi, og myndir, sem þaðan væra teknar í dag yfir borgina, myndu á sama hátt og þessi hér að ofan, verða dýrmætar heimildarmyndir, þegar timar líða fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.