Morgunblaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPT. 1968 ittiKgtiitlrlfifrife Otgefandl Framkvæmdas tjóri Ritstjórar Ritstjórnartulltrói Fréttastjóri Auglýsing ast j óri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsipgar Askriftargjald kr 120.00 ! lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjamason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. STÓRIÐJUFRAM- KVÆMDUM HRAÐAÐ A llar líkur benda nú til, að hraðað verði fyrirhug- aðri stækkun álbræðslunnar og að hún verði fullbyggð á þremur árum í stað sex. Fyrsti áfangi álbræðslunnar verður fullgerður að ári liðnu og verða afköstin þá 30 þúsund lestir á ári. Upphaf- lega var gert ráð fyrir, að 6 árum síðar næði verksmiðjan fullum afköstum eða 60 þús- und lestum, en nú bendir allt til þess að samkomulag náist um að ljúka stækkun ál- bræðslunnar á skemmri tíma, þannig að fullum afköstum verði náð á árinu 1972. Þetta er árangurinn af við- ræðum þeim, sem Jóhann Haf stein, iðnaðarmálaráðherra hefur síðustu daga átt við forráðamenn svissneska ál- félagsins. Samhliða svo örum framkvæmdum í Straumsvík yrði einnig að hraða stækkun Búrfellsvirkjunar. Bendir því allt til þess, að iðnaðarmála- ráðheira hafi tekizt að leggja grundvöll að framkvæmdum, sem munu veita áframhald- andi mikla atvinnu í landinu, en það hefur valdið veruleg- um áhyggjum hvað við mundi taka, þegar stórframkvæmd- unum í Straumsvík og við Búrfell lyki á næsta ári. Jafnframt ræddi Jóhann Hafstein við forráðamenn svissneska álfélagsins um byggingu vídisótaverksmiðju í Straumsvík í sambandi við sjóefnaverksmiðju á Reykja- nesi. í framhaldi af þeim við- ræðum munu væntanlega verða teknar upp viðræður við þýzkt efnaiðnaðarfyrir- tæki. Að sjálfsögðu hafa engar endanlegar ákvarðanir verið teknar enn um þessar fram- kvæmdir, en þó virðist ljóst, að för iðnaðarmálaráðherra til Sviss hafi orðið mjög ár- angursrík. Hinar slæmu horf ur í atvinnumálum lands- manna vegna erfiðleika út- flutningsframleiðslunnar hafa knúið á um að hraðað verði stóriðjuframkvæmdum og bendir allt til að það muni takast. í framhaldi af samn- ingum um stækkun álbræðsl unnar er nauðsynlegt að hraða athugun á sjóefna- vinnslunni, en samkvæmt upp lýsingum, sem fram komu í sjónvarpsþættí fyrir skömmu er furðu litlu fjármagni varið til rannsókna BaldursLíndals sem eru undanfari sjóefna- vinnslunnar. Ennfremur er nauðsynlegt, að Alþingi stór- auki fjárveitingar til hvers konar rannsóknarstarfsemi á auðlindum íslands, sem leitt geti til uppbyggingar nýrra atvinnugreina. Við verðum einnig að nýta betur en nú er gert menntun og hæfileika íslenzkra vísindamanna og beina starfskröftum þeirra í ríkari mæli að vísindastörf- um, sem leitt geti til eflingar atvinnuveganna. GLEYMUM EKKI TVTú er nokkuð um liðið síðan Sovétríkin og leppríki þeirra réðust inn í Tékkó- slóvakíu og nauðungarsamn- ingarnir voni gerðir í Moskvu. Síðan hafa ráða- menn Tékkóslóvakíu unnið að því að koma nauðungarsamn ingunum í framkvæmd og þá fyrst og fremst einbeitt sér að því verkefni að koma á rækilegri ritskoðun í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Greini- legt er, að forustumenn kommúnistaflokks Tékkó- slóvakíu telja, að verði ekki stáðið við nauðungarsamn- ingana af hálfu Tékkóslóvak- íu, sé hætta á því að komm- únistaríkin grípi til enn harka legri ráðstafana, svo sem að lima landið í sundur og hefja brottflutning fólks í stórum stíl í þrælabúðir í Síberíu. Minna hefur verið rætt um málefni Tékkóslóvakíu síð- ustu vikur en fyrst eftir inn- rásina. Og einmitt þess vegna er rík ástæða til að minna fólk á, að gleyma ekki Tékkó slóvakíu, gleyma því*ekki, að fimm kommúnistaríki beittu annað kommúnistaríki of- beldi, vegna þess að þar var reynt að koma á almennum mannréttindum. Það er líka ástæða til að minna fólk á að gleyma ekki hraksmánarlegri framkomu kommúnista á ís- landi. Við skulum ekki gleyma ummælum kommún- istans, sem sagði að kommún istar á íslandi hefðu mótmælt atburðunum, vegna þess að ráðist hefði verið á sósíal- ismann, en ekki vegna þess að fullveldi smáþjóðar var fótum troðið og frelsið sví- virt. Og við skulum heldur ekki gleyma ummælum kommúnistans, sem lýsti því yfir sama daginn og komm- únískir herjir niddust inn í Tékkóslóvakíu, að „mikið mega Tékkóslóvakar fagna því, að eiga engan Sjálfstæðis flokk í landi sínu. — Og ekk- ert Morgunblað“, þ.e. enga frjálsa flokka og engin frjáls blöð. A ygi j U %SwJr w 1 ÍAN Ú RHE IMI Dr. Gustai sterki mai i Husa lur Sk ik -hi ívakíi nn i... Það er töluverður munur á hernáminu í Tékkóslóvak- íu eftir því hvar er. Til dæm- is er það alls ekki með sama hætti í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu við Dóná, og í Prag. I Bratislava má heita, að rússnesku skriðdrekamir séu algerlega utan við borg- armörkin en í Prag leynast þeir í görðum og á ýmsum af viknum stöðum, reiðubúnir að geisast inn í miðborgina með nokkurra mínútna fyrir- vara. Og í Bratislava er svo að sjá, sem endurreisn stjórn málalífs og eðlilegs lífs horg- arbúa gangi hraðar en í Prag, þar sem ennþá rikir talsverð ringulreið. Rú'ssneska herliðið í Brati- slava hefur að miestu dregið sig í hlé að kastalanum, sem stendur fyrir ofan borgina, en þar er líka vígalegt um að litast, vopn og bryndrekar um allan kastalagarðinn. Stór skriðdreki með stærðar byissu lokar aðalinnganginum að kastalanum. Og utan við borgina, við þjóðveginn hafa hersveitir komið sér víða fyr- ir á þægilegum og lítt áber- andi stöðum. Svo er að sjá sem herstjórnin sovézka sé að bíða átekta og ætli sér að leyfa stjórnmálalífinu að kom ast aftur til lífs og sjá hverja stefnu það tekur. Þessi þróun mála í Brati- slava er tengd mikilvægu atriði í stjórnmálalífi Tékkó- slóvakíu í heild, tilkomu dr. Gustavs Husaks, sem hins sterka manns í kommúnista- flokki Sólvakíu. Hann var kjörinn aðalritari flokksins þar fyrir um það bil hálfum mánuði og hefur tekið stjórn ina þar býsna föstum tökum. fbúar Slóvakíu eru hrifnir af i Husak og gleðjast yfir þess- ari þróun málanna, en rithöf undar og blaðamenn, sem ennþá vilja 'ekki sætta sig að fullu við hin nýju ákvæði um ritiskoðun, sem meina iþeim að segja hug sinn allan og láta innrásarheirnn heyra hvar „Davíð keypti ölið“, eru ekki eins hrifnir. Gustav Husak er lögfræð- ingur að menntun, járngrár maður með gleraugu. Hann var einn af forystumönnum Slóvakanna, sem árið 1944 risu upp gegn nazistum og leppstjórn föður Tisos — og stofnuðu skæruliðaher. Eftir styrjöldina var hann um tíma forseti þjóðarráðs Slóvakíu, en það embætti svaraði nokk urn veginn til þess, að hann væri forsætisráðherra. Síðan tók við ógnartímabil Stalínismans og Husak, sem stalinistar höfðu grun um að berjast fyrir slóvakíska þjóð ernissinna, var læstur bak við járn og slá. Þar fékk hann að dúsa í níu ár, var ekki látinn laus fyrr en árið 1960. Landsmenn sneru sér þá til hans með von í huga og í gleðivímunni sem fór um Tékkóslóvakíu síðaistliðið vor, skrifuðu menn í Slóvak- íu nöfn forystumanna sinna á húsveggi og girðingar, þar á meðal nafn Husaks. Husak varð varaforsætis- ráðherra í stjórn þeirra Dub- ceks og Cerniks í Prag þeg- ar innrásin var gerð í land- ið og þeir Dubcek, Cernik og Smrkovsky höfðu verið hand teknir, var Husak einn þeirra fáu manna, sem fylgdu Svo- boda, foi*Beta, til Moskvuvið ræðnanna sem frjáls maður. í viðræðunum í Moskvu reyndist Husak áhrifamikill. Sagt ler, að hann hafi hald- ið hörku sinni og kulda allan tímann meðan Dubcek jós yf ir sovétleiðtogana ásökunum og skömmum, af tilfinnimga- semi og sársauka, sem eðli- legur mátti teljast eftir það, sem á undan var gengið. Hus ak beindi öllum sínum kröft- um að því að ná einhvers- konar málamiðlun og meðan á viðræðunum stóð símaði hann hvað eftir annað heim uppörvandi fréttir og full- yrti allan tímann, að hægt væri að varðveita sjálfstæði landsins og vinna að því að koma hiernámsliðimu burt úr landinu svo framarlega sem gengið væri að þeim skilyrð- um sem Sovétmenn settu og þau framkvæmd. Það er enginn vafi, að Hu- sak leit málin allt öðrum aug um en hinir tékkóslóvakísku leiðtogar, t.d. Smrkovsky, sem sagði þegar hann kom til Prag, að það sem gerzt hefði væri í rauninni þskaplegt á- fall og stjórnin mundi breyta þvert gegn vilja sínum, er hún takmarkaði prentfrelsi og stjórnmálafrelsi — og yf- irleitt með því að fylgja þeirri stefnu, sem Husak sagði skorinort, að væri nauð synleg. Málflutningur Smr kovskys einkenndist af von- brigðum og svartsýni en Hu sak var í ávörpum sínum og umræðum bæði bjartsýnn og upplitsdjarfur. Hann huggaði Slóvaka með því að enginn hefði verið handtekinn og So vétmenn beittu hvergi lög regluþvingunum. „Við höfum tryggt, að ekkert erlent ríki muni hlutast til um innanrík- ismál okkar“ fullyrti Husak. „Það hefur enginn í huga of- sóknir og handtökur". Smrkovsky sagði fullum fetum, að Tékkóslóvakar hefðu engar tryggingar af neinna hálfu, en Husak sagði það tóma firru, að frelsi og lýðræði yrðu héðan í frá hug sjónir einar. Hann fullyrti, að haldið yrði áfram á lýð- ræðisbraut, „enda þótt við verðum að setja á okk- ur nokkrar hömlur“, bætti hann við. Eins og nú horfir virðist allt benda til þess, að Husak hafi ákveðið að leggja alla áherzlu á að framkvæma „málamiðlunina", eins og hann kallar Moiskvusam- komulagið. Hann reynir að halda Slóvökum rólegum og þöglum — og fær það að launum að Rússar virðst vera að slaka ofurlítið á taumun- Við skulum minnast þess, að í ágústmánuði 1968 skall járntjaldið niður á ný og gerði að engu vonir manna um friðvænlegri tíma í Ev- rópu. Kommúnistarnir reiða um. Þegar í blöðum og út- varpi hefur verið sagt frá því að hernámsliðið hafi sleppt haldi á ritstjórnar- skrifstofum og útvarpsstöð- um, er jafnan bætt við, að það hafi yerið gert fyrir „at- beina dr. Gustavs Husaks". Og ekki er annað sýnna en þessi aðferð hans, atorka og harka sé smitandi. En nokk- ur hópur menntamanna hefur eftir sem áður sínar efa- semdir. Það eru að vísu lekki lengur Rúsisar sem stjórna rit skoðuninni, en dr. Husak ger- ir það svikalaust. Tímarit ið „Novo Slovo“ birti fyrir nokkru grein, þar sem talað var um „Asíusveitir" her námsliðsins og það hefti blaðsins var gert upptækt. Annað blað vikuritið „Zivot“ hafði gert bráðvel útbúna igrein, þar sem atburðirnir í Landinu allt frá janúarmán- uði sl. voru raktir gaumgæfi elga og vel, þar á meðal her námið. Þetta hefti blaðsins var einnig gert upptækt. En þótt menntamenn og rit höfundar í Bratislava hafi sínar lefasemdir, hafa þeir ekki flúið land, þótt þeim sé það fremur innan handar en Pragbúum, þar sem borg þeirra er svo rétt við landa- mæri Austurríkis. Þeir fara „undir jörðina" og bíða á- tekta. Vikurit rithöfunda „Kulturni Zivot“, sem hafði forystu í baráttunni gegn No votny og var raunar eina blaðið í Tékkóslóvakíu, sem birti grein eftir Husak, eftir að hann var látinn laus úr fangelsi 1960 — var í síð- ustu viku að útbúa grein, þar 3em ýmsir málsmetandi menn voru spurðir eftirfarandi spurningar: „Hvað tekur nú við?“. Sum svörin, sem blað- ið fékk voru afar athyglis- verð en ritstjórinn, skegigjað ur rithöfundur, gerði fullt eins ráð fyrir því, þegar hann var að leiðrétta próf- arkirnar að greininni, að þetta tölublað blaðsins yrði gert upptækt. Husak virðist hafa komizt að samkomulagi við Rússa um að blöðin skuli fá að vera í friði svo framarlega sem þau láti vera að gagnrýna hiernámið, sósíalismann, og ein staka foryistumenn flokksins. Þó er ýmislegt látið afskipta- lauist, sem hlýtur að teljast gagnrýni. Til dæmis var á ein um stað I „Kulturni Zi- vot“ talað um að sósíalism- inn hefði gert sjálfum sér skömm til og úrkynjast í þá átt að verða tæki til að reka hrokafulla stórveldapólitík". Annað blað birti grein eftir kvikmyndaleikstjóra, sem sagði að „árásarmennirnir" sem kölluðu okkur andbylt- ingansinna, af því að þeir vildu hertaka land okkar, geta misþyrmt okkur, handtek ið okkur og myrt okkur und ir því yfirskini og öðrum á- móta,“ En að því er snýr að Gust- av Husak, er enginn vafi á Framhald á. bls. 21 sig á að fólk gleymi glæpa- verkum þeirra, en við skul- um ekki gleyma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.