Morgunblaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPT. 1968 1. kafli. Sandra teygði úr löngu glæsi- legu örmunum og geispaði. — Einn leiðindadagurinn enn! and varpaði íhún við Jill. — Hvað London getur verið andstyggileg á þessum tíma árs. Allt grátt og kalt og draugalegt. Jilí hafði þegar stöðvað vekj- araklukkuna og var komin fram úr. — Það er þó að minnsta kosti sæmilega heitt í skrifstof- unni, svaraði hún um leið og hún seildist eftir sokkunum sín um. — Þessi nýja upphitun er alls ekki sem verst. — Skrifstofan, þó. Þó! Til hvers þurfum við að sitja við þessi andstyggðar spjöld allan daginn og tala við leiðinlegt fólk? Sandra var sýnilega í sínu versta skapi þennan morgun. — Af því að við þurfum á kaupinu okkar að halda, svaraði Jill. — Og það er sem betur fer útborgunardagur á morgun. — Það þarf nú ekki að minna mig á það, sagði Sandra og drattaðist nú loks fram úr rúm- inu. — ég er orðin alveg skít- blönk. Geturðu lánað mér einn shilling fyrir kaffi í dag. Ekki get ég skilið hvers vegna ekki er hægt að fá það uppá krít á fimmtudögum! — Það er afþví að sumu fólki hættir til að gleyma að borga, þegar það fær útborgað, sagði Jill. — Og þá færi allt reiknings haldið í vitleysu. En flýttu þér nú. Ég er að setja upp ketilinn. Þær drukku svo fce og átu maisflögur, og horfðu á meðan á vægðarlausa klukkuna. — tvær stúlkur, svo ólíkar að útliti og innræti sem mest var hægt að hugsa sér, en samt innilegir vinir. Þær höfðu fyrst hitzt í stóra gisti húsinu í Hampstead, þangað sem þær höfðu komið fyrst er þær komu til London fyrir eitthvað hálfu öðru ári. Sandra James var frá Paign- ton, þar sem faðir hennar — uppgjafahöfuðsmaður úr flotan- um lifði á eftirlaununum sínum, og móðir hennar eyddi flestum eftirmiðdögum í bridgeklúbbn- um. Þau sögðu ekki neitt við því þegar dóttir þeirra ákvað að leita sér atvinnu í London. •— Þú ert búin að flækjast svo víða að þú ættir að kunna fótum þín um forráð, sagði faðir hennar. Nú var Sandra futtugu og eins árs, hávaxin og veraldarvön, með smekk fyrir áberandi fatnaði — stúlka, sem kom karlmönnum til að líta um öxl í annað sinn, þeg ar hún fór framhjá þeim. Hún var með þykkt rauðjarpt hár og stór grænleit augu, og var hald- in óslökkvandi ævintýraþrá. Jill, sem vað aðein.s nítján ára var úr litlu þorpi norður í landi, en bóndabærinn þar var ekki lengur neitt heimili, eftir að fað ir hennar sem var orðinn ekkill hafði gengið að eiga hálfþrítuga stúlku. Þessi nýja húsmóðir gaf það fyllilega í skyn, að ungling- urinn stjúpdóttir hennar, væri bara fyrir henni á heimilinu. Jill var smávaxin og dökk yfirlitum með grá augu. Hún var varkár og tók sjaldan neinn eða nieitt eins og það virtist við fyrstu sýn, en hafði samt gengizt við vimsamlegu viðmóti Söndru fyTsta daginn sem þær þekkt- ust. Stúlkunum tveimur kom svo vel saman, að þær ókváðu að flytjast burt úr gistihúsinu. Tryggingarfélagið Grand Inter- national fékk flest af yngra starfs fólki sínu utan af landisbyggð- inni, og þegar það var komið til borgarinnar, kom félagið því fyr ir í bústað, þar sem það taldi öllu vera óhætt. Ef fólkið vildi heldur vera annarsstaðar, var það uppá þess eigin ábyngð,Fé- lagið hafði gert skyldu sína. Enginn hreyfði því neinum mót mælum þegar Sandra og Jill leigðu sér íbúð skammt frá há- skólanum. Þarna höfðu þær stóra stofu, sem þær sváfu í, lítið eld 1 hús og skáp frammi á gangin- um, þar sem hægt var að geyma það sem ekki komst fyrir í stof- unni. Baðherbergið urðu þær að hafa í félagi við hjónin á hæð- inni fyrir neðan. Með þessu móti höfðu þær stöllur meira frjálsræði og betra fæði. Og það var vegna þess að Jill sá um öll matarkaupin og matreiðsluna Og hún hafði ekki nema gaman af því, enda þótt reikningshald- ið vildi stundum fara út um þúf- ur ef Sandra kom óvænt heim með einhvern kunningja sinn, sem henni hafði snögglega dottið í huig að bjóða í mat. — Þú hefur þetta einhvernveginn Jill mín. Þú hefur alltaf einhver ráð. Þú ert snillingur Stundvíslega klukkan hálfníu voru stúlkurnar komnar í þykku kápurnar sínar og með höfuð- klútana og lögðu af stað til að ná í vagninn inn í miðborgina. Þegar þær komu út, gaus aust- anrokið um þær allar og Sandra tók að skjálfa. — Ég hata Enig land, eins og það er í marzmán- uði kveinaði hún. — Ég vildi að við værum komnar eitfchvert annað! — Já, en hvert spurði Jill. — Til Möltu? Hún vissi, að vin Blómaúrval Blómaskreytingar mmrn GRÓÐRARSTÖÐIN Símar 22822 og 19775. GRÓÐURHÚSIÐ við Sigtún, sími 36770. — íbúð til leigu 3ja herb. risíbúð með húsgögnum, ísskáp. síma o. fl. er til leigu frá 1. okt. Tilboð óskast send Morgunblaðinu merkt: „Vestur- bær — 2253“ fyrir 20. sept. 10 ARA ABYRGÐ TVÖFAUT EINANGRUNAR - 20ára reynsla hérlendis SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON «CO HF 10 ÁRA ÁBYRGÐ Karlmannaskór Kuldastlgvél Kvenskór stúlka hennar hafði verið þar, þegar faðir hennar var í þjón- ustu á Miðjarðarhafinu. — Já, eða Majorka. Ég varð stórhrifin af þeim stað í fyrra- sumar. —'Það þyrfti nú ekki að vera neitt sérlega gott veður þar nú, minnti Jill hana á og stanzaði til þess að kaupa sér dagblað. — Að minnsta kosti er sólskin þar. En svo eru til fleiri drauma staðir, til dæmis Grikkland eða Vestur-Indíur. Það væri gott að vera. — En ekki fengjum við neina atvinnu þar, sagði Jill, — Og þá heldur ekki neitt að éta. — Ég veit það. Reyndu ekki að kenna mér neinar augljóáar staðreyndir. Hérna kemur loks ins einn ,,68“. Við erum að verða of seinar. Þeim tókst að komast inn í vagninn, en þó ekki nema á efri hæðina. Svo urðu þær viðskila hvor við aðra, þangað til vagn- inn stöðvaðist og feitur maður sem hafði varið að kremja Jill í sætinu, fór út og Sandra komst í sætið hans. — Veiztu, að þegar við stönz uðum þarna áðan, sá ég nokkuð dásamlegt? Alveg ótrúlegt. Ég held þetta hljóti að vera for- sjónarinnar ráðstöfun. Jill leit upp úr blaðinu sínu. — Nú, hvað var það? — Við stönzuðum þarna rétt móts við nýja húsið, og mér varð litið út og sá þar glugga. Og fram úr ermum, heima hamstra, skaltu ekkert heldur láta aðra njóta Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Snúðu þér að þínum kærustu áhugamálum. Sinntu öllu innkaup- um, bréfaskrifum og smáheimsókrxum, sem nauðsynlegar eru. Hvíidu þig svo smástund, því að kvöldið verður kannske langt og erfitt. Nautið 20. apríl — 20. maí. Þú verður að ræða málin við fólk, sem þér er nákomið. Ef þú hlustar á rödd áamvizkunnar og fyrirgefur, verður vináttan dýpri en nokkru sinni fyrr. Tvíburarnir 21. maí — 20. júni. Gerðu eitthvað tii að bæta útlit þitt og ástandið. Þér vex hugur við tiltækið. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Nú er hentugt að láta hendur standa fyrir og í vinnunni. Hafðirðu verið að vera að fara neitt í launkofa með það, þess með þér. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Vertu svolítið félagslyndur í dag. Þegar þú ert búinn með verkin þín, skaltu halda smáboð. Meyjan 23. ágúst — 22. september. í dag gefst þér óvenjulega gott tækifæri. Þiggðu heimboð fylgdu straumnum, eins og þú mögulega getur. Vertu nærri þeim, sem þér eru kærastir, er kvöldar. Vogin 23. september — 22. október. í dag ættu einhverjar málaflækjur út af peningum að skýrast. Farðu út í náttúruna. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember. Fylgdu áhugamálum þínum eins fast eftir og hægt er, en farðu ekki út fyrir takmörkin. Krefðu skuldunautana einarðlega upp- gjörs. Njóttu kvöldsins vel. Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Njóttu hvíldarinnar í kvöld eftir erfiðan dag. Láttu aðra um þrasið. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Gættu heilsunnar. Farðu í matarkúr, ef Gakktu vel frá vinnu þinni. Einhver er það, ar þinnar í kvöld. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Þú færð tækifæri til að styrkjast sálarlega. Þú færð aukinn kraft. Skoðaðu hug þinn. Þú færð mikla úmbun. Fiskarnir 19 febrúar — 20. marz. Njóttu heimilis þíns í dag Bjóddu einhverjum vinum þínum heim. Margt ber á góma. Notaðu skynsemina, og gettu í eyðurnar. þú þarft þes* með sem þarfnast aðstoð- Kven- og ungiingapeysur á sérstöku verði Enskar þykkar alullarpeysur kr. 370.— Kasmir ullarpeysur kr. 300—325.— Kasmir uliarpeysusett kr. 590.— Einmg barnapeysur frá kr. 275.— Verzlunin Katarína á homi Kringlubrautar og Hamrahlíðar. Sími 81920.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.