Morgunblaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.09.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTtPDAGUR 13. SEPT. 1©98 27 Eitt af verkum Jóns Stefánssonar. (Ljósm. Mbl. Kristinn Benediktsson). Yfirlitssýning á verk- um Jóns Stefánssonar — i nýjum sal að Brautarholti '2 Félag' íslenzkra myndlistar- manna opnar yfirlitssýningu á verkum Jóns heitins Stefnánsson ar listmálara næstkomandi laug ardag, kl. 4. Sýningin er haldin í tilefni af fjörutíu ára afmæli Bandalags íslenzkra l'istamanna. Afmælis þessa er minnst á marg an hátt og ákváðu myndlistar- menn að opna sýningu á verk- um Jóns. ustu árum Jóns og eru fengfn að láni hjá Listasafni íslands, Ástæðuna fyrir því að þeir völdu verk Jóns segja þeir þá að hann hafi verið einn af þrem mestu brautryðjendum íslenzkr ar málaralistar og að of hljótt hafi verið um verk hans síðustu árin, síðasta sýning á verkum hans var haldin 1951. Málverkin eru einkum frá síð og Bryndísi dóttur Jóns. Nokkr- ar myndirnar sem þarna verða sýndar hafa aldrei áður komið fyrir augu almennings. Sýningin er haldin að Braut- arholti 2, annaií hæð. Þar á fyrstu hæð er Húsgagnaverzlun Reykjavíkur, -en það er eigandi hennar, Óskar Guðmundsson, sem vígir ný jan sýningarsal með þessari sýningu. Gylfi Þ. Gíslason menntamála ráðherra, opnar sýninguna á laugardaginn og hún verður op in í tíu daga. // n Fyrirheitið frumsýnt 21 FYRlSTA frumsýningin á þessu leikári verður laugardaginn 21. þ.m. Leikritið, sem sýnt verður, heitir „Fyrirheitið“ og er eftir rússneska höfundinn Aleksei Arbuzov, en hann er nú á miðj- um aldri og hefur skrifað allmörg leikrit, sem hlotið hafa vinsæld- ir í ýmsum leikhúsum í Vesitur- Evrópu og nú fyrir skömmu í verður LEIHRETTIMG Þau mistök urðu 1 grein um kaupstefnuna 11/9 að fyrir- tækið Sólido er sagt hafa út- flutning til Færeyja á fram- framleiðslu simmi. Er það rangt. Hinsvegar hefði fyrirtæki í Færeyjum, sem rekur tvær barnafataverzlainir, beðið Solido um sýnishornasendingu, þar sem gæði og verð virtust standast fyllilega samanburð. Sö'lumaður, sem mynd var af hjá báis Lady h.f. ranglega nefnd ur og er nafn haras Gunmar A1 exandarsson. Sútunarsérfræðingur Framtíð- ariimar, Asgeir Nikulásson, var sagður sölumaður. Sölumaður- inn heitir Klemenz R. Guð- mundsson. Um prjónastofuna Iðummi Reykjavík var sagt að tollabæri hærra vönu, sem inmflutt væri frá löndum sem á hefðu að skipa ódýru vinnuafli, en inn- lenda vöru. Þar átti að vena: en aðra innflutta vöru. Fyrirtæk ið er til húsa á Seltjarnamesi og eigendur Njáll Þorsteinsson og Þorsteinn Guðbrandsson. Eyvindur Erlendsson leikstjóri. New York. Af öðrum leikritum höfundarins má nefna leikrit eins og Stétt, Sex ástvinir, Um langvegu, Stefnumót við æskuna og fleiri. Leikendur í Fyrirheitinu eru: Arnar Jónsson, Hákon Waage og Þórunn Magnúsdóttir, allt eru þetta ungir leikarar, sem stund- að hafa nám í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins. Leikstjóri er Eyvindur Erlends son og er þetta annað leikritið, sem hann stjórnar hjá Þjóðleik- húsinu, en hiitt var eins og kunn ugt er, Billy lygari, sem hann sviðsetti á sl. leikári á Litla svið- inu í Lindarbæ. Eyvindur hefur stundað nám í Moskvu í fimm ár í leikstjórn og lauk þar prófi með góðum vitnisburði iyrir rúmu ári. Leikmyndir eru gerðar af Unu Collins, en þýðing leiks- ins er eftir Steinunni Briem. - NATO Framhald af bls. 1 anna. Til þess að það mætti vera, þyrftu leiðtogar vest- rænna ríkja að sýna þolinmæði í samningaviðræðum við leið- toga Sovétríkjanna, og yrðu þeir samningar að eiga að baki sér „sameinuð og öflug Vestur- veldi“, eins og hann komst að orði. Herskáir uppgjafahermenn. Ársþing American Legion hófst í gær í New Orleans, og var þá meðal annars rætt um ástandið í Vietnam, og um banda ríska njósnaskipið Pueblo, sem verið hefur í haldi í Norður- Kóreu í nærri átta mánuði. Lýstu samtökin yfir stuðningi við etyrjaldarreksturinn í Viet- nam, en hörmuðu mannfall, sem þar hefur orðið. Segir í sam- þykkt þingsins að ef samninga- viðræður í París beri ekki ár- angur fljótlaga, neyðist Banda- ríkjamenn og bandalagsmenn þeirra í styrjöldinni til að herða átökin, loka öllum griðarstöðum skæruliða, stöðva siglingar um hafnir þeirra, auka loftárásir og fjölga leyfðum skotmörkum í þeim tilgangi að tryggja alger- an og varanlegan sigur. Varðandi Puieblo ráðlagði þinig ið stjórn Bandaríkjanna að frelsa það og áhöfn þess með valdi, ef á þyrfti að halda, úr höndum yfirvalda Norður-Kór eu. Njósnaskipið var á siglingu út af strönd Norður-Kóreu þeg- ar herskip þaðan tóku það 23. janúar í ár og fluttu það til hafnar þar í landi. Síðan hafa Bandaríkin margsinnis reynt að fá skipið og áhöfn þess laust, en ekki tekizt. í samþykkt þings American Legion segir að reyna verði áfram að ná samningum um Puebió, en takist þeir ekki fljót- lega, verði að beita því hervaldi sem nauðsynlegt reynist. Var þessari ákvörðun þingsins fagn- að með hrópum og lófataki. - ÞORISVATN Framhald af bls. 28 ætlað að geyma vatn til notk- unar við útskolun á ís í gegn um stíflumannvirki í Þjórsá og til að miðla vatni, þegar lítið er í ánni. Framkvæmdirnar við þessa vatnsmiðlun verða fó'lgnar í gerð vei'tuskurða frá Þóris- vatni í Þjórsá og byggingu stíflumannvirkja. Áætlað er að þessar framkvæmdir taki um eitt ár. Mikill hluti Búrfellsvirkjunar verður í fyrsta áfanga byggður nægilega stór fyrir sex vélasam stæður. í þeim áfanga verður lokið við stöðvarhúsið og upp- setningu alls vélabúnaðar, að þremur seinni vé'lasamstæðunum undanskildum, en þeim verður svo bætt við eftir þörfum eins og fyrr segir, ásamt nauðsyn- legri aukningu á háspennuvirkj - FAXABORG Framhald af hls. 28 — Ef þessu heldur svona áfram eru línuveiðar á Breiða- firði í mikilli hættu og ég veit það af eigiii reynslu, að margir sniurvoðabátanna eru hreinlega að gefast upp af þessum sökum og ætla að skipta yfir á troll. — Hvaðan eru þessir bátar, Rögnvaldur? — Þeir koma hingað og þang að úr verstöðvunum hér í kring en aðallega frá Ólafsvík. — Um atvinnuástandið sagði Rögnvaldur, að vinna hefði ver ið stöðug í frystihúsinu. Unnið hefði verið úr bátafisknum og svo karfa, sem togbátur hér af staðn um hefði afLað. Rögnvaldur sagði, að einmuna veðurblíða hefði verið upp á síðkastið hit- inn upp í 18 stig en annars hefði sumarið verið votviðra- samt. Mjög hefði rætzt úr spreittu þegar leið á sumarið og ástand í þeim efnum færzt í betra horf. Var stærsta hús sveitarinnar og setti svip á staðinn Gamla húsið á Lágafelli var flutt í fyrrinótt úr fjalls- hlíðinni, þar sem það hefur í líklega 70 ár blasað við veg farendum, hátt og reisulegt. Flutningurinn gekk vel, en taka þurfti niður rafmagns- línur o.fl., því 'þetta er um 100 ferm. hús, 14 metrar á lengd og 7 á breidd. Fyrir- tæki Gunnars Guðmundsson- ar h.f. sá um flutninginn. Eig andi hússins ier Jón Gunn- laugsson, fyrrv. stjórnarráðs fulltrúi, sem keypti það fyr- ir meira en áratug og mun þá hafa verið ætlunin að rífa það. Nú fær það þó nýjan samastað, á nýjum steyptum grunni í húsahverfinu neðan Lágafells. Mbl. hafði samband við Guðmund bónda í Selja brekku, sem er alinn upp á þessum slóðum. Hann kvaðst muna eftir þessu húsi, sem þótti ákaflega veglegt, frá því hann fyrst man eftir sér. T.d. man hann gullbrúðkaup þar, er hann var mjög lítill, líklega 1902. Muni húsið hafa verið reist milli 1890 og 1900 af séra Ólafi Stephensen. Sr. Ólafur bjó í húsinu fyrst þeg ar hann man. Viðbótarbygg- ingin, sem þurfti að rífa frá fyrir flutninginn, var reist eft ir 1912 af Boga Þórðarsyni. Þinghúsið gamla stóð austan við húsið, og var seinna byggt ofan á þinghúsið og það sameinað aðalhúsinu. — Þetta var stærsta húsið í sveitinni og þótt víðar væri leitað og setti svip á stað- inn, sagði Guðmundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.